Morgunblaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019 EFTA (ESA) um að reglugerðin samrýmdist EES-samningnum. Var óskað eftir rökstuðningi af hálfu ESA en svo virðist sem honum hafi aldrei verið komið á framfæri við stofn- unina. Innanríkisráðuneytið tilkynnti að til stæði að hefja endurskoðun laga um málaflokkinn í samvinnu við önnur ráðuneyti. Svo virðist sem sú vinna hafi ekki skilað miklu en skömmu fyrir stjórnarskipti í janúar 2017 skipaði Gunnar Bragi Sveins- son, þáverandi sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, starfshóp til þess að kortleggja hvaða leiðir væru færar í þessum efnum innan EES- samningsins og með hliðsjón af reynslunni til dæmis í Noregi og Danmörku. Starfshópurinn átti að skila til- lögum sumarið sama ár en af því varð hins vegar ekki fyrr en í ágúst á síðasta ári, rúmu ári síðar. Í fram- haldinu ákvað Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að skipa annan starfshóp um endurskoðun laga og reglna um eignarhald á landi og fast- eignum. Niðurstaða þeirrar vinnu mun ekki liggja fyrir. lendri fjárfestingu á Íslandi. Vilji menn reisa hótel og fara í ferðaþjón- ustu ber að fagna því. En er það sjálfsagt og eðlilegt að menn geti keypt stórar jarðir og jafnvel hundr- uð ferkílómetra lands? Það finnst mér ekki.“ Svo fór að lokum að ekkert varð af kaupum Huangs á Grímsstöðum á Fjöllum en þar sem hann var ekki búsettur innan Evrópska efnahags- svæðisins (EES) þurfti hann leyfi ráðherra til kaupanna lögum sam- kvæmt. Ögmundur setti í kjölfarið vinnu í gang í innanríkisráðuneytinu sem skilaði sér í setningu reglugerð- ar skömmu fyrir þingkosningar 2013, þess efnis að erlendum rík- isborgurum með lögheimili innan EES væri óheimilt að eignast fast- eignir á Íslandi nema þeir hefðu fasta búsetu eða stunduðu atvinnu- eða þjónustustarfsemi hér á landi á grundvelli EES-samningsins. Eftir þingkosningarnar felldi Hanna Birna Kristjánsdóttir, eftir- maður Ögmundar í innanríkisráðu- neytinu, reglugerðina úr gildi í kjöl- far efasemda frá Eftirlitsstofnun Bjarni Benediktsson tjáði sig aftur um málið í lok ágúst 2017. Þá sem forsætisráðherra í samtali við mbl.is. Þar sagði hann meðal annars: „Það eru mörg hundruð milljónir manna sem geta komið til Íslands og sóst eftir því að kaupa fasteignir, jarðir og lönd án þess að það þurfi sér- stakar undanþágur á grundvelli reglna EES-samstarfsins.“ Benti Bjarni ennfremur á að slík jarða- kaup hefðu átt sér stað í auknum mæli á undanförnum árum. Miklir hagsmunir væru í húfi. Marka þurfi skýrari stefnu Skömmu áður hafði Lilja Alfreðs- dóttir, varaformaður Framsóknar- flokksins, sem þá var í stjórnarand- stöðu en er núverandi ráðherra menntamála, kallað eftir því að lög og reglur um jarðakaup hér á landi yrðu tekin til skoðunar. Málið hafði þá komist aftur í hámæli, meðal ann- ars vegna áhuga erlendra fjárfesta á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. Benti Lilja ennfremur á að niður- stöðum starfshópa sem um málið hefðu fjallað hefði ekki verið hrint í framkvæmd. Marka þyrfti skýrari stefnu í málinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, for- maður Framsóknarflokksins og nú- verandi samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra, tjáði sig einnig um mála- flokkinn um þetta leyti og sagði á facebooksíðu sinni að á síðustu árum hefðu efnaðir einstaklingar eignast fjölmargar jarðir á Íslandi. Tilgang- urinn virtist vera sá að komast yfir laxveiðiréttindi. „Þar bera menn stórfé á bændur til að eignast heilu dalina, firði og vatnsréttarsvæði,“ sagði Sigurður Ingi og bætti við: „Ég held að við viljum ekki þessa þróun – þess vegna þarf að spyrna við fótum.“ Snýst um fullveldi Íslands Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, sagði í sept- ember 2017 að rétt væri að setja fastmótaðri reglur en í gildi væru um jarðakaup útlendinga hér á landi. Til stæði að frumvarp þess efnis yrði lagt fram. Sú vinna virðist hins veg- ar ekki hafa skilað niðurstöðu. Katr- ín Jakobsdóttir sagði í júlí á síðasta ári í samtali við Ríkisútvarpið að setja þyrfti frekari takmarkanir á jarðakaup. „Þetta er auðvitað stór- mál og snýst auðvitað um það hvern- ig við lítum á landið. Landið sem auðlind og landið sem hluta af okkar fullveldi,“ sagði forsætisráðherra. Hún sagði aftur nú í vikunni að vilji væri til þess að taka á málinu og Sigurður Ingi sagði í fyrradag að hann vonaði að frumvarp þess efnis liti dagsins ljós í haust. Ekki hefur náðst í Bjarna Benediktsson vegna málsins. Vilja aðgerðir en lítið gerist  Jarðakaup auðmanna færast í vöxt  Forystumenn stjórnarflokkanna hafa ítrekað sagt að bregð- ast þurfi við jarðakaupum hér á landi  Fátt til marks um að miklar gerðir hafi fylgt þeim orðum Ljósmynd/Eleven Experience Jarðakaup Deplar í Fljótum eru meðal þeirra jarða sem Fljótabakki hefur keypt og byggt þar upp lúxushótel. FRÉTTASKÝRING Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is Á síðustu árum hafa erlendir auð- menn í auknum mæli keypt jarðir hér á landi. Skiptar skoðanir hafa verið um þessi kaup. Fjölmargir forystu- menn í íslenskum stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni opinberlega á undanförnum árum að nauðsynlegt sé að taka umfangsmikil jarðakaup hér á landi til skoðunar með það fyrir augum að setja þeim ákveðnar skorð- ur. Þá ekki síst forystumenn núver- andi ríkisstjórnarflokka. Þrátt fyrir það verður ekki séð að mikið hafi ver- ið gert í þeim efnum. Málið komst í hámæli í tíð ríkis- stjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns fram- boðs sem tók við völdum árið 2009 í kjölfar falls viðskiptabankanna haust- ið áður. Tilefnið var einkum fyrir- huguð kaup kínverska kaupsýslu- mannsins Huangs Nubos á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum. Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkis- ráðherra, tók málið föstum tökum og taldi ástæðu til þess að hindra kaup- in. Ekki síst í ljósi þess að um væri að ræða mjög víðfeðmt landsvæði. „Það finnst mér ekki“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- ráðherra, sem þá var í stjórnarand- stöðu, setti stórt spurningarmerki við slík jarðakaup á facebooksíðu sinni í september 2011 þar sem hann sagði meðal annars: „Það er bæði sjálfsagt og nauðsynlegt að greiða fyrir er- BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Litlar kröfur eru gerðar um eignar- hald bújarða hér á landi. Samkvæmt meginreglu 1. greinar laga um eign- arrétt og afnotarétt fasteigna, sem gilda um allar fasteignir í rýmri merkingu (þ.m.t. land) á Íslandi, er áskilið að menn megi ekki öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fast- eignum nema þeir séu íslenskir rík- isborgarar eða með lögheimili á Ís- landi. EES-borgarar njóta samt sem áður þess sama réttar hér á landi á grundvelli EES-samningsins og þá eru einnig hliðstæðar kröfur gerðar um þá sem koma að eignarhaldi fast- eigna í gegnum félög, ýmist alla hlut- hafana eða meirihluta þeirra. Borg- arar utan EES þurfa hins vegar heimild dómsmálaráðherra til þess að kaupa fasteignir hér á landi. Búsetuskilyrði í 10 ár Í samtali við Morgunblaðið í vik- unni vonaðist Sigurður Ingi Jóhanns- son, samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra, eftir því að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi yrði tilbúið í haust. Sagði hann þróunina á viðkomandi lagabálkum á síðustu ár- um vera óviðunandi og að þær breyt- ingar sem gerðar hafi verið hafi tekið „niður allar eðlilegar girðingar hvað þetta varðar“. Sagðist hann vilja færa lagaumhverfið í átt að því sem tíðkast í Danmörku og Noregi. Starfshópur um eignarhald á bú- jörðum sem skipaður var þann 16. júní árið 2017 hafði það að markmiði „í almannaþágu“ að takmarkanir sem fyrirhugað er að lögfesta í ábúð- arlög og jarðalög skyldu stefna að því að viðhalda ræktanlegu landbún- aðarlandi og búsetu í sveitum lands- ins. Álit starfshópsins fól í sér að slík- ar takmarkanir skyldu ein- skorðarðar við land í landbúnaðar- notum, „þ.e. land sem skipulagt er sem landbúnaðarsvæði eða er nýt- anlegt eða nýtt til landbúnaðar“. Til þess að ná fram markmiði sínu var litið til þess hvernig skilyrðum um eignarhald á fasteignum í dönskum og norskum rétti er farið en almennt setja þessi tvö ríki strangari skilyrði um eignarhald á fasteignum og bú- jörðum en Ísland. Í Danmörku setja lagafyrirmæli eignarhaldi á fasteignum skorður þar sem stuðst er við búsetuskilyrði. Meginregla laganna byggist á því að til þess að eignast fasteign í Dan- mörku þurfi einstaklingur að hafa fasta búsetu í landinu eða að hafa áð- ur haft búsetu þar í landi í fimm ár. Aðrir, þ.m.t. lögaðilar, þurfa að sækja um leyfi dómsmálaráðherra til að öðlast eignaréttindi yfir fasteign. Sérstakar takmarkanir eru svo á eignarrétti yfir fasteignum í land- búnaðarnotum samkvæmt lögum frá 2017 (lov om landbrugsejendomme). Lögin mæla fyrir um búsetuskilyrði sem áskilja fasta búsetu á fasteign í 10 ár. Einnig er þó heimilt að upp- fylla þessa skyldu með því að byggja fasteignina ábúanda. Leyfisskylda í Noregi Í Noregi gildir sú meginregla um eignarhald á fasteignum (kon- sesjonsloven) að ekki er unnt að öðl- ast eignarréttindi yfir fasteignum nema með leyfi hins opinbera. Um- sóknir um slík leyfi eru afgreiddar af viðkomandi sveitarfélagi þar sem hlutaðeigandi fasteign er staðsett. Lögin í Noregi mæla fyrir um til- greind búsetuskilyrði. Þar í landi þarf fasteignareigandi að flytjast þangað innan eins árs og búa í að minnsta kosti fimm ár sé landið yfir tilgreindri stærð (yfir 3,5 hektarar lands og yfir 50 hektarar skóglendis). Í lögunum eru einnig skilgreind hlut- læg atriði sem þarf að uppfylla til þess að leyfi sé veitt til þess að öðlast eignarrétt yfir landi sem nýtt er til landbúnaðar. Þau skilyrði eru m.a. hvort markmið kaupandans fari sam- an með búsetu á svæðinu, hvort kaupin muni stuðla að hagkvæmum rekstri, hvort kaupandinn sé talinn hæfur til að yrkja landið og hvernig kaupin horfi við meðferð og nýtingu auðlinda, landsháttum og menningu á svæðinu. Þessu til viðbótar er heimilt að líta til verðstýringar við mat þetta þegar um er að ræða land- svæði yfir 3,5 hekturum, en sérstök áhersla skal vera lögð á það að kaup- verð sé forsvaranlegt miðað við verð- lagsþróun. Aukinheldur heimila lögin að leyfisveiting sé skilyrt eftir að- stæðum í einstökum tilvikum þannig að við sérhverja leyfisveitingu fari fram mat á því hvort leggja skuli bú- setuskilyrði á hlutaðeigandi landeig- anda. Ítarlegri kröfur í nágrannalöndum  Jarðakaupum erlendra fjárfesta í Danmörku og Noregi eru settar mun strangari skorður en hér á landi Ljósmynd/Colourbox Danmörk Sérstakar takmarkanir eru á eignarrétti yfir fasteignum í Danmörku sem eru í landbúnaðarnotum. Lögin mæla fyrir um 10 ára búsetuskyldu. Sé aðeins um kaup á fasteign eða húsi að ræða er búsetuskyldan fimm ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.