Morgunblaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019
D-vítamínbætt
nýmjólk frá MS
fæst nú einnig
án laktósa
NÝTT
Sigtryggur Sigtryggsson
Árni Sæberg
Það var eftirvænting í loftinu
snemma í gærmorgun þegar
skemmtiferðaskipið Queen Mary 2
kom til hafnar í Sundahöfn. Drottn-
ingin er lengsta skip sem lagst hefur
að Skarfabakka, 345 metra langt.
Vegna þess hve skipið er langt
gat það ekki snúið á Viðeyjarsundi
og því þurfti það að snúa út á Sund-
unum og bakka upp að bryggju. Það
verður því greið leið út Sundin þeg-
ar skipið leggur úr höfn síðdegis í
dag.
Um borð í drottningunni eru sam-
tals 3.922, þar af eru farþegar 2.620
og í áhöfn eru 1.292. Allt þetta
starfsfólk sér um að farþegana
skorti ekkert í ferðinni. Langflestir
farþeganna fóru í gær í margvís-
legar skoðunarferðir sem boðið var
upp á um Ísland.
Morgunblaðsmenn fylgdu hópi
starfsmanna Faxaflóahafna í skoð-
unarferð um skipið í gærmorgun.
Skipstjórinn, Chris Wells, ávarpaði
hópinn. Hann er margreyndur skip-
stjóri eins og nærri má geta og hef-
ur áður siglt skipum til Íslands.
Hann sagði að það væri alltaf jafn
gaman að koma hingað og nefndi
sérstaklega hve veðráttan gæti ver-
ið óútreiknanleg. Logn væri eina
stund en hálftíma síðar væri komið
hávaðarok. Mikill vindur getur vald-
ið vandræðum enda skipið risastórt
og tekur á sig mikinn vind. Erna
Kristjánsdóttir, markaðsstjóri
Faxaflóahafna, afhenti Wells skip-
stjóra granítskjöld til minningar um
fyrstu heimsókn skipsins til Reykja-
víkur.
Queen Mary 2 er risastór, tæp-
lega 150 þúsund brúttótonn. Skipið
er smíðað í Frakklandi árið 2003 og
ekkert hefur verið til sparað til að
gera vistarverur glæsilegar.
Salarkynnin sem farþegum er
boðið upp á eru stórglæsileg eins og
nærri má geta. Fjölmargir matsalir
og barir, næturklúbbar, diskótek,
spilasalir, heilsurækt o.s.fv. Á kvöld-
in er lifandi hljómlist á fimm stöð-
um. Um borð eru tveir hljómleika-
og bíósalir, sem taka samtals 1.600
manns í sæti. Tvær söng- og dans-
sýningar eru á hverju kvöldi. Og allt
er þetta innifalið í fargjaldinu.
Káetur, veislusalir og annað til-
heyrandi farþegunum er á 13 hæð-
um í skipinu. Sem sagt, lúxuslíf á 13
hæðum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lúxuslíf á
13 hæðum