Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 37
FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019 MORGUNBLAÐIÐ 37 Opnunartími alla virka daga 8-18 og á laugardögum 10-14Sævarhöfða 12, 110 Reykjavík, s. 577 5400, throttur@throttur.is Bjóðum upp á allar tegundir af VÖRUBÍLUM, KRANABÍLUM og VINNUVÉLUM sem henta í flest verk Seljum einnig hellusand, drenmöl og tökum á móti jarðvegi á Sævarhöfða 12 Viðskiptavinum BM Vallár stendur til boða ráðgjöf landslagsarkitekts á hagstæðum kjörum og gengur greiðslan fyrir ráðgjöfina upp í kaup á hellum og helluvörum. Ráð- gjafinn útbýr útlitsmynd samdægurs og um það bil viku eftir ráðgjöfina eru þrívíðar teikningar tilbúnar. Ásbjörn segir gott að undirbúa vel við- talið með landslagsarkitektinum. Fólk ætti að skoða vöruframboð BM Vallár og mynda sér skoðun á hvaða útlit gæti hent- að best. Þá þarf að senda grunnmynd af húsi og lóð a.m.k. þremur dögum fyrir staðfestan tíma og að auki senda staf- rænar myndir af lóðinni teknar bæði að og frá húsinu. „Fólk hefur ólíkar hugmyndir um garðinn sinn en flestir vilja þó umfram allt búa til góðan íverustað þar sem hægt er að grilla og eiga notalega samverustund. Aðkoman að húsinu þarf að vera falleg, leggja þarf göngustíga til að tengja saman fram- og bakhlið hússins, og gera ráð fyrir hlutum eins og sorphirðu, áhaldageymslu, og jafn- vel trampólíni eða heitum potti. Er sérstak- lega gaman að sjá hve margir eru áhuga- samir um að setja litla tjörn eða læk í garðinn, og þá oft með gosbrunni.“ Marga dreymir um tjörn með gosbrunni Frá sýningarsvæði BM Vallár. Lítil tjörn eða gosbrunnur getur sett sterkan svip á garðinn. þannig að sáralítið bil er á milli þeirra. Þessar hellur má fá í gráum og svörtum lit, og með út- liti sem líkist steyptu bílaplani með áferð.“ Bendir Ásbjörn á að stóru hellurnar henti mjög vel á stöðum þar sem steypt plan væri óheppilegt. „Helsti gallinn við steypt plön er að ef þau hleypa ekki vel frá sér snjó og vætu þá geta þau orðið sleip svo að slysahætta skapast. Steyptar hellur, aftur á móti, hleypa vætunni betur í gegnum sig og eru stamari.“ Hellurnar skorðaðar af Það er alkunna að undirlagið skiptir öllu máli þegar er hellulagt og segir Ásbjörn að grús og hellusandur þurfi að ná vel út út fyrir stéttina eða planið svo að hellulögnin fari örugglega ekki á hreyfingu þegar tekur að frysta, en auð- velt er að fela þetta viðbótar-undirlag undir túnþöku eða beði. „Þá þarf alltaf að skorða hell- urnar af með steyptum kanti, og flestir sem velja líka að setja hitalögn undir hellurnar jafn- vel þó lögnin sé ekki endilega tengd alveg strax. Bætir hitalögnin litlu við heildarkostnað- inn en kemur í góðar þarfir þegar tekur að frysta.“ Ef rétt var að verki staðið við hellulögnina þarf að hafa sáralítið fyrir því að halda hellun- um fallegum þó Ásbjörn segi hellur ekki alveg viðhaldsfríar: „Skynsamlegt er að leyfa ekki óhreinindum að safnast upp. Plön sem eru sóp- uð og skoluð reglulega endast lengur og eru fallegri. Þarf ekki meira til en góðan kúst og svo er fínt að spúla hellurnar reglulega og þá jafnvel nota háþrýstidælu. Verður samt að muna að fara ekki með úðann úr háþrýstibyss- unni of nálægt hellulögninni því þá gæti kraft- urinn í vatninu spúlað sandinn upp úr fúg- unum, jafnvel skolað burtu sandi undan hellunum og líka myndað för í hellunum ef farið er of nálægt.“ Nýr vegghleiðslusteinn BM Vallár hefur á sér skemmtilega dramatískt yfirbragð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.