Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2019 Okkur er tamt að hugsa um tungumál og þjóðir sem sjálf-stæðar einingar sem vaxi fram og þróist á sínum innri for-sendum. Við hugsum um sögu tungunnar frá fornmáli meðrætur í gotnesku og svo aftur til indóevrópskunnar í end- urgerðri forneskju. Saga þjóðarinnar rennur eftir sömu slóð. Á þess- ari löngu sögu verða áhrif frá öðrum málum og þjóðum en við höld- um þeim áhrifum aðgreindum með orðum sem lýsa framandleika þeirra; líkt og tærum lækjum og þverám sem renna í jökullitað vatn og halda sér langt niður með meginánni sem glær straumröst við bakkann áður en þau samlagast meginstraumnum. Við tölum um tökuorð þótt þau hafi verið á vörum landsmanna í þúsund ár, og inn- flytjendur geta verið af mörgum kynslóðum í stað þess að flokkast með innfæddum. Innan lands þekkist hugmyndin um erfiða aðlögun frá stöðum á borð við Akur- eyri þar sem utanbæjar- menn og börn þeirra geta aldrei orðið innfæddir Ak- ureyringar. Hugtakið inn- fæddur Reykvíkingur hef- ur á hinn bóginn átt erfitt uppdráttar þar til á síð- ustu áratugum. Við erum öll einhvers staðar að. En tungumál okkar væri haldlítið í nútíma- samfélagi ef við hefðum ekki úr fleiri orðum að moða en þeim sem rekja má til indóevrópsku. Þau sem töluðu þá *frumtungu í grennd við Svartahafið þekktu ekki einu sinni til sjávarfalla. Um leið og tungumálið ber hina löngu sögu með sér aftan úr forneskjunni er það ekki síður til vitnis um stöðugar viðbætur, breytingar og endurnýjun vegna sífelldra sam- skipta við önnur mál og menningu. Þannig lifir tungan aldrei ein og óspjölluð af samtímanum frekar en annað í menningu okkar; hún tekur stöðugt við nýjum orðum og skapar eða endurnýtir önnur. Allt streymir. Rómantíska hugmyndin um hið þjóðlega og varðstöðuna um þjóð- menninguna hefur lagt grunn að ýmsum ranghugmyndum um eðli menningar og menningarsamskipta: Að til sé hrein og varðveitanleg menning sem megi helst ekki verða fyrir áhrifum af annarra þjóða menningu. Þessi hugsunaraðferð hefur skapað tungutak aðgrein- ingar þótt menningin og samskipti manna í gegnum tungumálið lúti ekki lögmálum landamæra og þeirrar hópamyndunar á grunni ríkis eða trúarbragða sem leiðir menn oftar en ekki í ógöngur ófriðar, tortryggni, fáfræði og fordóma. Það er alltaf til bóta að efla sam- skipti og samtal þvert á þá hópa sem stjórnmál, uppruni, trúar- brögð, landafræði og tungumál búa til úr okkur. Til að losna úr þeim hópum þurfum við að læra mikið af tungumálum um leið og við ræktum okkar eigið. Við væntum þess að á okkur sé hlustað á þeim erlendu málum sem við reynum að læra. Á sama hátt verðum við að þróa umburðarlyndi fyrir því að íslenskan hljómi ekki alltaf eins og hjá menntamönnum sem fæddust í norðlenskum dal um þarsíðustu aldamót. Líkt og á öllum fyrri öldum ber tungutakið á Íslandi vott um þá menningarstrauma sem leika um samfélagið – og við njótum góðs af. Mál og menning Tungutak Gísli Sigurðsson Tungumál Við þurfum að læra mikið af tungu- málum um leið og við ræktum okkar eigið. Hvað er að í skólakerfi okkar? Síðustu árinhafa niðurstöður svonefndra PISA-kannana bent til þess að meiri veikleikarværu í því, en við höfum kannski viljað horfast í augu við en forystumenn á þessu sviði hafa ekki viljað draga of miklar ályktanir af þeim. Fyrir skömmu var hins vegar í heimsókn hér á landi yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og fram- farastofnun Evrópu (OECD), Andreas Schleicher að nafni, sem talaði svo skýrt um þessa veikleika, að það getur varla verið að þeir verði látnir gleymast án frekari umræðna. Samkvæmt fréttum mbl.is, netútgáfu Morgunblaðs- ins, safnar OECD gögnum um stöðu menntakerfa í einstökum löndum, annars vegar með samræmdum prófum, PISA-könnuninni, svo og með könnun meðal kennara. Ísland kom afar illa út úr könnun ársins 2015, segir mbl.is. Andreas Schleicher segir: „Ef ég á að vera hreinskilinn, þá tel ég að bilið á milli þess sem að samfélagið þarfnast frá mennta- kerfinu og þess sem menntakerfið skilar samfélaginu sé ekki að minnka heldur breikka...“. Og jafnframt: „Schleicher segist meðvitaður um, að á Íslandi sé brottfall úr námi mikið miðað við margar aðr- ar þjóðir og segir að hér falli of margir nemendur í gegnum glufur í skólakerfinu án þess að námserf- iðleikum þeirra sé gefinn nægilega mikill gaumur. Hið sama eigi við um góða nemendur, sem fái ekki næg tækifæri til þess að hámarka hæfileika sína....í síðustu PISA-könnunum hefur hlutfall íslenzkra nem- enda, sem standa sig afbragðsvel farið lækkandi og var einungis 3,8% árið 2015.“ Hvað er hér að gerast? Hvernig stendur á því að samfélagið er ekki í uppnámi yfir svona fréttum og slíku mati frá alþjóðlegri stofnun? Auðvitað er það svo, að hver og einn upplifir skóla- kerfið með sínum hætti. Sumir eiga þaðan fyrst og fremst góðar minningar, aðrir slæmar. Hver skóli er eins og lítið samfélag. Og þeir endurspegla samfélag okkar hverju sinni. Þegar skólabróðir minn frá 11 ára aldri, Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur, lýsti stéttaskiptingunni á leikvellinum við Laugarnesskól- ann í okkar tíð í ævisögu sinni, Það skelfur, sem út kom 2013, vissi ég að sú lýsing var rétt. En það var aldrei um það talað á þeim tíma. En eitt er hin ytri áhrif samfélagsins, sem end- urspeglast í skólunum og annað veikleikar í þeirra innra starfi, sem Andreas Schleicher er að vekja at- hygli okkar á. Hann segir að fæstir kennarar hér telji starf sitt metið að verðleikum. Einungis innan við 20% íslenzkra kennara telji að svo sé. Þarna er að hluta til komið að kjarna málsins. Sennilega hefur starf kennarans aldrei verið metið að verðleikum m.a. vegna þess að samfélagið hefur ekki skilið mikilvægi þess. Nú er hins vegar búið að rann- saka svo mikið og svo margt, sem að börnum snýr, að við eigum að hafa allar forsendur til að skilja, að starf kennarans er eitt það mikilvægasta í öllum þeim ara- grúa starfa, sem til staðar eru í nútíma þjóðfélagi. Á grundvelli þeirrar þekkingar, sem nú er fyrir hendi bíður okkar það verkefni að endurmeta frá grunni stöðu kennarans. Sú þekking sýnir svo ekki verður um villzt að nánast allt, sem síðar gerist í lífi fólks á með einhverjum hætti rætur í bernsku þess og æsku. Og í því felst, að þeir sem sjá um umönnun barna og unglinga eru að sinna mikilvægustu störfum samfélagsins. Ríkjandi gildismat er hins vegar allt annað. Það hampar þeim, sem gegna svonefndum „háum“ stöðum eða þeim, sem skila mestum tekjum til hinna sömu eða eru „frægastir“, þ.e. mest í fjölmiðlum. En allar þær glansmyndir eru innihalds- laust yfirborð. Leikskólakennarinn, sem er að sinna litlu börnunum á leikskólum eða barnaskólakennarinn, sem nú ber að nefna grunnskólakennara, eru að sinna langtum mikilvægari störfum þegar til lengri tíma er litið. Þeir geta átt svo mikinn þátt í farsælu lífi nemenda sinna þegar út í lífið er komið að þeir eiga meiri þátt í að móta sam- félög framtíðarinnar, en þeir sem sinna löggjafar- starfi á Alþingi. Þetta er grunnhugsunin í því starfi, sem nú er ver- ið að vinna í félagsmálaráðuneytinu á vegum Ás- mundar Einars Daðasonar, barnamálaráðherra. Og rétt að benda á, að tekizt hefur náið samstarf á milli hans og bæði menntamálaráðherra og heilbrigð- isráðherra sem hér koma að sjálfsögðu við sögu. Það þarf að opna umræður um málefni skólanna í framhaldi af heimsókn Andreas Schleichers. Og það er æskilegt að kennararnir sjálfir hafi forystu um það. Ein leið til þess gæti verið sú, að samtök kennara á hinum ýmsu skólastigum efni til viðamikillar ráð- stefnu eða „þjóðfundar“ um málefni skólanna, þar sem þessi málefni öll verði rædd og talað upphátt um veikleikana í skólakerfi okkar, sem skilja má á Andr- eas Schleicher að virki að sumu leyti eins og tilfinn- ingalaust vélmenni eða hvernig á að skilja þau um- mæli hans að vinnuskipulag kennara sé mjög „verksmiðjulegt“? Þeir sem hafa verið svo heppnir í lífinu að hafa haft góða kennara, sem þeir minnast með virðingu og væntumþykju, geta borið vitni um það, hversu mik- ilvægt slíkt fólk hefur verið í lífi þeirra og að góður skóli getur skipt sköpum síðar á lífsleiðinni. Þau málefni barna, sem fyrr voru nefnd og róttæk endurskoðun á stöðu og hlutverki kennara og skóla- starfsins í heild eru mikilvægustu verkefni okkar tíma í samfélagsmálum. Hvað er að í skólakerfi okkar? Hvernig stendur á því að samfélagið er ekki í upp- námi yfir svona fréttum? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Smáríki eru notalegar, mann-legar einingar, þar sem gæði eins og samheldni og gagnsæi njóta sín miklu betur en í stærri ríkjum. En smæðin veldur tvenns konar vanda. Í fyrsta lagi er markaðurinn lítill í smáríkjum. Þennan vanda má leysa með al- þjóðlegu viðskiptafrelsi. Þá njóta smáríki kosta hinnar alþjóðlegu verkaskiptingar. Í annan stað eru smáríki auðveld skotmörk stærri ríkja, eins og reynsla áranna milli stríða sýnir best. Þessi vandi var leystur með Atlants- hafsbandalaginu undir kjörorð- inu: Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér. Framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins, Jens Stolten- berg, heimsótti Ísland á dögunum og hafði mörg orð um það í ræðu í Norræna húsinu 11. júní, hversu vinsamlegur hann væri Íslend- ingum. Hvernig sýndi hann það, þegar hann var forsætisráðherra Noregs árin 2008-2009? Ólíkt Færeyingum og Pólverjum, sem veittu okkur í bankahruninu að- stoð án skilyrða, neituðu Norð- menn öllum okkar óskum um að- stoð. Stoltenberg, sem er jafnað- armaður, lagði flokksbræðrum sínum í Bretlandi, Alistair Darl- ing og Gordon Brown, lið á al- þjóðavettvangi og beitti sér gegn því, að Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn hlypi undir bagga, fyrr en við hefðum gengið að freklegum kröfum Darlings og Browns, sem þá þegar höfðu sett á okkur hryðjuverkalög. (Hryðjuverkalög! Á annað aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins!) Norsk stjórnvöld aðstoðuðu síðan norska fjáraflamenn við að sölsa undir sig vænar eignir Glitnis á smánarverði, eins og ég lýsi nákvæmlega í skýrslu minni fyrir fjármálaráðuneytið, sem að- gengileg er á Netinu. Og það var dapurlegt að sjá Stoltenberg skálma um ganga Seðlabankans 27. febrúar 2009 eins og hann væri hér jarl, eftir að undarlegur norskur maður hafði verið ráðinn seðlabankastjóri þvert á stjórnar- skrárákvæði um, að allir íslenskir embættismenn skyldu vera ís- lenskir ríkisborgarar. Það var eins og Hallvarður gullskór og Loðinn leppur væru aftur komnir til Íslands. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Stoltenberg, Hallvarður gullskór og Loðinn leppur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.