Morgunblaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 25
MESSUR 25á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019
Vantar þig
ráðleggingar
við sölu eignar
þinnar?
s 893 6001
Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is
Guðbergur
Guðbergsson
Löggiltur fasteignasali
og leigumiðlari
ÁRBÆJARKIRKJA | Kl. 11 verður sameig-
inleg messa Grafarvogs-, Árbæjar- og Guðríð-
arkirkju við Reynisvatn. Gengið verður frá
Guðríðarkirkju kl. 10.30, en einnig verður
hægt að mæta beint að Reynisvatni við upp-
haf guðsþjónustu kl. 11. Tónlistarflutningur
verður á vegum Ásbjargar Jónsdóttur og Daní-
els Helgasonar, sem leikur á gítar. Prestar
safnaðanna þriggja þjóna. Boðið verður upp á
veitingar eftir messuna.
ÁSSÓKN í Fellum | Messa í Kirkjuselinu,
Fellabæ, kl. 20. Øystein Magnús Gjerde leikur
á gítar og leiðir söng. Sr. Ólöf Margrét Snorra-
dóttir þjónar. Kaffi að messu lokinni.
BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 20. Tónlist í
flutningi félaga úr kór Bústaðakirkju. Messu-
þjónar aðstoða. Prestur er Pálmi Matthíasson.
Kvöldhressing eftir stundina.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur
er Guðmundur Karl Brynjarsson. Birkir Bjarna-
son sér um tónlist.
DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti |
Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30
á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku.
Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau.
kl. 16 er vigilmessa á spænsku og kl. 18 er vi-
gilmessa.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Prestur er
Sveinn Valgeirsson, Kári Þormar og félagar úr
Dómkórnum. Minnum á bílastæðin við Alþingi.
GARÐAKIRKJA | Sameiginleg messa Garða-
og Bessastaðasókna kl. 11. Organisti er Ást-
valdur Traustason og prestur er Hans Guðberg
Alfreðsson.
GRAFARVOGSKIRKJA | Útimessa við Reyn-
isvatn kl. 11. Boðið verður upp á göngu frá
Guðríðarkirkju kl. 10.30 fyrir þá sem vilja. Tón-
listarflutningur á vegum Ásbjargar Jónsdóttur
og Daníels Helgasonar. Boðið verður upp á
veitingar eftir messuna.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Úti-
messa Árbæjar-, Grafarholts- og Grafarvogs-
kirkju við Reynisvatn (Sæmundarskólamegin)
kl. 11. Prestar Karl V. Matthíasson og Sig-
urður Grétar Helgason. Ásbjörg Jónsdóttir tón-
skáld leiðir söng og Daníel Helgason leikur á
gítar. Eftir messuna verður boðið upp á grill-
aðar pylsur. Kirkjuvörður Lovísa Guðmunds-
dóttir.
Lagt af stað frá Guðríðarkirkju kl. 10.30. Boð-
ið verður upp á akstur frá Guðríðarkirkju.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Kristján Valur Ingólfsson prédikar og þjónar
fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur.
Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mót-
ettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er
Kjartan Jósefsson Ognibene. Alþjóðlegt org-
elsumar: Tónleikar laugard. kl. 12 og sunnud.
kl. 17. Yves Rechsteinar organisti frá Frakk-
landi leikur. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud.
kl. 10.30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8 og
hádegistónleikar Schola cantorum kl. 12. Org-
eltónleikar fimmtudag kl. 12.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Helga
Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir
altari. Organisti er Kristján Hrannar Pálsson.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Hjónin Regína
Ósk og Svenni Þór leiða sönginn. Sr. Guð-
mundur Karl Brynjarsson þjónar.
NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr kór
Neskirkju leiða söng. Árni Þór Þórsson guð-
fræðinemi prédikar og sr. Steinunn Arnþrúður
Björnsdóttir þjónar fyrir altari. Blöð og litir í
boði fyrir yngstu kynslóðina. Hressing og sam-
félag á Torginu eftir messu. Nánar á www.nes-
kirkja.is.
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar. Félagar
úr Kór Seljakirkju leiða söng. Organisti er Tóm-
as Guðni Eggertsson.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Í tilefni Skál-
holtshátíðar verður hátíðarmessa kl. 14. Þá
verður einnig útimessa við Þorlákssæti laug-
ardaginn 20. júlí kl. 9 að morgni.
ORÐ DAGSINS: Jesús
kennir af skipi.
(Lúk. 5)
Morgunblaðið/Arnaldur
Hrísey Hríseyjarkirkja.
Víða um land má sjá
rústir eftir verk-
smiðjur sem hófu
rekstur með pomp og
prakt, veittu vinnu um
stundarsakir en var
svo lokað og skildu lít-
ið sem ekkert eftir sig
í samfélaginu. Hugs-
anlega hafa eigendur
farið frá með gróða en
eftir sat samfélag í
sárum ef ekki í rúst.
Sömu sögu er að segja
um útgerðir sem tóku
kvótann úr plássinu og
fóru annað með flota
og vinnslu. Vestfirð-
ingar þekkja mörg
dæmi um brostnar
vonir af þessu tagi.
Þegar kreppan skall
á árið 2008 virtist fátt
til ráða. Þá voru það
náttúrufegurð lands-
ins, fossar, hverir,
jöklar og víðerni sem
ekki brugðust okkur.
Þessi verðmæti okkar
kölluðu á sífellt fleiri ferðamenn
sem áttu drjúgan þátt í því að snúa
efnahagslífinu í gang og auka vel-
sæld. Nú er ferðaþjónustan stærsta
atvinnugrein landsins þökk sé nátt-
úruarfi þjóðarinnar.
Fyrirtæki falla og fara. En nátt-
úruauðæfi í fossum og víðernum
geta staðið um aldir; kynslóðum
framtíðar til framdráttar. Nema við
í græðgi og fávísi okkar spillum
þessum náttúruarfi.
Rafmagn sem mætir
þörfum ekki græðgi
Margir vonuðu og trúðu að upp
væru að renna nýir tímar þar sem
náttúruvernd yrði tekin föstum
tökum þar sýnt hefði verið fram á
að hún væri arðbær á flesta mæli-
kvarða velsældar og sjálfbærar
þróunar. Því miður eru nú mörg
teikn á lofti um að skammtíma-
hagsmunir ráði enn för við landnýt-
ingu og að náttúruvernd lúti enn
sem fyrr ílægra haldi fyrir græðg-
isöflunum. Það liggja fyrir áform
um virkjanir víða um land sem
munu valda óbætanlegu tjóni á
náttúru landsins. Þær eiga bæta
við rafmagnsframleiðslu sem nú
þegar er margföld umfram það sem
samfélagið þarf til daglegra nota.
Rafmagnið á að selja í ýmis verk-
efnis sem hafa óljósan samfélags-
legan ávinning. Svo virðist sem
þeim sé fyrst og fremst ætlað að
færa gróða í hendur eigenda sinna
og þeirra sem vatnsréttindi selja
eða leigja.
Lífeyrissjóðir landsins eru afar
mikilvægar stofnanir. Þeim ber því
að hugsa til langs tíma en ekki um
flýtigróða. Fjárfest-
ingar lífeyrissjóða í
framkvæmdum sem
valda miklum skaða á
náttúru landsins ættu
ekki að eiga sér stað.
Slíkar fjárfestingar eru
áhættusamar og tak-
marka möguleika kyn-
slóða framtíðarinnar til
að njóta og nýta verð-
mæti sem felast í
óspilltri náttúru og víð-
ernum landsins. Þau
verðmæti verða sífellt
eftirsóttari og munu
lifa af margar kyn-
slóðir orkufrekrar
starfsemi sem ýmist
fer á hausinn eða flytur
þangað sem meiri
gróði fæst. Óspillt víð-
erni og náttúra eru öfl-
ugasti lífeyrissjóðurinn
okkar.
Hvalárvirkjun féll á
umhverfismatsprófi
Þessi misserin bein-
ist baráttan gegn
áformum um Hval-
árvirkjun sem mun
spilla víðernum, fossum og vatnafari
á Ófeigsfjarðarheiði á Ströndum.
Þetta er virkjun sem slapp í virkj-
unarflokk rammaáætlunar á fölsk-
um forsendum og kolféll á því prófi
sem felst í mati á umhverf-
isárhrifum. Meint jákvæð áhrif
hennar á samfélag og byggð stand-
ast ekki skoðun. Skipulag hennar
virðist hafa verið gert án samráðs
við alla hluteigandi landeigendur.
Áformaðar rannsóknir gætu valdi
meiri landspjöllum en áður þekkjast
dæmi um við vatnsaflsvirkjanir á Ís-
landi. Til að kóróna þessa ógæfu
hafa virkjunarsinnar reynt að leggja
undir sig Náttúruverndarsamtök
Vestfjarða til að draga máttinn úr
staðbundnum andmælum. Hval-
árvirkjun virðist sem draugur úr
fortíðinni sem þarf að kveða niður.
Landvernd sem samtök þúsunda
Íslendinga fyrir náttúru- og um-
hverfisvernd getur ekki annað en
brugðist hart við áformum um Hval-
árvirkjun. Samtökin hafa því lagt
fram vel rökstudda kæru á fram-
kvæmdaleyfið. Hana má finna á
heimasíðu samtakanna www.land-
vernd.is. Eitt geta bæði félagar og
allir hlutaðeigandi verið vissir um.
Baráttan mun halda áfram af sífellt
meira krafti með stuðningi vaxandi
skara félaga Landverndar. Mögu-
leikar og velsæld kynslóða framtíð-
arinnar er í húfi og baráttan mun
skila árangri. Þeir sem vilja eiga
samleið Landvernd í þessari baráttu
eru velkomnir sem félagar.
Hvalárvirkjun er
fortíðardraugur
Eftir Tryggva
Felixson
Tryggvi Felixson
»Hvalárvirkj-
un slapp í
virkjunarflokk á
fölskum for-
sendum, kolféll
á umhverf-
ismatsprófi og
meint jákvæð
samfélagáhrif
hennar standast
ekki skoðun.
Höfundur er formaður Land-
verndar.
tryggvifel@gmail.com
milliliður milli ACER- og EFTA-
ríkjanna. Valdheimildir ACER lúta
fyrst og fremst að tengingum yfir
landamæri og um samræmingu
tæknilegra málefna, en öfugt á við
það sem ýmsir alþingismenn hafa
haldið fram þá er ljóst við skoðun til-
skipunarinnar að valdheimildir
ACER eru víðtækari og ekki tæm-
andi taldar.
Í orkupakka fjögur sem ESB hef-
ur þegar gefið út er stefnt markvisst
og ákveðið að tengingu allra ríkja
innan svæðisins og mikil áhersla
lögð á miðstýringu í orkumálum, þ.e.
aukin völd ACER og eftirlitsaðila
undir stjórn ACER. Markmiðið er
einn orkumarkaður með miðstýrðu
valdi og eftirliti og aðgangur að vist-
vænni orku fyrir alla. Í því ljósi er
athyglisvert, en eðlilegt miðað við
markmið ESB, að í kynningarriti
ESB um pakkann er sýndur sæ-
strengur milli Skotlands og Íslands.
Miðstýrt vald ACER
Meginreglan er að valdheimildir
eru hjá landsbundnum eftirlits-
aðilum (hér Orkustofnun). Umræður
um hvort valdaframsal sem tengist
tilskipuninni og þeim reglugerðum
sem henni fylgja sé í andstöðu við 2.
og 60. gr. íslensku stjórnarskrár-
innar tengjast einkum 7.-9. gr.
reglugerðar 713/2009 og þá aðallega
8. gr. þar sem ACER hefur bindandi
valdheimildir í tilteknum tilvikum.
Meginhlutverk ACER er að sam-
ræma aðgerðir landsbundinna eftir-
litsyfirvalda þannig að þær sam-
ræmist tilskipuninni og orkustefnu
ESB. Hún gefur út álit og tilmæli
sem beint er til flutningsfyrirtækja
(hér Landsnets með milligöngu
ESA) og eftirlitsyfirvalda og hefur
ákvarðanavald um sérstök tilvik,
t.a.m. tæknileg málefni. Fram-
kvæmdastjórn ESB getur samþykkt
viðmiðunarreglur um aðstæður þar
sem ACER tekur ákvarðanir um
skilyrði og skilmála um rekstrar-
öryggi og aðgang að tengingum yfir
landamæri, þ.m.t. hvað Ísland varð-
ar.
Verði orkupakki þrjú samþykktur
mun íslenskur orkumarkaður og sú
mikilvæga auðlind sem hann byggir
á heyra undir orkustefnu og ákvarð-
anavald ESB. Ég mótmæli því.
»Megintilgangur
orkutilskipana ESB
er að tryggja sam-
bandsríkjum óheftan
aðgang að miðstýrðum
orkumarkaði og auka
hlutdeild vistvænnar
orku innan ESB
Höfundur er viðskiptafræðingur og
laganemi.
Umræðan