Morgunblaðið - 18.07.2019, Side 68

Morgunblaðið - 18.07.2019, Side 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019 HA PPATALA • D AGSINS ER •68 TIL HAMINGJU – ÞÚ HEFUR FUNDIÐ HAPPATÖLUNA! Farðu inn ámbl.is/fimmtudagur, fylltu út upplýsingar um þig og sláðu inn Happatöluna. Vinningshafi verður dreginn út í þættinum Ísland vaknar á K100 í fyrramálið. Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að taka þátt á hverjum fimmtudegi, því það er til mikils að vinna. »Kvartett Önnu Sóleyjar kom fram á tónleikum á Kex Hosteli fyrr í vik- unni. Á efnisskránni voru öll sungnu lögin á plötunni Save Your Love For Me í bland við aðra djassstandarda í sálrænum búningi. Kvartett Önnu Sóleyjar hélt tónleika á Kex Hosteli Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Kvartett Anna Sóley söngkona, Snorri Skúlason á kontrabassa, Mikael Máni Ásmundsson á gítar, og í hvarfi er Magnús Trygvason Eliassen á trommur, fluttu hugljúf djasslög á Kex Hosteli við Skúlagötu fyrr í vikunni. Íbygginn Tónleikagestir hlustuðu einbeittir á tónlistina. Íhugular Gestir á öllum aldri nutu hugljúfrar tónlistarinnar. Átta þekktustu byggingar Franks Lloyd Wright (1867-1959), eins áhrifamesta og virtasta arkitekts Bandaríkjanna á 20. öld, voru á dög- unum valdar inn á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Fyrir voru á listanum nokkrar aðrar einkennis- byggingar módernísks arkitektúrs, eftir Le Corbusier og helstu hönnuði Bauhaus-skólans þýska. Frank Lloyd Wright hannaði nær fjögur hundruð byggingar á löngum ferli en þær átta sem valdar voru á skrána eru meðal hans allra þekkt- ustu og áhrifamestu, í senn heimili og opinberar byggingar. Þær eru Solomon R. Guggenheim-safnið í New York, Unity Temple í Oak Park í Illinois, Fallingwater-húsið í Penn- sylvaníu sem var teiknað sem orlofs- hús fyrir þekktan verslunarjöfur, Hollyhock-húsið í Los Angeles, Robie-húsið í Chicago, Jacobs-húsið í Wisconsin, Taliesin í Spring Green, Wisconsin, og Taliesin West í Arizona en Wright bjó á báðum stöð- um og rak þar skóla. Allar þessar byggingar voru frið- aðar á einhvern hátt en heims- minjaskráningin hnykkir á því. AFP Dæmigert Frederick Robie-húsið í Hyde Park-hverfinu við Chicago-háskóla þykir að mörgu leyti dæmigert fyrir hönnun Wright og er ein bygginganna sem fóru á heimsminjaskrána. Ljósmynd/The Frank Lloyd Wright Dáð Fallingwater-húsið í Pennsylvaníu sem Wright teiknaði árið 1935 er að mati margra aðdá- enda arkitektsins fulkomnasta bygging hans og er sótt heim af fjölda gesta ár hvert. Hús á heims- minjaskrána  Vernda hús Franks Lloyd Wright AFP Einkennisverk Solomon R. Guggenheim-safnið við Fimmta breiðstræti á Manhattan er sú bygging Wright sem flestir þekkja og heimsækja. Og gestir koma ekki síður til að upplifa húsið sjálft en verkin sem sýnd eru í því.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.