Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Hann stóð bakatil þegar Shane Embury, Napalm Death-limur, sat fyrir svörum við lok sýningar á Slave to the Grind, heimildar- mynd sem lokaði Reykjavik Metal- fest með bravúr. Kornungur drengurinn, en með giska nákvæmar og upplýsandi spurn- ingar til Embury. Drengurinn vissi hvað hann var að tala um. Ég, sem sat pallborðið, vatt mér upp að pilti í lokin ásamt kærum vini mínum og afmælisbróður, Birki Fjalari Viðarssyni (trymbill Bisundar og söngvari I Adapt). Við stóðumst bara ekki mátið að spjalla aðeins við strákinn. Hann gat talað vítt og breitt um smá- atriði í ferli Napalm Death og við stóðum þarna félagarnir, líkt og við værum að tala við sjálfa okkur fyrir 30 árum síðan. En það var meira, í ljós kom að drengurinn, Viktor Árni Veigarsson (úr Kópa- voginum, nema hvað) er meðlimur í hljómsveitinni The Moronic, sem spilar brjálaða rokktónlist að hætti Napalm Death. Þetta gaf mér tilefni til að stinga niður penna um sveitina – og aðrar skyldar. Plata The Moronic heitir Youth!, er fjögurra laga og hangir inni á Spotify. Kom út fyrir rösk- um tveimur mánuðum. Hvernig er best að lýsa tónlistinni? Tilrauna- kenndur harðkjarni, segir á Fés- bókarsetrinu og er það nokkuð nærri lagi. Þetta er meira öfga- pönk en þungarokk a.m.k.. Bandið er vel spilandi og lagasmíðar hag- anlega úr garði gerðar. Söngvar- inn öflugur bæði og sjarmerandi. Sveitin er að fara að spila nokkuð í sumar, m.a. á Eistnaflugi og þar Ó, þér unglinga fjöld ... Ung The Moronic er á táningsaldri enda heitir stuttskífa hennar Youth! sé ég nöfn sem ég kannast lítt við; Tuð, Aragrúi, Bruðl, DDT Skor- dýraeitur, Ekkert (frábært nafn!) og Sárasótt. Það er gott að það er verið að stofna nýjar hljómsveitir, skapa og halda listinni lifandi. Til þess erum við. Ég ætla að nota tækifærið og minnast á fleiri plötur úr þessum ranni, tiltölulega nýútkomnar. Fyrsta ber að nefna samnefnda plötu D7Y, sem er skipuð þeim Júlíu Aradóttur, Þóri Georg og Fannari Erni. Platan kom út í liðnum apríl og tónlistin er sturl- að pönkrokk með „d-beat“ sniði (stefnan vísar í hina áhrifaríku Discharge); grófir og skítugir gít- arar, einfaldar en ofsalegar trommur og þéttur bassi undir. Svo er öskrað yfir, og umfjöll- unarefnið strangpólitískt. Al- mennilegt! Svo verð ég að nefna stuttskífu Daddy Issues, sem út kom í fyrra, „Engan asa“. Ég hafði virkilega gaman af henni, smá endurlit til harðkjarnans í kringum 2000, „metalcore“ eigin- lega en textar allir á íslensku, og eitthvað svo skýrir og skemmti- legir. Yndislegt að heyra íslenskt ungmenni rymja út úr sér ekta yl- hýrri setningu eins og „Hvað er að frétta?“ Öfgarokkið lifir því góðu lífi á Íslandi nú um stundir. Svart- og dauðarokkarar eru að gera það gott, hérlendis sem er- lendis en svo er það þetta, bíl- skúrsrokkið, sem er í góðum gír líka. Og hillir undir fyrstu plötu sigurvegara Músíktilrauna, Blóð- mör, en tónlist þeirra er af sömu rót og það sem ég hef verið að telja upp hér; hrátt, ástríðufullt og alíslenskt grasrótarrokk. Platan verður líkast til komin út þegar þetta birtist. Ég ætla ekki að telja upp fleiri hljómsveitir, af ótta við að þær sem þá gleymast sendi mér haturstölvupósta. Segi svona. En já, tékkið endilega á þessu efni öllu sem lúrir á hinu dásamlega interneti. » Þetta er meiraöfgapönk en þunga- rokk a.m.k.. Bandið er vel spilandi og lagasmíð- ar haganlega úr garði gerðar. Það er ýmislegt á seyði í íslensku grasrótinni, og mulningshart rokk streymir úr bílskúrum landsins eins og enginn sé morgundagurinn. Glæsilegir skartgripir innblásnir af íslenskri sögu G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is Mick Ware, 71 árs fyrrverandi meðlimur bandarísku hljómsveitarinnar Czar, unir vel við sitt eftir að rapp- arinn Tyler, The Creator tók sig til og notaði bút úr „Today“, lagi sem Ware samdi fyrir 50 árum. Bútinn má finna í laginu „Puppet“ sem Kanye West samdi texta við og hefur verið streymt 15 milljón sinnum. Ware samdi um prósentu af stefgjöldum fyrir lag rapparans í stað þess að fá staka greiðslu fyrir réttinn á því að nota lagið hans. Mun það hafa borgað sig en Ware hélt að um gabb væri að ræða, þegar lögmaður útgefanda hringdi í hann. Tyler, The Creator Hagnast á lagi Tyler, The Creator Ástralski tónlistarmaðurinn Nick Cave kemur fram í Eldborgarsal Hörpu 31. ágúst á tónleika- og spjallviðburði sem nefnist Conversations with Nick Cave: An Evening of Talk & Music, eða Samtöl við Nick Cave, kvöldstund með tali og tónum. Viðburðurinn er sambland af „spurt og svarað“ og tónleikum og verður aðeins um eina sýningu að ræða þennan dag kl. 20 en miðasala hefst föstudag- inn 21. júní kl. 12. Engin forsala verður á miðum. „Mér fannst eins og beint sam- tal við áhorfendur gæti verið mik- ils virði – á tónleikum undanfarið höfum við öll sýnt vilja til að opna okkur,“ er haft eftir Nick Cave á vef Hörpu en hann er núna á ferðalagi um Evrópu og Bretland með þennan viðburð. Sýningum á Norðurlöndum var bætt við og þá einnig á Íslandi. Á vef Hörpu og í tilkynningu frá Senu Live sem stendur fyrir viðburðinum segir að Cave hafi nýverið lokið ferð sinni um Ástr- alíu, Nýja-Sjáland og Evrópu og var alls staðar uppselt. Í haust heldur hann áfram ferðum sínum og þá um Norður-Ameríku. Nick mun svara spurningum áhorfenda um allt milli himins og jarðar á milli þess sem hann tek- ur mörg af sínum ástsælustu lög- um á flygilinn. Segir í tilkynningu að hann lýsi kvöldinu sjálfu sem æfingu í að tengjast og að ekkert viðfangsefni sé heilagt. Áhorf- endur séu því hvattir til þess að vera óhræddir við að spyrja krefj- andi og ögrandi spurninga. „Sambandið á milli Nick og áhorfenda hefur alltaf verið opið og ákaft, en hefur dýpkað og styrkst enn frekar á nýlegum tón- leikum hans með Bad Seeds. Þeir urðu innblásturinn að þessum ein- stöku og óvenjulegu kvöldum, þar sem spurt og svarað er blandað saman við tónleika og Nick Cave kemur fram alveg hrár, óritskoð- aður og ósíaður,“ segir á vef Hörpu og í tilkynningu. Cave kom síðast fram hér á landi á tónlistarhátíðinni ATP á Ásbrú árið 2013. Nick Cave í Eldborg  Svarar spurn- ingum gesta og flytur ástsæl lög Morgunblaðið/Árni Torfason Í Laugardalshöll Cave á tónleikum í Laugardalshöll árið 2006.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.