Morgunblaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 39
ÍÞRÓTTIR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019 Með því allra skemmtileg- asta við að vera íþrótta- blaðamaður er að tala við fólk í miðri sigurvímu. Íþróttafólk sem er nýbúið að vinna titil eða ein- staklega sætan sigur. Maður fær aðeins að taka þátt í gleðinni, sem er ósvikin. Viðtal sem ég tók í vikunni við Rúnar Pál Sigmundsson, þjálfara karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta, er eitt af mínum uppá- halds. Pólitíkin er lögð til hliðar og Rúnar sagði mér í geðshrær- ingu hversu stórkostlegt það hefði verið að tryggja sig áfram í Evrópukeppni með marki í upp- bótartíma í framlengingu. Nú er ég enginn Stjörnu- maður en ég naut þess mjög að smitast af sigurgleðinni með Rúnari. Svona augnablik eru ástæða þess að íþróttamenn eru í íþróttum og fólk hefur gaman af því að fylgjast með þeim utan frá. Annað minnisstætt viðtal er við ónefndan landsliðsmann í handbolta sem var nýbúinn að vinna titil. Var hann kominn á þriðja bjór og rétt að byrja. Hann útskýrði fyrir mér að það væri allt í lagi að fá sér fleiri en þrjá þar sem það væri meira en þrír dagar í næsta leik. Ég gerði honum þann greiða að skrifa ekki upp allt við- talið, enda einhver möguleiki að hann hefði séð eftir því daginn eftir. Svo er það hin hliðin á þessu. Að tala við íþróttamenn sem eru nýbúnir að tapa á ótrúlega svekkjandi hátt. Íþróttamenn sem vilja alls ekkert tala um hvernig það hafi verið að tapa naumlega, fimm mínútum eftir leikinn. Ég finn stundum til með þeim. Viðtöl eru hluti af þessu, hvort sem þú vinnur eða tapar. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is EM U20 karla B-deild í Portúgal: Átta liða úrslit: Tékkland – Ísland................................. 77:67 Holland – Belgía ................................... 70:75 Rússland – Búlgaría........................... 105:66 Portúgal – Georgía ............................... 96:85  Ísland mætir Hollandi í dag í keppni um 5.-8. sæti mótsins og síðan annaðhvort Búlgaríu eða Georgíu í leik um 5. eða 7. sætið á morgun.  KNATTSPYRNA Mjólkurbikar kvenna, undanúrslit: Meistaravellir: KR – Þór/KA ................ L14 Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Würth-völlur: Fylkir – ÍBV ................... S16 Greifavöllur: KA – ÍA ............................. S17 Víkingsvöllur: Víkingur R. – Valur... S19.15 Meistaravellir: KR – Stjarnan.......... S19.15 1. deild karla, Inkasso-deildin: Ásvellir: Haukar – Fjölnir ..................... L14 Rafholtsvöllur: Njarðvík – Þróttur R... L14 Vivaldi-völlur: Grótta – Víkingur Ó ...... L14 Grenivíkurvöllur: Magni – Leiknir R ... L16 Varmárvöllur: Afturelding – Þór .......... L16 Framvöllur: Fram – Keflavík ........... S19.15 2. deild karla: Nesfiskvöllur: Víðir – Leiknir F....... L13.30 Olísvöllur: Vestri – Völsungur............... L14 Hertz-völlur: ÍR – Tindastóll................. L14 Eskjuvöllur: Fjarðabyggð – Selfoss ..... L14 3. deild karla: Vilhjálmsv.: Hött/Hug. – Kórdrengir ... L14 Sindravellir: Sindri – Reynir S.............. L14 Vopnafjörður: Einherji – Skallagrímur L14 Ólafsfjarðarvöllur: KF – Álftanes......... L16 2. deild kvenna: Boginn: Hamrarnir – Álftanes .............. L16 Vilhjálmsvöllur: FHL – Grótta ........ L16.30 Sindravellir: Sindri – Grótta .................. S16 UM HELGINA! DÓMARAMÁL Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Mikill vilji er til þess innan Knatt- spyrnusambands Íslands að fjölga konum í dómgæslu hér á landi. Ekki einungis til þess að dæma hjá konum, enda hafa kvendómarar sannarlega sannað sig í karlabolt- anum, heldur til þess að jafna kynjahlutfallið í hópi dómara og fá fleiri til starfa. Markvissar aðgerðir sambandsins til þess að fá fleiri konur í greinina hafa hins vegar skilað litlum árangri. Evrópska knattspyrnusam- bandið, UEFA, hefur reynt að hvetja landssambönd sín til þess að fjölga konum í dómgæslu og vill hafa þá ásýnd að konur dæmi hjá konum í efstu deildum Evrópu. Það er ekkert sem stefnir í að slíkt verði hægt hér á landi á næstu ár- um. Það sé ekkert því til fyrirstöðu að áhugasamar konur geti náð langt í dómgæslu, stígi þær fram. Morgunblaðið ræddi þessi mál, og dómgæslu hér á landi almennt, við þá Guðna Bergsson, formann KSÍ, og Magnús Má Jónsson, dóm- arastjóra KSÍ, í vikunni. „Við erum alltaf að velta því fyrir okkur hvernig við getum fengið fleiri konur til starfa, bæði í dóm- gæslu og þjálfun. Við erum að reyna að koma með úrræði til þess að fá betra kynjahlutfall í þeim efn- um. Það hefur ekki alveg gengið sem skyldi, en við erum alltaf að reyna og það er stefna okkar og verður áfram. Vonandi fjölgar kon- um í dómgæslu, í iðkendafjölda, í stjórnum félaga og sem þing- fulltrúar. Það er markmið okkar,“ segir Guðni. Konur fengju betri þjónustu Dæmi um þær markvissu að- gerðir sem KSÍ hefur ráðist í er að halda dómaranámskeið fyrir konur, auk þess sem leitað var til nokk- urra félaga og þau virkjuð til þess að finna konur sem væru tilbúnar til þess að dæma. „Það komu nokkrar og við reyndum að styðja þær á allan hátt, en það skilaði í raun engu. Við höldum áfram að reyna og ef það er einhver þarna úti sem hefur áhuga, þá bara endilega hafa sam- band. Ekki bara til þess að dæma hjá konum, heldur dæma eins og viðkomandi treystir sér til. Sem byrjandi fengi viðkomandi í raun miklu betri þjónustu en karlarnir. Við reynum að hjálpa þeim að ná fótfestu í þessu eins og kostur er,“ segir Magnús. Á heimasíðu KSÍ eru tilgreindir sex milliríkjadómarar og átta milli- ríkjaaðstoðardómarar. Ein kona er í hvorum hópi; Bríet Bragadóttir sem dómari og Rúna Kristín Stef- ánsdóttir sem aðstoðardómari. Þá er Eydís Ragna Einarsdóttir á lista sambandsins yfir landsdómara og er eina konan af 47 dómurum á þeim lista. Magnús tekur Rúnu Kristínu sem dæmi; hún hafi unnið sig upp í efstu deild karla og verið einn besti aðstoðardómari deild- arinnar. Það væri óskandi að fleiri fetuðu í hennar spor. Deildum raðað eftir styrkleika Fyrr í sumar var nokkur um- ræða um muninn á dómgæslu í efstu deildum karla og kvenna, meðal annars á síðum þessa blaðs, þar sem það var gagnrýnt að bestu dómarar landsins dæma sárasjald- an í efstu deild kvenna. Magnús út- skýrir að það sé nokkurs konar styrkleikaröðun sem þekkist í öðr- um löndum sem ráði för. Þar er meðal annars tekið tillit til hraða leikja, fjölda brota og fleira. Þar er efsta deild kvenna á pari við 2. deild karla og oftast sömu dómarar þar á milli. Það sé hins vegar fjarri því að slíkt komi niður á dómgæsl- unni í kvennaboltanum. „Alls ekki. Við erum með 55 manna dómaraelítu og dómarinn í efstu deild kvenna er aldrei sóttur út fyrir þann hóp. Þeir sem hafa farið á leiki til dæmis í 2. deildinni sjá það að tempóið er alveg frá- bært. Maður er oft hissa á leikjum þar, C-deild á Íslandi, þar sem eru menn í toppstandi og þokkalega tæknilega góðir. Þú þarft að vera góður dómari til þess að ráða við þessa leiki,“ segir Magnús. Hvergi í nágrannalöndum þekk- ist að sömu dómarar dæmi jafnt í karla- og kvennadeildum. Sums staðar eru dómarar sem dæma bara á öðrum hvorum staðnum. Magnús segir að ef það sé vilji til þess að breyta þessu fyrirkomulagi og hafa sömu dómara í efstu deild- um karla og kvenna geti félögin tekið það fyrir á ársþingi sam- bandsins þar sem það þarf að sam- þykkja. Það sé því hægt að breyta málunum og styrkleikaröðunin er opin fyrir endurskoðun, en núver- andi fyrirkomulag hafi aldrei kom- ið niður á gæðum dómgæslunnar á milli karla og kvenna. Fyrirkomulagið þekkist ekki En stefnan að fjölga konum í dómgæslu hér á landi er ekki til þess að standa undir einhverri hvatningu frá UEFA. Það sé ein- faldlega varanlegt verkefni KSÍ og félaganna að manna öll þau dóm- araverkefni sem falla til á hverju ári. Þau skipti þúsundum. „Ég veit ekki hvort fólk gerir sér grein fyrir umfanginu. Um helgar stöndum við stundum frammi fyrir því að raða 150 mönnum á störf úti um allt land. Þetta er gríðarlegt verkefni að halda þessu gangandi og það er hvergi í nágrannalönd- unum gert svona. Þar raða sam- böndin yfirleitt á 2-3 deildir og svo sjá dómarafélög um annað. Hér röðum við á alla meistaraflokks- leiki, og A- og B-deild í 2. flokki. Við erum með miklu, miklu meira umfang en sambönd í öðrum lönd- um Evrópu. Við höfum líka verið mjög dugleg að búa til dómara og kollegar mínir á Norðurlöndum spyrja mig oft hvernig við förum eiginlega að því. En því miður hafa þeir ekki skilað sér kvennamegin,“ segir Magnús Már Jónsson, dóm- arastjóri KSÍ. Aðspurður segist Guðni ekki endilega hafa áhyggjur af end- urnýjun dómarastéttarinnar, en oft þurfi að hafa mikið fyrir því að manna öll störf sem eru í boði. Það er því alveg ljóst að frekar þarf að fjölga í stéttinni en hitt og hefur KSÍ meðal annars verið að auglýsa eftir dómurum í flestum lands- hlutum. Það sé samspil félaganna og KSÍ að þetta gangi allt saman upp. „KSÍ er ekkert nema aðildar- félögin sem mynda sambandið. Síð- an reynum við að skipuleggja hlut- ina, reynum alltaf að fjölga dómurum og fá fleiri í dómgæsluna. Við reynum að manna öll þessi dómaraverk sem skipta þúsundum úti um allt land. Það hefst yfirleitt alltaf en það þarf að hafa mikið fyr- ir því og við mættum vel hafa fleiri dómara,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Markvissar aðgerðir KSÍ hafa litlu skilað  Erfitt reynist að fá konur til þess að sinna dómgæslu í knattspyrnu hér á landi  Ekki slæmt fyrir efstu deild kvenna að vera í öðrum styrkleikaflokki en karlar Morgunblaðið/Árni Sæberg Vökul augu Bríet Bragadóttir er eina konan í hópi milliríkjadómara hér á landi. KSÍ hefur lengi reynt að greiða götu kvenna í dómgæslu. KR tekur í dag á móti Þór/KA í síð- ari undanúrslitaleik bikarkeppni kvenna í knattspyrnu á Meistara- völlum klukkan 14. Þór/KA hefur aldrei unnið bikarkeppnina en spil- aði til úrslita árið 2013. KR hefur unnið keppnina fjórum sinnum, síð- ast árið 2008, og lék síðast til úr- slita árið 2011. Liðin mættust í Pepsi Max- deildinni fyrir norðan í síðasta mánuði og endaði sá leikur með 2:2 jafntefli. Þór/KA er í þriðja sætinu en KR í því sjötta. Bikarúrslitaleik- urinn fer fram 17. ágúst. KR eða Þór/KA í úrslitaleikinn? Ljósmynd/Þórir Tryggvason Bikar KR og Þór/KA mætast í und- anúrslitum í Vesturbænum í dag. Cloé Lacasse, knattspyrnukona frá Vestmannaeyjum, er á förum frá ÍBV en hún hefur samið við portúgalska fé- lagið Benfica frá Lissabon sem hafnaði í þriðja sæti deildarinnar þar í landi á síðasta tímabili. Cloé, sem er orðin ís- lenskur ríkisborgari og gæti spilað sína fyrstu landsleiki í lok ágúst, hefur leikið með ÍBV frá 2015 og skorað 51 mark í 76 leikjum í efstu deild. Í ár er hún langmarkahæsti leikmaður liðsins með 8 mörk í 9 leikjum. Til að fylla skarð hennar hefur ÍBV fengið Brennu Lovera, 22 ára bandarískan framherja, í sínar raðir. vs@mbl.is Cloé farin til Ben- fica í Portúgal Morgunblaðið/Árni Sæberg Benfica Cloé Lacasse spilar í Portúgal í vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.