Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 28
Tíminn stöðugt tifar
áfram líkt og tíma-
sprengja sem komið
hefur verið fyrir í til-
veru okkar og far-
angri, líkama, náttúru
og andrúmslofti. Hann
nartar sig smám sam-
an inn að beini og
tærir okkur upp svo
við megum okkur lít-
ils.
Til að nýta tímann
sem best í okkar allra þágu hver
sem við erum og hvar sem við bú-
um held ég að það sé því afar mik-
ilvægt að verja honum vel og láta
eitthvað gott af okkur leiða og eftir
okkur liggja svo að okkur farnist
vel sem manneskjum hér á jörð.
Til dæmis með sameiginlegri
hugsjón og sameiginlegu átaki í
náttúruvernd og í loftslagsmálum.
Þar sem náttúran og
andrúmsloftið fá að
njóta vafans með
skynsamlegri nýtingu
fyrir mannkynið. Að
ég tali nú ekki um
með því að rækta okk-
ur sjálf andlega dag
frá degi, kvölds og
morgna, þannig að við
komumst nær tilgangi
okkar og kjarna lífs-
ins. Og með því að
koma upp kærleiks-
ríkri og lífvænlegri
stefnu í að hlúa að
börnum þessa heims svo við sem
mannkyn náum að fóta okkur betur
á þeim lífsins torfæra velli sem ævi
allt of margra er.
Eitt það mikilvægasta sem við
getum gert er klárlega það að
vanda okkur í samskiptum og
leggja áherslu á að rækta sam-
skipti með samtali og virkri
hlustun, heilbrigðum, jákvæð og
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
» Tíminn tifar áfram
og tærir okkur
smám saman upp líkt og
tímasprengja sem kom-
ið hefur verið fyrir í til-
veru okkar og farangri,
líkama og náttúru.
Sigurbjörn
Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Tíminn og eilífðin uppörvandi skoðanaskiptum. Þvívið getum gert svo miklu betur íþeim efnum. Auka þannig skilning
á stöðu hvert annars, uppruna,
skoðunum og trú. Í þeim augljósa
tilgangi að leggja okkar sameig-
inlega af mörkum til að gera jörð-
ina lífvænlegri og byggilegri, enn
um sinn, á meðan við höfum eitt-
hvað um það að segja. Hægja
þannig ef til vill örlítið á tímanum
ef svo má segja sem getur meðal
annars falist í því að breyta um
orkugjafa og endurskoða neyslu-
venjur.
Við þurfum nefnilega að huga vel
að því hvernig við eyðum tímanum
svo hann eyði okkur ekki fyrr en
við vildum.
Horfum til himins
Svo er alltaf gott að horfa bara
til himins og finna friðinn streyma í
hjartað. Það er nefnilega svo gott
að vita til þess að við erum ekki ein
í þessari veröld og að við munum
ekki lokast hérna inni, brenna upp,
drukkna eða kafna sem mannkyn.
Við eigum nefnilega eilífan frels-
ara að. Höfund og fullkmnara lífs-
ins, gleymum því ekki. Skaparann
sjálfan, Guð almáttugan sem andaði
í okkur lífi og vill okkur vel. Frels-
ara alls sem lifir, sem elskar okkur
út af lífinu. Frelsara sem vill fá að
umvefja okkur sínum lífsins anda
og englum sem styðja okkur og
styrkja á ævinnar holóttu götu til
góðra verka. Til að gera heiminn
lífvænlegri og betri fyrir okkur öll.
Frelsara sem býðst svo til að bera
okkur inn til ljóssins og lífsins eilífa
þegar að því kemur og við getum
ekki meir. Felum okkur honum á
vald, því þá verður allt eitthvað svo
ekki bara heldur skárra heldur
miklu betra.
Jesús sagði: „Himinn og jörð
munu líða undir lok en orð mín
munu aldrei undir lok líða.“ Höfum
það hugfast.
Ég á mér draum
Ég á mér draum um betra líf.
Ég á mér draum um betri heim.
Þar sem allir eru virtir, hver á sín-
um stað, í sinni stétt og stöðu. Þar
sem allir eru mettir gæðum sann-
leikans. Þar sem allir fá að lifa í
réttlæti og friði. Þar sem sjúkdóm-
ar, áhyggjur, vonbrigði, vonleysi og
sorgir eru ekki til. Og dauðinn að-
eins upphaf að betri tíð.
Þó við eigum aðeins eitt líf þá
heldur það áfram hvernig sem allt
fer. Því er mikilvægt að við látum
ekki fylla okkur af neikvæðni og
vonleysi. Höldum áfram að leitast
við að leggja okkur fram og gera
okkar besta. Lifa í trú, von og kær-
leika. Því kærleikurinn, vonin og
trúin bera okkur alla leiðina heim
að lokum.
Með kærleiks-, samstöðu- og
friðarkveðju.
Lifi lífið!
Þagnarskylda
eða þöggun?
Ég er hjúkrunar-
fræðingur og starfa í
öldrunarþjónustu.
Það hefur valdið
mér undrun og
áhyggjum hve miklir
fordómar fyrirfinnast
í garð aldraðra með
langvinna sjúkdóma
og færniskerðingu.
Nú er það svo að æ
fleiri ná háum aldri í
samfélagi okkar. Þar
með fjölgar óhjákvæmilega þeim
sem eru með sjúkdóma og færn-
iskerðingu, því „ellin hallar öllum
leik“. Þjónusta við þessa langveiku
einstaklinga verður einnig æ dýr-
ari og mannfrekari.
Öldrunarþjónustan þykir engan
veginn fín atvinnugrein. Launin
eru lág, störfin erfið og unnin í
vaktavinnu og álit manna á störf-
unum ekki mikið. Af sjálfu leiðir að
erfitt er að manna þessi störf.
Reglubundið kemur upp
óánægja með þjónustuna. Stundum
kemst hún í fjölmiðla, einkum þeg-
ar viðkomandi gamalmenni hefur
kvatt heiminn, því fyrr þorir fólk
ekki að segja hug sinn opinberlega.
Viðbrögð ábyrgra aðila eru ým-
ist þögn, eða þá að menn bera fyrir
sig þagnarskyldu, þ.e. að ekki er
heimilt að tjá sig um mál ein-
staklinga. Það er rétt og þagnar-
skyldan er mikilvæg. Hún felur þó
ekki í sér bann við viðbrögðum á
borð við: „Við lítum þessa óánægju
alvarlegum augum.
Við viljum læra af
þessu til að geta gert
betur.“
Tilefni þessara
skrifa minna er nýlegt
dauðsfall 68 ára gam-
allar konu á hjúkrun-
arheimili sem lést
vegna þess að matur
stóð í henni. Konan
var ein, en þurfti að-
stoð við að matast.
Þegar svona illa
hefur tekist til er afar
ankannalegt að segj-
ast ekki geta tjáð sig vegna þagn-
arskyldu en geta samt sagt að
„starfsfólkinu líði illa“. Er það
meira brot gegn þagnarskyldu að
segja t.d.: „Okkur þykir þetta afar
leitt. Við munum reyna að koma í
veg fyrir að atvik af þessu tagi eigi
sér stað í þjónustu okkar fram-
vegis“?
Öll umræða í þessu máli er frá-
brugðin því sem tíðkast þegar um
yngra fólk er að ræða. – Raunar
var þessi kona „ung“ öldruð, en
það virðist litlu breyta: hún var
Eftir Sigrúnu Huld
Þorgrímsdóttur
» Gamalt veikt fólk er
afgangsstærð og
olnbogabörn í samfélagi
okkar. Samt getur hvert
og eitt okkar átt eftir að
lenda í þessum hópi eða
að eiga ástvini þar.
Sigrún Huld
Þorgrímsdóttir
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019
Vantar þig
ráðleggingar
við sölu eignar
þinnar?
s 893 6001
Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is
Guðbergur
Guðbergsson
Löggiltur fasteignasali
og leigumiðlari
Íslenskir höfðingjar
hafa sjaldnast haft
hag alþýðunnar í huga
við mat á ákvarðana-
töku um þarfir og
gæfu lands og lýðs.
Þegar árið 1262 ját-
uðumst við, eða öllu
heldur höfðingjarnir,
undir Hákon gamla
Noregskonung. Og
vorum við undir er-
lendu konungsvaldi í
tæp 700 ár. Innlendir höfðingjar
gerðu hosur sínar grænar fyrir hin-
um erlendu konungum með eigin
ábata í huga og því miður virðast
margir búa við sama hugafar
ennþá.
Á Þjóðhátíðinni á Þingvöllum
1907, nánar tiltekið hinn 2. ágúst,
gengust sex ungir menn með Jó-
hannes Þ. Jósefsson í fararbroddi
fyrir stofnun Ungmennafélags Ís-
lands, sem varð mikil lyftistöng
fyrir allan landslýð. Vakning varð
um uppbyggilegt líferni og
hvatningarorðin : „Heilbrigð sál í
hraustum líkama“ og „Íslandi allt“
ómuðu um landið.
Því miður virðast þessi góðu
hvatningarorð hafa fallið í
gleymsku, en þau eru í fullu gildi
enn í dag og ekki vanþörf á því að
láta þau hljóma enn á ný.
Við erum fámenn þjóð í stóru
landi, fullu af náttúrugæðum, sem
margir líta girndaraugum. Okkur
veitir ekki af því að vera vel á
verði, því ekki eru allir viðhlæj-
endur vinir.
Erlendir aðilar sækjast eftir því
að eignast fasteignir og jarðir hér
og þykir mér sú þró-
un varhugaverð.
Fyrir nokkrum ár-
um datt mér í hug að
kaupa sumarbústað í
Danmörku og fór til
fasteignasala og bar
upp erindið. Hann
svaraði að bragði:
„Útlendingar geta
ekki keypt fasteignir
hér, nema vera bú-
settir.“ Ég sagðist
vera fæddur þegn
dansks konungs, en
það dugði ekki til. Af
hverju erum við svona grandalaus-
ir? Trúum við því í alvöru að þessir
góðu útlendinga séu að kaupa lax-
veiðiárnar okkar til þess eins að
varðveita þær til frambúðar fyrir
okkur?
Hollusta við land og þjóð hefur
lengstum verið aðalsmerki góðra
þjóðfélagsþegna. Að vísu komst
óorð á svonefnda þjóðernishyggju á
þriðja áratug 20. aldarinnar, en þar
var hún framkvæmd á ómanneskju-
legan og glæpsamlegan hátt, sem
enginn átti von á og menn trúðu
tæpast að satt væri. En það er ekki
glæpur, heldur siðferðilegur réttur
og skylda okkar að vernda og
styrkja menningu okkar, trú og
tungu, eins og kostur er.
Nú þegar eru um 16% lands-
manna af erlendu bergi brotin og
verður maður þess vel var á hverj-
um degi. Við förum í ýmiss þjón-
ustufyrirtæki og margir starfs-
mannanna eru ekki mælandi á
íslenska tungu. Ég óttast að þeirri
þróun verði ekki snúið við og að
áður en við er litið erum við orðin
tvítyngd (enska) þjóð.
Ég var svo lánsamur að faðir
minn kom sem innflytjandi frá
Danmörku snemma á fyrri hluta
20. aldarinnar. Hann kvæntist ís-
lenskri konu, móður minni. Ég
fæddist og ólst upp hér og fæ
aldrei fullþakkað þau forréttindi.
Hér hef ég átt góða ævidaga.
Margir gjalda varhug við sam-
þykki þriðja orkupakkans og að
hætta sé á því að við missum for-
ræði á raforkunni okkar. Í Bænda-
blaðinu hinn 29. maí sl. er frétta-
grein þess efnis, að átta
Evrópusambandsríkjum sé nú skylt
að einkavæða vatnsaflsvirkjanir
sínar. Í greininni kemur fram að
Frakkland sé eitt þeirra ríkja og
það leiti nú allra leiða til þess að
komast hjá þeirri einkavæðingu. Ef
Frakkar verða kúgaðir til hlýðni,
hvað verður þá um okkur?
Ekki er laust við að hugurinn
hverfi til Icesave-málsins. Ekki
reyndist meiri hluti Alþingis góður
ráðgjafi þá og því skyldum við
treysta Alþingi núna, í þriðja orku-
pakkanum, sem meirihlutinn segir
að sé fullræddur og kannaður, án
þess, að því er virðist, hafa kíkt í í
fjórða pakkann, sem nú er kominn
fram?
Góðir Alþingismenn og aðrir Ís-
lendingar! Munum: Íslandi allt.
Íslandi allt
Eftir Werner Ívan
Rasmusson
» Því skyldum við
treysta Alþingi
núna, í þriðja orkupakk-
anum, sem meirihlutinn
segir að sé fullræddur
og kannaður?
Werner Ívan
Rasmusson
Höfundur er eftirlaunaþegi.