Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019 NÚ ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ LEITA TILBOÐA Fyrri hluta dags nýtur sólar vel við framanvert húsið og sitja þau hjón gjarnan þar og njóta kaffibolla og fuglasöngs. Sunnanvert við húsið hefur svo verið sælureitur fjölskyld- unnar í gegnum árin. Á sínum tíma var sett niður röð af öspum til að skapa skjól fyrir annan gróður. Þær voru síðan fjarlægðar þegar þær höfðu þjónað þeim tilgangi og segir Sjöfn að í dag sé hverfið orðið mjög gróið og skjólsælt. Telur ekki stundirnar sem hún ver í garðinum Sjöfn segir að í dag þurfi gróður- inn í garðinum ekki svo mikla að- hlynningu. Plönturnar séu orðnar stórar og með góð rótarkerfi svo að vökvun og næringargjöf er nánast orðin óþörf. Þarf Sjöfn aðallega að huga að því að arfi nái ekki að lauma sér inn í garðinn. „Með aldrinum hefur okkur þótt ágætt að hafa garð- inn þannig að við komumst vel yfir hann. Annars finnst mér garðyrkjan svo skemmtileg að ég hef ekki verið að spá mikið í því hvað hún tekur mikinn tíma. Ég hef gaman af að vera úti í garði annað slagið eitthvað að rótast í moldinni. Ætli þetta sé ekki eins og hjá þeim sem stunda golf; þeir eru ekki að telja hversu oft þeir eru úti á golfvellinum. Ef maður hefur gaman af þessu þá einfaldlega dregur gróðurinn mann til sín.“ Sjöfn fær garðyrkjumenn til að snyrta runna og klippa greinar eftir þörfum snemma vors. „Á hverju vori sópa ég stéttarnar vandlega, hreinsa á milli hellna og sanda yfir, og felast garðverkin að öðru leyti í einföldu viðhaldi þar sem ég fer út með hríf- una annað slagið og plokka í burtu óboðna gesti,“ segir Sjöfn og svarar að eina „trixið“ sem hún beiti sé að bera kalk á grasflötina af og til svo að mosinn eigi erfiðara með að gróa þar. Gaman er að segja frá því að í seinni tíð hefur Sigurjón smitast ögn af garðyrkjuáhuga konu sinnar. „Garðurinn hefur eiginlega verið barnið mitt og Sigurjón haft önnur áhugamál, en á seinni árum hefur hann komið meira inn í myndina. Er nú svo komið að hann er hreinlega orðinn mjög duglegur í garðverk- unum og mikið gagn að honum,“ segir Sjöfn glettin. Grasflötin við húsið er sérlega snyrtileg. Sjöfn ber á hana kalk til að halda mosa í skefjum, og vandar sig við kantskurðinn. Garðurinn er afrakstur þriggja áratuga alúðar og umhyggju. Plönturnar fá að njóta sín en arfinn fær ekki að skjóta rótum. Lítill stígur liggur í gegnum þetta blómlega beð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.