Morgunblaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019 Gullfiskur Kæliþurrkaður harðfiskur semhámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. 84%prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Tilvalinn með á völlinn í sumar 20. júlí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 125.59 126.19 125.89 Sterlingspund 156.69 157.45 157.07 Kanadadalur 96.14 96.7 96.42 Dönsk króna 18.842 18.952 18.897 Norsk króna 14.594 14.68 14.637 Sænsk króna 13.394 13.472 13.433 Svissn. franki 126.99 127.69 127.34 Japanskt jen 1.1637 1.1705 1.1671 SDR 173.38 174.42 173.9 Evra 140.71 141.49 141.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.8682 Hrávöruverð Gull 1420.9 ($/únsa) Ál 1827.0 ($/tonn) LME Hráolía 63.52 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Hlutabréf Arion banka hækkuðu um 1,54% í viðskiptum í Kauphöll í gær. Ekkert félag hækkaði meira og þá voru viðskipti með bréf bankans langtum meiri en annarra félaga eða 666 milljónir króna. Næstmest var veltan með bréf Marel sem lækkaði um tæpt 1% í viðskiptum dagsins. 134 milljóna króna velta var með bréf Skeljungs sem lækkuðu um 0,73%. Þá nam velta með bréf Icelandair Group 110 milljónum króna og hækkuðu bréf félagsins um 0,56%. Fyrr um daginn höfðu bréfin tekið talsvert meiri kipp upp á við vegna frétta um væntar skaðabótagreiðslur Boeing vegna kyrr- setningar MAX-flugvélaflotans. Þegar leið á daginn höfðu þær fréttir þó minni áhrif en virtist í fyrstu. Bréf Haga lækkuðu um 0,93% í 71 milljónar króna viðskiptum. Kvika hækkaði um 1,23% í 91 milljónar króna viðskiptum og þá hækkuðu bréf HB Granda um 0,85% í 18 milljóna viðskiptum. Mest viðskipti í Kaup- höll með bréf Arion STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Valdimar Ármann, forstjóri fjár- málafyrirtækisins Gamma, benti á í tísti fyrr í vikunni að í kjölfarið á því að raunvextir skuldabréfa í Evrópu væru orðnir neikvæðir, hafi þróunin haldið áfram og sé nú komin út í ein- hverja „þvælu“ eins og hann orðar það í tístinu. Með tístinu fylgdi hlekkur í grein á vef- síðunni zero- hedge.com þar sem sagt er að nú beri meira að segja ruslbréf (e. junk bonds) neikvæða vexti, en ruslbréf eru bréf sem gefin eru út af fyrirtækj- um með lélegt lánshæfismat. Lík- urnar á að fá þau lán greidd til baka eru því minni en ella. Alla jafna bera ruslbréf hærri vexti vegna áhættunnar sem þau bera. „Í svona ástandi eins og í dag þá væri skynsamlegast að stinga pen- ingum einfaldlega undir koddann, en stofnanafjárfestar hafa auðvitað ekki þann kost. En svona ódýrt fjármagn ýtir undir mögulega skuldsetningu,“ segir Valdimar í samtali við Morgunblaðið. Lífeyrissjóðir með 30% erlendis Valdimar segir að þetta ástand á fjármálamörkuðum hafi nokkra þýðingu fyrir íslenskt fjármálaum- hverfi. Til dæmis fjárfesti íslenskir lífeyrissjóðir núna að meðaltali 30% eigna sinna erlendis, og ástandið hafi þau áhrif að vænt ávöxtun af erlendum fjárfestingum sé minni. „Ávöxtunin á erlendum eignum sjóðanna hefur verið mjög góð, en það gerir sjóðunum erf- iðara um vik að fjárfesta erlendis þegar vaxtastig er svona lágt.“ Valdimar bendir á að á hinn bóg- inn geti þetta ástand gert Seðla- banka Íslands auðveldar fyrir að lækka stýrivexti og örva hagkerfið, þar sem bankinn horfir alltaf til vaxtamunar við útlönd. „Bankinn hefur verið að lækka vexti og vænt- ingar eru um frekari lækkun á næstunni. En í svona ástandi er vaxtamunur við útlönd ekki að minnka. Það væri ekki óeðlilegt að vaxtamunur við útlönd drægist saman í svona ástandi, því allar töl- ur benda í þá átt og efnahagurinn stendur mun sterkari fótum hér en í mörgum samanburðarríkjum.“ Aðspurður segist Valdimar sjálf- ur vera á þeirri skoðun að rými sé fyrir meiri vaxtalækkun hér á landi. „Vexti mætti lækka af því að við erum nú í ákveðinni kólnun, en einnig út af þessari vaxtalækkun í Evrópu, og svigrúmið er fyrir hendi út af vaxtamuninum. Það eru því allar vísbendingar um að vaxta- stig ætti að geta lækkað hér áfram.“ Bretton Woods gaf stöðugleika Í greininni á Zerohedge.com er rifjað upp að 75 ár séu síðan 44 fulltrúar alls staðar að úr heim- inum komu saman á Mount Wash- ington-hótelinu í New Hampshire til að búa til nýtt alþjóðlegt fjár- málakerfi. Þar var ákveðið að Bandaríkin yrðu ákveðinn mið- punktur í kerfinu, sem fékk nafnið Bretton Woods kerfið, og dró nafn sitt af bænum í New Hampshire þar sem fulltrúarnir hittust. Hug- myndin þar var sú að Bandaríkja- dalurinn yrði með gullfót á genginu 35 dalir hver únsa, en allar aðrar myntir heimsins yrðu tengdar dalnum. Þetta kerfi varð til mikils efnahagslegs stöðugleika um allan heim, eins og rakið er í greininni, og alþjóðlega hafi skuldir lækkað úr 150% af þjóðarframleiðslu við lok heimsstyrjaldarinnar, í um 30% snemma á áttunda áratug síðustu aldar, en um það leyti riftu Banda- ríkjamenn samkomulaginu. Síðan þá hafi skuldir vaxið í 225% af þjóðarframleiðslu. Neikvæðir raunvextir í Evrópu hafa áhrif á Ísland Fjármálakerfi » 75 ár eru síðan Bretton Woods-samkomulagið var gert og Bandaríkjadalur settur á gullfót. » Síðan Bretton Woods- samkomulaginu var rift á átt- unda áratugnum hafa skuldir sem hlutfall af þjóðarfram- leiðslu aukist mikið. » Vextir gætu lækkkað meira hér á landi vegna neikvæðra vaxta í Evrópu.  Meira að segja áhættusöm ruslbréf eru komin með neikvæða raunvexti Valdimar Ármann Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fé Þegar vextir eru neikvæðir væri skynsamlegast að stinga peningum und- ir koddann, segir Valdimar Ármann. Verðmat ráðgjafarfyrirtækisins Capacent á Festi lækkar um rúm 4% frá síðasta verðmati í byrjun árs. Í nýju verðmati metur Capacent hlut- inn í Festi á 125 krónur sem er það sama og markaðsvirði Festar var á degi verðmats. Í dag metur markað- urinn hlutabréf í Festi á 128 krónur bréfið. Afkoma Festar á fyrsta árs- fjórðungi var undir væntingum Capa- cent en rekstrarhagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1,3 milljörðum króna. Rekstrar- áætlun Festar frá því í lok maí gerir ráð fyrir að EBITDA verði um 7,4 til 7,7 milljarðar króna. „Ljóst er því að hinir þrír ársfjórðungarnir þurfa að vera miklu betri ef rekstrarspá á að ganga upp,“ segir greinandi Capa- cent. N1 sameinaðist Festi í september árið 2018 og fékk móðurfélagið nafnið Festi á meðan sá hluti Festar sem áð- ur rak m.a. Krónuna og Elko, heitir nú Hlekkur. Að sögn greinenda Capacent er árstíðasveifla olíufélag- anna hvað mest hjá N1. Er afkoma fé- lagsins best yfir sumarmánuðina en sala á eldsneyti dróst saman í krónum talið og nam 5,3 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi í ár í samanburði við 5,6 á sama tíma í fyrra. Rekstur Elko hef- ur verið þungur sem rekja má til sam- dráttar í efnahagslífinu að mati Capa- cent. Aftur á móti hefur Krónan verið í mikilli sókn á síðustu 2-3 árum og var sala Krónunnar umfram vænting- ar stjórnenda á fyrsta ársfjórðungi 2019 en EBITDA nam 373 milljónum króna. Búast má við góðum fjórða ársfjórðungi hjá Hlekki þar sem sá fjórðungur er gjarnan talinn sterk- astur í smásölu. Hvað Festi í heild sinni varðar þarf rekstrarhagnaður að vera „um 60% hærri á hverjum ársfjórðungi sem eftir lifir árs til að rekstraráætlun gangi upp.“ Grein- andi Capacent hefur ekki trú á því. Morgunblaðið/Eggert Krónan Rekstur Krónunnar hefur verið yfir væntingum stjórnenda. Lækka verðmat á Festi um rúm 4%  Ólíklegt að áætl- anir gangi eftir að mati Capacent

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.