Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 48
Hjómsveitin Hjálmar er nú á sinni
fyrstu tónleikahringferð um landið
og kemur við í Havaríi í Berufirði í
kvöld með það að markmiði að
halda alvöru hlöðuball sem hefst
um kl. 21. Hjálmar gáfu nýlega út
sína sjöttu breiðskífu, Allt er eitt,
uppfulla af reggílögum og tilfinn-
ingum, að þeirra sögn. Miðasala á
tónleikana fer fram á vefnum tix.is.
Hjálmar á hlöðuballi
í Havaríi í Berufirði
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 166. DAGUR ÁRSINS 2019
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.150 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Gísli Þorgeir Kristjánsson, hand-
knattleiksmaður hjá THW Kiel í
Þýskalandi, er bjartsýnn á að ná full-
um bata eftir axlarmeiðsli sem hafa
plagað hann í rúmt ár. Gísli fór í vel
heppnaða aðgerð í vetur og hljóðið
var gott í honum þegar Morgun-
blaðið spjallaði við hann. Mögulega
gæti hann tekið þátt í undirbúnings-
tímabilinu á fullu. »39
Gott hljóð í Gísla eftir
vel heppnaða aðgerð
Þriðju tónleikar sumardjasstón-
leikaraðar veitingahússins Jóm-
frúarinnar við Lækjargötu fara fram
í dag kl. 15 og að þessu sinni kemur
fram kvartett víbrafónleikarans
Reynis Sigurðssonar. Með honum
leika Guðmundur Pétursson á gítar,
Gunnar Hrafnsson á kontrabassa
og Einar Scheving á trommur.
Þeir munu flytja fjölbreytt
úrval þekktra djasslaga.
Tónleikarnir fara að vanda
fram utandyra á
Jómfrúartorgi og
standa yfir til kl. 17
eða þar um bil.
Aðgang-
ur er
ókeyp-
is.
Kvartett Reynis
djassar á Jómfrúnni
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Sjálfstyrkingarspilin „Champions of
Football Deck“ eftir Arnór Guðjohn-
sen, einn besta fótboltamann Ís-
landssögunnar, eru komin á markað
eftir um tveggja ára undirbúnings-
vinnu. Markmiðið er að hjálpa fót-
boltafólki að auka færnina en Arnór
segir að í raun gagnist það öllum.
„Miklu skiptir að læra að stjórna
hugarfarinu og finna sitt jafnvægi,“
segir hann. „Meistaraspilin eru
hugsuð til þess að leiða fólk áfram.“
Arnór segist hafa viljað þróa and-
lega þjálfun, gera eitthvað nýtt til að
bæta líðan og færni. „Mér datt í hug
að gera hana sjónræna og snertan-
lega,“ segir hann um meistaraspilin.
„Ég hugsaði þau fyrir minn heim,
fótboltaheiminn, en tilfellið er að all-
ir geta tengt sig við þau. Það er eng-
in regla hvernig þú notar spilin og
enginn spádómur. Bara þú sjálfur
enda er þinn innri maður miklu nær
þér en þú gerir þér grein fyrir. Aðal-
atriðið er að vera í núinu, tengja sig
inn á við og átta sig á hvað þarf að
gera til þess að taka skref fram á
við.“
Eitt spilið er merkt egóinu. Arnór
bendir á að egóið skipti máli en það
sé mikilvægt að nota það rétt og láta
það ekki stjórna sér. „Leikmaður er
á réttri leið geri hann sér grein fyrir
því að skili hann sem mestu inn í
liðsheildina verði hann betri ein-
staklingur, betri fótboltamaður.
Spilin hjálpa þér að sjá hvað býr
innra með þér, koma með skilaboð
og hvetja þig.“
Slökun og hugleiðsla mikilvæg
Þegar Arnór var um tvítugt og
leikmaður Anderlecht átti hann í
erfiðum meiðslum í um þrjú ár. Þá
gagnaðist hugleiðsla honum vel og
hann fór að þróa sína andlega þjálf-
un. „Ég tengdi hugleiðsluna alltaf
við fótboltann þannig að þegar ferl-
inum lauk hætti ég að stunda hana.“
Arnór slasaðist illa í bílslysi 2014
og var lengi að koma sér í gang á ný.
Hann fór að einangra sig og stóð
ekki upp úr sófanum fyrr en Anna
Borg, eiginkona hans, spurði af
hverju hann tæki ekki aftur upp
hugleiðslu, sem hefði gagnast svo vel
áður. „Ég tók hana á orðinu, náði
mér á strik og fór að hugsa hvað
gaman væri að geta miðlað þessari
reynslu til fótboltamanna. Þannig
varð spilið til í stuttu máli.“
Arnór fékk æskufélagann Ólaf
Pétursson til þess að teikna við text-
ann sem hann skrifaði fyrir sjö spil í
sjö litaflokkum. Anna sér um útgáf-
una og þau eru með kynningar- og
sölusíðu (kickonmind.com) á netinu.
Viðbrögðin hafa komið Arnóri
skemmtilega á óvart. „Þetta er
miklu áhrifameira en ég hafði gert
mér grein fyrir og því fyrr sem er
byrjað að vinna með spilin, því
betra,“ segir hann. „Þau eru til
dæmis skemmtilegt hjálpartæki fyr-
ir þjálfara yngri flokka og foreldra
til að skapa samtal með börnunum
og byrja að vekja athygli á hug-
tökum sem tengjast fótboltanum og
lífinu sjálfu. Mikilvægt er að beita
kraftinum, orkunni og styrknum
rétt. Með meistaraspilunum má
hugsa út leiðir til þess enda veita
þau mikla hvatningu og sterkan inn-
blástur, eru mjög sjálfstyrkjandi.“
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Miðlar af reynslunni
Sjálfstyrkingarspil til að auka færni eftir Arnór Guðjohn-
sen komin á markað Hugarfar og núvitund mikilvæg
Sjálfstyrking Arnór Guðjohnsen
býr að mikilli reynslu og gefur út
meistaraspilin til að miðla af henni.
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir
líkama
og sál
Laugarnar í Reykjavík
Frá
morgnifyrir alla
fjölskylduna
í þínu
hverfi t il kvölds