Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019 VIÐTAL Árni Matthíasson arnim@mbl.is Enn eimir eftir af þýsku tónlistar- bylgjunum sem risu eftir miðja síðustu öld, fyrst bylgja tilrauna- kenndrar rokk- og raftónlistar sem hófst undir lok sjöunda áratugar- ins og í upphafi þess áttunda og svo „þýska nýbylgjan“, Neue Deutsche Welle, sem reis áratug síðar — meira popp og meiri raf- tónlist. Í fyrri bylgjunni, sem setti mark sitt á þá sem eftir kom og hafði einnig mikil áhrif í rokksögunni al- mennt, voru hljómsveitir eins og Can, Tangerine Dream, Faust, Amon Düül, Ash Ra Tempel, Neu!, Popol Vuh og Cluster, en áhrif frá síðastnefndu sveitinni eru greini- leg enn þann dag í dag. Bach mit Zumutungen Höfuðpaurar Cluster, sem hét framan af Kluster upp á þýsku, voru þeir Hans-Joachim Roedelius og Dieter Moebius. Roedelius ættu tónlistaráhugamenn því að þekkja og þá ekki bara fyrir iðju sína í áratugi, heldur líka fyrir það að hann hefur leikið tvisvar á tón- leikum hér á landi og vélaði að auki við annan mann um upptöku Víkings Heiðars Ólafssonar á plöt- unni Bach Reworks. Bach mit Zumutungen hét sú afurð og er kveikjan að því að Hans-Joachim Roedelius er væntanlegur til Ís- lands í þriðja sinn; leikur á tón- leikum á Reykjavík Midsummer Music hátíðinni sem haldin verður 20. til 23. júní næstkomandi. Cluster varð til í upphafi átt- unda áratugar síðustu aldar og starfaði með hléum út fyrsta ára- tug þessarar aldar. 2011 stofnaði Roedelius svo nýja hljómsveit sem hann nefnir Qluster. Samhliða hljómsveitastússi hefur hann verið afkastamikill einherji, gefið út fjöldann allan af plötum undir eig- in nafni, en einnig starfað með fjölda listamanna víða um heim. Tónleikar hans á Reykjavík Mid- summer Music hátíðinni verða í Mengi 22. júní og þá kemur hann fram með Víkingi Heiðari og bandaríska fiðluleikaranum Yura Lee. Í viðtali hér í blaðinu fyrir þremur árum sagðist Roedelius alltaf spila tónlist eftir augnablik- inu og þegar ég hermi þessi um- mæli upp á hann varðandi tón- leikana í Mengi svarar hann svo: „Ég held ekkert okkar viti hvað muni gerast í Mengi. Eins og vanalega veit ég ekkert hvað ég er að fara að gera og eftir því lögmáli hef ég farið frá því ég fór að fást við tónalist,“ en rétt er að geta þess að hann notar ekki orðið „mu- sic“ í okkar samtali, heldur „tone- art“, sem snara má sem tónalist. Eins og fram kemur hér að ofan þá var Roedelius valinn til að endurvinna eina af upptökum Vík- ings á Bach. Tengsl þýsku bylgj- unnar við klassíska tónlist, eða kannski heldur tilraunakennda ný- klassíska tónlist, voru voru þó- nokkur, enda má segja að fyrsta reglan hafi verið sú að það voru engar reglur og engin takmörk. Í áðurnefndu viðtali skýrði Roede- lius þetta svo með því að það eina sem menn hafi haft í huga hafi verið „að gera eitthvað og finna okkar eigin tónmál til þess að gera það“. Hann hnykkir á með það í spjalli okkar núna og bendir á að tónlistarmennirnir hafi komið úr ýmsum áttum: „Ég er sjúkraþjálf- ari og nuddari og leiðbeinandi deyjandi sjúklinga og við það vann ég áður en ég sneri mér að tónal- ist. Ég er líka tónskáld, tónlistar- maður og skáld og mér er sama hvaða merkimiða fólk velur.“ Eins og ég nefni er Roedelius afkastamikill og þegar við ræðum saman er hann á tónleikaferð um Bandaríkin, er einmitt í þá mund að leika á tvennum tónleikum með Christopher Chaplin í Kaliforníu. „Svo verð ég með sólótónleika Montreal, aðra slíka í Toronto og leik líka á einkatónleikum á Gal- iano-eyju skammt frá Vancouver. Þar næst koma tónleikarnir í Reykjavik, síðan tónlistarhátíð sem ég stend að í Austurríki og svo tónleikar í Dresden, Berlin og Shanghai meðal annars. Í kjölfarið upptökur á plötum með Tim Story, Christopher Chaplin og fleirum og fleirum ... ad infinitum!“ Ljósmynd/Aexander Gonzales Tónalist Hans-Joachim Roedelius segist aldrei vita hvað hann sé að fara að gera fyrir hverja tónleika. Veit ekkert hvað ég er að fara að gera  Meðal listamanna á Reykjavík Midsummer Music tónlistarhátíðinni er þýski fjöllistamaðurinn Hans-Joachim Roedelius  Var valinn til að endurvinna eina af upptökum Víkings á Bach Gunnar Gunnarsson og Tómas R. Einarsson stilla saman strengi sína og bregða fyrir sig norrænum vís- um, klassískri djasssveiflu og dill- andi latíntakti á stofutónleikum Gljúfrasteins á morgun, sunnudag, klukkan 16.00. Stofutónleikar Gljúfrasteins eru haldnir hvern sunnudag yfir sumar- tímann og eru miðar seldir í Safn- búð Gljúfrasteins samdægurs. Að viku liðinni verður það Ragnheiður Gröndal sem kemur fram ásamt Guðmundi Péturssyni gítarleikara. Djasssveifla og dillandi latíntaktur Listamenn Tómas R. Einarsson og Gunnar Gunnarsson í góðu gamni. Sænska þjóðlagabandið Groupa heldur tónleika í fyrsta skipti á Ís- landi í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20.00. Þjóðlagamúsíkin sem Groupa leikur inniheldur með- al annars spuna, og er leikin á ýmis hljóðfæri, svo sem munnhörpu, flautur, víólu d’amore, bjöllur, steina, tréverk og harmóniku. Groupa hefur í gegnum árin unn- ið og leikið með fjölda listamanna á borð við Ale Möller, Lena Wille- mark og Kammersveitinni Musica Vitae. Í dag skipa sveitina Mats Edén, Jonas Simonson og Terje Is- ungset. „Groupa hefur verið heilli kyn- slóð skandinavískra tónlistar- manna innblástur með brautryðj- andi anda og meistaralegu valdi á hljóðfærum sínum. Þeir hafa gefið út tvær plötur í „Kind of Folk“- seríunni. Þær sýna skýrlega hvern- ig tríóið heldur áfram að endur- skapa norræna þjóðlagatónlist,“ segir í tilkynningu frá hljómsveit- inni. Sveitin var stofnuð árið 1980, og hefur á löngum ferli komið víða við. Hljómsveitin hefur ferðast víða um Skandinavíu og Evrópu, og hef- ur leikið á fjölda tónlistarhátíða. Þjóðlagagrúppan á Íslandi í fyrsta sinn Groupa Sænska þjóðlagatríóið leikur á ýmis hljóðfæri og spinnur á staðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.