Morgunblaðið - 10.07.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.07.2019, Qupperneq 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2019 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Útsalan heldur áfram 30 ára Marteinn er fæddur og uppalinn í Fossvoginum í Reykja- vík. Hann er menntað- ur sagnfræðingur með kínversku sem auka- grein frá HÍ. Hann er að læra til meistaraprófs í kennslufræðum. Marteinn stofnaði árið 2014 ferðaþjónustufyrirtækið City Walk og hefur rekið það síðan. Hann er þá með knattspyrnuþjálfarapróf og meira- próf á rútu. Maki: Edda Björg Bjarnadóttir, f. 1989 í Fossvogi. Hún starfar sem flugfreyja. Barn: Bjarni Valgarð Briem, f. 2017. Foreldrar: Gunnlaugur Briem, f. 1960. Hann er sjálfstætt starfandi viðskipta- fræðingur. Hanna Björg Marteinsdóttir, f. 1962. Hún er sjúkraþjálfari. Þau eru bæði úr Reykjavík og búa í Fossvogi. Marteinn Briem Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þótt aðrir kunni að hafa réttu svörin er óvíst hvort þeir hafa rétta af- stöðu til mála. Makinn reynist þér vel í deilum innan fjölskyldunnar. 20. apríl - 20. maí  Naut Hafðu augun hjá þér ef þú skrifar undir einhver skjöl. Forgangsraðaðu hlutunum og taktu eitt verkefni fyrir í einu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Einhver sem vill þér allt hið besta er að verða dálítið þreytandi. Gæti verið að þú sért ábyrg/ur fyrir nýjasta kærustuparinu í vinahópnum? 21. júní - 22. júlí  Krabbi Talaðu bæði hátt og skýrt svo ekkert fari á milli mála hvað það er sem þú vilt. Hafðu hugfast að ein lítil mistök geta dregið dilk á eftir sér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hlustaðu ekki á kjaftasögur um fólk sem þú þekkir engin deili á. Þú velkist ekki í vafa um mannkosti maka þíns. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú nýtur þeirra augnablika sem þú getur átt í einrúmi um þessar mundir. Eitthvað á eftir að koma þér á óvart en láttu það ekki trufla þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Notaðu tímann í skapandi og list- ræn viðfangsefni. Ekki láta neinn beita þig þrýstingi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er eitthvert agaleysi að hrjá þig svo það er nauðsynlegt að þú spýtir í lófana og takir þér tak. Reyndu að ná samkomulagi við sam- býlisfólk þitt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú sérð alltaf tækifæri til að búa til peninga, þar sem aðrir sjá ekkert. Bíddu og sjáðu hvort þú færð ekki draumaeignina upp í hendurnar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einhleypir eiga það til að leita ástarinnar á röngum stöðum. Ein- hver gengur í gildruna sem þú bjóst til. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gríptu hvaða tækifæri sem gefst til þess að auka við menntun þína Mundu að hóf er best á hverjum hlut. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ekki vera of upptekin af því sem aðrir segja eða gera. Leitaðu og þú munt finna svar við spurningum þínum. ríkisskattstjóra og hélt svo utan til náms við Københavns Universitet 1995-1996, þar sem hún lagði stund á skattarétt. „Ég byrjaði í skattinum og út frá því varð ég sýslumaður. Það var fyrst og fremst stjórn- sýslulegt en lögreglan var hluti af því. Þá fannst mér lögreglan svo hefur trú á,“ segir Sigríður, sem átti þó síst von á því að starfa fyrir lög- regluna lungann af sinni starfsævi. Hún er lögfræðimenntuð frá Há- skóla Íslands og fékk þaðan gráðu 1993 en varð stúdent í Mennta- skólanum í Reykjavík fimm árum áður. Eftir HÍ starfaði Sigríður hjá S igríður Björk Guðjóns- dóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er fimmtug í dag. „Þetta fer fram í kyrrþey,“ segir hún hýr í bragði við blaðamann. Hún ætlar að flýja land með bónda sínum og skreppa til Lundúna í Englandi í nokkra daga. Hún tekur tímamót- unum hvorki vel né illa en kveðst í sannleika sagt vilja sem minnst af þeim vita. „Ég er auðvitað þakklát fyrir að fá að eldast en ég fagna ekki áfanganum í sjálfu sér. Ég er í raun- inni að reyna að fara undir radarinn með hann, þó að sérstakt viðtal í blaðinu sé kannski ekki beinlínis til þess fallið,“ segir hún og hlær við. „Það verða barnlausir og kannski frekar barnabarnalausir nokkrir dagar,“ segir Sigríður en þeir dagar hafa kannski ekki verið sérlega margir undanfarin ár og áratugi, það eru 20 ár á milli yngsta og elsta barns hjá þeim Skúla Sigurði Ólafs- syni, sem er sóknarprestur í Nes- kirkju og doktor í guðfræði. Afmæl- isdeginum verja þau í rólegheitum í Lundúnum í fríi. Restin af sumrinu gera þau ráð fyrir að muni einkenn- ast af áframhaldandi barna- og barnabarnastússi og svo tekur haustið við með sínum önnum. Og annirnar eru eins og þær eru þegar maður er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu en Sigríður er enginn nýgræðingur á þessu sviði; hún hefur verið lögreglustjóri sam- fleytt í sautján ár. Hún var skipuð sýslumaður á Ísafirði árið 2002 og var þar um fimm ára skeið og fól embættið í sér löggæslu á svæðinu. Sigríður hreifst af lögreglustarfinu og var árið 2007 skipuð aðstoðarrík- islögreglustjóri og gegndi því starfi í tvö ár. Svo var hún skipuð lögreglu- stjóri á Suðurnesjum árið 2009 og bjó þar í nokkur ár ásamt fjölskyldu sinni, þar til árið 2014, þegar hún hlaut skipun í það embætti sem hún gegnir nú, lögreglustjóra á höfuð- borgarsvæðinu. Þar unir Sigríður sér vel. „Þetta er áhugaverð og skemmtileg vinna og það eru raunverulega forréttindi að fá að starfa við það sem maður spennandi vettvangur. Ég hreifst af hugmyndinni um löggæslu og hvern- ig hún snertir líf hvers borgara,“ segir hún. Sigríður hefur skýrar hugmyndir um hvernig þessu mikilvæga og um- deilda hlutverki löggæslu skuli sinnt og hún er metnaðarfullur lögreglu- stjóri. Verkefni hennar hafa hlotið viðurkenningu á alþjóðlegum vett- vangi og hún hefur flutt erindi víða um þær aðgerðir sem embættið hef- ur ráðist í í hennar embættistíð í málefnum mansalsbrota og heimilis- ofbeldis. „Þar höfum við til dæmis reynt að gæta þess að mynstrið haldi ekki áfram kynslóð eftir kyn- slóð. Við reynum að fókusa meira á þolandann, sem var ekki alltaf venj- an hér áður. Það er hægt að nálgast þessi mál frá víðara sjónarhorni og lögreglan hefur að undanförnu náð að grípa fyrr inn í, sem skiptir höf- uðmáli. Það er vegna þess að lög- reglan getur aðeins rannsakað svona mál með góðu móti beint í kjölfar þess að brotin eru framin. Annars getur það verið of seint,“ segir Sig- ríður og lýsir því hvernig breytt við- horf til þessara mála sem og sam- bærileg hugarfarsbreyting í mörgum öðrum málaflokkum eru liður í þeirri viðleitni lögreglunnar að í augum borgaranna sé lögreglan þjónustustofnun en ekki valdastofn- un. Til að efla sig og auka hæfni sína til að sinna störfum sínum á vett- vangi lögreglunnar hefur Sigríður leitað fanga víða, hún hefur lokið við- bótar-stjórnunarmenntun frá Lög- regluskóla ríkisins, CEPOL, Há- skóla Íslands og IESE Business School. Hún hefur setið í fjölda starfshópa og nefnda sem tengjast löggæslu, svo sem í Frontex og í stjórn Landamærastofnunar Evr- ópu. Fjölskylda Eiginmaður Sigríðar er sem segir að framan Skúli Sigurður Ólafsson, sem nú er sóknarprestur í Neskirkju og varði árið 2014 doktorsritgerð í guðfræði. Hann er fæddur 20. ágúst 1968, sonur þeirra Ólafs Skúlasonar, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu – 50 ára Fjölskyldan Sómahjónin Sigríður og Skúli ásamt börnum sínum þremur, Gunnari maka Ebbu Margrétar og yngsta barnabarninu, sem fæddist í júní. Lögreglan var spennandi Fimm kynslóðir kvenna Sigríður ásamt dóttur sinni og dóttur hennar og móður sinni og móður hennar. Amma Sigríðar lést í fyrra og var henni kær. 70 ára Guðmundur fæddist í Samtúni 26 í Reykjavík. Hann út- skrifaðist kennari 1969 og kenndi ís- lensku við gagnfræða- skóla um árabil. Hann hefur síðan kennt tón- list og er gamall poppari: var í hljóm- sveitum eins og Dúmbó, Roof Tops, Alfa beta og Karma. Hann útskrifaðist leið- sögumaður frá Endurmenntun HÍ 2011. Maki: Jóhanna Benediktsdóttir, f. 1956 í Keflavík. Hún og Guðmundur fagna 45 ára brúðkaupsafmæli 20. júlí. Börn: Valdís, f. 1978, Hanna, f. 1982, og Tryggvi, f. 1988. Foreldrar: Jón Ingi Guðmundsson, sundkennari í Reykjavík, f. 1909, d. 1989. Svava Kristjánsdóttir, frá Stöðvarfirði, f. 1922, d. 2016. Þau bjuggu í Samtúni 26. Guðmundur Haukur Jónsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.