Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 16
Sveitarfélög á Íslandi 1992-2019 Flokkun sveitarfélaga eftir íbúafjölda 1. júlí 2018 Fjöldi sveitarfélaga 1992-2019 Viðræður um sameiningu200 150 100 50 0 1992 1996 2000 2004 2008 2012 2019 99 eða færri 100 -299 300 -499 500 -999 1.000 -1.999 2.000 -4.999 5.000 -9.999 10.000 -99.999 100.000 eða fl eiri 7 9 7 16 10 13 3 6 Sveitarfélög sem sameinuðust Sameinað sveitarfélag 2008 Þingeyjarsveit ogAðaldælahreppur ➜ Þingeyjar- sveit 2009 Akureyri ogGrímsey ➜ Akureyrar- kaupstaður 2010 Hörgárbyggð ogArnarneshreppur ➜ Hörgársveit 2011 2012 Húnaþing vestraog Bæjarhreppur ➜ Húnaþing vestra 2013 Garðabær ogÁlftanes ➜ Garðabær 2014 2015 2016 2017 Fjarðabyggð og Breiðdalshreppur ➜ Fjarðabyggð2018 Sandgerði og Garður ➜ Suðurnesja- bær 1. Fljótsdalshérað, Djúpavogshreppur, Seyðisfjörður og Borgarfjörður 2. Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur Sameiningar frá kosningum 2006 2 1 197 165 124 101 78 75 72 Heimild: Grænbók sveitarstjórnarráðuneytis 0,1% 0,5% 0,9% 3,2% 3,9% 12,2% 6,1 37% 36% 1 Fjöldi % af íbúafjölda BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarfélögum landsins mun fækka um fjögur ef þær viðræður sem nú standa yfir á Austurlandi og í Þingeyj- arsýslu leiða til sameiningar. Lítið hefur verið að gerast í sameiningar- málum frá árinu 2008 en þar áður varð mikil fækkun. Verði stefna sveitarstjórnarráðuneytisins um lág- marksíbúafjölda sveitarfélaga lögfest munu 39 minnstu sveitarfélög lands- ins þurfa að sameinast öðrum. Innan við 5% landsmanna búa í þessum stjórnsýslueiningum. Nú eru 72 sveitarfélög í landinu og hefur þeim fækkað um sjö á um það bil áratug. Áður hafði þeim fækkað hröðum skrefum, eins og sést á með- fylgjandi töflum, bæði í sérstöku átaki og með frjálsum samningum. Botninn datt úr þessari þróun eftir kosning- arnar 2006 og lítið hefur verið að frétta síðan. Nokkur myndarleg sveit- arfélög hafa yfirtekið litlar og ósjálf- bærar einingar. Ýmsar hugmyndir hafa komið upp um stórar sameining- ar en þær hafa flestar koðnað niður vegna andstöðu, stundum aðeins eins sveitarfélags í heilu héraði. Viðræður á tveimur stöðum Formlegar viðræður um samein- ingu Fljótsdalshéraðs, Djúpavogs- hrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Borgarfjarðarhrepps á Austurlandi hafa staðið um tíma og hefur verið stefnt að kosningum fyrir lok ársins. Í þessari viku var tilkynnt að Þing- eyjarsveit og Skútustaðahreppur hefðu ákveðið að hefja sameiningar- vinnu. Stefnt er að lokum viðræðna fyrir lok næsta árs og að þá verði mál- ið lagt fyrir íbúa. Miðað er við að sam- eining, ef samþykkt verður, taki gildi við sveitarstjórnarkosningar vorið 2022. Verði af báðum þessum sameining- um fækkar sveitarfélögum landsins um fjögur. Ljóst er af tilkynningu sveitarfélag- anna í Þingeyjarsýslu að stefna stjórnvalda um fækkun og stækkun sveitarfélaga á þátt í að ákveðið var að fara í viðræður nú. Þau vilja vera á undan straumnum. Stefna stjórnvalda grundvallast á skýrslu verkefnishóps um stöðu og framtíð sveitarfélaga sem gefin var út á árinu 2017. Þar var lagt til að lág- marksstærð sveitarfélaga miðaðist við 1.000 íbúa frá ársbyrjun 2026, þó þannig að lágmarksfjöldinn hækkaði á biðtímanum, fyrst í 250 íbúa og síðan 500. Lágmarkið er nú 50 íbúar. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur gert þessar tillögur að sinni stefnu. Verði stefnan lögfest mun sveitar- félögunum fækka um 39 eða rúman helming, úr 72 niður í 33. Í þessum 39 sveitarfélögum búa aðeins um 4,7% íbúa landsins. Lögþvingun ólýðræðisleg Vitað er að andstaða er við lög- þvingaða sameiningu, sérstaklega hjá litlum en fjárhagslega öflugum sveitarfélögum sem leitt hafa hjá sér allar sameiningar til þessa. Kom það meðal annars fram í athugasemdum við grænbók ráðuneytisins, umræðu- skjal um málefni sveitarstjórnarstigs- ins, sem kynnt var í samráðsgátt stjórnvalda. Dæmi um sveitarstjórnir sem gerðu athugasemdir við lögþvingun eru Grýtubakkahreppur og Hvalfjarðar- sveit. Sveitarstjórn Grýtubakka- hrepps lagði meðal annars áherslu á lýðræðislegan rétt íbúa og að fráleitt væri að íbúatalan ein réði þróun sveit- arfélaga. Í umsögn Hvalfjarðarsveitar er sagt að sjálfbærni sveitarfélags sé mun mikilvægari þáttur en lágmarks- fjöldi sem grunnur að styrk. Ólýð- ræðislegt sé að ætla að þvinga sveitar- félag til sameiningar gegn vilja íbúa þess. Hvatinn að efla svæðið Þótt stefna stjórnvalda um lög- þvingun sé sögð hvati að viðræðum Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveit- ar segir Arnór Benónýsson, oddviti síðarnefnda sveitarfélagsins, að aðal- hvatinn sé að efla svæðið. Í því felist sóknarfæri meðal annars í nýjungum í atvinnulífi, sérstöðu svæðisins og öfl- ugri stjórnsýslu. Hann tekur fram að bæði sveitarfélögin standi vel fjár- hagslega og það reki þau ekki til sam- einingar. „Fyrst og fremst er þetta íbúasam- ráð. Fólkið ræðir saman um tækifæri og ógnanir, í hvernig samfélagi það vill búa og hverjir eru möguleikar svæð- isins,“ segir Arnór. Stefnir í meira en helmingsfækkun  Verði stefna ráðherra um hækkun lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga lögfest mun sveitarfélögum fækka um 39 og eftir verða 33  Lögþvingun mætir andstöðu fjárhagslega vel stæðra sveitarfélaga Ferðaþjónusta Þingeyjarsveit og Mývatnssveit eiga margt sameig- inlegt, bæði atvinnu og menningu. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Stefnt er að því að kveikja ljósin á nýja innsiglingarvitanum við Sæ- braut föstudaginn 21. júní kl. 12.00. Þess má geta að þennan dag verða sumarsólstöður og því er þetta bjartasti dagur árins. Nýi vitinn er með birtuskynjara þannig að hann byrjar ekki að lýsa fyrr en fer að dimma. Sama kerfi er notað varð- andi götulýsinguna í Reykjavík. Starfsmenn Faxaflóahafna og siglingasviðs Vegagerðar setja raf- magn á nýja vitann við Sæbraut. Á sama tíma verður rafmagnið tekið af vitanum í turni Sjómannaskólans. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa turnbyggingar við Höfðatorg skyggt á aðra siglingaleiðina inn Sundin og þar grillti í vitann á milli bygginga eftir því hvar skip voru stödd. Sjófarendur voru varaðir við þessu ástandi þegar þetta kom í ljós en ekki var hægt að slökkva á vita- ljósinu í Sjómannaskólanum fyrr en nýr viti er kominn í gagnið. Nýi vitinn við Sæbraut verður með ljósmerki fyrir tvær siglinga- leiðir, þær sömu og vitinn í Sjó- mannaskólanum sýndi áður. Þessar siglingaleiðir eru um Eng- eyjarsund að Gömlu höfninni og siglingaleið austan Engeyjar að inn- siglingu Sundahafnar. Í vitanum verður jafnlengdarljós. Hann mun blikka hvítum, rauðum og grænum ljósgeislum á fjögurra sekúndna fresti. Í orðabanka Íslenskrar mál- stöðvar er siglingarökkur skilgreint með eftirfarandi hætti: „Tímabil fyrir sólarupprás og eftir sólarlag; hefst (að morgni) og lýkur (að kvöldi) þegar sól er 12° undir sjón- baug [enska] nautical twilight.“ Nýi vitinn er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Faxaflóa- hafna. Reiknað er með að þessi stað- ur við Sæbraut verði fjölsóttur, líkt og listaverkið Sólfarið er í dag. Sól- farið, verk Jóns Gunnars Árna- sonar, hefur lengi fangað athygli ferðamanna og er einn mest sótti viðkomustaður í borginni. Kveikt á vitanum á bjartasta degi ársins Morgunblaðið/Ómar Sæbraut Nýi vitinn mun leiðbeina skipum til hafnar í Reykjavík. FORNUBÚÐUM 12, 220 HAFNARFJÖRÐUR | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS Margir möguleikar koma til skoðunar þegar minni sveitarfélögin þurfa að ákveða hvert þau eigi að halla sér, verði lágmarksfjöldi íbúa ákveðinn með lögum. Svalbarðsstrandarhreppur í Eyjafirði er dæmi um það. Sveitar- félagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög við Eyjafjörð, utan stóru bæjar- félaganna, en íbúarnir sækja mikla þjónustu til Akureyrar. Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri segir að oft sé rætt óformlega um ýmsa sameiningarmöguleika á fundum þar sem fulltrúar í sveitarstjórnum hitt- ast. Svalbarðsstrandarhreppur liggur á milli Grýtubakkahrepps og Eyja- fjarðarsveitar og er kominn í gott vegasamband við Þingeyjarsveit með Vaðlaheiðargöngum. Grýtubakkahreppur er fjárhagslega öflugt sveitar- félag og vill vera sjálfstæður. Björg telur að íbúarnir á Svalbarðsströnd vilji alveg eins sameinast Akureyri eins og minni sveitarfélögunum, en tekur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar um viðræður. Hún segir að íbúar leggi mikla áherslu að halda í grunnskóla og leikskóla. Þeir séu hjarta hvers samfélags. Þar hittist fólkið gjarnan í tengslum við skólastarfið og viðburði. Hvernig á að sameinast? ÁKVARÐANIR BÍÐA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.