Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég vissi vel hver Guð-mundur var áður en ég fórí þetta verkefni, því allirþekkjast í litla samfélag-
inu hér á Eyrarbakka. Guðmundur er
gamall Eyrbekkingur og ég er fædd
og uppalin hér, en ég kynntist honum
óhjákvæmilega miklu betur við að
fylgjast með störfum hans svona
lengi. Það verður til ákveðinn vin-
skapur við svona mikinn samgang.
Hann hringdi alltaf í mig þegar eitt-
hvert verk lá fyrir og þá mætti ég á
svæðið til að taka myndir. Ég reyndi
að mæta sem oftast og líka aftur og
aftur í sama verkið, því veður var
misjafnt og birtan og annað í mynd-
unum þá ólíkt,“ segir Vigdís Sig-
urðardóttir sem opnar ljósmynda-
sýninguna Rófubóndinn í dag í
Húsinu á Eyrarbakka, en hún elti
Guðmund Sæmundsson á Sandi í
heilt ár og fylgdist með störfum hans
í rófnarækt og tók myndir.
„Allt hófst þetta á því að mig
langaði til að vinna að einhverju ljós-
myndatengdu verkefni en ég hef
haldið fjórar ljósmyndasýningar áður
sem allar voru með landslagsljós-
myndum. Mig bráðvantaði einhverja
hugmynd svo ég heimsótti vinafólk
mitt Magnús Karel og Ingu Láru sem
búa hér á Eyrarbakka og spurði
hvort þeim kæmi eitthvað í hug. Inga
Lára dró mig upp á loft í Laugabúð
og sýndi mér gamlar ljósmyndabæk-
ur og hún stakk upp á að ég inni að
einhverju heimildarverkefni. Stuttu
seinna átti ég erindi út í sjoppu til að
kaupa rjóma fyrir kaffisamsæti sem
kvenfélagið hér á Eyrarbakka stend-
ur fyrir á frídegi verkamanna. Þá
baka næstum allir á Eyrarbakka og
ég þurfti nauðsynlega að fá rjóma, en
það þurftu fleiri og ég lenti í því að
slást um síðustu rjómadropana í búð-
inni við Guðmund rófubónda. Hann
var mættur á traktornum og í vinnu-
gallanum og var aðeins á undan mér,
svo hann fékk það sem hann þurfti af
rjóma en ég tók rest,“ segir Vigdís og
hlær.
„Þarna laust niður hugmynd og
ég spurði hann á staðnum hvort ég
mætti taka af honum myndir við störf
í rófnaræktinni. Honum fannst þetta
svolítið skrýtin hugmynd og vildi fá
að hugsa málið. Viku seinna sam-
þykkti hann og ég gat hafist handa.“
Kannski verður barnið gult
Guðmundur er einyrki í rófna-
ræktinni sem hann hóf með föður sín-
um fyrir fimmtíu árum, en þeir feðg-
ar ræktuðu einnig kartöflur. Guð-
mundur hætti kartöflurækt fyrir
áratug og hefur einbeitt sér að rófna-
ræktinni síðan.
„Hann fær liðsstyrk á haustin,
þá koma til hans ungir peyjar til að
hjálpa honum að taka rófurnar upp,
enda gríðarlegt magn sem þarf að
taka upp. Uppskeran á hverju hausti
er um 50 til 60 tonn af rófum, svo
þetta er gríðarlegt magn og mikil
vinna. Uppskeran hjá honum hefur
farið upp í 130 tonn þegar mest var,
en það fannst honum of mikið,“ segir
Vigdís og bætir við að Guðmundur sé
með einn til tvo hektara lands í einu
undir rófnaræktina, en hann hvíli
svæðin á milli ára.
„Öll hans ræktun er undir ber-
um himni og handtökin eru mörg.
Það þarf að plægja á vorin og sá, og
gera garða. Á sumrin þarf að eitra
fyrir kálfluguna nokkrum sinnum og
Guðmundur fer nánast daglega til að
kíkja á og fylgjast með sprettunni yf-
ir sumarið.“
Vigdís segist hafa fræðst heil-
mikið við gerð verkefnisins, því hún
vildi vita hvað verkið hverju sinni fæli
í sér og til hvers það var.
„Núna veit ég ýmislegt um
rófnarækt sem ég ekki vissi áður. Það
kom mér á óvert hversu líkamlega
erfið þessi vinna Guðmundar er.
Hann þarf að bogra mjög mikið, en
hann er kominn á áttræðisaldur og
hefur starfað við rófnarækt í meira
en fimm áratugi. Hann segist aldrei
hafa fengið í bakið.“
Vigdís segir að rófurnar hans
Guðmundar séu þær allra bestu sem
hún hafi smakkað, enda fékk hún að
bragða á þeim þegar þær voru ný-
komnar upp úr moldinni. „Þær eru
einstaklega sætar og ferskar svona
beint upp úr garðinum. Guðmundur
er mikill öðlingur og bauð mér ævin-
lega að taka með mér heim eins mikið
af rófum og ég gat borið, í hvert sinn
sem ég kom að mynda hann. Ég borð-
aði því miklu meira af rófum en ég er
vön og ætli barnið sem ég ber undir
belti verði ekki gult þegar það kemur
í heiminn,“ segir Vigdís, sem er kom-
in níu mánuði á leið.
Vigdís segist hafa notið samvist-
anna við Guðmund og að kynnin við
hann hafi leitt í ljós hversu lundgóður
hann er.
„Hann er mjög léttur og
skemmtilegur maður, alltaf í góðu
skapi og brosandi, reytandi af sér
brandara og stutt í hláturinn. Ég
lærði líka að koma helst aldrei til
hans tíðindalaus, því hann spurði allt-
af hvað væri að frétta. Ég lagði mig
því fram um að vera alltaf með eitt-
hvað nýtt til að segja honum af Bakk-
anum.“
Vigdís segir að nú hafi heimild-
armyndataka hennar af störfum Guð-
mundar öðlast meira gildi en hún eða
Guðmundur hefðu gert sér grein fyrir
þegar þau lögðu af stað í ljósmynda-
verkefnið, því nýlega kom í ljós að
hann er hættur í rófnaræktinni,
vegna veikinda.
„Þetta var því síðasta árið hans í
ævistarfinu, svo það var eins gott að
ég lét vaða og spurði hann þarna við
mjólkurkælinn í fyrravor hvort ég
mætti mynda hann.“
Guðmundur Mitt á meðal garðanna þar sem rófurnar spretta.
Hjálparhellur Ísak afastrákur, Sindri Immanúel, Einar Ingi
og Símon Gestur hjálpa Guðmundi við rófnauppskeruna. Geymsla Rófurnar fara í bragga að aflokinni uppskeru.
Hún elti Guðmund í heilt ár
Hún fékk hugmyndina þegar hún þurfti að slást við
hann um síðustu rjómadropana í búðinni. Vigdís
festi á filmu störf rófnabóndans Guðmundar á Sandi
sem nú lætur af störfum eftir hálfa öld í rófnabúskap.
Ljósmyndir/Vigdís Sigurðardóttir
Annir Guðmundur að störfum við rófnaræktina, hann þarf að bogra mikið.
Ljósmyndari Vigdís Sigurðardóttir.
Ljósmyndasýningin Rófubónd-
inn verður opnuð í dag, laugardag
15. júní, kl. 17 í borðstofu Hússins á
Eyrarbakka. Sýningin gefur fróð-
lega og litríka sýn á ræktun þess-
arar einstöku jurtar sem hefur
fylgt þjóðinni í 200 ár. Allir eru
velkomnir.
Kátt í Kramhúsinu heitir dans- og fjölskylduhátíð sem
haldin verður á morgun sunnudag. Þar verður fjölbreytt
dagskrá fyrir fullorðna og börn. Öll innkoma rennur til
Jónu Elísabetar Ottesen, stofnanda barnahátíðarinnar
Kátt á Klambra, en hún slasaðist alvarlega í bílslysi í júní-
byrjun. Slóð til að skrá sig í tímana má finna á www.kram-
husid.is og er fólk hvatt til að tryggja sér pláss því tak-
markað pláss er í hvern tíma. Tímarnir sem í boði verða
eru eftirfarandi:
11-12: Fjölskylduafró með Söndru og Mamady. Börn og
foreldrar dansa saman afrískan dans í bland við leiki við
lifandi trommuslátt.
11-12: Latin Fitness Bomba með Berglindi Jóns. Kraft-
mikil salsa-innblásin dansþjálfun við latin músík, hentar
öllum sem hafa gaman af því að dilla mjöðmunum og vilja
svitna.
12-12.45: Fjölskyldujóga með Ásu Sóley. Stuttur og gef-
andi tími fyrir börn og fullorðna.
12-13: Pilates með Ásdísi. Pilates byggist á því að hver
æfing virkjar djúpu kviðvöðvana og aðferðin leggur
áherslu á að styrkja kviðinn, mjóhrygginn, ytri og innri
lærvöðvana og rassinn.
16-17: Broadway söngleikir - stólatími með Margréti
Maack. Broadwayklisjur og dýrðarljómi liðinnar tíðar.
Sjóðandi heitur og sexí tími sem styrkir maga og bak.
16-17: 90s-00’s með Berglindi. Stuðtími fyrir alla sem
elska að rifja upp mestu gleðismelli fyrri áratuga. Dillum
okkur við Britney, Spice Girls, NSYNC og fleiri.
17-18: Afró með Söndru og Mamady. Afrískur dans með
lifandi trommuslætti fyrir þá sem vilja gleyma sér í hita,
svita og gleði.
17-18: Beyoncé með Siggu Ásgeirs. Dívu-svitatími þar
sem mjaðmasveiflur og gellulæti eru í fyrirrúmi.
Kátt í Kramhúsinu á morgun, sunnudag
Jóna Nú er hægt að leggja henni lið með dansi.
Dansað til að safna fyrir Jónu sem slasaðist
SALURINN.IS
20. júní kl. 17
Sigga Eyrún, Þórdís
og Karl Olgeirsson
Frítt inn
Sumarjazz