Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019
Rafhitun
Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element),
hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar
og flest annað til rafhitunar.
Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við
kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki
sem hafa sannað sig með áralangri reynslu.
Rafhitarar fyrir heita potta
Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði • Sími: 565 3265 • ww.rafhitun.is
íslensk
framleiðsla
í 25 ár
Hiti í bústaðinn
G
óð hellulögn gerir mikið fyrir um-
hverfi heimilisins og getur jafnvel
hækkað söluverð eignarinnar.
„Ég held að það sé engin spurn-
ing að fallegur, hellulagður garð-
ur og vel heppnuð innkeyrsla geri mikið fyrir
fasteignina og hjálpar til við söluna,“ segir Ás-
björn Ingi Jóhannesson, sölustjóri hjá BM
Vallá.
Að ýmsu þarf að huga áður en fyrstu hell-
urnar eru lagðar og segir Ásbjörn óvitlaust að
byrja undirbúninginn snemma. „Við brugðum
á það ráð að kynna landslagsráðgjafarþjónustu
okkar í byrjun árs og höfum fengið sterk við-
brögð. Er fólk þá að nota vetrarmánuðina til að
skipuleggja framkvæmdirnar í garðinum og
getur svo farið af stað strax og veður leyfir.
Þetta þýðir líka að hægt er að skipulggja vinn-
una betur og bóka verktaka tímanlega. Ef veð-
ur leyfir er jafnvel hægt að ráðast í fram-
kvæmdir áður en vorið og sumarið ganga í
garð,“ útskýrir Ásbjörn og bætir við að það
þurfi ekki að bíða eftir fyrstu sólarglætunni til
að byrja að spá í garðinn. „Í raun er hægt að
standa í framkvæmdum úti í garði stóran hluta
ársins og jafnvel fram í nóvember-desmber ef
veðrið er gott.“
Hellur í stað steypts bílaplans
Aðspurður hvort einhver tíska sé ráðandi í
helluheiminum þessi misserin segir Ásbjörn að
fjölbreytnin ráði ríkjum. Greina megi nokkra
meginstrauma en það fari alfarið eftir smekk
fólks og aðstæðum á hverjum stað hvaða útlit
henti best. Hann segir BM Vallá því koma til
móts við neytndur með mjög breiðu og fjöl-
breyttu úrvali þar sem nýjar gerðir og út-
færslur á hellum og hleðslusteinum bætast við
ár hvert.
Af helstu viðbótum undanfarin ár nefnir Ás-
björn stórar og stílhreinar hellur sem t.d. koma
mjög vel út í innkeyrslum. „Stærstu hellurnar
eru 60x60 cm á stærð og 8 cm þykkar og lagðar
Hvort sem gamaldags og
rómantískar eða stílhreinar og
nútímalegar hellur verða fyrir
valinu þarf að vanda til verka
þegar hellurnar eru lagðar
og hafa undirlagið eins og
það á að vera. Ásbjörn Ingi
Jóhansson er á heimavelli
þegar kemur að hellulögn.
Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is
Hellur þurfa ekki alltaf að vera gráar. Að bregða á leik með liti getur lífgað upp á garðinn.
Morgunblaðið/Hari
Við hönnun garðsins og hellulagnarinnar er vissara að skoða heildarmyndina.
Hellur hafa þann kost fram yfir steypt plön og stíga að þær hleypa vætu betur í gegn.
Ásbjörn Ingi Jóhannesson segir ekki þurfa að bíða til sumars
með að byrja að skipuleggja framkvæmdir í garðinum.
Fjölbreytnin ræður ríkjum