Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019
Þingmönnum liggur töluvert á aðkomast út í sumarið og skyldi
engan undra. Blíðan er með nánast
óþekktu móti og allir
sem geta vilja frekar
vera úti en inni.
Það sérkennilegavið inniveru
þingmanna nú er að
hún er alveg óþörf. Engin mál
liggja fyrir sem ekki má annað-
hvort afgreiða hratt eða fresta.
Málið sem virðist stöðva sólböðþingmanna að þessu sinni er
þriðji orkupakkinn. Það er í meira
lagi undarlegt. Jafnvel frá sjónar-
hóli þeirra sem af einhverjum óút-
skýrðum ástæðum telja rétt af Ís-
landi að samþykkja pakkann, þá
getur varla nokkur maður haldið
því fram að það verði að gera í sum-
ar frekar en síðar.
Jafn léttvæg og rökin hafa veriðfyrir því að Íslendingar eigi að
samþykkja pakkann hafa rökin fyr-
ir því að knýja málið í gegn nú eng-
in verið. Enda eru engin rök fyrir
því.
Það liggur ekkert á.
Hvers vegna þá þetta óðagot?
Á því getur aðeins verið ein skýr-ing. Þeir sem með slæmri sam-
visku eru að reyna að böðlast með
málið í gegnum þingið þora ekki að
bíða lengur. Þeir óttast að stuðn-
ingurinn við málið minnki enn frek-
ar þegar fólk fær meiri tíma til að
átta sig betur á hve vitlaust það er.
En slæm samviska og ótti megaauðvitað ekki ráða för í þessu
máli frekar en öðrum.
Út í sólina
STAKSTEINAR
Allar nánari upplýsingar og pantanir í síma 863 4449 og 778 2294,
hjolhysi.com og á netfangið kriben@simnet.is
hjolhysi.com • Bæjarhraun 24, Hafnarfirði
Opið mánud.-föstud. kl. 11-18 og laugard. kl. 12-16
Hjólhýsa mover
KYNNINGAR-
TILBOÐ frá
169.000
Meðan birgðir
endast
18501 Semi Auto
Mover 2WD - 1,8 tonn
Verð 169.000
17201 Full Auto Mover - 2 tonn
Verð 240.000
17001 HD Full Auto Mover - 2,5 tonn
Verð 240.000
Hefur þú prófað nýju
kjúklingasteikurnar?
NÝTT OG
SPENNANDI
FRÁ HOLT
A
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Ég er ekkert hissa á því að ferða-
þjónustufyrirtæki séu ekki bjartsýn.
Eins og allir vita hefur orðið tölu-
verður samdráttur í fjölda ferða-
manna á þessu ári og menn sjá fram
á mikla óvissu.“
Þetta segir Bjarnheiður Halls-
dóttir, formaður Samtaka ferðaþjón-
ustunnar (SAF), í samtali við
Morgunblaðið um niðurstöður könn-
unar Gallup á mati stjórnenda
stærstu fyrirtækja Íslands á aðstæð-
um í atvinnulífinu og væntingum
þeirra til aðstæðna í atvinnulífinu
eftir sex mánuði. Eins og greint var
frá í Morgunblaðinu í gær telja
stjórnendur fleiri fyrirtækja horfur í
efnahagslífinu betri en fyrir tæpum
fjórum mánuðum. Aftur á móti telja
enn 40% stjórnenda að aðstæður
versni en einungis 13% telja að þær
batni. Þá eru væntingar langsam-
lega minnstar í ferðaþjónustu og
sjávarútvegi.
Bjarnheiður segir að þrátt fyrir að
óvissutímar séu í sjónmáli sé já-
kvæður punktur að krónan hafi verið
að veikjast. „Það er gríðarlega já-
kvætt fyrir allar útflutningsgreinar
og hlýtur að gilda jafnt um sjávar-
útveg og ferðaþjónustu.“
Óvissa á flugmarkaði ástæðan
Eins og áður segir telur hún þó að
óvissa sé helsta ástæðan fyrir því að
væntingar fyrirtækja í ferðaþjón-
ustu mælist lágar. Þar nefnir hún
sérstaklega óvissu á flugmarkaði og
bendir bæði á hvarf WOW air af
flugmarkaði og kyrrsetningu véla
Icelandair af tegundinni Boeing 737
Max. Hún ítrekar þó að blikur hafi
verið á lofti í ferðaþjónustu áður en
WOW air varð gjaldþrota. „Krónan
var einfaldlega of sterk.“
Að síðustu bætir Bjarnheiður við
að þrátt fyrir að væntingar séu ekki
miklar núna séu aðilar í ferðaþjón-
ustu einhuga um að til lengri tíma lit-
ið eigi atvinnugreinin eftir að
blómstra. „Áfangastaðurinn á mjög
bjarta framtíð fyrir sér.“
Svartsýni eða raunsæi
„Satt að segja á ég von á því að á
þessu ári verði samdráttur ef við
lítum á landsframleiðslu og ég á
reyndar líka von á því að það verði
samdráttur á því næsta. Það er svo-
lítið þvert á það sem aðrir hafa spáð.
En þarnæsta ár held ég að við gæt-
um séð uppsveiflu.“ Þetta segir
Yngvi Harðarson, framkvæmda-
stjóri Analytica, í samtali við
Morgunblaðið um niðurstöður áður-
nefndrar könnunar.
„Það má kalla þetta svartsýni. Það
má líka segja að menn séu bara að
leggja kalt mat á stöðuna,“ segir
Yngvi spurður um „minnkandi svart-
sýni“ sem mældist í könnuninni.
Spurður hverja hann telji vera
ástæðuna fyrir því að mæld svart-
sýni hafi minnkað milli kannana
svarar hann: „Mér dettur í hug að
það sé minni óvissa vegna kjaramál-
anna, að það sé búið að aflétta ein-
hverri óvissu varðandi þau. Ég
myndi halda að það sé stór „faktor“ í
málinu.“
Óvissa ástæðan fyrir svartsýni
„Ekkert hissa“ að ferðaþjónustufyrirtæki séu ekki bjartsýn á horfurnar á næstunni
Greiningaraðili sér fram á samdrátt í landsframleiðslu í ár og aftur á því næsta
Bjarnheiður
Hallsdóttir
Yngvi
Harðarson
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir dómsmálaráðherra fjallaði um
gagnkvæma réttaraðstoð í saka-
málum á ríkisstjórnarfundi í gær,
með hliðsjón af þeirri umræðu sem
hefur verið uppi í fjölmiðlum að und-
anförnu, að því er fram kemur í
skriflegu svari ráðuneytisins við
fyrirspurn blaðsins. Kristinn
Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, sendi
á dögunum fyrirspurn til stjórnvalda
um aðkomu að rannsókn Banda-
ríkjamanna á Wikileaks og Julian
Assange, stjórnanda Wikileaks.
Í svarinu segir að umfjöllunin hafi
verið að beiðni forsætisráðherra. Út-
skýrður hafi verið lagagrundvöllur
slíkrar samvinnu, hlutverk ráðu-
neytisins, tölfræði síðastliðinna ára
rakin og rædd meðferð þess máls
sem hafi verið í opinberri umfjöllun.
AFP
Assange Stjórnandi Wikileaks.
Ræddu um
Wikileaks í
ríkisstjórn
Fjallað um erlenda
samvinnu í sakamálum