Morgunblaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019 Það er sólbjartur júlídagur. Við vin- konurnar sitjum úti á svölum og spjöll- um um lífið og til- veruna. Olga í stuttri sumar- heimsókn frá Svíþjóð og bjartsýni og baráttuandi í öllu hennar tali. Við það tækifæri tókum við af okkur mynd og á henni má sjá þrjár skælbrosandi áhyggjulausar og glaðar konur. Þessi mynd lýsir sambandi okk- ar nefnilega mjög vel. Því þegar við komum saman var einhvern veginn alltaf sól, hláturinn flögr- aði í kringum okkur og tíminn flaug framhjá á örskotshraða. Þessir sumarhittingar eru nú geymdir á besta stað í fjár- sjóðskistu minninganna. Á lífsleiðinni verður stundum á vegi manns einstakt fólk. Fólk sem skilur eftir sig spor í hjarta allra sem eru svo lánsamir að kynnast því. Olga var þannig manneskja. Hún kenndi reyndar bara í eitt ár með okkur i Borga- skóla en það var nóg til að mynda ævilanga ómetanlega vin- áttu. Vináttu sem við verðum alltaf ótrúlega þakklátar fyrir. Ótti er viðbragð, hugrekki er Olga Steinunn Weywadt Stefánsdóttir ✝ Olga SteinunnWeywadt Stef- ánsdóttir fæddist 18. ágúst 1975. Hún lést 1. júlí 2019. Útför Olgu fór fram 19. júlí 2019. ákvörðun og það var svo áberandi í fari Olgu að hún hafði tekið ákvörð- un um að lifa, berj- ast fram á síðustu mínútu og njóta tímans með fjöl- skyldu sinni og vin- um. Hún deildi með okkur hugsunum sínum og lífsbaráttu á facebooksíðunni sinni og gaf okkur vinum hennar stað til að taka þátt í ferlinu með henni. Olga talaði um sjúkdóm- inn sinn og baráttuna við hann með þannig æðruleysi og ein- lægni að það lét engan ósnortinn. Hún var óþrjótandi talsmaður lífsins og ástarinnar og okkur finnst eins og hún hafi gert okk- ur og annað fólk betra með orð- um sínum og framkomu, slík skínandi fyrirmynd var hún. Nú hefur lífsglaði listræni töffarinn okkar yfirgefið þessa jarðvist en hún mun alltaf lifa í minningu okkar, fögur, sólbjört og brosandi. Með sárum söknuði og ást kveðjum við nú að sinni. Fjölskyldu Olgu sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Lífið er núna. Anna Þóra og Sigrún Valgerður. Elsku hjartans Olga mín, ég á svo erfitt með að trúa að komið sé að kveðjustund. Hjarta mitt er fullt þakklætis fyrir dýrmæta vináttu okkar. Um huga minn streyma minningar um þær óteljandi gleðistundir sem við höfum átt í gegnum árin. Þú varst töffari af Guðs náð, trylltur gleðipinni, hugrökk og mesti baráttunagli sem ég hef kynnst. Þú sem sást alltaf það já- kvæða í öllu og öllum minntir okkur hin á það mikilvægasta í lífinu: Að bíða ekki til morguns með það sem við getum gert í dag, að njóta hvers dags, hverrar stundar, hlæja mikið og elska meira. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég bið góðan Guð að vaka yfir Gísla, Sóleyju Diljá, Stefáni Sævari, Gísla Snæ, foreldrum þínum, bróður og öðrum að- standendum á þessum erfiðu tímum. Þín vinkona, Hrefna Björk Ævarsdóttir. Í dag kveðjum við ótrúlega konu sem var hluti af einstökum vinkvennahópi sem kynntist í Ljósinu. Olga var frábær, kenndi okkur að njóta dagsins í dag með fólkinu sem við elskum. Hún var töffari og kennari af guðs náð, hrein og bein og ávallt með húm- or, gleði og hressleika í fyrir- rúmi. Það leiddist engum í kring- um Olgu. Það er sagt að þegar lífið gef- ur manni sítrónur eigi maður að gera límonaði en Olga hætti ekki fyrr en úr hafði orðið heimsins sætasta limoncello. Hún var allt- af drífandi og eyddi ekki tíma í að tala um hlutina heldur var hlutunum hrint í framkvæmd og þeim reddað. Við erum svo lánsamar að hafa búið til margar skemmtileg- ar minningar með Olgu á þeim stutta tíma sem við þekktumst. Hún var til í að prófa nýja hluti og þá skipti ekki máli hvort það var margra daga ferð til Ítalíu, með tilheyrandi túlípanasölu, krækja í heila köku fyrir hópinn, redda afsláttum að ævintýrum eða dýfa pensli í málningu. Það var gott að tala við Olgu, hún gaf sér alltaf tíma til að ræða hlutina og gefa góð ráð. Hún hlustaði án fordóma, af yfirveg- un og ró, og var okkur ómetan- legur fróðleiksbrunnur. Olga skilur nú eftir sig stórt skarð í Mafíósuhópnum okkar. Hugurinn er hjá Sóleyju, Stefáni Sævari og Gísla Snæ sem hún elskaði, dáði og var svo enda- laust stolt af. Og Gísla, ástinni hennar, sem stóð sem klettur með henni i veikindunum. Bros þitt hlýjar, þinn hlátur kitlar. Hvert andartak með þér sem gullið ljós geymt í hjartastað. (Hulda Ólafsdóttir) Minning þín lifir. Agnes, Ásta, Brynja, Guðrún, Helga, Melkorka og Sólveig. Sumt fólk sem maður kynnist í lífinu er minnis- stæðara en aðrir og ánægjulegt að hafa verið því samferða. Lilla frænka mín var svo sannarlega í þeim hópi. Ásdís Svanlaug Árnadóttir ✝ Ásdís SvanlaugÁrnadóttir fæddist 13. ágúst 1928. Hún lést 25. júní 2019. Útför Ásdísar fór fram 19. júlí 2019. Við Lilla vorum bræðradætur og rúmt ár á milli okkar. Helga syst- ir fór til foreldra Lillu 12 ára gömul og sárt að sjá á eftir henni en gleðin var við völd þegar hún og Lilla komu á sumrin og þá vorum við eins og þrjár systur. Ég gleymi aldrei falllega kjólnum sem þær færðu mér fyrsta sumarið sem þær komu en við vorum eins og þríburar. Við vorum allar í eins kjólum sem voru rósóttir með hvítum grunni, teygjustokk í hálsmál og púffermar. Á sólríkum degi fórum við í heimsókn í Uppsali þar sem það voru margir krakkar á okkar reki og lékum okkur í Eyjuleik sem var vin- sælt á þeim tíma. Þeim Helgu og Lillu þótti alltaf gaman að koma í sveit- ina og Lillu þótti sérstaklega gaman að koma í torfbæinn sem þá var á Úlfsstaðarkoti. Þegar bærinn var rifinn sagði hún að nú yrði ekki eins gam- an að koma. Alltaf var gott að heim- sækja Lillu og Valgeir hvort heldur á þeirra heimili eða í sumarbústaðinn og þau voru alltaf tilbúin að taka vel á móti mér og mínum. Lilla frænka var flott kona og alltaf vel til höfð í hælaháu skónum sínum og í pels þegar það átti við og var sannkölluð Reykjavíkurdama eins og sagt var á þeim tíma. Þegar ég flutti suður var mikill sam- gangur á milli okkar Helgu systur og Mansa mannsins hennar og Lilla kom þar oft við sögu en á þeim tíma vorum við allar komnar með börn. Ég lærði margt af Lillu frænku enda var hún snilling- ur í mörgu eins og prjónaskap og matreiðslu og þótti gott að geta gefið af sér til mín og annarra. Börnum hennar, tengda- börnum og barnabarnabörnum votta ég samúð mína. Með vin- semd og virðingu minnist ég frænku minnar Lillu Árna- dóttur. Þórunn Friðriksdóttir. Anna Jóna kem- ur hlaupandi og er mikið niðri fyrir. „Sigga, Sigga,“ dregur mig afsíðis. – Leynd- armál – „Það stóð í blöðunum um mann sem getur gert kraftaverk og hann kemur hingað til Ísafjarðar.“ Þetta var borðleggjandi hjá okkur litlum stelpum, auðvitað myndi mað- urinn byrja á að lækna Gústa pabba hennar Önnu Jónu, sem var bundinn við hjólastól. En dagarnir liðu og ekki bólaði á kraftaverkamanninum. Smám saman fennti yfir þennan at- Anna Jóna Ágústsdóttir ✝ Anna JónaÁgústsdóttir fæddist 22. apríl 1943. Hún lést 8. júlí 2019. Útför Önnu Jónu fór fram 19. júlí 2019. burð eins og annað á þessum árum. Vonbrigði en hafði samt ekki varanleg áhrif á barnatrúna. Við stóðum eftir sem áður þrjár litl- ar stelpur: undirrituð, Anna Jóna og Elsa systir í stífstraujuðum sunnudagakjólum með hárborða, á tröppunum á Mjógötu 7 og stundvíslega kl. 11 hlupum við út í Salem. Svo var jafnvel farið upp á Her (Hjálpræðisherinn) kl. tvö. Er ekki örgrannt um að þarna hafi söngurinn og spilið skipt máli. Enda minnir mig að á Her hafi Anna Jóna lært sín fyrstu grip á gítar. Æskuminn- ingar flögra um hugann. Við fórum í „danskan“ sem var boltaleikur sem þurfti vissa færni í, a.m.k. þegar boltarnir á lofti voru fimm í einu. Á prests- húsinu var upplagður veggur, svo voru allir leikirnir í götunni, engir bílar, nema kannski Kjartansbíllinn ef einhver var lasinn. Bernskan líður. Við orðnar sjö ára og Anna Jóna og fjölskylda flytja. Litlar stelpur verða stórar. Leiðir skilja og leiðir liggja saman. Í Vestur- bænum í Kópavogi verðum við Anna Jóna nágrannar, komnar á Kársnesið með börn og buru, kerru, barnavagn og þríhjól, öslum rauðamölina eins og eng- inn sé morgundagurinn. Lífið brosir við okkur og við treyst- um vináttuböndin. Leitum hvor til annarrar. Ég fer ekki bónleið til búðar ef aðstoðar er þörf og við pössum auðvitað hvor fyrir aðra. Ein minning situr ljóslif- andi í minninu. Anna Jóna kem- ur við hjá mér rétt fyrir jól og ég að klára stafi í sængurver, fremur vandasamt „broderí“. Anna þrífur sængurverið og segir: „Hana, komdu með þetta kona, ég skal klára þetta.“ Á Þorláksmessumorgun hringir Anna Jóna vinkona og segir: „Er búin með þetta, Sigga mín“ og við örkum af stað, mamman og tveir litlir stubbar. Hjá Önnu eru að koma jól. Blessað verið tilbúið á borði, strákarnir fá mjólk og smákökur, svo tekur mín kona gítarinn sinn og við syngjum jólalög. Á leiðinni heim í frost- stillunni erum við í hátíðar- skapi, svona var Anna Jóna, hún var svo ótrúlega góð við þessa litlu stráka og kunni lagið á þeim. Þeir gleyma aldrei gæskunni og góðvildinni hennar Önnu Jónu. Sá yngsti gaf henni nafnið Kókóblogga og móðirin bætti við fyrir framan von. Þannig að nafn hennar varð Anna von Kókóblogga. Tíminn líður og á langri ævi er margt sem drífur á dagana. Við héld- um ævinlega sambandi við Anna Jóna. Vissum alltaf um viðburði í fjölskyldum hvor ann- arrar. Margar dýrar perlur liggja í minningasjóðnum. Við kvöddumst fyrir nokkrum dög- um, góða vinkonan mín sem nú er farin til fegri heima. Við fjöl- skyldan þökkum vináttu sem aldrei bar skugga á. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Sigríður Gunnlaugsdóttir. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Gulli og perlum að safna sér sumir endalaust reyna. Vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina. En viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Þegar ég var sex ára náði Rúnar frændi sér í kærustu og þá datt ég aldeilis í lukkupottinn. Hann náði sér ekkert í venjulega kærustu, hann náði sér í Katrí. Mér þótti strax vænt um „frænku mína“ enda sýndi hún mér strax hversu fallega sál hún hafði að geyma. Helstu áhyggjur mínar voru að nú myndu jólapakkarnir frá Rúnari minnka en þær áhyggjur reyndust óþarfar því ekki fannst gjafmildari kona en Katrí. Hún var svo um- hyggjusöm og góð, hún var límið í fjölskyldunni. Fyrst á staðinn ef eitthvað bjátaði á. Stóra fallega brosið hennar og smitandi hlátur hennar breyttu erfiðum degi í góð- an dag. Því svíður sársaukinn sem nístir hjarta mitt svo sárt og sorgin er óbærileg. Katrí og Rúnar eiga gríðarlega stóran stað í hjarta mínu, þau opn- uðu dyrnar að heimili sínu þegar foreldrar mínir skildu og mig vant- aði samastað tímabundið. Hún hughreysti mig og umvafði mig ást og hlýju, hún kom mér yfir mjög erfitt tímabil, tímabil sem mér fannst engan enda geta tekið. Hún kenndi mér að lífið er ekki alltaf dans á rósum og maður verður að takast á við verkefnin ákveðinn í að sigra þau. Það hefur komið mér í gegnum ótrúlega erfiðar brekkur sem hafa mætt mér á lífsleiðinni. Hún hjálpaði mér að takast á við söknuðinn sem fylgdi því að hafa ekki mömmu mér við hlið. Hún átti það til þegar Rúnar var að vinna á kvöldin að koma okkur fyrir í sóf- anum og horfa á vídeó. Allir sofn- aðir og þá horfðum við á The Beaches sem varð svo mín uppá- haldsmynd, stundum stökk hún upp úr sófanum og dansaði yfir laginu „You are the wind beneath my wings“ meðan ég sat hágrát- andi í sófanum því þetta er sorg- legasta mynd sem ég hef séð. „Maður verður að sjá fegurðina og gleðina í lífinu ef maður ætlar að komast í gegnum það,“ sagði hún þá. Það er einmitt rétt, með gleðina og jákvæðnina að vopni kemst maður ansi langt. Það sýndi hún og sannaði þegar hún barðist af ein- skærri hetjudáð við illvígan sjúk- dóm. Þar sannaðist að hún bjó yfir ótrúlegum innri styrk til að takast á við erfiðleika og nístandi sárs- auka. Seinustu tvö ár hafa verið mjög erfið þar sem ekki var hægt Katrí Raakel Tauriainen ✝ Katrí RaakelTauriainen fæddist 29. maí 1960. Hún lést 10. júlí 2019.Útför Katríar fór fram 19. júlí 2019. að umgangast hana eins mikið og maður vildi. Maður vildi knúsa hana og hug- hreysta en vegna smithættu töluðum við stundum í síma og á samfélagsmiðl- um. Alltaf sendi hún hjarta til baka þegar maður sendi henni skilaboð. Hún kvaddi alltaf með orðunum „við knúsumst eftir smá, ég er miklu betri í dag en í gær“. Ég trúi ekki að ég hafi knúsað þig í hinsta sinn. Elsku Rúnar, Siggi Marcus, Ró- bert, Saara, Brynja og Símon, megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur og veita ykkur styrk á þess- um erfiðu tímum. Elsku fallegu mummosnáðar og skvísa, missir ykkar er mikill, þið voruð gullin hennar. Vertu sæl fallega sál, við sjáumst næst í Sumarlandinu. Ég elska þig. Hrafnhildur Sigurðardóttir. Í dag kveðjum við með trega yndislega samstarfskonu og vin- konu til margra ára. Það má með sanni segja að við höfum dottið í lukkupottinn þegar Katrí kom að máli við okkur og bauð fram starfskrafta sína árið 2004 því hún tók svo sannarlega til hendinni, setti svip sinn á fyrir- tækið með sinni einstöku smekk- vísi og heillaði viðskiptavini sem margir urðu að vinum og héldu tryggð við hana alla tíð. Hún pass- aði líka á svo fallegan hátt upp á samstarfsfólkið sitt sem við vitum að kunni vel að meta það. Á tuttugu ára afmæli Tekk 2018 fékk Katrí þá hugmynd að koma okkur eigendum á óvart og hóa saman öllu því starfsfólki sem starfað hefur við fyrirtækið frá upphafi á kósíkvöldið okkar í nóv- ember. Lagðist hún í mikla vinnu við að ná í allan hópinn þrátt fyrir að vera mjög veik og fengu margir símtal frá henni liggandi inni á Landspítala þar sem viðkomandi var boðaður á kvöldið og engar af- sakanir teknar gildar. Sjálf mætti hún glæsileg eins og alltaf þrátt fyrir að heilsan varla leyfði. Þarna áttum við saman yndislega kvöld- stund með öllu okkar dýrmæta samstarfsfólki í gegnum árin, þökk sé Katrí. Katrí var mikil fjölskyldukona og það var aðdáunarvert að fylgj- ast með henni byggja upp einstak- lega fallegt heimili með Rúnari sín- um utan um börn, tengdabörn og barnabörn sem tíndust inn eitt af öðru í Brekkuásinn. Þeirra missir er óendanlega sár og við vottum þeim okkar dýpstu samúð. Á kveðjustundu viljum við þakka Katrí fyrir allt það sem hún gaf okkur og kenndi. Hún var ein- stakur vinur sem gaf meira af sér, brosti breiðar, hló innilegar og átti stærri faðm en við flest. Telma, Finnur, Elín og Eyþór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.