Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019 Smáatriðin skipta máli Fáðu sérmenntaðan lýsingarráðgjafa Pfaff í heimsókn án endurgjalds. Pfaff býður upp á framúrskarandi ráðgjöf í lýsingu viðskiptavinum okkar að kostnaðarlausu. Lýsingarráðgjafi Pfaff kemur í heimsókn, tekur út lýsingu á heimilinu og bendir á lausnir sem henta í hverju rými. Hugað er sérstaklega að því hvernig lýsingin kemur út útlitslega og hvaða birta hentar hverjum aðstæðum. Vinsamlega pantið tíma í pfaff@pfaff.is Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Klerkastjórnin í Íran sagði í gær að ekkert væri hæft í ásökunum stjórnvalda í Bandaríkj- unum um að hún hefði staðið fyrir árásum á tvö tankskip í Ómanflóa, nálægt Hormuz-sundi, í fyrradag. Árásirnar ollu titringi á olíumörkuð- um þar sem óttast er að spennan milli ríkjanna geti leitt til átaka á þessari mikilvægu siglinga- leið. Rúmur þriðjungur af allri hráolíu, sem flutt er með skipum í heiminum, fer um Hormuz-sund, m.a. um 80% af allri olíu sem flutt er til Japans. Bandaríkjaher birti óskýrt, svart-hvítt myndskeið sem hann sagði sýna að íranskir hermenn hefðu fjarlægt tundurdufl sem festist á öðru tankskipanna en sprakk ekki. Herinn birti einnig ljósmyndir sem virtust sýna tundurduflið á skipinu áður en það var fjarlægt. Um mánuði áður höfðu verið gerðar árásir á fjögur tankskip undan strönd Sameinuðu arab- ísku furstadæmanna. Bandarísk stjórnvöld sökuðu Írana einnig um þær árásir, án þess að leggja fram nein sönnunargögn, en klerka- stjórnin í Teheran sagði ekkert hæft í þeim ásökunum. Rakið til ákvörðunar Trumps Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sagði að bandarísk stjórnvöld teldu að Ír- anar hefðu ráðist á tankskipin tvö í fyrradag og að engin hreyfinganna í grannríkjum Írans sem njóta stuðnings klerkastjórnarinnar hefði get- að gert árásirnar. Pompeo benti á að Íranar hefðu áður hótað að loka Hormuz-sundi ef þeim yrði meinað að flytja út olíu. Utanríkisráð- herrann tengdi árásirnar við þá ákvörðun Don- alds Trumps Bandaríkjaforseta fyrir rúmu ári að draga landið út úr kjarnorkusamningi sex landa við Íran og setja viðskiptabann sem varð til þess að olíuútflutningur Írans snarminnkaði. Á þeim tíma vöruðu fréttaskýrendur við því að Trump hefði tekið mikla áhættu með ákvörð- uninni og töldu hana auka hættuna á átökum milli herja Írans annars vegar og Bandaríkj- anna, Ísraels eða Sádi-Arabíu hins vegar. Vefengja yfirlýsingar Írana Nokkrir fréttaskýrendur vefengdu yfirlýs- ingar klerkastjórnarinnar um að hún hefði ekki staðið fyrir árásunum. „Árásirnar virðast vera liður í markvissum tilraunum Írana til að sýna að friður og öryggi í flóanum er háð efnahags- stöðugleika Írans,“ hefur The Wall Street Journal eftir Ayham Kamel, sérfræðingi ráð- gjafarfyrirtækisins Eurasia Group í málefnum Mið-Austurlanda. Nokkrir fréttaskýrendur hafa leitt getum að því að með því að gera slíkar árásir, án þess að sökkva skipum og valda manntjóni, séu Íranar að senda þau skilaboð að þeir geti truflað sigl- ingar á svæðinu án þess að koma af stað stríði, að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins. Fréttaveitan AFP hefur eftir sérfræðingum í málefnum Mið-Austurlanda að vaxandi spenna í samskiptum Írans og Bandaríkjanna geti orðið til þess að stríðsátök blossi upp fyrir slysni. „Veruleg og vaxandi hætta er á því að at- burðirnir leiði til átaka,“ hefur AFP eftir sér- fræðingum rannsókna- og ráðgjafarfyrir- tækisins Capital Economics í Lundúnum. „Ekki þarf meira en yfirsjón eða misskilin skilaboð til að koma af stað átökum. Og þegar árásunum fjölgar eykst hættan á því að það gerist.“ Harðlínumenn andvígir viðræðum Fréttaskýrandi The Washington Post bendir á að ef til megi rekja árásirnar til vaxandi tog- streitu milli embættismanna í Íran sem vilja samningaviðræður við Vesturlönd og harðlínu- manna sem eru andvígir þeim. Á meðal hinna síðarnefndu eru stjórnendur Byltingarvarðar- ins, úrvalssveita sem Ruhollah Khomeini erki- klerkur stofnaði eftir byltinguna í Íran 1979. Báturinn sem sést á myndskeiðinu frá Bandaríkjaher líkist bátum í flota Byltingar- varðarins sem hefur verið efldur mjög á síðustu árum og að miklu leyti tekið við hlutverki sjó- hers Írans. Byltingarvörðurinn notar meðal annars marga hraðskreiða báta sem eru með tundurdufl, flugskeyti, tundurskeyti og dróna, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Byltingarvörðurinn heyrir undir æðsta leið- toga Írans, Ali Khamenei erkiklerk. Árásirnar í fyrradag voru gerðar nokkrum klukkustundum áður en Khamenei átti fund með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, sem fór til Teheran í því skyni að reyna að hafa milligöngu um samn- ingaviðræður milli Bandaríkjanna og Írans. Sú tilraun virðist hafa verið dauðadæmd frá upp- hafi því að Khamenei sagði á fundinum að hann léði ekki máls á neinum viðræðum við stjórn Trumps. Forsetinn sagði einnig á Twitter að hann teldi að of snemmt væri að hefja viðræður við Írana. „Þeir eru ekki tilbúnir í viðræður og ekki við heldur!“ skrifaði hann. Titringur vegna ótta um átök  Bandarísk stjórnvöld saka Írana um að hafa gert árásir á tankskip nálægt Hormuz-sundi en þeir neita því  Rúmur þriðjungur af allri hráolíu sem flutt er með skipum fer um Hormuz-sund Heimild: BP ÍRAK SÁDI- ARABÍA KATAR BAREIN ÓMAN KÚVEIT ÍRAN 4,72 3,05 0,98 12,29 3,94 4,6 1,88 SAF Stærstu lönd og ríki sem tengjast þeim Íran Sádi-Arabía Olíuframleiðsla Hormuz- sund 2018 í milljónum fata á dag Hormuz-sund er mikilvæg siglingaleið olíuskipa AFP Dufl fjarlægt? Úr myndskeiði sem sagt er sýna að tundurdufl hafi verið fjarlægt. AFP Árás Ljósmynd sem sýnir skemmdir á öðru tankskipanna og „líklegt tundurdufl“ (örin t.h.). Konur í Sviss lögðu niður vinnu í gær og tóku þátt í fjölmennum göngum í borgum landsins til að krefjast þess að fá sömu laun og karlar. 28 ár voru þá liðin síðan hálf milljón svissneskra kvenna fór í sams konar kröfugöngur og verk- fall. Tugir þúsunda kvenna söfnuðust saman á torgi við stjórnsýslubygg- ingar og þinghúsið í Bern. Manu Bondi, 68 ára íbúi borgarinnar, mætti á torgið ásamt dóttur sinni, dótturdóttur og tveimur vinkonum sem tóku þátt í kvennaverkfallinu og kröfugöngunum árið 1971. Hún kvaðst taka þátt í mótmælunum til að sýna „öllum konum á öllum aldri samstöðu“. „Við erum miklu fleiri núna en árið 1991 og kröfur okkar eru öðruvísi,“ hefur fréttaveitan AFP eftir henni. „Á þeim tíma voru fóstureyðingar aðalmálið. Núna snýst þetta um launajöfnuð. Það er mjög mikilvægt að konur fái sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu.“ Sviss var eitt af síðustu löndum Evrópu til að veita konum kosn- ingarétt. Þar fengu konur fyrst að kjósa árið 1971. Krefjast sömu launa og karlar AFP Vilja launajöfnuð Fjölmenn kröfuganga fór fram í Genf í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.