Morgunblaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eitt lítiðskreffyrir mann, eitt risa- stökk fyrir mannkynið.“ Þessi orð Neils Armstrong, er hann steig fyrstur manna fæti á tunglið, hafa nú bergmálað í gegnum söguna í fimmtíu ár. Sú stund markaði einn merkasta áfanga mann- kynsins, á sama tíma og það sýndi hversu agnarsmá við erum í samhengi al- heimsins. Það er ekki hægt að gera of mikið úr því afreki sem Bandaríkjamenn unnu á þessum degi fyrir hálfri öld. Frá þeim degi er John F. Kennedy Bandaríkja- forseti setti bandarísku þjóðinni í frægri ræðu sinni hinn 12. september 1962 það markmið að komast til tunglsins fyrir lok sjöunda áratugarins, og þar til af- rekið loks vannst, liðu rétt rúmlega 2.500 dagar. Það var þrekvirki sem kostaði miklar fórnir, en mann- kynið allt býr enn að af- rakstri þess, og hugur þess leitar nú enn lengra út í sólkerfið. Þegar Kennedy lagði fyrst fram þá hugmynd, rúmlega ári fyrir tungl- ræðu sína, að Bandaríkja- menn gætu komið mönnum til tunglsins og til baka, reyndust 58% Bandaríkja- manna mótfallin hugmynd- inni og Dwight D. Eisenhower, fyrirrennari Kennedys á forsetastóli, taldi hann genginn af göfl- unum, þar sem ekkert gæti réttlætt þann gríðarlega kostnað sem fylgdi þessu fyrirtæki. Það kann að hafa virst á þeim tíma jafnvel enn brjálæðislegra að verja öll- um þessum fjármunum, mannafla og hugviti í þessa vegferð, í ljósi þess að grunnástæða Kennedys til að hefja hana lá ekki í mögulegum vísindalegum ávinningi mannkynsins, heldur einfaldlega í sam- keppni risaveldanna um ár- angur í geimkapphlaupinu, þar sem Sovétmenn höfðu unnið marga sigra. Ken- nedy vann hugmynd sinni hins vegar fylgi á þeim for- sendum að svo háleitt markmið myndi kalla fram allra bestu eigin- leika þeirra sem reyndu að ná því, og átti það ekki bara við um Bandaríkjamenn. Samkeppniseðli kapp- hlaupsins um tunglið hafði þó einn galla. Þegar mark- miðinu var loksins náð, skorti allt í einu tilgang til þess að fylgja hinu mikla afreki eftir. Fimm mann- aðir leiðangrar í viðbót lentu á tunglinu, en áhugi almennings náði ekki sama flugi og í júlí 1969 og árið 1972 var öllum frekari ferð- um mannsins til tunglsins frestað um óákveðinn tíma. Það er fyrst nú í seinni tíð að áhugi fólks hefur vaknað á ný fyrir mönn- uðum leiðöngrum út í sól- kerfið. Að þessu sinni hefur markið verið sett jafnvel enn hærra en til tunglsins, nú á að senda fólk til Mars. Segja má að nýtt geim- kapphlaup sé hafið um það markmið, og stefna að minnsta kosti Bandaríkja- menn og Kínverjar á að senda fólk til Mars á næstu tuttugu árum, og hefur Bandaríkjastjórn einsett sér að koma manni aftur til tunglsins innan næstu fimm ára til að undirbúa ferðalagið til rauðu plán- etunnar. Þá hafa minnst tvö einkafyrirtæki lýst yfir áhuga sínum á að reyna að koma mönnuðum leiðangri til Mars, og jafnvel stíga fyrstu skrefin til þess að gera hann að öðrum dval- arstað mannkynsins í sól- kerfinu. Hvort það takist að koma mönnum til Mars á næstu tuttugu árum er engan veg- inn víst á þessari stundu, og margt sem getur og lík- lega mun fara úrskeiðis á þeirri vegferð. En það er nánast öruggt að á end- anum mun maðurinn stíga sín fyrstu skref á Mars, líkt og Neil Armstrong steig fyrstu skrefin á tunglinu fyrir fimmtíu árum. Það risastökk fyrir mannkynið sem hann tók þar kann ekki að hafa leitt til jafnhraðrar þróunar í könnun sólkerf- isins og menn kunna að hafa vonað þá, en að sama skapi er ljóst að risastökk mannkynsins munu verða fleiri. Hið risastóra stökk var einungis upphafið} Heimur í deiglu F jölmörg þeirra mála sem lögð eru fram á Alþingi fá enga afgreiðslu þar, en eru svo lögð fram á næsta þingi óbreytt í stað þess að af- greiðslu þeirra sé lokið. Fjöldi þingmanna leggur fram mál sem komast ekki í umræðu og hvað þá í gegnum nefnd. Á því þingi sem nú er að líða undir lok bíða 133 mál þess að komast í 1. umræðu og 103 mál eru í nefnd. Á síðasta heila þingi, á þarsíðasta kjör- tímabili, biðu 159 mál eftir 1. umræðu og 74 dóu í nefnd. Mörg af þeim málum hafa verið lögð fram oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. En af hverju skiptir það máli að þingið verði skilvirkara? Sumir á þingi vilja til dæmis alls ekki að þingið verði afkastamikið og vilja helst engu breyta. En skilvirkni snýst ekki eingöngu um afkastagetu heldur líka um að mál séu af- greidd á einn hátt eða annan. Sem dæmi, ef máli er hafnað væri heldur undarlegt að leggja það fram aftur á sama kjörtímabili, þ.e.a.s. án umtalsverðra breytinga. Skilvirk- ara þing myndi spara endurtekningar og gefa þá meiri tíma til þess að afgreiða önnur mál eða til þess að vinna betur þau mál sem fara oft hratt í gegnum þingið, út af sjálfskapaðri tímaþröng. Besta leiðin til þess að ná þessu markmiði er að hætta að láta mál falla niður á milli þinga. Þá þyrfti ekki að end- urtaka 1. umræðu, ekki að eyða tíma nefndarsviðs í endur- uppsetningu á þingmálum, ekki að kalla aftur eftir um- sögnum eða að fá aftur gesti. Það sem meira er: Á fyrstu dögum nýs þings eru engin mál tilbúin til um- ræðu frá nefndum. Það er oft fundarfall hjá nefndum vegna þess að það er ekki búið að vísa neinum málum til þeirra, og eina starf nefndanna á fyrstu dögum þingsins er bara að vísa þeim málum sem þær þó fá til umsagna. Það er yfirleitt fyllt upp í þá daga með því að fá kynningu á þingmálaskrá ráðherra eða að fá kynningu ráðuneyta á stjórnarmálum, áður en umsagnir eru komnar. Ef þingmál myndu ekki falla niður við þing- lok, þá gætu nefndir jafnvel unnið ýmis þing- mál yfir sumarmánuðina (af því núverandi sumarfríið er móðgun við vinnandi fólk) sem væru þá tilbúin til afgreiðslu á nýju þingi. Eftir stendur að sumir vilja halda núverandi fyrirkomulagi. Það er ákveðin leikjafræði á bak við það. Það er auðveldara að svæfa mál, það er auðveldara að taka mál í gíslingu og Alþingi afkast- ar minna. Einnig vill meirihlutinn oft ekki segja nei við mörgum málum, og þar liggur í raun hundurinn grafinn. Meirihlutaræðið, eins og það er stundað hérna á Íslandi, kemur í veg fyrir afgreiðslu mála sem er meirihluti fyrir á þingi, en af því að einn flokkur í ríkisstjórnarhluta segir nei, þá fer málið ekki lengra. Það er skiljanlegt ef málinu fylgir mikill kostnaður en að öllu öðru leyti er það ekki lýð- ræðislegt. Því þarf að breyta. bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Skilvirkara Alþingi Höfundur er þingmaður Pírata. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Búið er að friðlýsa tæpanfjórðung af Íslandi. Alls erbúið að friðlýsa rúmlega22.000 ferkílómetra eða 21,6% af flatarmáli Íslands. Og meira er í pípunum enda til- kynntu stjórnvöld á dögunum að gert yrði átak í friðlýsingum eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Átakið er m.a. fólgið í því að friðlýsa svæði í verndarflokki rammaáætlunar og svæði á eldri náttúruverndaráætlunum, að stofna þjóðgarð á miðhálendinu og að beita friðlýsingum sem stjórntæki á við- kvæmum svæðum, sem eru undir álagi ferðamanna. Þegar Guðmundur Ingi Guð- brandsson, umhverfis- og auðlinda- ráðherra, kynnti átakið hinn 8. júlí sl. skýrði hann frá því að sjö manna starfshópi undir forystu Orra Páls Jóhannssonar hefði verið falið að vinna að framgangi átaksins. Í þessum starfshópi situr m.a. Sigrún Ágústsdóttir lögfræðingur, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Þingvellir voru fyrstir Hún upplýsti Morgunblaðið um að á Íslandi væru nú 115 friðlýst svæði. Þingvellir voru fyrsti stað- urinn sem friðlýstur var formlega árið 1928. Fá svæði voru friðlýst á árunum þar á eftir en á áttunda ára- tugnum jókst fjöldi svæða svo um munar og mörg ný svæði friðlýst. Flatarmál friðlýstra svæða jókst mjög mikið og munar þar sér- staklega um svæði eins og friðland að Fjallabaki (1978) og Þjórsárver (1984). Með stofnun Vatnajökuls- þjóðgarðs árið 2008 jókst flatarmál friðlýstra svæða verulega. Fyrst og fremst er unnið að friðlýsingu svæða samkvæmt stefnu stjórnvalda, til dæmis í náttúru- verndaráætlun og rammaáætlun. Stundum eru svæði tilnefnd til frið- lýsingar af sveitarfélagi eða landeig- endum, eða í sérstökum átaksverk- efnum eins og því sem nýlega var hleypt af stokkunum. Ástæður þess að enn er verk óunnið í friðlýsingum eru marg- víslegar og breytilegar milli tíma- bila, að sögn Sigrúnar. Mismikil áhersla hefur verið lögð á verkefnið af hálfu stjórnvalda og áhugi sveit- arfélaga og landeigenda hefur verið breytilegur. Álag á svæði og teg- undir hefur einnig breyst í áranna rás. Þá hefur lagaumgjörðin stund- um reynst fjötur um fót þótt margt hafi batnað hvað það varðar á und- anförnum árum. „Eins og sjá má af auknum fjárframlögum til land- vörslu, innviða sem og sérstöku átaki í friðlýsingum er mikið lagt í verkefnið þessa dagana og standa vonir til þess að það muni skila sér í fjölgun friðlýstra svæðum á næstu misserum,“ segir Sigrún. Eins og nærri má geta er búið að friðlýsa margar helstu náttúru- perlur Íslands, en þó ekki allar. Þannig var auglýst í vikunni að Umhverfisstofnun áformaði, í sam- ráði við landeigendur, að friðlýsa Goðafoss í Þingeyjarsveit. Enn fremur má sjá á heimasíðu Um- hverfisstofnunar að hafin er vinna við undirbúning að friðlýsingu Geysissvæðisins og nágrennis, innan marka jarðarinnar Lauga. Goðafoss hefur til þessa ekki verið á náttúru- verndaráætlun en var til- nefndur í gegnum fyrrgreint átak í friðlýsingum. Svæðið við Geysi er ekki enn friðlýst en skiljanlega gera margir ráð fyrir að svo sé. Umhverf- isstofnun hefur hins vegar haft sérstaka umsjón með svæðinu. Búið að friðlýsa nær fjórðung af Íslandi Friðlýsingarferillinn er þannig að áform um friðlýsingu eru kynnt í átta vikur. Í kjölfarið er samin tillaga að friðlýsingu, þ.e. friðlýsingarskil- málar og nákvæm afmörkun svæðisins, og í kjölfarið sett í kynningarferli í þrjá mánuði þar sem öllum sem svo kjósa er gef- inn kostur á að gera athuga- semdir við tillöguna. Skoða þarf hvert svæði fyrir sig, þ.e. hvaða skilmálar eru við- eigandi, og er hægt að skoða gögnin á heimasíðu Um- hverfisstofnunar. Nú er til dæmis í gangi friðlýsingarferli fyrir Geysissvæðið í Haukadal. Um er að ræða eitt þekktasta goshverasvæði jarðar og þar er gróður sem er talinn vera einstæður á heims- mælikvarða. Ítarleg kynn- ing á netinu FRIÐLÝSINGARFERILL Sigrún Ágústsdóttir Morgunblaðið/Ómar Geysissvæðið Unnið er að friðlýsingu þessa fjölsótta ferðamannastaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.