Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019
Tjarnargata 4, 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is
Fyrirtæki til sölu
•Veitingastaður í 101 Reykjavík, velta um 260 milljónir.
•Öflugt bílasprautunarfyrirtæki í Kópavogi.
•Matvælaframleiðandi með holla og spennandi rétti í verslanir, velta
um 200 milljónir.
•Ísbúð miðsvæðis í Reykjavík.
•Innflytjandi að vélum og tækjum fyrir bændur og verktaka.
•Gististaður í Skaftártungu.
•Góð verslun í Smáralind.
•Top fish & chip staður í 101 Reykjavík.
•Austurlensku veitingastaður í 101 Reykjavík, góður hagnaður,
vaxandi viðskipti.
•Sérhæft fyrirtæki í innflutningi á iðnarðarhurðum og eldvarnar-
hurðum.
•Ferðaþjónustufyrirtæki á austurlandi.
•Við leitum að fjárfesta að tölvuvöruverslun sem veltir +1 milljarði.
Ráðgjafar / eigendur
Haukur Þór Hauksson, Rekstrarhagfræðingur, MBA
Gsm. 8939855
Thomas Möller, Hagverkfræðingur, MBA
Gsm. 8939370
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ástand gróðurs á afréttum er slæmt
vegna langvarandi þurrka. Sviðs-
stjóri hjá Landgræðslunni telur að
mikið þurfi að rigna til að gróðurinn
nái sér aftur á strik.
Árni Bragason landgræðslustjóri
segir að sums staðar hafi gróður ver-
ið fyrr á ferðinni vegna hagstæðs
vors. Ástandið sé því miður ekki gott
nú vegna þurrkanna, ekki síst á af-
réttum á gosbeltinu.
Ekki komið að upprekstri
Gústav M. Ásbjörnsson, sviðs-
stjóri hjá Landgræðslunni, segir að
ekki sé farið að reyna á upprekstur
fjár. Starfsmenn Landgræðslunnar
hafa skoðað hluta af tveimur afrétt-
um sunnanlands með fjallskila-
stjórnum. „Menn þurfa ekki að líta
lengi í kringum sig til að sjá að ekki
er hægt að huga að upprekstri.
Nægur hiti er en það vantar rakann.
Mikið þarf að rigna til að gróðurinn
nái sér á strik,“ segir Gústav.
Telur Gústav að bændur átti sig á
stöðunni. Betri skoðun verður gerð á
afréttunum upp úr 20. júní.
„Ástandið er ekki gott. Það liggur
moldarmökkur yfir Suðurlandi. Þótt
heiðskírt sé sést Hekla ekki frá
Hellu. Þetta sýnir hversu viðkvæmt
landið er,“ segir Árni.
Mikið þarf að rigna til að
gróður jafni sig á afréttum
„Ástandið er
skelfilegt,“ segir
landgræðslustjóri
Ljósmynd/Þorleifur Magnússon
Sandfok Jarðvegur fauk undan norðvestanáttinni við Sandkluftavatn og
Lágafell á Uxahryggjaleið. Moldarmökkur var yfir Suðurlandi í gær.
Tæplega þrjátíu slökkviliðsmenn
tóku þátt í æfingu í Skorradal í gær-
kvöldi, en æfingunni var meðal ann-
ars ætlað að æfa viðbrögð ef upp
kæmu gróðureldar í dalnum. Starfs-
menn frá slökkvistöðvum í Borgar-
nesi, Hvanneyri, Reykholti og Bif-
röst tóku þátt í æfingunni, og gekk
hún mjög vel, að sögn Þórðar Sig-
urðssonar, varaslökkviliðsstjóra í
Slökkviliði Borgarbyggðar.
„Þetta var mjög góð æfing,“ segir
Þórður, en æfingin tók til ýmissa
þátta sem komið gætu upp við
slökkvistörf á svæðinu. Var meðal
annars kannað hvar slökkvilið gæti
orðið sér úti um vatn, auk þess sem
kannaðar voru þær ökuleiðir sem
væru að bústöðum, en margir
sumarbústaðir eru á svæðinu.
„Eitt af því sem þurfti að æfa var
að fara í gegnum öryggishlið, og
hjálpaði neyðarlínan okkur þá að
opna þau,“ segir Þórður. Þá voru
stærstu slökkviliðsbílarnir sendir
niður um ranghalana til að kanna
hversu færir þeir væru. „Það er
þröngt en við komumst í það
minnsta að flestum bústöðum,“ segir
Þórður.
Annað atriði sem kannað var fyrr
um daginn var hvernig sækja mætti
vatn. „Miðað við hvernig æfingin var
sett upp var ekki löng vegalengd
sem þurfti að dæla, en það reyndi
samt á dælurnar,“ segir Þórður. Allt
hafi hins vegar gengið upp, og þar
sem ekki var aðgangur að vatni var
hægt að notast við tankbíla.
Einhverjir sumarbústaðaeigend-
ur höfðu á orði fyrir æfingu að þeir
hefðu viljað vera með. „Það var ekki
pláss fyrir þá í þetta sinn, við vorum
fyrst og fremst að æfa okkar við-
brögð, “ segir Þórður. „En þeir eru
velkomnir og við erum fúsir að taka
upp samtal við þá um að æfa síðar,
en þessi æfing snerist fyrst og
fremst um slökkvistarfið.“
Þórður segir að markmið æfingar-
innar hafi náðst. „Við höfum nú góða
hugmynd um hvað við þurfum að
kljást við ef til þess kemur, þó að
maður geti aldrei sagt fyrir fram
hvernig útköllin eru.“
Þórður vill að lokum brýna fyrir
fólki að passa vel upp á allan eld
meðan svo þurrt er í veðri. „Það þarf
til dæmis að passa vel upp á alla
sígarettustubba og vera alls ekki
með elda, því það er allt svo skrauf-
þurrt núna,“ segir Þórður.
Mjög góð æfing að baki
Um þrjátíu slökkviliðsmenn frá fjórum slökkviliðum tóku þátt í æfingu í
Skorradal Mjög brýnt að passa vel upp á allan eld meðan þurrt er í veðri
Morgunblaðið/Pétur Davíðsson
Viðbrögðin æfð Um þrjátíu slökkviliðsmenn tóku þátt í æfingunni í gær.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Mér líst mjög vel á þetta,“ segir
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri
Landsvirkjunar og fyrrverandi dóms-
málaráðherra, en tilkynnt var í gær
að hún myndi taka
við starfi skrif-
stofustjóra Al-
þingis 1. septem-
ber næstkomandi,
þegar Helgi Bern-
ódusson, sem
gegnt hefur emb-
ættinu frá árinu
2005, lætur af
störfum. Ragna
verður fyrsta kon-
an til þess að
gegna stöðunni. Í fréttatilkynningu
frá skrifstofu Alþingis kemur fram að
Ragna hafi verið einn af tólf umsækj-
endum um stöðuna.
Ragna er lögfræðingur að mennt,
með embættispróf í lögfræði frá Há-
skóla Íslands, auk þess að vera með
LL.M.-gráðu í Evrópurétti frá Há-
skólanum í Lundi. Ragna segist alltaf
hafa haft áhuga á störfum þingsins,
en hún starfaði meðal annars sem lög-
fræðingur við nefndadeild Alþingis á
árunum 1991–1995, auk þess sem hún
starfaði síðar fyrir þingmenn á vegum
Norðurlandaráðs í bæði Kaupmanna-
höfn og Stokkhólmi. „Þá hef ég á
starfsævi minni varið drjúgum tíma í
að kynna mér lagasetningu og gæði
hennar, þannig að ég hef líka haft
mikinn áhuga á löggjafarstarfinu,“
segir Ragna.
Starfið verður því ekki fyrstu kynni
hennar af Alþingi sem vinnustað. „Ég
veit það fyrir víst að þetta er ótrúlega
skemmtilegur vinnustaður, sem aftur
varð kveikjan að því að ég sótti um,“
segir Ragna.
Ragna segir að nú taki við visst
millibilsástand, þar sem hún ljúki
verkefnum hjá Landsvirkjum og hefji
svo störf hjá þinginu í haust. „Ég hef
verið í frábæru starfi hjá Landsvirkj-
un og mjög spennandi verkefnum
þar, svo sé ég fram á að taka við
spennandi og ekki síst krefjandi verk-
efnum á skrifstofu Alþingis.“
Ragna til
skrifstofu
þingsins
Ragna
Árnadóttir
Verður fyrst
kvenna í embættið
Opið hús var hjá Hjálpræðishernum
í Reykjavík í Mjóddinni í gærkvöldi,
en þar hafa verið haldin spilakvöld
á hverju föstudagskvöldi um
nokkra hríð. Í fyrstu var spilað
aðra hverja helgi, en kvöldin reynd-
ust svo vinsæl að ákveðið var að
hafa þau á hverjum föstudegi. „Það
er farinn að myndast mikill kjarni
sem mætir um hverja helgi og alltaf
bætast nýir við í hópinn,“ segir
Friðrik Ottó Friðriksson, sem séð
hefur um kvöldin ásamt unnustu
sinni, Eyrúnu Höllu Kristjánsdóttur
og syni hennar, Tristan Alex.
Friðrik segir að bæði séu spil á
staðnum, og að einnig geti fólk tek-
ið með sér spil. Þá hafi fólk verið
duglegt að gefa Hjálpræðishernum
spil. Kvöldin eru haldin á hverjum
föstudegi eins og fyrr sagði. Húsið
verður opnað kl. 18 og eru allir
áhugasamir velkomnir. sgs@mbl.isMorgunblaðið/Kristinn Magnússon
Spila saman
á hverjum
föstudegi