Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019
Hún amma mín
var einstaklega hlý
og góð manneskja
sem ég vildi eyða
öllum mínum helgum með. Frá
því ég var lítill polli gat ég ekki
hugsað mér annað en að gista
hjá ömmu og afa um hverja
helgi enda bara í göngufæri yfir
í Vesturberg 56. Þar dekraði
Gréta Óskarsdóttir
✝ Gréta Ósk-arsdóttir fædd-
ist 19. nóvember
1936. Hún lést 24.
maí 2019.
Útför hennar fór
fram frá Kópavogs-
kirkju 5. júní 2019.
amma við mig alla
helgina og hélt því
svo lengi áfram
þrátt fyrir að ég
ætti nú að vera
kominn með aldur
til að geta flesta
hluti sjálfur. Það
var alltaf svo hlýtt
og gott að koma til
ömmu og hún var
yfirleitt búin að
baka eitthvað gott
þegar ég kom. Ég var mikill
ömmustrákur og minningar
mínar um hana eru fullar af ást
og hlýju.
Við amma áttum yndislega
kvöldstund saman núna í lok
apríl þar sem við ræddum sam-
an eins og svo oft áður um
hennar æsku og uppeldisár.
Þetta var yndisleg kvöldstund
sem ég mun ávallt geyma. Hún
var mikill Hríseyingur og gat
t.d. aldrei hugsað sér að borða
rjúpur sem ég hafði veitt þar
sem þær voru næstum því gælu-
dýrin hennar þegar hún bjó í
Hrísey.
Amma gat ekki verið lengi án
afa og Kidda og var hjarta
hennar brostið eftir skyndilegt
fráfall Kidda. En nú er hún
sameinuð þeim og getur haldið
áfram að siða hann afa til og
hlegið að Kidda.
Kæra amma, takk fyrir allar
yndislegu minningarnar, upp-
eldið, kærleikann og ástina.
Þinn
Grétar.
Ein af allra bestu vinkonum
okkar hefur verið lögð til hinstu
hvílu. Vináttan svo einlæg og
hrein að nálgaðist upplifun þess
að eiga allt saman. Líklega hef-
ur Grétu okkar verið þannig
innanbrjósts er hún lét eitt sinn
grafa á verðlaunapeninga „mað-
urinn okkar“ og lagði til að við
sæmdum eiginmenn okkar fyrir
sérstaka þolinmæði og hjálp við
matargerð að ógleymdum
keyrslum út og suður.
Upphafið að kynnum okkar
var jú samvinna í fyrstu kjörbúð
Íslands, SÍS í Austurstræti.
Við sem eftir lifum af hópn-
um, Kiddý Birgis, Hekla Þor-
kels og Helga Kr., vottum dætr-
um Grétu vinkonu og
fjölskyldum þeirra okkar
dýpstu samúð.
Helga Kristjánsdóttir.
✝ Sólrún Elías-dóttir fæddist
á Siglufirði 9. maí
1960. Hún lést á
heimili sínu 20.
maí 2019.
Sóla var dóttir
hjónanna Elíasar
Bjarna Ísfjörð, f.
30.8. 1927, d. 12.9.
1988, og Aðalheið-
ar Sólveigar Þor-
steinsdóttur, f.
26.3. 1925, d. 13.1. 2000. Hún
var næstyngst átta alsystkina
og átti að auki þrjú hálfsyst-
kini.
Sólrún giftist eftirlifandi
manni sínum, Óm-
ari Geirssyni,
30.12. 1979 og
eignuðust þau þrjú
börn, Lísu Dögg, f.
1982, sonur hennar
er Ómar Geir Ís-
fjörð, f. 2004, Arn-
þór Helgi, f. 1985,
og Steinunn Helga,
f. 1991, maki Sig-
urður Karl, f.
1985. Þeirra börn
eru Guðni Sigurður, f. 2018, og
Sólrún Edda, f. 2019.
Útförin fór fram í kyrrþey,
að ósk hinnar látnu, 1. júní
2019.
Elsku litla systir mín, Sólrún
Elíasdóttir eða Sóla eins og við
kölluðum hana, er fallin frá svo
alltof ung, aðeins 59 ára, eftir
harða baráttu við krabbamein.
Hún stóð sig eins og hetja og
kvartaði aldrei. Hún var ein-
staklega þrautseig enda dugleg
að eðlisfari. Það var gaman að
heyra þegar Sóla svaraði í síma,
það var eins og að heyra í
mömmu, með hásu röddina
sína; „Hææ“, og ég sagði „hvað
segirðu?“ og hún svaraði „ég
segi það“.
Það var alltaf gaman hjá Sólu
og Ómari á síldarævintýrinu
heima á Sigló. Við Dóri minn og
fjölskylda fórum nokkur sumur
þangað og við skemmtum okkur
vel. Á daginn grilluðum við og
fórum svo á ball um kvöldið þar
sem systir mín var í miklu
stuði; það voru frábærir dagar.
Sóla mín var stolt af fjöl-
skyldunni sinni og var í skýj-
unum með nöfnu sína og bróður
hennar, að ég tali ekki um eðal
prinsinn hann Ómar Geir sem
hún elskaði mikið og aðstoðaði
við uppeldið á. Hún var ekki
mikið fyrir flakk en átti það til
að skella sér aftan á mótorhjólið
hjá Ómari sínum sem hún
treysti best.
Elsku litla systir mín var al-
gjör perla og gott að eiga hana
og Ómar að. Takk fyrir allt
elsku Sóla mín, fyrir að vera
alltaf þú. Hvíl í friði elsku
systir.
Jóna, Grindavík.
Sólrún
Elíasdóttir
✝ Kristján Aðal-steinn Sigurðs-
son fæddist á Akur-
eyri 27. október
1959. Hann and-
aðist á Sjúkrahús-
inu á Akureyri 23.
febrúar 2019.
Foreldrar hans
eru hjónin Sig-
urður Eggerz Jón-
asson bóndi á
Efstalandi í Öxna-
dal, f. 11. maí 1923, d. 20. júní
2009, og Jónína Ásgrímsdóttir
húsfreyja, f. 7. febrúar 1929.
Systkini Kristjáns eru: 1) Elín, f.
6. júlí 1949. 2) Ásgrímur, f. 5.
febrúar 1953, d. 4.
desember 2002. 3)
Bjarni Rósberg, f.
27. ágúst 1966.
Kristján ól allan
sinn aldur á Efsta-
landi. Auk þess að
vinna að búi for-
eldra sinna fékkst
hann við smíðar,
enda mjög handlag-
inn. Um tíma sá
hann um hirðingu á
kirkjugörðunum á Bægisá og
Myrká í Hörgárdal.
Útför Kristjáns var gerð í
kyrrþey frá Höfðakapellu á
Akureyri 8. mars 2019.
Við andlát vinar míns, Krist-
jáns, fannst mér bresta strengur
í minni lífshörpu eins og hendir
þegar góður persónuleiki
kveður. Það hefur þetta líf oft
sýnt manni.
Það er sagt að maður komi í
manns stað en fráfall sýnir okk-
ur hversu mikið öfugmæli þetta
er, því aldrei mun neinn koma í
hans stað.
Ég kveð þig, vinur kær, með
sálmi séra Valdimars Briem.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Jón Kr. Ólafsson söngvari,
Reynimel, Bíldudal.
Kristján A.
Sigurðsson
15 ára gamall
komst þú inn í líf
mitt, ég og þú urð-
um eitt. Enginn og
ekkert komst á milli
okkar og á meðan við höfðum
hvort annað vorum við hamingju-
söm.
Í þér fann ég minn besta vin,
minn sálufélaga. Ég fann mann-
inn sem ég elskaði svo heitt og
innilega að ég vildi ekkert heitara
en að eignast börn sem voru hluti
af þér, manninum mínum, ástinni
minni. Þeirri tilfinningu mun ég
aldrei gleyma.
Frjósemin fylgdi okkur og við
Jón Reynir
Hilmarsson
✝ Jón Reynir(Jónsi) Hilm-
arsson fæddist 24.
júní 1982. Hann lést
10. maí 2019. Útför-
in fór fram 29. maí
2019.
urðum rík, moldrík,
með fjögur fullkom-
in börn sem fæddust
okkur á jafn mörg-
um árum. Við
reyndum okkar
allra besta þegar
róðurinn þyngdist í
sambandi okkar en
erfiðleikarnir urðu
okkur ofviða og eftir
18 ár lágu leiðir okk-
ar í sundur.
Þú lifðir fyrir börnin okkar
elsku Jónsi minn og ég heiti þér
því að ég mun ávallt heiðra minn-
ingu þína sem þess ofurpabba
sem þú varst og ég mun elska
börnin okkar og leiða þau í gegn-
um lífið eins og ég veit að þú hefð-
ir gert. Þú verður ávallt mín
fyrsta ást og í hjarta mínu mun
ég alltaf elska þig.
Þín krútta,
Sunna Ella Róbertsdóttir.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Guðmundur Baldvinsson,
umsjón útfara
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Klettaskóli, Suðurhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ESTHER H. SKAFTADÓTTIR,
lést sunnudaginn 2. júní á
hjúkrunarheimilinu Hlíð, Akureyri. Þökkum
samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir fær
starfsfólk Víðihlíðar fyrir góða umönnun.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Jón Steinbjörnsson Julia Steinbjörnsson
Skapti Steinbjörnsson Hildur Claessen
Björn Steinbjörnsson Wiebke Nessen
Sigríður Steinbjörnsdóttur Jón Hlynur Sigurðsson
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn og vinur,
ÓLAFUR JENS SIGURÐSSON,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 11. júní.
Útför hans fer fram frá Langholtskirkju
miðvikudaginn 19. júní klukkan 15.
Fyrir hönd aðstandenda,
Margrét Valdemarsdóttir
Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
okkar ástkæru eiginkonu, móður,
tengdamóður og ömmu,
EMMU SIGURJÓNU RAFNSDÓTTUR,
Urðarvegi 35, Ísafirði.
Útför hennar fór fram frá Ísafjarðarkirkju 1. júní.
Páll Helgi Sturlaugsson
Rafn Pálsson
Þórunn Pálsdóttir Hermann Jón Halldórsson
Fanney Pálsdóttir Ingvar Jakobsson
Arnar Pálsson Halla Björk Þorláksdóttir
Birna Pálsdóttir Rögnvaldur Magnússon
og barnabörn
Elskuleg eiginkona mín og systir,
GRÉTA SIGRÍÐUR HARALDSDÓTTIR,
lést fimmtudaginn 6. júní. Jarðarförin fer
fram frá Lindakirkju miðvikudaginn 26. júní
klukkan 13.
Hrafnkell Þorvaldsson
Sigrún J. Haraldsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför okkar ástkæru
ELÍNAR METHÚSALEMSDÓTTUR,
Öngulsstöðum 4, Eyjafirði,
fyrrum húsfreyju á Bustarfelli í
Vopnafirði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Baldur Kristinsson
Methúsalem Einarsson Arndís Á. Hólmgrímsdóttir
Björg Einarsdóttir Bragi Vagnsson
Birna H. Einarsdóttir Gunnar B. Tryggvason
Gunnlaugur Einarsson Erla Sveinsdóttir
Jóhann L. Einarsson Sigríður E. Konráðsdóttir