Morgunblaðið - 11.06.2019, Síða 4

Morgunblaðið - 11.06.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2019 595 1000 Nýr borgaráfangastaður Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey s Palma a. st án deMallorca Verð frá kr. 97.995 31. okt. í 4 nætur Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Brátt lýkur framkvæmdum í Tryggvagötu og umhverfis Hafn- artorg í Kvosinni í Reykjavík. Þegar gamla steinbryggjan sem liggur undir Pósthússtræti kom í ljós við gatnaframkvæmdir í fyrrasumar var ákveðið að breyta hönnun göt- unnar og gera bryggjuna sýnilega. Þessi breyting seinkaði framgangi verksins er nú unnið að frágangi við gömlu bryggjuna. Þessi endurnýjaði kafli, milli Tryggvagötu og Geirs- götu, var áður hluti Pósthússtrætis en mun framvegis heita Stein- bryggja. Steinbryggjan var upphaflega reist af bæjarsjóði Reykjavíkur árið 1884. Hún þótti á sínum tíma dýr en mikil framför miðað við litlu tré- bryggjurnar út af fjörukambinum sem voru í einkaeigu kaupmanna. Steinbryggjan var fyrsti viðkomu- staður þeirra sem komu til landsins. Bryggjan var vel sýnileg fram að seinni heimsstyrjöld, en fór þá undir uppfyllingu. Hún hefur í gegnum tíðina skotið upp kollinum af og til við gatnaframkvæmdir og lagna- vinnu. Við gömlu bryggjuna verður torg með setbekkjum, hjólabogum, trjám og sérhannaðri lýsingu, sem starfs- menn Reykjavíkurborgar hafa hannað. Gamla steinbryggjan verð- ur sýnileg og hægt að ganga niður tröppur að henni á tveimur stöðum. Timburpallar verða við bryggjuna fyrir þá sem vilja staldra við og setj- ast niður. Næst Tollhúsinu kemur veggmynd sem minnir á bátana sem áður lögðust þarna að. Fram- kvæmdum á svæðinu lýkur í sumar. Gatan var áður hönnuð fyrir bíla- umferð en það breyttist og þar verður enginn gegnumakstur í framtíðinni. Aðkoma í bílakjallarann undir Hafnartorgi verður frá Geirs- götu. Í haust er reiknað með að halda áfram endurgerð Tryggvagötu þeg- ar götukaflinn framan við Tollhúsið verður endurgerður. Steinbryggja sýnileg í sumar  Timburpallar verða við bryggjuna fyrir þá sem vilja staldra við og setjast niður  Framkvæmdum lýkur í sumar Steinbryggjan Svona mun svæðið líta út þegar framkvæmdum lýkur. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Þrír létust á sunnudagskvöld í alvar- legu flugslysi við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð. Tveir voru fluttir alvarlega slasaðir á Landspít- alann, en hinir þrír létust á slysstað. Allir þeir sem í slysinu lentu eru Ís- lendingar. Fólkið var um borð í lítilli tveggja hreyfla einkaflugvél af gerð- inni PIPER PA-23 Apache, en hún hrapaði til jarðar um kílómetra frá flugbrautinni í Múlakoti. Var vélin á erlendum skráningarnúmerum og kom upp eldur í vinstri væng vélar- innar við brotlendinguna. Skömmu áður en slysið varð hafði flugmaður flugvélarinnar æft snertilendingar á vellinum. Eitt vitni varð að slysinu sjálfu, en þar að auki voru nokkrir aðrir á svæðinu og ræddi lögregla við vitnin í gær. Brunavörnum Rangárvallasýslu barst tilkynning um slysið um klukk- an hálfníu. Fjölmennt lið slökkviliðs, lögreglu- og sjúkraflutningamanna var sent á staðinn og um fimmtíu við- bragðsaðilar voru á vettvangi þegar mest var. Tvær þyrlur Landhelgis- gæslunnar voru einnig kallaðar á vettvang. Þá var viðbragðsteymi Rauða kross Íslands sent á vettvang til að veita vitnum að atvikinu sál- rænan stuðning. Vettvangsrannsókn til morguns Rannsóknarnefnd samgönguslysa lauk vettvangsrannsókn vegna slyss- ins í gærmorgun, en rannsóknin stóð yfir alla aðfaranótt mánudags. Að henni lokinni var flaki vélarinnar komið fyrir á bíl og flutt í rannsókn- arskýli til frekari rannsóknar. Tveir starfsmenn nefndarinnar unnu að rannsókninni auk fjögurra björgun- arsveitarmanna. Þá naut nefndin að- stoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þorkell Ágústsson, rannsóknar- stjóri flugsviðs og rekstrarstjóri rannsóknarnefndar flugslysa, segir að nefndin gefi sér u.þ.b. eina til þrjár vikur til frumrannsóknar á flugslysinu. Á þessu stigi málsins megi ekkert segja um efnishlið rann- sóknarinnar. „Við höfum sett flakið inn í skýli og munum í framhaldinu rannsaka það og ræða við þau vitni sem mögulegt er og skoða ýmsa þætti sem tengjast þessu,“ segir hann. Of snemmt sé að segja til um það hvenær niðurstaða lokarann- sóknar liggi fyrir um slysið. Anton Kári Halldórsson, sveitar- stjóri Rangárþings eystra, segir að Anton Kári vill koma á framfæri hrósi til allra þeirra sem komu að því að bregðast við slysinu. „Það var virkilega vel að verki staðið og þetta var faglega gert,“ segir hann og bæt- ir því við að á Suðurlandi sé til staðar reynsla af stórslysum frá því undan- farin ár. „Auðvitað vill maður aldrei sjá þetta, en það er til staðar dýr- keypt reynsla,“ segir hann. Unnu sem einn maður Leifur Bjarki Björnsson, slökkvi- liðsstjóri Brunavarna Rangárvalla- sýslu, segir aðgerðir hafa gengið vel miðað við að slys sem þessi séu sjald- gæfir atburðir. „Andrúmsloftið á vettvangi var mjög yfirvegað og allir unnu sem einn maður. Mín upplifun af þessu sem stjórnandi á vettvangi var sú að þetta hefði ekki getað gengið betur,“ segir hann. „Við þurftum að staldra svolítið við og hugsa á meðan við vorum að vinna eins hratt og við gátum,“ segir hann, en aðgengi að fólkinu inni í flugvél- inni var slæmt. „Við beittum bæði klippum og sverðsög. Það er ekki mjög þykkt í skrokkum á svona vél- um og við söguðum okkur leið til þess að bæta aðgengi þarna. Það er ósköp lítið pláss sem þú hefur og engin hurð í sjálfu sér, bara gluggar. Hurð- arnar voru allar undir vélinni og ekki hægt að koma neinum út þar,“ segir Leifur Bjarki. Strax eftir slysið héldu slökkviliðs- mennirnir viðrunarfund þar sem þeir ræddu slysið og aðgerðirnar. „Svona vinnst samt ekki á einum fundi. Þetta tekur á, mismikið; menn eru með mismikla reynslu á bakinu. Ég hugsa að við förum ekki of hratt í þetta og leyfum mönnum að átta sig á þessu. Það verður líklega tekinn rýnifundur eftir viku,“ segir Leifur Bjarki. Sjö manns í Fljótshlíð nutu sál- gæslu Rauða krossins. Fjóla Einars- dóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi, segir aðstæður hafa verið erfiðar. „Öll svona alvarleg slys eru mjög erfið. Það var ekkert öðru- vísi í gær, mikill harmleikur,“ segir Fjóla, en hópurinn er sérþjálfaður fyrir verkefni sem þessi. Síðast var hann kallaður út vegna rútuslyssins er varð á Hofgarði. „Þessi þjónusta er annars vegar fyrir vitni að atburð- um sem þessum og aðstandendur fólks sem lenda í svona slysum,“ seg- ir hún. „Við erum harmi slegin yfir þessu. Þetta er okkar svæði, Suður- land, og þetta er erfitt fyrir alla, en þessi hópur er fljótur til þegar á þarf að halda,“ segir hún. Harmleikur er þrír létust í flugslysi  Þrír létust í flugslysi við Múlakot í Fljótshlíð á sunnudag  Fólk slegið í flugsamfélaginu í Fljótshlíð  Sjö einstaklingar á vettvangi nutu sálgæslu eftir slysið  Flak vélarinnar rannsakað á næstu vikum Múlakot í Fljótshlíð Markarfl jót Markarfl jótKo rt ag ru nn ur : O pe nS tr ee tM ap Slysið varð um kl. 20:30 á sunnudagskvöld, um kílómetra frá austurenda fl ugbrautarinnar, skammt frá Fljótshlíðarvegi við bæinn Eyvindarmúla Flugbraut Piper PA-23 Apache Múlakot x Eyvindarmúli Fimm sæta Tveggja hreyfl a Vænghaf: 11,28 m Lengd: 8,26 m Grasbraut Lengd: 800 m F L J Ó T S H L Í Ð D ím on ar ve gu r Fljótshlíðarvegur Fljótshlíðarvegur Múlakot Flugslys Þrír létust í slysinu og tveir slösuðust alvarlega. Voru þeir fluttir á Landspítala og er líðan þeirra stöðug. um flugvöllinn,“ segir hann, en þétt samfélag er um flugvöllinn við Múla- kot. „Það eru eflaust margir þarna sem eiga um sárt að binda og hugur okkar allra er hjá þeim sem þarna létust og aðstandendum þeirra.“ sorglegt. Þetta gerðist utan við flug- völlinn sjálfan, en hann er góður sem slíkur. Það er margt fólk sem notar hann þarna í kring. Margir flugmenn eiga sumarbústað á þessu svæði og það er félag utan um þetta. Þeir sjá íbúa og aðstandendur séu slegnir vegna slyssins. Hann er einnig slökkviliðsmaður hjá brunavörnum Rangárvallasýslu og var á vettvangi slyssins á sunnudagskvöld. „Aðkom- an var slæm og þetta er virkilega

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.