Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 18
Meðal annars fer hún í garðaskoð-
anir með Garðyrkjufélaginu á
hverju ári og skoðar bæði bækur og
garðablöð.
„Svo fæ ég allar mínar hug-
myndir beint frá mömmu,“ segir El-
ísabet og hlær.
Margir eru nýjungagjarnir í
görðum sínum en aðrir hugsa mest
um að halda þeim við. Elísabet seg-
ist ekki gera mikið af því að breyta
til en annað gildi um Ásu Kristínu
sem er svo dugleg að búa til beð,
fjarlægja tré og færa til blóm að El-
ísabetu segist jafnvel gruna að gras-
ið sé við það að hverfa úr garðinum.
„Við Hallvarður erum minna í
breytingum, en þegar við
fluttum hingað var það
okkar fyrsta verk að
endurnýja og færa
til plöntur og
runna í garð-
inum. Svo hafa
margar nýjar
plöntur bæst við
en skipulagið er
að mestu eins og
það var þegar við
keyptum.“
Epla- og kirsuberjatrén
hafa verið erfið
Spurðar hvort þær hafi reynt að
koma upp óvanalegum eða sjald-
gæfum plöntum segist Ása hafa sett
niður eplatré en uppskeran hafi þó
ekki skilað sér.
„Ég er alltaf að reyna að gera
garðinn viðhaldsminni en svo fell ég
alltaf fyrir nýjum blómum. Fékk til
dæmis mikinn áhuga á rósum fyrir
nokkru og það er nú töluverð vinna
við þær.“
Elísabet er með tvö kirsuberjatré
í garðinum
sínum en líkt
og með epla-
tréð hennar
Ásu Kristínar
hefur upp-
skeran verið
treg að skila sér.
„Við settum þau
niður fljótlega eftir að við
fluttum en það hefur verið erfitt að
ná þeim upp. Fyrir
tveimur árum skiluðu þau reynd-
ar tveimur lófum af berjum, sem er
ósköp lítið. Þau eru samt enn á lífi,
greyin,“ segir hún og hlær.
Gott að vera vel gift
Í verðlaunagarðinum á Víkur-
strönd stendur einnig fallegt kirsu-
berjakirsi sem skartar yndislegum
bleikum blómum á vorin.
„Ég vona samt að það sé í lagi að
segja frá þessu hérna enda ekki
langt síðan ég las undarlega frétt í
Mogganum um að kirsuberjakirsi
hefði verið stolið úr garði í Vestur-
bænum. Kippt upp með rótum og
allt. Maður furðar sig á því að fólki
geti yfirleitt dottið svona í hug,“
segir hún hissa.
Að lokum er vert að spyrja þær
mæðgur hvaða ráð þær eigi í sínum
ranni fyrir þá lesendur sem vilja
hafa garðinn sinn sem fallegastan.
„Númer eitt er að reyta arfann
reglulega og það er best að hann nái
aldrei að verða mikill. Að hafa góð-
an og næringarríkan jarðveg skiptir
einnig öllu máli,“ svarar Ása.
„… og síðast en ekki síst hjálpar
það mikið að vera vel gift! Hall-
varður titlar sig vinnumanninn
minn þegar kemur að garðyrkj-
unni,“ bætir Elísabet glettin við að
lokum.
Garðurinn við Víkurströnd 9 var valinn garður ársins.
Mikið er um blómstrandi blóm í garðinum.
Í garðinum er kirsuberjatré.
Elísabet og eiginmaður
hennar, Hallvarður
Einar Logason.
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019