Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 14
Ljósmynd/Waldorf Astoria
Afrekshugur Styttan hefur staðið áratugum saman fyrir utan Waldorf
Astoria. Viðgerðir á hótelinu standa nú yfir og var styttan því tekin niður.
Hún var geymd um stund í anddyri hótelsins en síðan færð í geymslu.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Vinna við að koma afsteypu af Af-
rekshug, styttu Nínu Sæmundsson,
í Nínudal í Fljótshlíð er í réttum
farvegi, að sögn Friðriks Erlings-
sonar rithöfundar. Hann kynnti þá
hugmynd fyrir sveitarstjórn Rang-
árþings eystra fyrir nokkrum árum
en nú stefnir allt í að hugmyndin
verði að veruleika.
Styttan, sem ber heitið Spirit of
Achievement á ensku, hefur staðið
áratugum saman fyrir utan Waldorf
Astoria hótelið í New York borg.
„Nina var þá nýkomin til Banda-
ríkjanna, rétt fyrir 1930. Hótelið
var með samkeppni um táknmynd
fyrir bygginguna og starfsemina.
Það voru 399 bandarískir listamenn
sem sendu inn tillögur og hún var
sú fjögurhundruðasta og hafði sigur
þar. Hennar verk var valið,“ segir
Friðrik.
Fékk skönnun af styttunni
Friðrik hefur verið í samskiptum
við Andrew Miller, framkvæmda-
stjóra hjá Angband Group, núver-
andi eigendum Waldorf Astoria hót-
elsins. Hann hefur einnig verið í
samskiptum við danskt afsteypu-
fyrirtæki sem hefur unnið margar
afsteypur af verkum íslenskra lista-
manna.
„Hótelið er að ganga í gegnum
endurbætur og er lokað fram á
næsta ár. Vegna þess var styttan
tekin niður og færð í geymslu. Áður
var gerð þrívíddarskönnun af stytt-
unni. Ég náði sambandi við fram-
kvæmdastjóra hótelsins og hann
var allur af vilja gerður að rétta
hjálparhönd. Hann sendi mér ljós-
myndir af styttunni og öll mál.
Hann sendi síðan þessa skönnun til
aðila í Danmörku, sá aðili sagði: við
getum gert afsteypuna eftir þessari
skönnun,“ segir Friðrik.
„Frægasta dóttir héraðsins“
Til stendur að afla styrkja til að
fjármagna afsteypuna og sveitarfé-
lagið hefur veitt vilyrði fyrir stuðn-
ingi, að sögn Friðriks.
„Þetta er alveg ofboðslega magn-
að og flott verk. Nína varð á svip-
stundu fræg um öll Bandaríkin, bjó
þar í mörg ár og vann þar mörg
glæsileg verk,“ segir Friðrik. Hann
segist vilja með afsteypuninni
heiðra „minningu einnar frægustu
dóttur héraðsins“ en Nína var fædd
og uppalin í Nikulásarhúsum í
Fljótshlíð.
Afsteypa Afrekshugar í farvegi
Unnið að því að koma afsteypu af verki Nínu Sæmundsson í Fljótshlíð
Nína Árið 1956 sýndi Nína höggmyndir í Bogasal Þjóðminjasafnsins.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019
Miðbakka verður breytt í lifandi almenningsrými í sumar með
sérstöku matartorgi ásamt körfuboltavelli, hjólabrettasvæði og
ýmsu öðru.
Nánar um aðstöðuna:
• Veitt verður dagsöluleyfi fyrir 5-6 matarvagna/matarbíla á svæðinu
frá kl. 9:00-21:00 alla daga.
• Leyfið gildir frá 5. júlí – 15. september.
• Leigutakar geta tengst rafmagni en þó með einhverjum takmörkunum.
Umsókn:
• Umsókn merkt „Matartorg“ skal berast eigi síðar en 20. júní á netfangið
hildur@faxafloahafnir.is.
• Taka skal fram rafmagnsþörf, hvers konar mat á að selja, mynd af vagni eða bíl
og öðru sem umsækjendur vilja koma á framfæri.
• Ekki er heimilt að bera fram mat í einnota umbúðum úr plasti eða vera með
hnífapör, rör og annað slíkt úr plasti.
Aðstaða fyrir matarvagna og matarbíla á
Miðbakka í miðborg Reykjavíkur í sumar
Óhætt er að segja að verk Nínu
stendur fyrir utan eitt af sögu-
frægustu hótelum New York
borgar. Waldorf Astoria hótelið
var fyrst opnað árið 1893. Húsið
var hins vegar rifið svo hægt
væri að reisa Empire State bygg-
inguna árið 1929 og nýtt hús var
reist að 301 Park Avenue. Hótelið
var opnað þar árið 1931 og þá
trónaði höggmynd Nínu Sæ-
mundsson fyrir ofan aðalinngang
hótelsins.
Sögufrægt hótel í New York
WALDORF ASTORIA HÓTELIÐ
Nína Verk Nínu fyrir utan aðalinngang
hótelsins við Park Avenue í New York.
ÁRMÚLA 26 – 108 REYKJAVÍK