Morgunblaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 38
velja á milli en að sama skapi
keppti ég nokkra leiki í fótbolt-
anum, eftir að ég hætti að æfa, en
á endanum valdi ég frjálsar fram
yfir fótboltann. Ég var aldrei alveg
viss í minni sök og svo lenti ég í
meiðslum þarna á ákveðnum tíma-
punkti sem héldu mér frá fótbolt-
anum og þá datt þetta hinum meg-
in.“
Álagið misjafnt eftir árstíðum
María viðurkennir að æfinga-
álagið sé þó nokkurt þegar lögð er
áhersla á margar greinar í einu en
álagið sé þó misjafnt eftir árstíð-
um.
„Skipulagið er öðruvísi og maður
getur ekki farið alveg jafn djúpt í
tæknina í öllum greinunum. Það
þarf að púsla öllu saman þannig að
þetta smelli og ég reyni oft að
skipta æfingunum upp hjá mér yf-
ir daginn. Mesta æfingaálagið er á
uppbyggingartímabilinu og þá tek
ég morgnana kannski í að lyfta en
fer í tækniatriði seinni partinn.
Það er mjög mismunandi hversu
mikill tími fer í þetta hverju sinni
því ein æfing getur verið allt frá
einni klukkustund upp í þrjár
klukkustundir. Þegar ég næ að
skipta þessu upp nýti ég tímann
betur en venjulega en þetta eru
svona kannski tveir til fjórir tímar
á dag þegar mest á lætur en
minna þegar keppnistímabilið er í
fullum gangi.“
Fjölþrautarkonan ítrekar að
þrátt fyrir að álagið geti verið
mikið snýst þetta fyrst og fremst
um gott skipulag, en hún útskrif-
aðist úr Háskóla Íslands í vor.
„Það fer mikill tími í þetta og
frjálsíþróttirnar eru mjög stór
hluti af lífi mínu. Ég er einhvern
veginn orðin vön því að æfa svona
mikið en þetta krefst skipulags
FRJÁLSAR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Fremsta fjölþrautarkona landsins,
María Rún Gunnlaugsdóttir, hefur
alla tíð þurft að skipuleggja tíma
sinn vel enda fer stór hluti af deg-
inum hjá henni í æfingar. María,
sem er fædd árið 1993 og keppir
fyrir hönd FH, vann til verðlauna í
öllum sex greinunum sem hún
keppti í á Meistaramóti Íslands á
Laugardalsvelli um síðustu helgi.
Hún fékk gull í 100 metra
grindahlaupi og spjótkasti, silfur í
hástökki, langstökki og 4x400
metra boðhlaupi og brons í kúlu-
varpi, en hún byrjaði að leggja
áherslu á fjölþraut árið 2011.
„Frá því að ég byrjaði í frjálsum
íþróttum hef ég í raun alltaf verið
í öllum greinum og þannig þróaðist
ég hægt og rólega út í fjölþraut-
ina. Ég hef alltaf verið ágætlega
sterk í nokkrum greinum þannig
að þetta hentaði mér eiginlega bet-
ur en að einblína á einhverja eina
grein. Ég byrjaði að æfa frjálsar
þegar ég var sjö til átta ára gömul.
Ég var kannski meira að leika mér
í þessu en æfa þegar ég var yngri
en ég var líka mikið í fótbolta á
þessum árum og æfði með Víkingi
í nokkur ár. 2011 byrjaði ég svo að
einbeita mér alfarið að sjöþraut-
inni og ég hef í raun æft hana
skipulega síðan.“
María á fimm leiki að baki með
meistaraflokki HK/Víkings árið
2009; fjóra í 1. deild og einn í bik-
ar, en að lokum valdi hún frjálsar
íþróttir fram yfir fótboltann.
„Þegar ég var sextán ára gömul
fóru íþróttirnar aðeins að skarast
og það var mikið æfingaálag í báð-
um greinum. Þá þurfti maður að
sem hefur gengið
mjög vel hingað
til. Ég var að út-
skrifast úr
lyfjafræði úr
HÍ þannig að
ég hef alltaf
verið í ein-
hvers konar
námi með íþróttunum en í
dag starfa ég í Urðarapóteki
og það verður ágætis til-
breyting að prófa að vera í
fullri vinnu samhliða frjálsu
íþróttunum. Vissulega hefur
þetta verið ákveðið púsluspil
í gegnum tíðina en um leið
og þetta kemst inn í daglegu
rútínuna er þetta lítið mál.“
Leyfir sér ýmislegt
María fékk bronsverðlaun í
fjölþraut í Evrópubikarnum á
Madeira á Spáni fyrr í mán-
uðinum og mætti svo beint á
Meistaramót Íslands helgina
eftir, en hún lagði áherslu á
góða næringu og hvíld í að-
draganda Meistaramótsins.
„Þegar það er stórt mót í
vændum þar sem ég er að
fara að keppa í mörgum
greinum tek ég því mjög
rólega á æfingum viku
fyrir mótið. Ég tók þátt í
fjölþraut í Evrópubik-
arnum viku fyrir
Meistaramótið þannig
að ég æfði mjög lítið í
síðustu viku og
þetta snerist
meira um það að
reyna halda mér
ferskri en að æfa
eitthvað sérstaklega mik-
ið. Ég hef alltaf hugsað mjög vel
um sjálfa mig, svefninn og mat-
aræðið án þess að það fari út í ein-
hverjar öfgar. Ég leyfi mér ým-
islegt en passa mig samt sem áður
og það er gott jafnvægi á þessu
hjá mér en þegar í keppni er kom-
ið gef ég mig alla í hverja einustu
grein, hverju sinni, og það er ekki
slakað neitt á.“
Það er nóg fram undan hjá
þessari öflugu fjölþrautarkonu
sem er á leið á Evrópubikarkeppni
landsliða sem fram fer í Skopje í
Norður-Makedóníu dagana 9.-11.
ágúst og síðan tekur við Meist-
aramót Íslands í fjölþrautum um
miðjan ágúst.
„Markmiðið er alltaf að halda
áfram að bæta sig og ná bætingu í
fjölþrautinni. Það er erfitt að láta
alltaf allt smella á sama tíma þar
og maður þarf að beita ákveðinni
taktík í sumum greinum, sér-
staklega í kastgreinunum þar sem
maður fær bara ákveðið margar
tilraunir. Draumurinn er svo auð-
vitað að taka þátt í stórmóti einn
daginn,“ sagði María í samtali við
Morgunblaðið.
María Rún Gunnlaugsdóttir fékk
verðlaun í sex greinum Engar öfgar
í lífsstílnum en gott jafnvægi
Fjölþraut
María Rún
Gunnlaugs-
dóttir var frá
byrjun sterk í
mörgum
greinum.
Púsluspil sem
krefst skipulags
Morgunblaðið/Árni Sæberg
38 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019
Eitt
ogannað
Jón Dagur Þorsteinsson skoraði
sitt fyrsta mark fyrir AGF í dönsku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu í 2:1-tapi
fyrir FC Köbenhavn á Parken í gær-
kvöld. Jón Dagur kom til félagsins í
sumar frá Fulham á Englandi, en lék
sem lánsmaður í Danmörku í fyrra
með liði Vendsyssel. AGF er með eitt
stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í
deildinni.
U20 ára landslið Íslands í körfu-
knattleik komst ekki í undanúrslit B-
deildar Evrópumótsins sem fram fer í
Portúgal. Ísland tapaði fyrir Tékklandi í
átta liða úrslitum í gær, 77:67, þar sem
Bjarni Jónsson var stigahæstur með
20 stig. Hilmar Smári Henningsson
var í lykilhlutverki með 19 stig, 11 frá-
köst og 6 stoðsendingar. Ísland leikur
því um 5.-8. sætið og mætir Hollandi í
dag.
Viðar Örn
Kjartansson,
landsliðsmaður í
knattspyrnu, hefur
hafið æfingar með
rússneska liðinu
Rubin Kazan þó
hann sé ekki búinn
að skrifa undir
samning við félag-
ið. Hann er enn leikmaður Rostov þar í
landi, en Rubin Kazan er að kaupa
hann þaðan og hefur þegar fengið
hann til æfinga þó ekki sé búið að
ganga formlega frá félagaskiptunum.
KA samdi í gær við spænska knatt-
spyrnumanninn Iosu Villar um að leika
með Akureyrarliðinu út þetta keppn-
istímabil. Hann á að fylla skarð Daní-
els Hafsteinssonar sem er farinn til
Helsingborg í Svíþjóð. Villar er 32 ára
miðjumaður og lék síðast með Ibiza í
spænsku D-deildinni en var fyrstu ár
ferilsins með varaliði Real Sociedad.
Danijel Dejan Djuric, sextán ára
leikmaður danska knattspyrnufélags-
ins Midtjylland, tryggði Íslandi sigur á
Lettlandi, 2:1, í vináttulandsleik U18
ára landsliða sem fram fór í Lettlandi í
gær. Danijel skoraði bæði mörk Ís-
lands en liðin mætast aftur á morgun.
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í
enska úrvalsdeildarliðinu Everton
unnu sinn fyrsta sigur á undirbúnings-
tímabilinu í gær. Everton vann þá 1:0-
sigur á Mónakó þegar liðin mættust í
Sviss en það var Seamus Coleman
sem skoraði sigurmarkið. Gylfi var í
byrjunarliðinu og lék í 78 mínútur.
Tindastóll vann ótrúlegan 2:1-sigur
á ÍA í 1. deild kvenna í knattspyrnu á
Akranesi í gærkvöld. Erla Karitas Jó-
hannesdóttir kom ÍA yfir þegar um tíu
mínútur voru eftir en Tindastóll, sem
hafði misst Maríu Dögg Jóhann-
esdóttur af velli með rautt spjald,
jafnaði með marki
Murielle
Tiernan eftir
hornspyrnu
rétt fyrir
leikslok. Tiernan
skoraði svo sig-
urmark Sauðkræk-
inga í uppbótartíma,
einnig eftir hornspyrnu,
og 2:1-sigur Tindastóls
staðreynd. Liðið er í
þriðja sæti með 18
stig en ÍA í því sjö-
unda með 11 stig.
Strákarnir í 21-árs landsliðinu í
handknattleik fengu í gær skell
gegn Noregi, 19:29, í þriðja leik sín-
um á heimsmeistaramótinu á Spáni.
Norðmenn voru með gott forskot í
hléi, 17:11, og juku það í seinni hálf-
leik. Danir unnu Argentínu 31:23
og eru efstir með 6 stig eftir þrjár
umferðir og Þjóðverjar sem fóru
létt með Síle, 39:22, eru með 4 stig
eins og Noregur og Ísland. Orri
Freyr Þorkelsson skoraði 4 mörk,
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og El-
liði Snær Vignisson 3 hvor. Ísland
mætir Danmörku í dag.
Tíu marka tap
gegn Noregi
Morgunblaðið/Ómar
Fjögur Orri Freyr Þorkelsson var
markahæstur gegn Noregi.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir fór auð-
veldlega áfram úr 1. umferð 200 m
hlaupsins á Evrópumóti U20 ára í
frjálsíþróttum í Borås í Svíþjóð í gær.
Hún varð önnur í sínum riðli á 24,06
sekúndum, meira en hálfri sekúndu
frá Íslandsmeti sínu, en var með tí-
unda besta tímann af þeim 16 sem
fóru áfram. Hún hleypur í undan-
úrslitum snemma í dag og mögulega
í úrslitum síðdegis. Valdimar Hjalti
Erlendsson komst í úrslit í kringlu-
kasti, en hann varð í 9. sæti af 27
keppendum með 56,04 metra kast.
Tólf bestu keppa til úrslita á morgun.
Guðbjörg og
Valdimar áfram
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frjálsar Guðbjörg Jóna Bjarna-
dóttir hleypur aftur í Borås í dag.
Eftir að hafa spilað hreint afleitlega á
fyrsta hring The Open-meistara-
mótsins í golfi á fimmtudag verður að
teljast grátlegt að kylfingurinn Rory
McIlroy hafi ekki komist í gegnum
niðurskurðinn eftir ótrúlegan við-
snúning á öðrum hring í gær.
McIlroy, sem er á heimavelli í ár
þar sem leikið er á Royal Portrush-
vellinum á Norður-Írlandi, bætti sig
nefnilega um 14 högg á milli hringja.
Eftir að hafa verið á átta höggum yfir
pari á fyrsta hring lék enginn betur
en hann, og nokkrir aðrir, í gær eða á
sex höggum undir pari. Eftir að hafa
verið afskrifaður af öllum munaði að
lokum aðeins einu höggi að McIlroy
kæmist áfram. Skorið var niður við
eitt högg yfir pari, en McIlroy var á
tveimur yfir og var skiljanlega
svekktur við sjálfan sig eftir byrj-
unina á mótinu.
„Þetta mun verða sárt í einhvern
tíma. Ég var búinn að hlakka mikið
til mótsins í langan tíma og stuðning-
urinn sem ég fékk úti á vellinum var
ótrúlegur. Ég náði ekki að standa
undir væntingum en fólkið á Norður-
Írlandi gerði það svo sannarlega,“
sagði McIlroy, en fleiri stórlaxar sem
komust ekki áfram eru til að mynda
Tiger Woods, Phil Mickelson og
Padraig Harrington.
Holmes og Lowry efstir og jafnir
Það eru hins vegar þeir JB Holmes
og Shane Lowry sem eru í forystu
fyrir þriðja hringinn í dag, samanlagt
á átta höggum undir pari og héldu
sannarlega dampi frá því á fimmtu-
dag. Tommy Fleetwood og Lee
Westwood koma næstir, höggi á eftir.
Eftsti maður heimslistans, Brooks
Koepka, er svo á fimm höggum undir
pari. yrkill@mbl.is
Fjórtán högga viðsnúningur McIlroy
Úr leik Rory McIlroy var grátlega
nálægt þrátt fyrir skelfilega byrjun.
AFP