Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019
SKECHERS LITEBEAMS
BARNASKÓR MEÐ LJÓSUM.
STÆRÐIR 27-33
8.995.-
BARNASKÓR
60 ára Óðinn er Súg-
firðingur, fæddur á
Suðureyri, en býr á Ísa-
firði. Hann er með skip-
stjórnarmenntun og
hefur lokið nám-
skeiðum í stjórnun við
Háskólann í Reykjavík.
Hann er framkvæmdastjóri fiskvinnsl-
unnar Íslandssaga á Suðureyri.
Maki: Pálína Pálsdóttir, f. 1959, vinnur á
leikskólanum Sólborg á Ísafirði.
Börn: Tinna, f. 1982, Tara, f. 1987, og
Vera, f. 1994. Barnabörnin eru orðin átta.
Foreldrar: Gestur Kristinsson, f. 1935, d.
2006, skipstjóri og síðar starfsmaður
Orkubús Vestfjarða, og Sólveig Hulda
Kristinsdóttir, f. 1937, húsfreyja, búsett á
Ísafirði.
Óðinn
Gestsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ættir að reyna að hvíla þig eitt-
hvað í dag, því þú hefur satt að segja geng-
ið ansi nærri þér. Einhver tekur þér opnum
örmum.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú mátt búast við jákvæðum breyt-
ingum í starfi þínu. Þú ert hógværðin upp-
máluð en þú mátt alveg gorta af árangr-
inum sem þú hefur náð.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Haltu áfram að vera til í ævintýri.
Gefðu þér góðan tíma til þess að velta mál-
unum fyrir þér. Þú verður fyrir barðinu á
svikahröppum ef þú ert ekki vakandi.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Hlustaðu vandlega á þá sem leita til
þín með vandræði sín. Útlitið segir ekki allt,
oft reynist flagð undir fögru skinni.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þér hefur láðst að fylgja málum þínum
nægilega vel eftir og sýpur nú seyðið af því.
Ævintýrin leita þig uppi og þú ferð í frábæra
ferð í lok sumars.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ert í náðinni þessa dagana, en
mátt auðvitað gá að þér. Gæfuhjólið hefur
snúist þér í hag síðustu ár.
23. sept. - 22. okt.
Vog Misræmið milli þess sem fólk sér í þér
og þess sem þú vilt að það sjái í þér verður
sífellt minna. Farðu yfir reikninga og skuldir.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Láttu óþolinmæðina ekki ná
tökum á þér því þá gæti farið illa. Þú átt
hönk upp í bakið á góðum vini.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Einhver þér eldri gæti gefið þér
góð ráð í dag. Ef einhver vandamál koma
upp er best að ræða beint við þann sem
þeim tengist.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nú gefst upplagt tækifæri til
þess að svara pósti og öðrum skilaboðum
sem þú hefur ekki komist yfir að svara í vik-
unni. Gættu sérstaklega að útgjöldunum og
dragðu þau saman eftir mætti.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú gætir lent í óþægilegri að-
stöðu þegar þú leitast við að aðstoða vin í
vanda. Fólk sem hefur breytt sárum tilfinn-
ingum í eitthvað fallegt snertir þig auðveld-
lega.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér hættir til að vera með leikara-
skap þegar persónuleg málefni þín ber á
góma. Hugsanlega finnur þú hjá þér hvöt til
þess að koma vini til hjálpar.
hverfisráðherra var ræða og undir-
ritun Parísarsamkomulagsins í sal
Sameinuðu þjóðanna í New York.
Parísarráðstefnan um loftslagsmál
er einnig ákaflega eftirminnileg.“
Meðal félagsmálastarfa sat Sig-
rún í stjórn Framsóknarflokksins og
miðstjórn um áratugaskeið, hún sat
í Blaðstjórn Tímans og var varafor-
maður Sjálfsbjargarhússins í 12 ár.
Hún er félagi í ótal félögum sem eru
sögu-, átthaga- eða ættfræðitengd.
„Aðalfélagið mitt er samt Félag
framsóknarkvenna í Reykjavík. Ég
var formaður þar um skeið og varð
síðar einnig formaður Félags fram-
sóknarmanna í Reykjavík. Fyrir ári
tók ég sæti sem varaformaður Árna-
stofnunar og er einnig varafor-
maður Hollvinasamtaka um varð-
skipið Óðin.“
Sigrún hefur skrifað greinar í
blöð og tímarit um margvísleg mál-
efni. „Ég nýt þess núna að geta valið
mér verkefni og hef gaman af því að
grúska og halda fyrirlestra hjá ýms-
um félögum um fjölbreytt málefni.
Ég einset mér að hafa fyrirlestrana
líflega og skemmtilega. Einnig er ég
að skrifa stuttar ævisögur um síð-
laga voru meginverkefni þessara
ára, en einsetning skóla er afar fjöl-
skylduvæn aðgerð. Þetta var mikil
vinna en ánægjuleg, þar sem sam-
vinna margra lá að baki árangri.
Viðurkenningu sem mér þykir afar
vænt um fékk ég frá Samfoki (Sam-
tökum foreldra og skóla) þegar ég
hætti árið 2002 sem formaður
fræðsluráðs,“ en auk þessa hefur
Sigrún hlotið jafnréttisverðlaun
Framsóknarflokksins.
Sigrún var framkvæmdastjóri
Víkurinnar – Sjóminjasafnsins í
Reykjavík 2005-2011. „Það er senni-
lega erfiðasta og eftirminnilegasta
verkefni sem ég hef tekið mér fyrir
hendur að koma Sjóminjasafninu á
laggirnar og taka síðan við sem for-
stöðumaður.
Sigrún varð síðan alþingismaður
fyrir Framsóknarflokkinn 2013-2016
og umhverfis- og auðlindaráðherra
2014-2017. „Ég var byrjuð að búa
mig undir „elliárin“, þegar óvænt
tilboð barst um annað sæti á lista
Framsóknar við alþingiskosningar
2013. Þetta varð að ævintýri sem
var ótrúlega gefandi og ánægjulegt.
Stærsta augnablikið mitt sem um-
S
igrún fæddist 15. júní
1944 í Miðtúni 70 í
Reykjavík en ólst upp í
Skipasundinu. „Lang-
holtshverfið var að
byggjast upp og var dásemd-
arheimur fyrir börn. Við vorum um-
vafin vaxandi borg við sjóinn, en
einnig var sveitabúskapur handan
götunnar. Það var skautað á vetrum
á tjörninni í Vatnagörðum og veitt
þar á sumrum. Gamlárskvöldin eru
algjörlega ógleymanleg, mikil sam-
kennd og fjör í götunni – allir sam-
an. Svarfaðardalur var sveitin okk-
ar, mamma var ættuð frá Bakka, en
í Brekku bjó bróðir hennar og þar
átti ég sælustundir.“
Sigrún gekk í Langholtsskóla,
lauk kvennaskóla- og landsprófi frá
Kvennaskólanum í Reykjavík, fór
síðar í öldungadeild MH og varð
þjóðfræðingur frá HÍ 2006.
Starfsferillinn
Rauði þráðurinn í starfsferli Sig-
rúnar eru stjórnmál, en hún byrjaði
í þeim fyrir hartnær 50 árum þegar
hún settist í hreppsnefnd á Bíldudal
árið 1970. Sigrún hóf þó starfsferil
sinn sem bankastarfsmaður í
Deutsche Bank í borginni Darm-
stadt í Þýskalandi og síðar í Lands-
bankanum í Reykjavík. „Þýska-
landsárin mótuðu og öguðu mig á
margan hátt, enda fór ég ung að ár-
um þangað.“ Sigrún varð kaup-
maður á horninu í lok árs 1971 og
rak ásamt annarri fjölskyldu Versl-
unina Rangá, sem er elsta starfandi
matvöruverslun í Reykjavík eða frá
1931 og hefur aðeins verið í eigu
tveggja fjölskyldna. „Kaupmanns-
titil bar ég um aldarfjórðungsskeið
og var um skeið varaformaður
Kaupmannasamtakanna.“
Sigrún var borgarfulltrúi fyrir
Framsóknarflokkinn frá 1986-2002
og varaborgarfulltrúi 1982-1986.
„Fyrsti borgarstjórnarfundur
Reykjavíkurlistans, en
Framsóknarflokkurinn var hluti af
honum, var haldinn fyrir nákvæm-
lega 25 árum síðan. Ég stýrði
fræðslumálum borgarinnar í átta ár.
Einsetning skóla og yfirfærsla á
rekstri grunnskólanna til sveitarfé-
ustu Hólasveina hins forna skóla
sem útskrifuðust árið 1802.
Handavinnuverkefni þarf ég að
hafa tiltæk, annars verð ég eirðar-
laus. Á sumrin dregur Blöndu-
dalurinn mig til sín til að sinna garð-
inum okkar á Höllustöðum, trjá-
ræktin þar átti huga minn um sinn.
En mestu gleðina veitir okkur Páli
sístækkandi og góður afkomenda-
hópur, börn, barnabörn og barna-
barnabörn.“
Fjölskylda
Eiginmaður Sigrúnar er Páll Pét-
ursson, f. 17.3. 1937, fyrrv. bóndi, al-
þingismaður og ráðherra. Foreldrar
hans voru hjónin Hulda Pálsdóttir
og Pétur Pétursson á Höllustöðum í
Blöndudal. Fyrri eiginmaður Sig-
rúnar var Kári Einarsson, f. 18.6.
1938, d. 17.9. 2016, verkfræðingur.
Börn Sigrúnar eru 1) Sólveig
Klara Káradóttir, f. 6.2. 1971, geð-
hjúkrunarfræðingur í Reykjavík,
synir: Kári Liljendal og Karl Liljen-
dal Hólmgeirssynir; 2) Ragnhildur
Þóra Káradóttir, f. 25.11. 1975, pró-
fessor við Cambridge-háskóla og
læknadeild HÍ. Maki: Maximiliano
Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi ráðherra, safnstjóri og kaupmaður – 75 ára
Ráðherrahjón Páll og Sigrún eru einu íslensku hjónin
sem bæði hafa verið ráðherrar.
Glaðlynd og galvösk
Hugað að gróðri Sigrún stödd á Höllustöðum í
Blöndudal, ættaróðali eiginmannsins.
40 ára María er Reyk-
víkingur en býr í
Hafnarfirði. Hún er
hjúkrunarfræðingur
að mennt og starfar á
skurðganginum 12CD
á Landspítalanum.
Hún er að þjálfa sig
upp í að verða skurðhjúkrunarfræðingur.
Maki: Kári Gunndórsson, f. 1972, lög-
maður og er lögfræðingur hjá Úr-
skurðarnefnd velferðarmála.
Börn: Gabríel Dagur, f. 2002, Birgitta
Ósk, f. 2005, Emilía Dögg, f. 2008, og
Sunna María, f. 2012.
Foreldrar: Davíð Jóhannesson, f. 1950,
gullsmiður, og Margrét Karlsdóttir, f.
1955, móttökuritari í fjármálaráðu-
neytinu.
María Guðfinna
Davíðsdóttir
Til hamingju með daginn
Borgarnes Elís Karl
Adamsson fæddist 15.
október 2018 kl. 15.03 á
Akranesi. Hann vó 4.198 g
og var 53 cm langur. For-
eldrar hans eru Adam
Orri Vilhjálmsson og Erla
Rún Rúnarsdóttir.
Nýr borgari