Morgunblaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019
Látinn er gamall
félagi okkar og vin-
ur, Aðalsteinn Dav-
íðsson. Leiðir lágu
saman í námi og starfi um árabil.
Við minnumst Aðalsteins á há-
skólaárum sem félagslynds og
glaðsinna. Hann lagði rækt við
námið, var hugmyndaríkur og sló
einatt fram óvæntum kenningum
sem gengu þvert á það sem stóð í
námsbókum. Hann varði þær af
fimi og hló jafnframt að, stundum
var óvíst hvort hann trúði sjálfur,
en oft var honum full alvara. Það
er aðal góðs háskólanáms að tor-
tryggja það sem nýtur almenns
samþykkis og leyfa nýjum hug-
myndum að keppa við gamlar.
Eftir að Aðalsteinn lauk prófi í ís-
lenskum fræðum 1966 var hann
um hríð lektor í íslensku við há-
skólann í Helsinki. Á þeim árum
lærði hann finnsku, lagði rækt við
þá tungu og fékkst síðar við þýð-
ingar úr finnsku. Þá vann hann
við samningu sænsk-íslenskrar
orðabókar sem var mikið stór-
virki.
Aðalsteinn var ráðinn kennari
í Menntaskólanum við Tjörnina
1971. Í kennslu naut hann þess
hve fjölfróður og stálminnugur
hann var, kunni ókjör af kveð-
skap og var gjörkunnugur forn-
um bókmenntum, ekki síst forn-
Aðalsteinn
Davíðsson
✝ Aðalsteinn Davíðsson
fæddist 23. mars
1939. Hann lést 14.
júlí 2019.
Útför Aðalsteins
fór fram 19. júlí
2019.
aldarsögum Norð-
urlanda sem hann
hafði mikið dálæti á.
Sjaldan var komið
að tómum kofunum
ef spurt var um eitt-
hvað á hans sviði.
Hann hafði gaman
af að segja sögur og
sögugleðin geislaði
þá af honum. Fyrir
það var hann dáður
af nemendum sín-
um.
Aðalsteinn kenndi í MT, síðar
Menntaskólanum við Sund, í 27
ár, eða til 1998. Hann var því að-
eins 59 ára þegar hann lét af
störfum þar, en kvaðst orðinn
þreyttur á kennslu og hugurinn
stefndi annað. Hann átti enn eftir
góðan áratug af starfsævinni og
þá vann hann fyrst að endurskoð-
un Íslenskrar orðabókar og síð-
ustu árin fram að sjötugu var
hann ráðinn málfarsráðunautur
Ríkisútvarpsins og gegndi því
starfi við góðan orðstír. Margir
minnast hans fyrir spjallþætti í
útvarpinu þar sem hann miðlaði
af þekkingu á málfræði og mál-
sögu.
Aðalsteinn og Gyða kona hans
voru samhent hjón og synir
þeirra þrír hlutu gott uppeldi,
gengu allir menntaveginn og hafa
staðið sig afburða vel, hver á sínu
sviði. Heimilislífið einkenndist af
ráðdeild og iðjusemi. Þau hjón
lærðu bókband og bundu inn
bækur sínar af miklu listfengi.
Aðalsteinn var bráðlaginn í hönd-
um, smiður góður á járn og tré og
gerði við bíla sína sem entust
lengur en algengast er.
Ekki fór Aðalsteinn alltaf al-
faraleiðir. Árum saman fór hann
á reiðhjóli til og frá vinnu þótt
drjúg leið væri úr Löngubrekku í
Kópavogi að Menntaskólanum
við Sund og ekki auðveld á vetr-
um. Á þeim árum hafa líklega
sumir talið þetta sérvisku, sem
og hitt, að á heimili hans var ekki
sjónvarp. Hins vegar heillaðist
hann snemma af tölvum og til-
einkaði sér þær á undan flestum
samkennurum sínum.
Við sem höfðum náin sam-
skipti við Aðalstein, bæði á vett-
vangi náms og starfa og í frí-
stundum, söknum vinar í stað.
Eftir sitja minningar um ótal
skemmtilegar samverustundir og
símtöl sem drógust oft á langinn
þegar Aðalsteinn jós úr fróðleiks-
brunni sínum.
Við gamlir vinir Aðalsteins og
fjölskyldur okkar sendum Gyðu,
niðjum þeirra Aðalsteins og öðr-
um ástvinum innilegar samúðar-
kveðjur.
Eysteinn Sigurðsson,
Páll Bjarnason,
Svavar Sigmundsson,
Tryggvi Gíslason,
Vésteinn Ólason.
Góðvinur og samstarfsmaður í
tugi ára, Aðalsteinn Davíðsson,
er genginn á vit feðra sinna.
Hann er einn af þeim, sem verða
mönnum, sem þeim kynnast,
minnisstæðir ævilangt. Þar kem-
ur margt til. Aðalsteinn bjó yfir
andlegu atgervi og skarpleika
umfram meðalmanninn og mann-
kosti hafði hann mikla. Áhugamál
hans voru óvenju víðfeðm, spönn-
uðu fyrirhyggju búmannsins til
stafrænna tölvulausna og hann
bjó yfir ótæmandi fróðleik um
gamla tíma, sem hann hafði unun
af að miðla til samferðamanna og
ekki sízt nemenda sinna. Og það
gerði hann af slíkri glaðværð, að
nemendur kölluðu hann „Alla
glaða“. Ekki skemmdi það fyrir,
að hann gat verið seigdrjúgur af
frásögnum sínum og hugdettum,
sem setti litríkan blæ á sérhverja
umræðu.
Aðalsteinn var íslenzkufræð-
ingur að mennt. Alla tíð hélt hann
tryggð við menningararf þjóðar-
innar og þá hugmynd, að forn vís-
dómur ætti enn erindi við fólkið í
landinu. Það má með sanni segja,
að Aðalsteini tókst á undraverð-
an hátt að kveikja slíkan áhuga á
gömlum kveðskap og Íslendinga-
sögum, ekki sízt Eglu, að nem-
endur sátu bergnumdir og heill-
aðir af frásagnargleði kennarans.
Víst er, að hann, ásamt nánustu
samstarfsmönnum, hafði áhrif á
marga, sem fást nú við íslenzk
fræði og skáldskap. Margir
þeirra héldu áfram að leita ráða
hjá sínum gamla lærimeistara
löngu eftir, að þeir luku námi. Oft
naut ég liðsinnis Aðalsteins og
sótti margan fróðleikinn til hans.
Fyrir það skal nú þakkað.
Heimili Aðalsteins og hans
ágætu konu, Gyðu Helgadóttur,
var um margt sérstætt. Þar var
ekki hlaupið til og keyptur ein-
hver óþarfi. Oft sýndi Aðalsteinn
manni stoltur ýmsa búshluti, sem
hann hafði útbúið eða smíðað. Þá
má ekki gleyma fagurlega inn-
bundnum bókum, sem prýddu
heimilið. Þó nokkrum sinnum
komu þau hjón í heimsókn til
okkar Sólveigar hér á árum áður
með nýbakað brauð, sýnu betra
en úr frægustu brauðgerðarhús-
um.
Þessi fáu og fátæklegu orð,
sem hér eru sett á blað, eru í
þakkarskuld við Aðalstein Dav-
íðsson fyrir löng og einstaklega
ljúf kynni, sem veittu mér sanna
ánægju. – Gyðu, sonum og öðru
venzlafólki flyt ég innilegar sam-
úðarkveðjur.
Ágúst H. Bjarnason.
Að fæðast hefur
sinn tíma og að
deyja hefur sinn
tíma segir Prédik-
arinn, eitt af spekiritum Gamla
testamentisins. Hvorugu ræður
maður en þó hið síðara fylgi
óhjákvæmilega hinu fyrra
bregður manni samt alltaf við
þegar kallið kemur. Stefán var
yngstur okkar systkinanna 7 og
alltaf heilsuhraustur og því
kom það sem þruma úr heið-
skíru lofti þegar hann greindist
með æxli fyrir rúmu ári. Þá tók
við meðferð eftir meðferð sem
hann tók vel og stundaði sína
vinnu fram undir það síðasta.
Síðasta hrinan var snörp en
stutt og lífið fjaraði út.
Þegar ég lít til baka sé að
það var í rauninni mjög stuttur
tími sem við vorum saman á
æskuárum. Stefán var varla
farinn að ganga þegar ég fór í
þriggja missera dvöl í sveit, og
mörg sumur eftir það, og svo
fór Stefán í sveit þegar ég fór
að vera heima á sumrin. Sveita-
dvalir urðu oft eftirminnilegar,
ekki síst þegar viðbrigði í heim-
ilishaldi og daglegri önn voru
mikil. Hvað Stefán varðaði var
það dvölin á Selnesi á Skaga við
mikið frelsi dvalarstráka, ekki
síst hvað varðaði sápunotkun.
En strákunum leið vel þar og
varð síður en svo meint af.
Svo skiljast leiðir, útlönd sitt
á hvað og svo Ísafjörður sem
var jú nærri því útland. Sam-
skiptin voru því lengst af stop-
Stefán
Brynjólfsson
✝ Stefán Brynj-ólfsson fæddist
28. ágúst 1952.
Hann lést 11. júlí
2019.
Stefán var jarð-
sunginn 19. júlí
2019.
ul. En það brást
ekki þegar við hitt-
umst að Stefán var
léttur í lund, tott-
aði sína pípu með-
an það var liðið í
húsum og laumaði
inn athugasemd-
um. Og það brást
heldur ekki að
hefði Stefán skoð-
un á einhverju var
það undirbyggt því
hann var víðlesinn og hafði að-
eins skoðun á því sem hann
hafði kynnt sér.
Sem dæmi um þennan hátt
hans er að þegar hann hafði
ákveðið að fara í Egyptalands-
reisu vildi hann að sjálfsögðu
lesa sér til um stóru píramíd-
ana, hann var jú tæknimaður.
Þar dugðu engir bæklingar
heldur 500 síðna doðrantur um
allar hliðar þessara mann-
virkja; hina tæknilegu um efn-
isval og verktæknilegar lausnir
og nákvæmar mælingar og ekki
síður hinar margvíslegu túlk-
anir á píramídanum mikla og
spádómum hans um gang
heimsins.
En dauðinn hefur sinn tíma
eins og Prédikarinn segir og
tilviljunin ræður að útfarardag-
inn, 19. júlí, eru 80 ár liðin frá
fæðingu Önnu systur okkar
sem hélt Stefáni undir skírn
fermingarárið sitt, en hún eins
og elsta systir okkar Ragnheið-
ur, mátti líka lúta fyrir krabba-
meini.
En Prédikarinn segir líka að
það að syrgja hafi sinn tíma og
gleðjast hafi sinn tíma. Nú
syrgjum við góðan bróður, eig-
inmann, föður og afa en þegar
frá líður megum við gleðjast yf-
ir kynnum og samvistum við
Stefán Brynjólfsson.
Ríkharð Brynjólfsson.
Í dag kveðjum við hinstu
kveðju samstarfsmann okkar,
Stefán Brynjólfsson. Með hon-
um er genginn góður félagi og
samferðamaður, sem laut í
lægra haldi í baráttunni við
krabbamein.
Stefán kom til starfa hjá
Fasteignamati ríkisins árið
2006 (nú Þjóðskrá Íslands) og
fluttist þá búferlum frá Ísa-
fjarðarbæ þar sem hann hafði
gegnt starfi byggingarfulltrúa.
Verkefni hans fólust í skrán-
ingu og mati fasteigna og kom
reynsla hans og þekking úr
fyrra starfi þar sér afskaplega
vel.
Þægilegri einstakling í sam-
skiptum er varla hægt að hugsa
sér og átti Stefán gott samstarf
með öllum. Hann var hlýr og
kíminn og virkur í félagslífi
stofnunarinnar. Hann sýndi
metnað og framsýni í verkefn-
um sínum. Því til marks sinnti
Stefán sínu starfi samhliða
meðferðinni við veikindum sín-
um og gerði lítið úr því að með-
ferðin væri honum á einhvern
hátt krefjandi.
Við kveðjum kæran vin og
samstarfsmann með söknuði,
erum þakklát fyrir samveruna
með honum og yljum okkur við
góðar minningar.
Eiginkonu hans, Sigrúnu
Magnúsdóttur, og fjölskyldunni
vottum við innilega samúð okk-
ar á sorgarstundu.
F.h. starfsfólks Þjóðskrár Ís-
lands,
Margrét Hauksdóttir.
Leiðir okkar Stefáns lágu
fyrst saman fyrir um tuttugu
árum, hann þá byggingar-
fulltrúi á Ísafirði en ég starfs-
maður Fasteignamats ríkisins.
Sameiginleg verkefni voru okk-
ar viðfangsefni þá. Það fór vel á
með okkur og þegar Stefán
flutti í bæinn og sótti um vinnu
hjá Fasteignamatinu var málið
auðsótt. Stefán var þannig
náungi að allt varð betra þar
sem hann var. Hann smitaði í
kringum sig svo einstöku and-
rúmslofti. Hann var vinur allra
og allir voru vinir hans. Alltaf
mikil jákvæðni og mikill húmor.
Hann var einnig framúrskar-
andi í öllum þeim verkefnum
sem voru á hans borði en
vinnusemi og hjálpsemi voru
honum svo eðlislæg. Allan tím-
ann sem Stefán barðist harðri
baráttu við sín veikindi reyndi
hann alltaf að mæta til vinnu.
Það var algjörlega ótrúlegt að
fylgjast með honum, í raun fár-
veikum en í vinnu. Hann var
óvenju hress einn dag í júní og
kom í heimsókn í vinnuna. Þá
langaði hann að vita hvort ekki
væri í lagi að hann mætti eitt-
hvað í vinnu þótt hann væri
reyndar með læknisvottorð um
að hann væri óvinnufær. Ég
sagði auðvitað að það hlyti að
vera í lagi en það reyndist hans
síðasta heimsókn á vinnustað-
inn. Það var gott að tylla sér
niður hjá Stefáni í smá spjall
þegar orkuleysið kom yfir
mann og koma aðeins við
nammibarinn hans því þar var
alltaf eitthvað til. Stefáni þótti
gott þegar hann var að einbeita
sér í vinnu að hlusta á gamla
góða tónlist og af einhverjum
ástæðum dettur mér alltaf Stef-
án í hug þegar ég hlusta á
Jethro Tull og vonandi verður
það um ókomna tíð. Ég þakka
Stefáni ómetanlega samfylgd.
Fjölskyldu Stefáns sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Guðjón Steinsson.
Yndislegi eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
AÐALSTEINN FINNUR ÖRNÓLFSSON
vélfræðingur,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður Gullsmára 7,
lést fimmtudaginn 27. júní.
Útför hans fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 23. júlí
klukkan 13.
Elín Eiríksdóttir
Eiríkur S. Aðalsteinsson Ingibjörg Jónmundsdóttir
Aðalsteinn V. Aðalsteinsson Birna Kristbjörnsdóttir
Ragnar Aðalsteinsson Ingibjörg Jónsdóttir
Margrét Aðalsteinsdóttir Steinar Magnússon
Þorbjörg Aðalsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg systir okkar,
SOFFÍA FINNBOGADÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum í
Mosfellsbæ þriðjudaginn 25. júní.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Ingunn Finnbogadóttir
Aðalheiður Finnbogadóttir
og fjölskyldur
Af heilum hug þökkum við öllum þeim sem
hafa sýnt okkur hlýju og vinarhug við fráfall
DAGFINNS STEFÁNSSONAR
flugstjóra
Megi gæfan fylgja ykkur.
Aðstandendur
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
HANNA SIGRÍÐUR HOFSDAL
KARLSDÓTTIR,
Geitastekk 6, Reykjavik,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn
11. júlí. Útför fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn
24. júlí klukkan 13.
Magnús L. Sveinsson
Ágúst Kvaran Ólöf Þorsteinsdóttir
Sveinn Magnússon
Sólveig Magnúsdóttir
Einar Magnús Magnússon
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
NANNA JÓNSDÓTTIR
kennari,
lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. júlí.
Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn
25. júlí klukkan 13.
Valdimar Ólafsson
Jón Ólafur Valdimarsson Nathalie Monika Moser
Þorvaldur Örn Valdimarsson Eydís Benediktsdóttir
og barnabörn