Morgunblaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 45
Dîner en Blanc eða Kvöldverður í
hvítu nefnist viðburður sem hóf
göngu sína í París fyrir rúmum þrjá-
tíu árum og hefur síðan verið hald-
inn í sex heimsálfum. Þátttakendur
mæta uppáklæddir í hvítt frá toppi
til táar með eigin veitingar, borð og
stóla í fyrirfram ákveðið almenn-
ingsrými og njóta þess að borða
saman. Í vikunni var viðburðurinn
haldinn í New York í níunda sinn og
tóku um fimm þúsund gestir þátt, en
yfir sextíu þúsund manns voru á bið-
lista. Ekki er hægt að kaupa miða
heldur skrá áhugasamir sig til þátt-
töku upp á von og óvon um að vera
valdir til leiks. Skemmtunin varði þó
heldur stutt þetta árið því skýfall
með tilheyrandi þrumum, eldingum
og hvassviðri neyddi gesti til að
pakka öllu saman nokkrum klukku-
stundum fyrr en áætlað hafði verið.
Fjölmenni Um fimm þúsund manns snæddu saman í Nelson Rockefeller-garðinum í New York.
Blautur kvöldverður í hvítu
AFP
Hvassviðri Viðburðurinn fór vel af stað, en þegar á kvöldið leið hvessti
samhliða mikilli úrkomu sem neyddi kvöldverðargesti til að flýja inn í skjól.
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019
» Tómas R. Einarsson kontra-bassaleikari lék með tríói
sínu, Kóngasveiflu, á Múlanum
fyrr í vikunni. Í dag, laugardag,
kl. 15 kemur hann fram með
Latínbandi sínu á Jómfrúnni við
Lækjargötu. Auk Tómasar eru
Ómar Guðjónsson gítarleikari
og Sigtyggur Baldursson söngv-
ari og slagverksleikari í báðum
sveitum, en í Latínbandinu bæt-
ast við Snorri Sigurðarson á
trompet og Samúel Jón Sam-
úelsson á básúnu og slagverk.
Tómas R. Einarsson og félagar með tónleika víðs vegar um borgina í sumarsólinni
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Mynd Sumir áheyrendur vildu festa augnablikið á filmu. Innlifun Ómar Guðjónsson gítarleikari í miklum ham.
Birta Sólin var hátt á lofti og skein á áheyrendur sem nutu tónlistarinnar.
Tríó Tómas R. Einarsson, Sigtyggur Baldursson og Ómar Guðjónsson fóru á kostum í Hörpu.
Eigandi tyrknesku bókaútgáfunnnar Can hefur
ákveðið að innkalla þýðinguna á Ellefu mínútum eftir
Paulo Coelho eftir að lesandi vakti athygli á óná-
kvæmu orðalagi á einum stað sem breytir uppruna-
legri merkingu textans. Í frétt The Guardian kemur
fram að þýðingin hafi verið endurprentuð 38 sinnum
frá því hún var fyrst gefin út 2004, áður en villan upp-
götvaðist.
Í frumtextanum er því lýst þegar kona gengur inn á
kaffihús og uppgötvar að „Kúrdarnir komi frá Kúrdístan, landi sem ekki er
lengur til heldur skiptist milli Tyrklands og Íraks“. Í tyrknesku þýðingunni
hefur „Kúrdístan“ verið skipt út fyrir „Mið-Austurlönd nær“.
Can Öz, eigandi Can, harmar mistökin og heitir því að þetta verði leiðrétt
fyrir næstu prentun. „Ég veit ekki hver ber ábyrgðina á þessu. Þýðing okkar
er frekar gömul, en útgefendur hafa engan rétt til að breyta textum með
þessum hætti,“ segir hann. Saadet Özen, þýðandi bókarinnar, segist ekki
hafa hugmynd um hvernig villan er tilkomin. Hún er sannfærð um að villan
sé ekki hennar verk, enda hafi hún í öðrum þýðingum sínum ekki hikað við
að nota orðið Kúrdístan. Segist hún aldrei myndu ritskoða bækur sem hún
þýðir. Á fyrri hluta síðustu aldar var bannað að nota orð á borð við Kúrda og
Kúrdístan í Tyrklandi, en Kúrdar eru stærsti minnihlutahópur þar í landi.
Bók eftir Coelho ritskoðuð í Tyrklandi
Paulo Coelho
T ÍBRÁ
Ef keyptir eru miðar á alla
10tónleika raðarinnar fæst
50%afsláttur af miðaverði.
Salurinn.is
2019–20
ÁSKRIFTARSALA
HAFIN