Morgunblaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 1
Hjartað erá Íslandi
Amma einhelsta fyrir-myndin
Indverjinn Rahul Bharti á að baki
litríkt líf. Í æsku bjó hann meðal
frumbyggja og lærði óhefðbundnar
lækningaaðferðir sem hann notar
í dag til þess að hjálpa fólki.
Hann segir auð engu skiptaþegar kemur að heilsu og vill
hjálpa Íslendingum. Hann eflir
fólk til dáða og tekur ekkert fyrir
en lofar engum kraftaverkum. 10
21. JÚLÍ 2019SUNNUDAGUR
fir 600
gundir
Kristín Péturs-dóttir er meðafslappaðanstíl, en gerirsér far um aðbæta við ein-hverju semkemur áóvart.18 Y
te
Nær helgurtilgangur
Ari Matthíasson Þjóðleik-
hússtjóri segir að leikhúsiðhafi nær helgan tilgangí opinskáu viðtali. 14 Hjónin Sigrún Andrésdóttirog Sigurður Þórðarson hafaræktað garðinn sinn í 50 ár. 20L A U G A R D A G U R 2 0. J Ú L Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 169. tölublað 107. árgangur
LANDSLIÐIÐ ER
TILBÚIÐ FYRIR
HEIMSLEIKA
VÍÐA SJÁST
ENDUR MEÐ
UNGA
FUGLALÍF NÚ Í BLÓMA, 13HALDIÐ Í BERLÍN Í ÁGÚST 12
Natan Dagur Berndsen, 10 ára ís-
lenskur strákur, hitti hálfbróður
sinn, Isak Ahlgren, í fyrsta sinn í
Svíþjóð í fyrradag. Natan Dagur,
Isak og 10 ára drengur í Danmörku
eru allir getnir með gjafasæði sama
manns. Mæður Natans, Katrín Þóra
Víðisdóttir Berndsen og Erla Björk
Berndsen Pálmadóttir, fundu bræð-
ur hans eftir að þær fengu númer
sæðisgjafans og settu í gagnabanka.
Móðir drengsins í Danmörku vildi
ekki koma á tengslum þar sem sonur
hennar veit ekki að hann var getinn
með hjálp sæðisgjafa. Natan og Ísak
fengu alfarið að ráða hvort þeir hitt-
ust og hvernig þeir skilgreina sig.
„Þeir smullu saman og Isak, sem
er einbirni, var mjög spenntur að sjá
bróður sinn,“ segir Katrín Þóra en
bræðurnir þykja mjög líkir þrátt
fyrir að Isak sé talinn mjög líkur
móður sinni, Lottu, og Natan líkur
Katrínu. »4
Bræður sem
vissu ekki
hvor af öðrum
Bræðurnir Natan Dagur og Isak.
Baldur Arnarson
Pétur Hreinsson
Hjörtur J. Guðmundsson
Hér um bil 60 jarðir á Íslandi eru
komnar í eigu erlendra fjárfesta og
viðskiptafélaga þeirra.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í ítarlegri fréttaskýringu um
jarðakaup í Morgunblaðinu í dag.
Talningin byggist á fasteignaskrá
og fréttum og gæti talan verið hærri.
Með kaupunum hafa fjárfestarnir
eignast stór svæði í nokkrum lands-
hlutum og tilheyrandi veiðiréttindi.
Fjárfestirinn James Arthur Rat-
cliffe, sem talinn er ríkasti maður
Bretlands, er sagður að baki upp-
kaupum á tugum jarða. Kaupin eru
gerð í gegnum fjölda félaga. Eignir
Ratcliffes eru metnar á tæpa 1.500
milljarða króna, eða sem svarar
hálfri landsframleiðslu Íslands.
Tengist félagi í Bretlandi
Breska félagið Halicilla Limited er
skráð fyrir hlut í nokkrum félaganna
sem eiga jarðir. Samkvæmt bresku
fyrirtækjaskránni er Ratcliffe eini
hluthafinn í Halicilla Limited.
Ratcliffe er jafnframt sagður að
baki jarðakaupum fjölda félaga sem
eru í eigu félagsins Dylan Holding
S.A. í Lúxemborg. Eins og rakið er í
Morgunblaðinu í dag virðist eignar-
hald félagsins í Lúxemborg hins veg-
ar hvergi skráð og virðist því ekki
vera hægt að fullyrða um það.
Margar stórar jarðir eru til sölu.
Má þar nefna jörðina Þingvelli sem
er 316 hektarar og nærri Stykkis-
hólmi. Útsýni er yfir Breiðafjörð.
Aðgerðir fylgja ekki orðum
Fjölmargir forystumenn í íslensk-
um stjórnmálum hafa lýst þeirri
skoðun sinni opinberlega á undan-
förnum árum að nauðsynlegt sé að
taka umfangsmikil jarðakaup hér á
landi til skoðunar með það fyrir aug-
um að setja þeim ákveðnar skorður.
Þá ekki síst forystumenn núverandi
ríkisstjórnarflokka. Þrátt fyrir það
verður ekki séð að mikið hafi verið
gert í þeim efnum.
Strangari reglur en hér
Jarðakaupum erlendra aðila eru
settar strangari skorður í Danmörku
og Noregi en á Íslandi.
Þannig kemur fram í Morgun-
blaðinu í dag að litlar kröfur séu
gerðar um eignarhald bújarða hér á
landi. Samkvæmt meginreglu 1.
greinar laga um eignarrétt og afnota-
rétt fasteigna, sem gilda m.a. um land
á Íslandi, er áskilið að menn megi
ekki öðlast eignarrétt eða afnotarétt
yfir fasteignum nema þeir séu ís-
lenskir ríkisborgarar eða með lög-
heimili á Íslandi.
EES-borgarar njóta samt sem áð-
ur þess sama réttar hér á landi á
grundvelli EES-samningsins og þá
eru einnig hliðstæðar kröfur gerðar
um þá sem koma að eignarhaldi fast-
eigna í gegnum félög, ýmist alla hlut-
hafana eða meirihluta þeirra.
Um 60 jarðir í eigu
erlendra fjárfesta
Eignarhald á tugum jarða virðist ekki vera formlega skráð
Morgunblaðið/Einar Falur
Selá Ratcliffe við veiðiskap í sumar.
MJarðakaup auðmanna »14-17
Það fjölgaði mjög í höfuðborginni í gær-
morgun þegar farþegar skemmtiferðaskips-
ins Queen Mary 2 stigu frá borði og lögðu
af stað í skoðunarferðir. Farþegarnir eru
alls 2.630 og fóru þeir flestir í skipulagðar
ferðir.
Það var eftirvænting í loftinu þegar
Drottningin lagðist að og margir að fylgjast
með. Queen Mary 2 er lengsta skip sem
hingað hefur komið, heilir 345 metrar.
Enda þurfti það að bakka inn að Skarfa-
bakka því Viðeyjarsundið er ekki nógu
breitt til að hægt sé að snúa skipinu þar.
Drottningin var smíðuð í Frakklandi árið
2003 og er flaggskip Cunard-skipafélagsins.
Vistarverur allar eru stórglæsilegar. »6
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Drottningin langa bakkaði að bryggjunni
Byltingarverðirnir, úrvalssveitir
klerkastjórnarinnar í Íran, fóru í
gær um borð í tvö bresk olíuskip við
Hormuz-sund. Er um að ræða skip-
in Stena Impero og MV Mesdar, en
þegar Morgunblaðið fór í prentun í
gærkvöldi stefndi Stena Impero í
átt að Íran. Um borð eru 23 sjó-
menn, samkvæmt BBC. MV Mes-
dar fékk að halda sína leið. Engir
breskir ríkisborgarar eru í áhöfnum
skipanna.
Jeremy Hunt, utanríkisráðherra
Bretlands, segir þessar aðgerðir
„algerlega óásættanlegar“ og að
nauðsynlegt sé að tryggja för skipa
um alþjóðleg hafsvæði. „Það er al-
gerlega skýrt að ef þetta leysist
ekki fljótt mun það hafa alvarlega
afleiðingar.“
Bandaríkjaher segir aðgerðir Ír-
ana hafa verið vel skipulagðar og
samræmdar, en hraðskreiðir bátar
og þyrla voru m.a. nýtt til að taka
yfir stjórn Stena Impero. Um 30
mínútur voru á milli aðgerða.
Þá efldi Bandaríkjaher eftirlit sitt
með bandarískum skipum á þessu
svæði og voru, samkvæmt CNN,
orrustuþotur notaðar til að fylgjast
með siglingum þeirra. »8
Mun hafa
„alvarlegar
afleiðingar“
Byltingarverðir
tóku yfir breskt skip