Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Níu þingmenn úr átta þingflokkum hafa lagt fram á Alþingi beiðni um skýrslu frá heil- brigðisráðherra um dánaraðstoð. Í beiðninni er þess óskað að upplýsinga verði aflað um stöðu dánaraðstoðar í öðrum löndum og að gerð verði viðhorfskönnun meðal heilbrigðisstarfs- manna um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. Horfir til Hollands Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og fyrsti flutningsmaður skýrslubeiðninnar, segir mikilvægt að þessi viðkvæmi málaflokkur fái umræðu í samfélag- inu. „Fyrir mér er þetta mikilvægt frelsismál ein- staklingsins. Ég hef fylgst með þróuninni í þessum málum í Hollandi í svolítinn tíma og horft til þeirra,“ segir Bryndís í samtali við Morgunblaðið og bætir við að auk þess telji hún mikil- vægt að skýr og góð lög- gjöf sé til staðar utan um dánaraðstoð og tengd málefni. Dánaraðstoð samfélagsmál „Margir hafa bent á að í kringum líknandi meðferð þurfi frekari löggjöf eða reglusetn- ingu. Hún hefur þróast á síðustu árum og kann að vera með einhverjum hætti breytileg milli stofnana.“ Bryndís tekur fram að hún telji dánaraðstoð vera samfélagsmál sem eigi erindi við almenning og þurfi að fá að þrosk- ast í samfélaginu. Hún segist finna fyrir vax- andi stuðningi við aukna umræðu um dánar- aðstoð, bæði innan þings og í samfélaginu og bætir við að fæstir séu á móti öflun gagna um málefnið þó að fólk kunni að hafa mismun- andi skoðanir á því. Þarfnast stuðnings lækna Bryndís segist vonast til þess að fá skýrslubeiðnina samþykkta og að fengin verði umbeðin gögn sem hægt verði að nota ef ákveðið verður að halda áfram með málið. Í greinargerð skýrslubeiðninnar er m.a. vitnað í rannsóknir háskólanema á afstöðu heilbrigðisstarfsfólks til dánaraðstoðar og líknardráps, annars vegar frá árinu 1997 og hins vegar 2010. Í fyrri rannsókninni voru aðeins 5% lækna og 9% hjúkrunarfræðinga sem töldu líknardráp réttlætanlegt og ein- ungis 2% gátu hugsað sér framkvæma það en í seinni rannsókninni sögðust 18% lækna og 20% hjúkrunarfræðinga vera hlynnt líkn- ardrápi en aðeins 3% vildu verða við slíkri ósk. „Auðvitað er það bara þannig að ef engir læknar eru hlynntir þessu þá fer ég væntan- lega ekki mikið lengra með málið að svo stöddu því sú hugmyndafræði sem hugnast mér er hollenska leiðin og þar eru læknar þátttakendur í þessu ferli.“ Dánaraðstoð mikilvægt frelsismál  Óska eftir viðhorfskönnun um afstöðu til dánaraðstoðar  Málefnið eigi erindi við almenning Bryndís Haraldsdóttir Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Alþingi samþykkti í vikunni breyt- ingu á lögum um veitingastaði, gisti- staði og skemmtanahald sem eykur eftirlit sýslumanns með heimagist- ingum. Í lögunum eru gerðar tvenns konar breytingar á starfssviði sýslu- manns í tengslum við heimagistingu. Annars vegar varðandi samræmingu á málsmeðferð og ákvörðun sekta milli skráningarskyldra og rekstrar- leyfisskyldra aðila vegna leyfis- skyldrar gististarfsemi og hins veg- ar skráningarskyldrar heimagist- ingar. Í öðru lagi er lögð til breyting varðandi eftirlit með skilum á nýtingaryfirlitum einstaklinga sem leigja út húsnæði sitt og skrá undir heimagistingu. Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG), segir félagið fagna nýju lög- unum. „Við fögnum þessum lögum því sýslumaður hafði í raun engin vopn í þessari baráttu. Nú er möguleiki á að sekta fyrir brot og möguleiki á að sekta menn fyrir að skila ekki upp- lýsingum og það er mjög jákvætt fyrir samfélagið í heild. Því enginn vill þessa svörtu starfsemi,“ segir Kristófer sem telur breytinguna geta haft jákvæð áhrif á hótelstarf- semi. „Við erum að vona það að þetta bakslag sem við erum að verða fyrir verði í raun og veru sársaukaminna og menn komi böndum á þessa leyfislausu starfsemi,“ segir hann. Þá telur Kristófer að lagabreyt- ingin muni færa starfsemina nær heilbrigðu rekstrarumhverfi og von- ar að nú verði þessu fylgt eftir svo allir sitji við sama borð. Hann bendir einnig á að núna sé hægt að tilkynna leyfislausar gistingar eða leggja fram fyrirspurnir á heimasíðu sýslu- manns. Klappað fyrir ráðherra „Við höfum unnið að þessu máli lengi í stjórnkerfinu og menn voru mjög glaðir og klöppuðu fyrir ráð- herra þegar hún tilkynnti okkur þetta í gær á félagsfundi hjá okkur,“ segir Kristófer og á þar við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar- ráðherra. Hann segir einnig ánægjulegt að frumvarpið sem varð að lögum hafi verið afgreitt sam- hljóða án ágreinings milli stjórn- málaflokka. Eftirlit með heimagistingu hert  FHG fagnar lagabreytingunni Morgunblaðið/Hari Miðbær Margar íbúðir í Reykjavík eru notaðar undir heimagistingu. 32.600.000,- Gnoðarvogur 26, 104 Reykjavík Falleg og mikið endurnýjuð 2ja herbergja Falleg og mikið endurnýjuð 2ja herbergja endaíbúð - seljandi greiðir yfirstandandi framkvæmdir á húsinu. Íbúðin skiptist í rúmgott endurnýjað eldhús, svefnherbergi, stofu með útgengi á svalir, baðherbergi. Geymsla og sameiginlegt þvottahús í kjallara. ✆ 585 8800 Áratuga reynsla og þekking í fasteignaviðskiptum Kringlunni 4-6 | 103 Reykjavík | híbýli.is Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864 8800 Þórður S. Ólafsson löggiltur fasteignasali Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865 8515 Melabraut 14, 170 Seltjarnarnes Falleg og vel skipulögð Falleg og vel skipulögð 4ra herbergja efri hæð við Melabraut á Seltjarnarnesi. Eignin skiptist í samliggjandi stofur með útgengi á svalir með fallegu útsýni, eldhús með hvítri innréttingu, baðherbergi, tvö svefnherbergi og þvottahús innan íbúðar. 49.800.000,- 53.500.000,- Falleg og rúmgóð 4ra herb. Falleg og rúmgóð 4ra herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi og af- girtri verönd við Maríubaug í Grafarholti. Íbúðin skiptist í eldhús, stofu með útgengi á afgirta verönd, þrjú svefnherbergi, baðherbergi. Þvottahús og geymsla eru innan íbúðar. Vel staðsett íbúð á fjölskylduvænum og rólegum stað. Golfklúbbur Reykjavíkur í Grafarholti í göngufæri. Maríubaugur 119, 113 Reykjavík 54.900.000,- Mikið endurnýjuð Falleg og mikið endurnýjuð 3ja-4ra herbergja hæð í þríbýlishúsi við Grenimel. Stór og björt stofa. Tvö stór svefnherbergi. Þvottahús innan íbúðar. Baðherbergi nýlega endurnýjað. Eldhús með nýlegri innréttingu. Góð hæð á frábærum stað. Grenimelur 29, 107 Reykjavík Opið hús miðvikud. 19. júní 17:00 til 17:30 Opið hús þriðjud. 18. júní 17:15 til 17:45 Formaður byggingarsamvinnu- félags Samtaka aldraðra segir að dómar sem féllu í Landsrétti í síð- ustu viku um að erfingjum eigenda íbúða sé heimilt að selja þær á markaðsverði eigi við um 10-15 íbúðir af um 500 sem félagið hafi selt. Magnús Björn Brynjólfsson, for- maður félagsins, segir að Hæsti- réttur og Landsréttur hafi staðfest að allir þeir sem hafa undirritað umsóknir um félagsaðild í bygging- arsamvinnufélaginu séu bundnir við matsverð félagsins. Það byggist að höfuðreglu á því að seljendur fái eign sína metna út frá kostnaðar- verði hennar að viðbættri verð- hækkun samkvæmt byggingar- vísitölu og með hliðsjón af ástandi og viðskeytingu íbúðarinnar. Í nokkrum tilvikum hafi skrif- legar umsóknir félagsmanna farið forgörðum og dómstólar hafi dæmt, að samþykktir félagsins um mats- verð íbúðanna gildi ekki í þeim til- fellum. Ekki sé hins vegar um að ræða að regla um almennt mark- aðsverð gildi um alla félagsmenn. Magnús segir að nýir kaupendur íbúða sem byggingarsamvinnu- félagið selur þurfi að vera orðnir 63 ára og vera félagsmenn. Það liggi því í augum uppi að félagsmenn geti ekki selt á hvaða verði sem er, þar sem enginn geti keypt nema vera félagsmaður og dómstólar hafi metið það svo að skilmálar þess að ganga í félagið séu lögmætir, skýrir og sanngjarnir. Markaðsverð á við um 10-15 íbúðir  Skriflegar umsóknir fóru forgörðum Skráð atvinnuleysi í maí mældist 3,6% og minnkaði um 0,1 prósentustig frá því í apríl. Að því er fram kemur í yfirliti Vinnumálastofnunar voru 2.677 fleiri á atvinnuleysisskrá í maí á þessu ári en í maí á síðasta ári. 6.767 voru að jafnaði á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Mest atvinnuleysi var á Suðurnesjum, 6,6%, en það er eina at- vinnusvæðið þar sem atvinnuleysi jókst milli mánaða, eða um 0,2 pró- sentustig. Á Austurlandi dró mest úr atvinnuleysi, fór úr 2,7% í apríl í 2,1% í maí. Ungmennum fjölgað um 259 786 einstaklingar á aldrinum 18-24 ára voru atvinnulausir í maí sem sam- svarar 2,6% atvinnuleysi. Hefur at- vinnulausum ungmennum fjölgað um 259 frá maí 2018. Fækkun atvinnu- lausra frá apríl var aðallega í aldurs- hópnum 25-29 ára, -2,5%. 3.697 karlar voru að jafnaði atvinnulausir í maí og 2.070 konur. Atvinnuleysi meðal karla var 3,5% og 3,7% meðal kvenna og minnkaði um 0,1 prósentustig milli mánaða hjá bæði körlum og konum. 36% allra atvinnulausra í lok maí voru erlendir ríkisborgarar, alls 2.565. Þetta samsvarar 7,3% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. Alls höfðu 1.259 verið án atvinnu í meira en 12 mánuði í lok maí, en þeir voru 913 í maílok árið 2018. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir því að skráð atvinnuleysi minnki í júní vegna áhrifa árstíðasveiflu og verði á bilinu 3,3% til 3,5%. jbe@mbl.is 2.677 fleiri á atvinnuleysis- skrá í maí nú en í fyrra  Atvinnulausum ungmennum hefur fjölgað milli ára Morgunblaðið/Styrmir Kári Vinnumarkaður Skráð atvinnuleysi í maí mældist 3,6% og minnkaði um 0,1 prósentustig frá því í apríl, samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.