Morgunblaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019
✝ Atli ÖrnSnorrason
fæddist 15. nóv-
ember 1985 í
Reykjavík. Hann
lést 6. júlí 2019 á
Heilbrigðisstofnun
Vestfjarða á Ísa-
firði.
Foreldrar Atla
eru Jóna Kristín
Kristinsdóttir, f. 7.
janúar 1961, og
Snorri Sturluson, f. 20. sept-
ember 1950. Stjúpmóðir Atla er
Erla Eðvarðsdóttir, f. 15. apríl
1963.
Systkini Atla eru 1) Kristinn
Júlíus Smárason, f. 13. desem-
ber 1976, börn hans eru Mikael
Sigurður, f. 6. desember 1999,
og Lilja Jóna, f. 14. júní 2005, 2)
Pálína Björg Snorradóttir, f. 10.
júlí 1980, sambýlismaður henn-
ar er Óli Kristinn Vilmundar-
son, f. 10. febrúar 1973, og börn
Guðný Björk, f. 27. september
1988, Karítas Lind, f. 1. janúar
1992, Aron Björn, f. 10. nóv-
ember 1996, Elvar Örn, f. 21.
mars 2001, og Helgi Páll, f. 29.
nóvember 2005.
Börn Atla og Hrafnhildar eru
Álfheiður Björg, f. 16. ágúst
2010, Óðinn Örn, f. 24. apríl
2012, og Hilmir Örn, f. 2. mars
2018.
Atli ólst upp á Suðureyri við
Súgandafjörð. Hann flutti til
Ísafjarðar 2003 og stundaði nám
við Menntaskólann á Ísafirði.
Atli æfði fótbolta á yngri árum,
hann hafði mikinn áhuga á tón-
list og spilaði á gítar. Atli flutti
til Reykjavíkur 2005 þar sem
hann hóf grunnnám í smíðum.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Keili árið 2013. Atli og Hrafn-
hildur bjuggu í Reykjavík, Mos-
fellsbæ og á Ísafirði þar sem þau
eiga hús við Tangagötu. Atli
starfaði við smíðar, var á grá-
sleppuveiðum og starfaði sem
vaktstjóri í Lágafellslaug og var
vallarstjóri í Íþróttamiðstöðinni
að Varmá í Mosfellsbæ.
Atli Örn verður jarðsunginn
frá Ísafjarðarkirkju í dag, 20.
júlí 2019, klukkan 14.
hennar eru Dag-
björt Lilja, f. 1.
febrúar 1998,
Tryggvi Fannberg,
f. 17. desember
2007, og Kristín
Kolbrún, f. 17. júní
2010. 3) Sturla
Snorrason, f. 5.
febrúar 1997.
Stjúpsystur Atla
eru Adda Bjarna-
dóttir, f. 26. mars
1987, Hulda Bjarnadóttir, f. 3.
ágúst 1988, og Kristey Bjarna-
dóttir, f. 15. janúar 1992.
Atli hóf sambúð með Hrafn-
hildi Hrönn Óðinsdóttur, f. 25.
apríl 1985, árið 2008 og þau
giftu sig 6. febrúar 2018.
Foreldrar Hrafnhildar eru
Hildur Margrét Guðmunds-
dóttur, f. 20. júlí 1965, og Óðinn
Baldursson, f. 28. ágúst 1960.
Systkini Hrafnhildar eru Haf-
steinn Þór, f. 10. apríl 1987,
Í dag kveðjum við góðan vin
og fjölskyldumeðlim, Atla Örn
Snorrason, sem lést þann 6. júlí
eftir erfiða baráttu við krabba-
mein. Á svona tímum getum við
ekki annað en hugsað hvað lífið
getur verið ósanngjarnt og
hverfult. Að ungur maður sé
tekinn frá fjölskyldu sinni og
vinum svona snemma er erfitt
að samþykkja og sættast við.
En um leið áminning um hverf-
ulleika lífsins og vægi þess að
njóta þess og góðra stunda sem
það gefur með fólkinu sem
maður umgengst. Þannig
stundir veitti Atli okkur.
Þegar við systkinin hittum
Atla fyrst vissum við ekki við
hverju mætti búast. Síðhærður
rokkari var ekki beint það sem
við áttum von á. En um leið og
við kynntumst honum sáum við
að Hrafnhildur frænka hafði
valið vel. Hann náði okkur öll-
um með því hvernig hann var.
Það var alltaf þægilegt að vera
í kringum hann, auðvelt að tala
við hann og alltaf tilbúinn til
þess að hjálpa. En það sem
stóð upp úr var jákvæðnin sem
skein frá honum. Hann tókst á
við allt með jákvæðni og lífs-
gleði. Hann leit á alla sem jafn-
ingja sína og hafði aldrei slæmt
orð að segja um neinn, nema
kannski Manchester United og
þeirra aðdáendur. Atli var fljót-
ur að verða stór partur af fjöl-
skyldunni og það þótti öllum
mjög vænt um hann. Það skipti
ekki máli hvort við vorum úti í
Hvalseyjum eða í matarboði hjá
Hildi, hann smellpassaði inn í
þennan hóp og gerði alla hitt-
inga betri.
Þessir frábæru eiginleikar
hans skinu síðan enn betur í
gegn eftir að hann eignaðist
Álfheiði og Óðin. Jafnvel þó
hann hafi verið að glíma við
erfið veikindi þá gerði hann allt
fyrir þau og það var ekkert
nema gleði sem kom frá honum
þegar hann frétti að það væri
von á Hilmi. Hann var algjör-
lega frábær með börnum, elsk-
aði að vera með börnunum sín-
um og gera eitthvað með þeim.
Hann var sá sem mætti í alla
hittinga með börnin sín og
hafði gaman af, sérstaklega ef
það voru kökur í boði.
Atli hafði svo marga kosti og
það sem einkenndi hann var
hlátur hans. Hann smitaði allt
út frá sér með því að hlæja eins
og honum einum var lagið. Já-
kvæðnin og gleðin smitaði út
frá sér, sem hafði góð áhrif á
alla. Meira að segja í gegnum
þessi erfiðu veikindi. Hann
tæklaði þau á ótrúlegan hátt
með jákvæðni, baráttuanda og
lífsgleði. Hann ætlaði að sigrast
á þeim og það var hans hug-
arfar fram á lokastund. Að
fylgjast með honum tækla
þennan tíma kenndi okkur mik-
ið. Að gefast aldrei upp, halda í
vonina og njóta þess að vera til.
Við munum halda í þetta og all-
ar þær góðu minningar sem við
eigum um Atla og ekki hika við
að halda þeim á lofti. Fyrir
börnin hans, Hrafnhildi, okkur
og alla í kringum okkur. Það
mun gera líf allra betra að fá
að heyra hversu einstök mann-
eskja hann var.
Við viljum votta fjölskyldu
og nánustu ættingjum Atla
okkar dýpstu samúð. Hrafn-
hildur, Álfheiður, Óðinn og
Hilmir, við erum hérna til stað-
ar fyrir ykkur og þið megið
alltaf leita til okkar ef eitthvað
bjátar á.
Systkinin,
Guðmundur (Gummi),
Vésteinn, Ingibjörg
og Vigdís.
Það er ótrúlega sárt að þurfa
að sitja og skrifa minningar-
grein um elsku Atla.
Það er ósanngjarnt að svona
ungur maður með lítil börn og
allt lífið framundan þurfi að
kveðja.
Atli var einstakur, fyrir okk-
ur litlu óargadýrin sem vorum
hálfgerðir heimalningar hjá
Jónu var ekkert skemmtilegra
en að fá að vera með Atla.
Hann hafði einstaka þolinmæði
fyrir því þegar við lágum hálfar
undir rúminu hans að reyna að
ná í köttinn Sigga, sem vildi
ekki sjá neinn nema Atla. Við
reyndum samt grimmt. Við gát-
um líka setið endalaust að fikta
í gíturunum hans og aldrei
kvartaði Atli.
Það var merkilegt hversu
mikla þolinmæði hann sýndi
okkur þar sem iðulega var önn-
ur okkar heima hjá honum og
Jónu eftir skóla, með kveikt á
Disney Channel að borða Rice
Krispies-kökur sem við nennt-
um samt ekki að búa til kökur
úr, borðuðum bara beint úr
skál. Það eru ansi margir
Hannah Montana-þættir sem
hann horfði með okkur á, á
meðan hann stal af okkur Rice
Krispies.
Fyrir okkur var Atli rokk-
stjarna með síða hárið sitt, sem
við þreyttumst samt ekkert á
að spyrja hvort við mættum
greiða, bara til að pirra hann.
Hann bað ekki um þessar tvær
auka-„systur“ sem hann fékk
þegar við hálfpartinn réðumst
inn á heimilið, en engu að síður
passaði hann alltaf vel upp á
okkur.
Elsku Atli okkar, við munum
sakna þín mikið. Við munum
halda fast utan um mömmu
þína og passa upp á hana, þar
sem við vitum að hún mun sjá
um að passa alla hina.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Elsku Jóna okkar, Hrafn-
hildur, Álfheiður, Óðinn og
Hilmir, Diddi, Pálína og allir
aðstandendur. Við vottum ykk-
ur innilega samúð á þessum
erfiðu tímum.
Sara Rós og Erla Rut.
Það er skrítið að hugsa til
þess að hinn eini sanni Atli
Rokk hafi kvatt þessa jarðvist.
Þegar við Gemlingar rifjum
upp minningar um okkar mann
er ekki annað hægt en að brosa
í gegnum tárin og skella reglu-
lega upp úr. Stóísk ró hans í
ótrúlegustu aðstæðum og hinn
óborganlegi hlátur voru hans
björtustu litir, en hlátur hans
var svo smitandi að heilt sam-
kvæmi gat legið máttvana þeg-
ar Atli var kominn á gott skrið.
Flestir í okkar vinahóp
kynntust Atla í Menntaskólan-
um á Ísafirði. Klæðnaður hans
og útlit sóttu innblástur sinn í
tíðaranda sjöunda áratugarins;
síðhærður, oft með skegg,
stundum yfirvaraskegg, í rifn-
um gallabuxum og hljómsveit-
arbol. Jafnaðargeð Atla var
aðdáunarvert og féll einstak-
lega vel að blómlegu útlitinu.
Hann var svo afslappaður og
glaðvær, talaði aldrei illa um
nokkurn mann eða setti sig upp
á móti neinum. Hann var bara
með og til í allt. Hvað sem
menn báru undir hann, þá svar-
aði Atli yfirleitt með sínum ein-
kennisorðum: „Já, maður!“ eða
„You know it!“
Þó árin hafi liðið héldum við
Gemlingarnir hópinn og vörð-
um miklum tíma saman. En um
haustið 2017 kom skellurinn.
Atli og Kolbeinn, tveir skær-
ustu gimsteinar hópsins,
greindust báðir með krabba-
mein. Þó róðurinn hafi oft verið
þungur var ótrúlegt að sjá hve
æðrulausir þeir félagar voru,
tóku þessu sem hverju öðru
verkefni og studdu hvor annan
í baráttunni.
Í skugga aðstæðna voru síð-
ustu páskar dýrmætir; þegar
við hittumst allir og áttum góð-
an dag. Það var ónotaleg til-
finning að sjá þessa listamenn
augnabliksins bundna við hjóla-
stól og fara snemma heim
vegna þrekleysis, menn sem
oftar en ekki héldu partíinu
gangandi fram á nótt. Þetta var
síðasta skiptið sem við vorum
allir saman. Skömmu síðar
dreymdi Kolbein að hann væri
að róa kayak á spegilsléttu
Djúpinu. Framan við kayakinn
birtist hvalur sem synti í átt að
sólarupprásinni og Kolbeinn
réri á eftir honum. Eftir
nokkra stund leit hann til baka
og sá að hann var kominn langt
frá landi. Hann hugsaði hvort
hann ætti að snúa við eða elta
hvalinn lengra. Hann fann að
eitthvað togaði í sig en smám
saman fjaraði undan draumn-
um og hann vaknaði. Kolbeinn
sagði Írisi, konunni sinni, frá
draumnum og að hann hefði
fundið svo sterkt fyrir því að
hvalurinn hefði verið Atli.
Nokkrum dögum síðar hrakaði
Kolbeini hratt og hann lést 7.
maí. Tveimur mánuðum síðar
fylgdi Atli svo Kolbeini inn í
sólarupprásina.
Nokkrum dögum fyrir and-
látið spurðum við Atla hvort
hann væri eitthvað kvalinn.
Hann sagðist þá eiginlega ekk-
ert hafa fundið til í líkamanum
mestallt sjúkdómsferlið og
spyrði sjálfan sig oft hvers
vegna hann væri svo heppinn.
Svona var Atli Rokk í hnot-
skurn; maður sem sá ljósu
punktana í tilverunni sama
hvernig vindar blésu.
Við eigum eftir að sakna þín,
elsku vinur. Síðustu mánuðir
hafa verið þungir en við erum
þakklátir fyrir allar stundirnar
sem við áttum saman. Við mun-
um ylja okkur yfir minning-
unum um þig svo lengi sem við
lifum og þinn himneski hlátur á
eftir að hljóma innra með okk-
ur, þangað til við sjáumst næst.
F.h. Gemlinga,
Snævar Sölvason.
Atli Örn
Snorrason
Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag?
Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is.
Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur
í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð
erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti.
Katla Þorsteinsdóttir,
lögfræðingur
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Klettaskóli, Suðurhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Elsku besta eiginkona mín, mamma,
tengdamamma og amma,
GUÐLAUG ERLA PÉTURSDÓTTIR
Lauga á Símstöðinni,
Fagurhólstúni 3, Grundarfirði,
lést á Landspítalanum 18. júlí.
Útför hennar verður gerð frá Grundarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 25. júlí klukkan 13. Innilegt þakklæti til starfsfólks
11G á Landspítala fyrir umönnun, samfylgd og stuðning.
Þau sem vilja minnast Laugu eru hvött til að sýna náttúruvernd
í verki.
Ólafur Guðmundsson
Brynhildur Ólafsdóttir Róbert Marshall
Þórhildur Ólafsdóttir Sveinn H. Guðmarsson
Þorgerður, Lára, Ólafur, Sigurþór og Eyvindur
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma, dóttir,
systir og frænka,
GUÐRÚN HLÍN JÓNSDÓTTIR,
Stigahlíð 34,
lést á líknardeild Landspítalans
sunnudaginn 14. júlí.
Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 22. júlí
klukkan 15.
Steinunn Anna Haraldsdóttir Hallur Árnason
Áróra, Árni Hrafn, Ársól Ella
Elín Heiðdal
Jón Baldvinsson Signý Jóhannsdóttir
Helena Jónsdóttir, Baldvin Jónsson
Gerður Jónsdóttir, Gísli Jónsson
Katrín Guðmundsdóttir og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
LEIF ØSTERBY CHRISTENSEN
rakari,
lést á Ljósheimum 16. júlí.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju
þriðjudaginn 23. júlí klukkan 11.
Svandís Jónsdóttir
Hermann Østerby Carolyn Østerby
Ævar Østerby Guðbjörg Friðriksdóttir
Sesselja Østerby Freyr Bragason
Haraldur Ingi Magnússon Guðfinna Rósantsdóttir
Helga Björg Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
AUÐUR SKÚLADÓTTIR,
Norðurbakka 17a,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
föstudaginn 12. júlí. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði miðvikudaginn 24. júlí klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á minningarsjóð blóð- og
krabbameinslækninga Landspítala.
Gunnar Ámundason
Þuríður Edda Gunnarsdóttir Gunnar Beinteinsson
Auður Erla Gunnarsdóttir Jón R. Björnsson
Ásta Björk, Auður Ýr, Andrea Helga, Rebekka og Helga Sif
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
GUÐBJÖRG VIGNISDÓTTIR,
Lautasmára 1, Kópavogi,
áður til heimilis á Akureyri og
Kópaskeri,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í
Hafnarfirði mánudaginn 15. júlí. Útförin fer fram frá
Digraneskirkju föstudaginn 26. júlí klukkan 15.
Þeir sem vilja minnast Guðbjargar vinsamlegast láti
Alzheimersamtökin njóta þess.
Kristján Ármannsson
Sigrún Kristjánsdóttir Valdimar Hafsteinsson
Eva Kristjánsdóttir Anna Pála Kristjánsdóttir
Hafsteinn, Kristján, Guðbjörg,
Árni og Kristján Freyr