Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 44
Morgunblaðið/Eggert TÓNLIST Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Einn af fyrstu röppurum Íslendinga var kona. Það er í raun í mótsögn við þá staðhæfingu að rapp sé, og hafi sérstaklega á árum áður verið, karlabransi. Þessi rappari er Cell7, réttu nafni Ragna Kjartansdóttir, sem hóf sinn rappferil með hljóm- sveitinni Subterranean árið 1997, þá 16 ára gömul. Hún hvarf um tíma og skaut svo aftur upp kollinum árið 2013 þegar hún gaf út sólóplötuna CELLF. Nú er hún nýbúin að gefa út nýja plötu, Is Anybody Listen- ing?, og segist vona að Cell7 sé komin til að vera í íslenskri rapp- senu. Ragna sækir titil plötunnar í pressuna sem felst í nútímatækni. „Nú liggur svo mikið magn talna fyrir sem varða streymi, hlustun, li- kes og fleira og maður veit í raun ekkert hvað maður á að lesa úr þessum tölum. Það er alltaf einhver svona samanburður í gangi. Ég hitti oft fólk sem finnst gaman að hlusta á tónlistina mína en maður getur hengt sig svo mikið á einhverjar svona tölur svo maður veit í raun ekki hver áhorfendahópurinn er, hvort hann sé til staðar, hvort hann sé nægur, hvort hann sé einhver fyrir utan þessar tölur og hvað það segi um mig sem tónlistarmann og hvort það skipti mig máli,“ segir Ragna. Áður eins og trúarbrögð Hún hefur langa reynslu af rappsenunni og samsinnir því að senan sé búin að breytast mikið. „Rapp var nánast eins og trúarbrögð og það var miklu meiri menning í kringum rappið. Það var ekki á færi hvers sem var og rapp var ekki orðið svona mikið popp eins og það er í dag. Þetta er ekki þannig núna að þú þurfir að eiga einhverjar rætur í rappinu, hver sem er getur tekið upp hljóðnema og byrjað að rappa,“ segir Ragna sem bendir á að bæði kostir og ókostir fylgi því að fleiri hafi tök á að skapa tónlist. „Það er bara svo rosalega mik- ið framboð og það er kannski það erfiða við bransann núna. Það er engin sía eða neitt svoleiðis og eng- inn þarf að vinna sig upp í neinu. Það geta allir verið með, sem er bæði gott og slæmt.“ Ragna hefur sjálf engan áhuga á því að hún sé tekin út fyrir sviga vegna kyns. „Fyrir mér er góð tónlist bara góð tónlist. Alveg sama undir hvaða formerkjum það er. Ég kæri mig fyrst og fremst um að vera þekkt fyrir tónlistina.“ Hún segir þó augljóst að kven- kyns rapparar mæti fleiri hindr- unum en karlkyns. „Það er vitað mál að af þeim sem fá almennt inni á tónlistar- hátíðum eru konur bara um tíu pró- sent. Það er bara skömmustulegt hvað það er lítið af konum sem fá þar inn. Ég vil samt alls ekki að maður sé sérstaklega tekinn inn bara af því að maður er kona en það er augljóslega eitthvert ójafnrétti í gangi sem þarf að leiðrétta. Það hallar á konur, staðreyndir sýna fram á að það er þannig og það er alveg ömurlegt.“ Ragna mun meðal annars spila á Rokk í Hafnarfirði í ágúst og í Kanada seinna á árinu. Hún safnar nú fyrir því að gefa Is Anybody Listening? út á vínylplötu. Nýtt efni frá RVKDTR Önnur íslensk rappplata er á leiðinni en rappsveitin Reykjavíkur- dætur mun á allra næstu dögum gefa slíka út. „Þetta er í fyrsta skipti sem við semjum plötu sem er samin sem heil plata, við höfum oftast verið að semja lög sem hafa svo endað á plötu. Svo pródúsar Salka Vals- dóttir sem er í hljómsveitinni næst- um alla plötuna en það hefur ekki gerst áður,“ segir Reykjavíkurdótt- irin Þura Stína. Sjö tónleikar erlendis eru fram- undan hjá Reykjavíkurdætrum. Þura segir að það sé minna en venjulega vegna vinnunnar í kring- um nýju plötuna sem var tekin upp í Berlín. Reykjavíkurdætur mættu mik- illi mótstöðu þegar þær komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 2013 og gerðu eins konar árás á feðraveldi rappheimsins. Spurð hvort Íslend- ingar séu loksins búnir að taka Reykjavíkurdætur í sátt segir Þura: „Við erum voðalega lítið að pæla í því enda spilum við lítið á Ís- landi. Við erum aðallega að spila í Evrópu og erum að fara að spila í Kanada núna í ágúst svo okkar markhópur er svolítið þar. Okkar umboðsmenn eru líka erlendis svo við erum voðalega lítið að pæla í ís- lenska markhópnum.“ Reykjavíkurdætur unnu til tvennra alþjóðlegra tónlistarverð- launa Music Moves Europe Talent Awards í byrjun árs. Ásamt Reykjavíkurdætrum og Cell7 hefur rapparinn Countess Malaise, réttu nafni Dýrfinna Ben- ita, verið sú afkastamesta þetta ár- ið. Hún kom fram á sjónarsviðið fyrir um þremur árum síðan en hún sendi nýverið frá sér tvö ný lög, „Bugz Bunny“ og „Kash“. Rapp Dýrfinnu hefur yfir sér hrollvekj- andi blæ og hún tæklar gjarnan nei- kvæðar og dökkar hliðar lífsins í sínum textum. Nýtt myndband frá Cyber Síðastliðin þrjú ár hefur rapp- og hljómsveitin Cyber gefið út plötu árlega. Engin plata hefur þó komið frá Cyber þetta árið svo aðdáendur sveitarinnar halda niðri í sér and- anum. Nýtt myndband frá sveitinni er þó væntanlegt á næstu dögum við lagið „Hold“ sem kom út á plöt- unni Bizness í fyrra. Cyber hefur vakið mikla athygli fyrir ferska tón- list sem er afar ólík því sem hefur áður komið fram hérlendis. Sveitin mun túra um Mið-Evrópu í sumar. Nýstirnið á rapphimninum er Ragga Holm. Hún hefur spilað með Reykjavíkurdætrum um tíma en gaf fyrstu sólóplötuna sína, Bipolar, út í fyrra. Í lok maí sendi hún svo frá sér lagið „Stund eða staður“. Ragga er með nokkuð klassískt, örlítið aggressívt, yfirvegað flæði og leikur sér með mótíf og minni rappheims- ins. Lítið hefur heyrst frá rappdív- unni Alviu Islandiu undanfarið. Hún var einn af stærstu röppurunum hér áður fyrr og er því auðvelt að segja með vissu að ýmsir eru óþreyjufullir eftir nýjum smellum frá Alviu. Hún hefur þó gefið í skyn á Fésbókar- síðu sinni að nýtt efni sé á leiðinni. Hindranir og sigrar kvenkyns rappara Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Cell7 Ragna Kjartansdóttir hefur farið inn og út úr íslensku rappsenunni síðan senan varð til rétt fyrir aldamót. » Cell7, Reykja-víkurdætur og Coun- tess Malaise hafa verið afkastamestar á þessu ári. Aðdáendur Cyber og Alviu Islandiu bíða með óþreyju eftir nýju efni. Öflugar Reykjavíkurdætur á Iceland Airwaves í fyrra. Önnur plata er væntanleg frá dætrunum á næstunni. Gróskan í rappi ís- lensku kvenþjóðar- innar hefur verið mikil undanfarið. Hér verður því farið yfir það helsta sem er að frétta af kvenhetjum íslensks rapps. 44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.