Morgunblaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019
✝ BrynhildurGarðarsdóttir
fæddist 31. október
1927 á Patreks-
firði. Hún lést 29.
maí 2019 á Hrafn-
istu í Hafnarfirði.
Foreldrar henn-
ar voru Laura Hild-
ur Proppé, f. 1905,
d. 1992, og Garðar
Ó. Jóhannesson, f.
1900, d. 1970.
Systkini Brynhildar eru:
Drífa, f. 1931, Edda, f. 1934,
Hanna, f. 1940, og Ólafur, f.
1947.
Brynhildur ólst upp á Pat-
reksfirði. Hún var einn vetur í
Verslunarskóla Íslands en hætti
námi og fór 1946 til náms í Wy-
lombe Abbey School í Englandi.
essyni, f. 1950, þau eiga tvo
syni, Jakob og Eyþór. Laura
Hildur Jakobsdóttir, f. 1960,
gift Jónasi Þór Ragnarssyni, f.
1955, þau eiga þrjár dætur,
Brynhildi, Kristbjörgu og
Bergrúnu. Fóstursonur Bryn-
hildar og Jakobs er Helgi Ein-
arsson, f. 1942, kvæntur Guð-
rúnu Þórðardóttur, f. 1945. Þau
eiga þrjú börn, Jakob, Einar og
Örnu.
Barnabörn Brynhildar og
Jakobs eru 18.
Á Patreksfirði tóku þau hjón
virkan þátt í félagslífi staðarins
og var Brynhildur í stjórn
Kvenfélagsins Sifjar um árabil
og formaður þess félags 1973-
1979 og um tíma sat hún í sókn-
arnefnd Patreksfjarðarsóknar.
Þau hjón voru búsett í Garða-
bæ eftir að þau fluttu frá Pat-
reksfirði og síðar á Hraunvangi
í Hafnarfirði. Síðustu árin eftir
að Jakob lést bjó hún á Hrafn-
istu í Hafnarfirði.
Útför hennar fór fram í kyrr-
þey frá Garðakirkju 5. júlí 2019.
Brynhildur gift-
ist 28. apríl 1950
Jakobi Helgasyni,
f. 23.3. 1925, d.
11.7. 2012. For-
eldrar hans voru
Soffía Jakobsdótt-
ir, f. 1893, d. 1984,
og Helgi Einarsson,
f. 1887, d. 1940.
Brynhildur og
Jakob stofnuðu
heimili á Patreks-
firði og bjuggu þar til ársins
1982. Börn þeirra:
Soffía, f. 1951, d. 1951, Brynj-
ar Jakobsson, f. 1953, kvæntur
Hafdísi Ósk Sigurðardóttur, f.
1955, þau eiga þrjú börn, Sig-
urð William, Hildi Ósk og Guð-
mund. Soffía Jakobsdóttir, f.
1958, gift Rögnvaldi Jóhann-
Elsku mamma.
Ég veit að þú ert komin á góð-
an stað til pabba.og þið vakið yfir
okkur.
Ég þakka Guði löngu liðinn dag
sem lét mig eignast þig að ævivin.
Og öll þau blóm sem uxu á þinni leið
með ilm og fegurð hresstu og glöddu
mig.
Og birtan sem þú breiddir yfir allt
sló bjarma á lífið allt í kringum þig.
Svo líða dagar, ár og ævitíð
og ýmsum blikum slær á loftin blá.
Í sorg og gleði alltaf varstu eins
og enginn skuggi féll á þína brá.
Svo brast á élið, langt og kólgukalt
og krafan mikla um allt sem gjalda má.
Og fljótið niðar enn sem áður fyrr
og ennþá flúðin strýkur næman streng.
Við blæþýtt ljóð, um blóm og sumaryl
og bjarta kyrrð – í minningu um þig.
(Oddný Kristjánsdóttir.)
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Þín dóttir
Laura Hildur.
Það er alltaf skrýtin tilfinning
þegar ástvinir kveðja, einkenni-
legt tómarúm sem eftir verður í
hjartanu. Þannig leið mér þegar
tengdamamma kvaddi okkur 29.
maí síðastliðinn.
Hugurinn leitar nú til baka
þegar ég kynntist henni fyrst á
Patreksfirði þegar ég sem ung
kona kom fyrst í heimsókn úr
Reykjavík nýbúin að kynnast
syni hennar.
Þvílík yndisleg móttaka sem
ég fékk frá þeim hjónum þessa
helgi sem ég stoppaði og var alla
þá tíð sem ég þekkti þau.
Binsý var afskaplega listræn
kona, það lék allt í höndunum á
henni hvort sem það voru hann-
yrðir eða matseld en hún eldaði
einstaklega góðan mat sem við
nutum vel í hvert sinn sem við
borðuðum hjá þeim. Heimilið bar
líka smekkvísi hennar vitni, fal-
legir munir út um allt og öllu
komið smekklega fyrir enda var
hún fagurkeri fram í fingurgóma.
Binsý var ákveðin kona, vel
gefin, stjórnsöm, dugleg og fylgin
sér. Hún var vel að sér í hinum
ýmsu málum og hafði einstaklega
gaman af ættfræði og átti gott
safn ættfræðibóka og maður kom
aldrei að tómum kofa ef hinar
ýmsu spurningar vöknuðu varð-
andi ættfræðina.
Þau fluttu frá Patreksfirði til
Garðabæjar 1982 og bjuggu sér
glæsilegt heimili í Þrastarlundin-
um og þangað var alltaf gott að
koma, þegar árin færðust yfir
fluttu þau úr Garðabænum og í
íbúðir fyrir eldri borgara í
Hraunvangi Hafnarfirði.
Það voru mikil viðbrigði að
fara úr stóru einbýlishúsi í
tveggja herbergja íbúð en þau
voru svo sátt við það og sögðu að
þau væru nú bara tvö og þyrftu
ekki stærra pláss.
Eftir að Jakob dó fékk hún
fljótlega inni á Hrafnistu í Hafn-
arfirði gott herbergi þar sem
henni leið vel og fékk þá góðu
þjónustu sem hún þurfti en þá
var heilsan farin að gefa sig.
Tengdamömmu minni þakka
ég samfylgdina gegnum árin og
mun alltaf minnast hennar með
ást og þakklæti fyrir allt sem hún
gerði fyrir okkur og hefur gefið
okkur í veganesti.
Nú er hún komin í sumarland-
ið þar sem hún nýtur samvista við
tengdapabba og Soffíu litlu.
Kær kveðja
Hafdís Ósk.
Elsku amma mín, það er svo
sárt að sakna. Maður fyllist
ákveðnu tómarúmi við kveðju-
stund sem þessa þegar maður
veit að við fáum ekki að njóta
samvistar þinnar meira. Sem bet-
ur fer þá eru minningarnar æði
margar sem glæða manni yl í
hjarta og fá bros til að læðast
fram á varir. Þú varst einstak-
lega smekkvís kona og bar heim-
ili ykkar afa þess merki að það
var nostrað við hvern hlut og
stað. Það var allt úthugsað og
snyrtilega uppraðað á þinn ein-
staka máta.
Þú hafðir líka einstakan hæfi-
leika til að töfra fram þvílíkar
kræsingar þegar maður kom í
heimsókn, alveg sama á hvaða
tíma dagsins það var, alltaf var
passað upp á að allt sem manni
þætti gott væri til. Ég man vel
eftir því eitt sinn þegar við pabbi
vorum að koma að vestan og suð-
ur til ykkar afa í Garðabæinn,
klukkan var að nálgast miðnætti
þegar við komum í bæinn, þá
tókstu á móti okkur með hlýjan
faðminn og hlaðborð af kótelett-
um og öllu meðlæti. Ég á líka
margar góðar minningar þegar
við vorum að stússast í eldhúsinu
og hafa til hádegis- og kvöldmat
fyrir afa, alltaf passaðir þú upp á
að dekka borðið fallega upp, al-
veg sama þó við værum bara þrjú
í mat. Þér fannst það heldur
verra síðustu ár að traktering-
arnar eins og þú kallaðir það,
væru ekki jafn miklar og þú hefð-
ir viljað þegar við komum í heim-
sókn til þín. En það skipti okkur
engu því það var félagsskapurinn
þinn sem við sóttumst eftir.
Þú varst svo ótrúlega flink í
höndunum og lék heklunálin í
höndunum á þér þar sem þú töfr-
aðir fram hverja dúlluna á fætur
annarri. Þegar ég byrjaði að búa
þá lagðir þú mikla áherslu á að ég
myndi velja mér fallegt matar-
stell svo ég gæti dekkað upp fal-
legt matar- og kaffiborð. Þegar
ég var loksins búin að finna mér
rétta stellið þá varstu tilbúin með
heklaðar dúllur til að hafa á milli
diskanna og servéttuhringi til að
skreyta með. Ég hef alltaf haldið
mikið upp á þetta og nýt þess að
dekka borðið upp með fíneríinu
frá þér.
Þú varst ótrúlega jafnlynd,
umhyggjusöm og fróðleiksfús
kona. Þú varst ofboðslega þakk-
lát og þakkaðir alltaf vel fyrir allt
og varst svo ótrúlega ánægð með
hvað við barnabörnin og börnin
þín vorum dugleg að heimsækja
þig. Þér fannst það ekki sjálf-
sagður hlutur og þakkaðir alltaf
innilega fyrir hverja heimsókn og
símtal. Elsku amma mín, þakka
þér fyrir alla umhyggjuna og ást-
ina sem þú gafst okkur.
Þín er sárt saknað.
Þín
Hildur.
Það var sólríkur og fallegur
dagur að kveldi kominn þegar þú
kvaddir okkur, elsku amma, og
hélst þína leið í sumarlandið til
móts við afa.
Í dag er komið að kveðjustund.
Mér finnst það bæði sárt og erfitt
þar sem maður upplifir nánustu
fjölskyldu sína sem ódauðlega og
fyrir mér varst þú það. En á sama
tíma er ég glöð og þakklát fyrir
að hafa átt þig að og fengið að
njóta samveru þinnar í svo mörg
ár, það er ekki sjálfgefið. Síðast-
liðið ár fór að halla undan fæti og
maður fann að þér leið ekki alltaf
vel. Þú varst oft meðvituð um að
það var ekki allt eins og það átti
að vera. Þrátt fyrir það heyrði
maður þig aldrei kvarta, þú varst
alltaf glöð og ánægð.
Amma var glæsileg kona,
smekk kona. Alltaf fín og vildi
hafa fallegt í kringum sig. Hún
átti mikið af fallegum hlutum,
silfri, öll matar og kaffistellin,
hvert öðru fallegra. Henni þótti
líka gaman að bera fram mat og
kaffi og það skipti máli hvernig
og á hverju það var borið fram.
Afi gat stundum fussað þegar þú
snerir honum við og baðst hann
að setja bakkelsið á hinn diskinn
en ekki þennan. Amma var fróð-
leiksfús og fylgdist vel með. Hún
var líka safnari, úrklippur og
bréfsnifs inni í hinum ýmsu bók-
um. Ég man ekki eftir ömmu
öðruvísi en rólegri og yfirvegaðri.
Amma var góð fyrirmynd sem
kenndi manni margt og fylgdist
vel með sínu fólki.
Margt kemur upp í hugann á
skilnaðarstundu. Þær stundir
þegar ég sat hjá þér og þú svafst
svo vært, fletti ég gömlum al-
búmum og lét hugann reika. Við
það komu fram ótal minningar,
svo margar að ekki er hægt að
telja þær allar. Heimili ykkar afa
var fallegt og notalegt og til ykk-
ar var alltaf gott að koma. Mínar
fyrstu minningar eru af heimili
ykkar í Þrastalundinum. Spaug-
stofan, Nonna og Manna gláp,
spilastundir við eldhúsborðið,
skrifstofuleikir, kaffi og matar-
boð sem og annað stúss með þér
elsku amma eru mér minnisstæð.
Næst fluttuð þið afi á Hraun-
vang, þar áttu þið notalegt heim-
ili með fallegt útsýni út á sjóinn.
Það var oftar en ekki þegar mað-
ur var að koma í heimsókn að þið
sátuð úti á svölum og nutuð út-
sýnisins. Ári eftir að afi dó fluttir
þú á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar
leið þér vel og þú naust þín. Þú
varst dugleg að taka þátt í fé-
lagslífinu þar og yfirleitt ekki
hægt að koma og heimsækja þig
fyrr en eftir kaffi þar sem dag-
skráin gat verið ansi þétt – en það
var gaman og þannig á það að
vera. Þú áttir yndislegan vin-
konuhóp á Hrafnistu og það var
svo sannarlega gaman að fylgjast
með ykkur. Þið voruð duglegar
að hittast, bjóða í kaffi og Baileys
og tókuð virkan þátt í öllu fé-
lagslífi. Slíkur vinskapur er dýr-
mætur.
Allar samverustundir mínar
með þér, elsku amma, og ykkur
afa eru mér svo dýrmætar og
gáfu mér svo mikið. Þér þótti það
oft mikið kvabb að biðja um að-
stoð, að skutla þér til læknis, í
búð eða í hárgreiðslu en það var
það síður en svo, mér þótti svo
vænt um þessar stundir og naut
hverrar einustu.
Elsku amma, þín verður sárt
saknað og hafa síðustu vikur ver-
ið eilítið tómlegar. Engar fréttir
af ömmu og engar heimsóknir til
þín. Elmar spyr um langömmu
sína og biður um að kíkja í heim-
sókn, honum þótti alltaf gott að
koma til þín. Við erum þakklát
fyrir allar minningarnar með þér
og munum ylja okkur við þær. Ég
veit að þú ert komin á betri stað
og afi hefur tekið vel á móti þér.
Takk fyrir allt, elsku amma, við
sjáumst síðar.
Þín
Brynhildur.
Látin er vinkona mín og ein-
stök kona, Brynhildur Garðars-
dóttir frá Patreksfirði. Hún hafði
um árabil átt við erfið veikindi að
stríða og bjó síðustu árin á
Hrafnistu í Hafnarfirði. Með
heimsóknum til hennar endur-
nýjuðum við vinskap okkar og
áttum þar margar ánægjulegar
samverustundir. Við vorum bæði
Patreksfirðingar, en segja má að
kynni okkar yrðu ekki fyrr en ár-
ið hennar í Verslunarskólanum,
1942-1943, þar sem hún eignaðist
ágætis vinkonur. Eftir heimkom-
una gerðist hún einkaritari föður
síns, Garðars Jóhannessonar,
framkvæmdastjóra Ó. Jóhannes-
son og Co., þ.e. Vatneyrarbræðra
á Patreksfirði. Í júní árið 1946 fór
Brynhildur til Englands og hóf
nám í virtum kvennaskóla,
Wylombe Abby School í Eng-
landi. Í Englandi dvaldi hún í tvö
ár og öðlaðist mikla reynslu og
góða menntun. Svo vildi til að ég
tók við starfi hennar á skrifstofu
Garðars vorið 1946 og átti þar
ánægjulegar samverustundir
með föður hennar. Eiginmaður
Brynhildar var kær vinur minn,
Jakob Helgason frá Patreksfirði.
Haustið 1947 höfðu örlögin hagað
því svo, að forystumenn áður-
nefnds fyrirtækis sendu okkur
Jakob til Grimsby til dvalar í eitt
ár til að kynnast nýjungum í
rekstri togaraútgerðar og læra
enskuna til fullnustu. Þórarinn
Olgeirsson ræðismaður tók á
móti okkur í Grimsby og kom
okkur fyrir, Jakobi hjá Rinoviu
og mér hjá Grimsby Steam Ves-
sels Insurance Co., sem vá-
tryggði 250 togara. Þarna lærð-
um við margt og mikið og fórum
að vinna hjá Ó. Jóhannesson &
Co. þegar heim kom. Í lok dval-
arinnar kom Garðar með bíl sinn
til Englands ásamt eiginkonu
sinni Láru Proppé, systur hennar
Síu og Brynhildi og kom til
Grimsby til að taka okkur Jakob
með í bílferð um England. Fyrst
var farið til London til að sjá Ól-
ympíuleikana, en þetta var í júlí
1948. Þar sáum við í leikhúsi í
London tvo víðfræga ameríska
söngleiki, Oklahoma og Annie
Get your Gun. Þessi ferð okkar
var einstaklega ánægjuleg og
ógleymanlegt að eiga samleið
með alveg einstöku úrvalsfólki.
Um þetta leyti hafði myndast
kærleikssamband milli Jakobs og
Brynhildar, sem endaði með ást-
ríku hjónabandi árið l950. Þau
áttu heimili á Patreksfirði til árs-
ins 1982, en fluttu þá til Reykja-
víkur. Brynhildur var einstök
kona, einlæg og aðlaðandi og
elskuleg. Hún var hógvær og lít-
illát, einbeitt og viljasterk. Þau
hjónin eignuðust þrjú mannvæn-
leg börn og ólu upp fósturson,
Helga Einarsson, sem var bróð-
ursonur Jakobs. Ég sendi þeim
ásamt systrum Brynhildar mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Brynhildar
Garðarsdóttur.
Þórhallur Arason.
Brynhildur
Garðarsdóttir
Með þakklæti
kveðjum við í dag fé-
lagar í Skálafélaginu
öðlinginn Árna
Sverri Erlingsson. Árni var einn
aðalhvatamaður að stofnun Skála-
félagsins, en tilgangur félagsins
var að endurbyggja Tryggvaskála
á Selfossi. Þáttur Árna verður
aldrei metinn til fjár. Hann lagði
líf og sál í þetta verkefni. Bar
mikla ástríðu fyrir því að sem best
og faglegast skyldi standa að upp-
byggingunni. Hann lagðist í rann-
sóknarvinnu á sögu hússins og
marga aðra þætti rannsakaði
hann og deildi með okkur hinum.
Árni Sverrir
Erlingsson
✝ Árni SverrirErlingsson
fæddist 3. júlí 1935.
Hann lést 2. júlí
2019.
Útför Árna
Sverris fór fram 16.
júlí 2019.
Hans leiðarljós var
að allt yrði fært til
uppruna síns;
gluggar, hurðir, litir
á veggi, allt ætti að
vera eins og það var
í gamla daga.
Þegar ráðist er í
svona stórvirki eins
og að endurbyggja
Tryggvaskála, elsta
hús Selfossbæjar, þá
er það ómetanlegt
að hafa slíkan fagmann eins og
Árna og þá bræður báða, Árna og
Sigurjón, í broddi fylkingar.
Ástríða, hvatning, fagmennska og
eljusemi, allt þetta gaf Árni af sér
í þetta verkefni. Það voru forrétt-
indi og raunar upplifun að kynn-
ast öllum þessum eiginleikum hjá
sama manninum. Verða vitni að
því að einstaklingur er tilbúinn að
leggja allt þetta í verkefni sem er
ekki til hagsbóta fyrir hann sjálf-
an heldur til hagsbóta fyrir sam-
félag okkar, söguna og raunar
landsmenn alla.
Tryggvaskáli er staðarprýði á
Selfossi og þar er hlutur Árna
ómetanlegur.
Falleg minning þín lifir í verk-
um þínum.
Við vottum fjölskyldu hans
okkar dýpstu samúð.
F.h. Skálafélagsins,
Bryndís Brynjólfsdóttir.
Maður stendur fyrir framan
hóp af fólki. Hann bendir í allar
áttir, þekkir hverja einustu þúfu
og segir skemmtilegar sögur sem
tengjast staðháttum. Þannig
minnast örugglega margir sam-
starfsmenn úr Fjölbrautaskóla
Suðurlands Árna Sverris Erlings-
sonar sem við kveðjum í dag.
Árni hóf störf við Fjölbrauta-
skóla Suðurlands við stofnun hans
1981. Hann tók að sér kennslu í
tréiðnaðardeildinni og sinnti
henni allt þar til hann lét af störf-
um fyrir aldurs sakir. Fag-
mennska var honum í blóð borin
og fengu margir væntanlegir tré-
smiðir að njóta frábærrar leið-
sagnar hans í gegnum tíðina.
Ávallt var vel látið af kennslu
hans og var hreint til fyrirmyndar
hvernig hann kom fram við unga
fólkið, kenndi því grunnatriði iðn-
arinnar og lagði áherslu á snyrti-
mennsku á verkstæðum og vinnu-
stöðum.
Við sem fengum að njóta þess
að kenna með Árna fengum að
kynnast heiðarlegum og jákvæð-
um einstaklingi sem hafði gaman
af að segja sögur og hafði áhuga á
að kynna sér ýmislegt sem tengd-
ist sögu og staðháttum. Þegar
óskað var eftir sjálfboðaliðum til
ýmissa starfa í tengslum við
starfsmannafélag skólans var
hann ásamt Sirrí sinni ávallt
reiðubúinn til að rétta hjálpar-
hönd. Ekki var verið að velta fyrir
sér greiðslu fyrir störfin heldur
frekar hvernig hægt væri að
vinna þau þannig að allir nytu
góðs af.
Að leiðarlokum eru okkur sam-
ferðamönnum í FSu þakkir í huga
fyrir þá góðu tíma sem við áttum
saman við stofnunina. Árna verð-
ur ávallt minnst með hlýju í huga.
Elsku Sirrí, við sendum þér og
fjölskyldunni allri innilegustu
samúðarkveðjur.
Þórarinn Ingólfsson,
aðstoðarskólameistari FSu.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningar-
greinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar