Morgunblaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019 HA PPATALA • D AGSINS ER •68 TIL HAMINGJU – ÞÚ HEFUR FUNDIÐ HAPPATÖLUNA! Farðu inn ámbl.is/fimmtudagur, fylltu út upplýsingar um þig og sláðu inn Happatöluna. Vinningshafi verður dreginn út í þættinum Ísland vaknar á K100 í fyrramálið. Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að taka þátt á hverjum fimmtudegi, því það er til mikils að vinna. »Kvartett Önnu Sóleyjar kom fram á tónleikum á Kex Hosteli fyrr í vik- unni. Á efnisskránni voru öll sungnu lögin á plötunni Save Your Love For Me í bland við aðra djassstandarda í sálrænum búningi. Kvartett Önnu Sóleyjar hélt tónleika á Kex Hosteli Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Kvartett Anna Sóley söngkona, Snorri Skúlason á kontrabassa, Mikael Máni Ásmundsson á gítar, og í hvarfi er Magnús Trygvason Eliassen á trommur, fluttu hugljúf djasslög á Kex Hosteli við Skúlagötu fyrr í vikunni. Íbygginn Tónleikagestir hlustuðu einbeittir á tónlistina. Íhugular Gestir á öllum aldri nutu hugljúfrar tónlistarinnar. Átta þekktustu byggingar Franks Lloyd Wright (1867-1959), eins áhrifamesta og virtasta arkitekts Bandaríkjanna á 20. öld, voru á dög- unum valdar inn á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Fyrir voru á listanum nokkrar aðrar einkennis- byggingar módernísks arkitektúrs, eftir Le Corbusier og helstu hönnuði Bauhaus-skólans þýska. Frank Lloyd Wright hannaði nær fjögur hundruð byggingar á löngum ferli en þær átta sem valdar voru á skrána eru meðal hans allra þekkt- ustu og áhrifamestu, í senn heimili og opinberar byggingar. Þær eru Solomon R. Guggenheim-safnið í New York, Unity Temple í Oak Park í Illinois, Fallingwater-húsið í Penn- sylvaníu sem var teiknað sem orlofs- hús fyrir þekktan verslunarjöfur, Hollyhock-húsið í Los Angeles, Robie-húsið í Chicago, Jacobs-húsið í Wisconsin, Taliesin í Spring Green, Wisconsin, og Taliesin West í Arizona en Wright bjó á báðum stöð- um og rak þar skóla. Allar þessar byggingar voru frið- aðar á einhvern hátt en heims- minjaskráningin hnykkir á því. AFP Dæmigert Frederick Robie-húsið í Hyde Park-hverfinu við Chicago-háskóla þykir að mörgu leyti dæmigert fyrir hönnun Wright og er ein bygginganna sem fóru á heimsminjaskrána. Ljósmynd/The Frank Lloyd Wright Dáð Fallingwater-húsið í Pennsylvaníu sem Wright teiknaði árið 1935 er að mati margra aðdá- enda arkitektsins fulkomnasta bygging hans og er sótt heim af fjölda gesta ár hvert. Hús á heims- minjaskrána  Vernda hús Franks Lloyd Wright AFP Einkennisverk Solomon R. Guggenheim-safnið við Fimmta breiðstræti á Manhattan er sú bygging Wright sem flestir þekkja og heimsækja. Og gestir koma ekki síður til að upplifa húsið sjálft en verkin sem sýnd eru í því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.