Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 30
E kkert lát virðist ætla að verða á garðyrkjuáhuga Íslendinga og í nógu að snúast hjá Margréti Ásu Karlsdóttur og kollegum hennar hjá Blómavali. Margrét, sem er garðyrkjufræðingur og útstillingahönnuður, segir þó einkenna áherslurnar hjá mörgum viðskiptavinum í dag að þeir leiti leiða til að létta sér störfin í garðinum og vilji gjarnan plöntur sem ekki þarf að hafa mikið fyrir. Ein leið til þess að bæði gera fallegan en stíl- hreinan garð, og líka einfalda garðvinnuna, er að hafa plönturnar í pottum frekar en beðum. „Yngri kynslóðin er greinilega komin á kaf í pottaræktunina en með blómapottunum verð- ur utanumhald og umhirða einfaldari, og auð- velt að ná fram snyrtilegu yfirbragði,“ útskýrir Margrét. Blómapottar hafa þann kost að hægt er að færa þá á milli staða og setja í meiri birtu eða skugga, eða skjól, eftir því hvar plönturnar þrífast best. Þá þarf ekki að fara á hnén til að gróðursetja, eins og ef notað væri beð, og hægt að sitja á þægilegum kolli á meðan potturinn er gerður fínn. Þarf svo bara að muna að vökva reglulega og getur verið ögn meiri kúnst að halda nægilegum raka í blómapotti en beði. Glerungur til að þola íslenskar aðstæður Margrét segir brýnt að velja rétta gerð af blómapotti og ganga rétt frá mold og undir- lagi. „Nota ætti blómapott með glerungi því annars eru allar líkur á að hann brotni í næsta frosti. Þá þarf potturinn að vera með gat í botninum til að hleypa vatni og raka út,“ út- skýrir hún, en ef gatið vantar og of mikið vatn ratar ofan í pottinn má reikna með að rætur taki að skemmast og stóraukin hætta verður á frostsprungum í pottum. „Neðst í blómapottinn fer lag af grús og þumalputtaregla að grúsin fylli neðsta fjórð- unginn. Moldin fer þar ofan á og upplagt að blanda saman við hana svk. vatnskristöllum. Um er að ræða efni sem drekkur í sig vatn en gefur svo frá sér raka þegar moldin tekur að þorna. Þýðir þetta að ekki þarf hafa áhyggjur af því ef gleymist að vökva, og jafnvel hægt að fara að heiman í stutt frí og redda málunum með vatnskristöllunum.“ Það hve mikið eða lítið á að vökva plönturn- ar ræðst m.a. af veðurfari og hvar beð eða pottur eru staðsett í garðinum. Blómabeð úti á miðri grasflöt í rigningaveðri þarf litla eða enga vökvun á meðan blóm á heitum stað á Blómapottar geta létt lífið Morgunblaðið/Árni Sæberg Margrét Ása segir þægilegt að vinna með plöntur í pottum. Verður samt að passa upp á vökvunina, velja rétta gerð af potti og setja grús í botninn til að varna frostskemmdum. Mörgum þykir þægilegra að vinna með plöntur í blóma- pottum frekar en í beðum, en Margrét Ása í Blómavali segir áríðandi að ganga þá rétt frá pottunum. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Þótt ýmis tíska komi og fari er ekkert bannað í litavalinu.Fyrir byrjendur gæti blómaúrvalið virst nánast yfirþyrmandi. Starfsfólk er þó alltaf boðið og búið að aðstoða. 30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019 Gerir sláttinn auðveldari sláttuvélar á þínum gönguhraðasem slá Það er leikur einn að slá með nýju garðsláttuvélunum frá CubCadet. Þær eru með MySpeed hraðastilli sem aðlagar keyrsluhraða vélanna að þínum gönguhraða. ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.