Morgunblaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2019
Hver var Jón Guðmunds-son og af hverju hættihann að tefla? Þessarispurningu hefur stund-
um verið varpað fram og ekki feng-
ist svör en einhverjar undarlegar
skýringar sem ekki er vert að eltast
mikið við. En það liggur fyrir að Jón
Guðmundsson var einn þeirra fimm
Íslendinga sem skipuðu sveit Ís-
lands á ólympíumótinu í Buenos Ai-
res í Argentínu fyrir 80 árum. Aðrir
í sveitinni voru Baldur Möller, Ás-
mundur Ásgeirsson, Einar Þor-
valdsson og Guðmundur Arnlaugs-
son.
Ferðalag þeirra frá Reykjavík til
Antwerpen hófst þann 17. júlí 1939.
Jón vann afrek sem er einstætt í
sögu ólympíumótanna; í úrslita-
keppninni tefldi hann 10 skákir og
vann þær allar – 100% árangur.
Undankeppnina byrjaði hann hins-
vegar á því að tapa þrem fyrstu
skákum sínum, vann þá fjórðu og
svo hófust úrslitin. Af þeirri frammi-
stöðu má draga þá ályktun að það
hafi tekið hann smátíma að vinna úr
þeirri þekkingu og reynslu sem
hann öðlaðist með látlausri tafl-
mennsku um borð í skipinu Piriapol-
is sem flutti flesta keppendur ólymp-
íumótsins frá Antwerpen í Belgíu til
Buenos Aires í Argentínu. Ferðin
tók 23 daga. Samkvæmt farþegalista
sem greinarhöfundur hefur undir
höndum var heimsmeistarinn Alex-
ander Alékín um borð í skipinu.
Íslenska sveitin vann B-úrslita-
keppnina og veglegan farandgrip,
Copa Argentina, sem er í eigu Skák-
sambands Íslands. Þegar undan-
rásum ólympíumótsins var að ljúka
réðust Þjóðverjar inn í Pólland en sá
atburður markaði upphaf seinni
heimsstyrjaldar. Englendingar
hættu keppni og þrír úr sveitinni,
C.H.O.D. Alexander, Harry Golom-
bek og Stuart-Milner Barry, héldu
heim á leið og hófu störf í Bletchley-
garði í Buckingham-skíri, en vinnan
þar hefur fyrir tilstilli kvikmyndar-
innar The Imitation Game öðlast allt
að því goðsagnakenndan sess í sögu
Bretlands og styrjaldarinnar. Eftir
ólympíumótið ákváðu meira en 20
keppendur að snúa ekki aftur til
heimalands síns, sá frægasti var
Pólverjinn Miguel Najdorf.
Í skákum Jóns Guðmundssonar
frá þessu ólympíumóti var slavneska
vörnin áberandi þegar hann hafði
svart. Hann hafði greinilega næman
skilning á þessari byrjun og vann
skákir sínar án þess að andstæðing-
arnir kæmu við mikilli mótspyrnu.
En svo bættust við greinilegir leik-
fléttuhæfileikar. Ég fann nokkur
dæmi frá úrslitakeppninni sem sýna
þetta ótvírætt:
Ól – Buenos Aires 1939; 5. um-
ferð:
Jón Guðmundsson – J. Rebnord
(Noregi)
Hvítur er manni yfir og með unnið
tafl en krafturinn í úrvinnslunni er
mikill:
26. Hg6! De5 27. Hd7 h4 28. Rf5
De1+ 29. Kg2 h3+ 30. Kxh3 Df1+
31. Kh4 Had8 32. hxg7+ Kg8 33.
Dd2!
Einfaldast. Svartur gafst upp.
Ól – Buenos Aires 1939; 6. um-
ferð:
Jón Guðmundsson – O. Neikich (
Búlgaría)
34. Rxe6+! fxe6 35. Hxg8+ Kxg8
36. Dxg6+ Kf8 37. f5! exf5 38.
Hxf5+ Bf6 39. Hxf6+ Rxf6 40. Bc5+!
- og Neikirch gafst upp.
Ól – Buenos Aires 1939; 6. um-
ferð:
Hákon Upsahl (Kanada) - Jón
Guðmundsson
Svartur er peði yfir en hvíti kóng-
urinn hefur nálgast c4-peðið og Jón
sá fram úr því:
30. ... e5! 31. Ke4 f5+!
Óþægilegur hnykkur. Hvítur má
hvorugt peðið taka því þá kemur 32.
… c3 og vinnur.
32. Ke3 f6! 33. h3 Ke6 34. g4 fxg4
35. hxg4 Kd5 36. f5 h6!
- Allur er varinn góður. 36. ... Kxc5
vann líka en ekkert liggur á. Hvítur
gafst upp.
80 ár frá einstæðu af-
reki Jóns Guðmunds-
sonar í Buenos Aires
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Skák- og afmælishátíð KR fór fram með pompi og pragt í sumarblíðunni við
Selvatn á Nesjavallaleið í síðustu viku. 48 skákmenn og -konur á öllum aldri
mættu til leiks, sá yngsti 6 ára og sá elsti 86 ára. Stórmeistarinn Helgi Áss
Grétarsson, fyrir miðri mynd, sigraði, Bragi Halldórsson, t.h., varð annar
og Arnar Þorsteinsson, t.v., hafnaði í 3. sæti.
Ljósmynd/Einar S. Einarsson
Getur verið að sum
stór pólitísk álitamál
hér séu einfaldlega
orðin of flókin til að
ætlast til að íslenskir
kjósendur geti lagt
skynsamlegan dóm á
þau?
Þetta virðist hafa
verið reyndin með
stjórnarskrármálið um
árið, og nú um málefni
orkupakka þrjú frá Evrópusam-
bandinu. Ef þetta væri reyndin með
meirihluta þjóðþrifamála, væru lýð-
ræðislegar forsendur okkar sem
sjálfstæðrar þjóðar líklega brostn-
ar; því þær byggjast á því að skatt-
borgarar kjósi fulltrúa sína á Al-
þingi til að leiða þar mál til lykta
svo kjósendur skilji.
Hliðstætt mál virðist nú undir-
rótin að Brexit; tilraun Bretlands til
að segja sig frá Evrópusambandinu:
Reglugerðaáhrifin frá ESB virðast
vera búin að vefja svo upp á sig í
gegnum tíðina, að almenningur þar
upplifir sig sem berskjaldaða þol-
endur þeirra fyrir ófyrirsjáanlegum
kvöðum; svosem æ meiri fólksflutn-
ingum vegna stækkandi Evrópu-
sambandsins.
Við slíkar aðstæður geta slík
þjóðríki þurft að draga sig í hlé frá
of flóknum alþjóðaskuldbindingum,
til að endurskilgreina verkefnavalið
með einfaldari hætti, þannig að al-
mennir kjósendur nái aftur vopnum
sínum.
Þetta er líkt og með dansmeyna,
sem verður að fá frí frá öllum
áleitnu dansherrunum á dansgólf-
inu, til að snúa sér í nokkra hringi
sjálf, áður en hún velur næsta dans-
herrann!
Og þessir dansherrar sem um-
kringja nú Ísland, bera ekki bara
nöfn einsog ESB og EES, heldur
líka SÞ, EFTA, Norðurlandaráð, og
NATÓ, auk BNA, Rússlands og
Kína; og Norðurheimskautaráðsins.
Líklegt er að flestir þessara er-
lendu aðila myndu því gráta það
þurrum tárum þótt Íslendingar
gæfust upp á þeirri
sérviskulegu örþjóð-
arþrákelni sinni að
reyna að haga sér
einsog sjálfstæð og
fullvalda lýðræðisþjóð;
ólíkt t.d. Grænlandi
eða Færeyjum.
Við verðum því að
geta treyst á sjálfstæð-
isviljann og þorið hjá
sjálfum okkur, frekar
en að treysta alltaf á
að finna kurteislega
gullna meðalvegi í
alþjóðasamskiptum; og verða þá í
vaxandi mæli sem skaplitlir þol-
endur! Slíkt hæfir ekki til lengdar
vilja þjóðar okkar eftir 1918 og
1944!
Ekki er augljóst hvernig þjóðar-
atkvæðagreiðslur geti leyst svona
mál; nema kannski að þær snúist
um að alþingismenn fái ekki aftur
sumarfrí né launahækkanir fyrr en
þeir séu búnir að þaulskipuleggja,
einfalda og sundurliða alla milli-
ríkjapakkasamninga, þannig að al-
menningur sjái ljóslega að þeir séu
ekki að missa þá út úr höndum sér
og kjósenda, vegna ógegnsæis!
Til að enda þessa grein á mál-
efnalegum kveðskap vil ég vitna í
ljóð mitt sem heitir: Utanríkisráðu-
neytið; en þar yrki ég m.a. svo:
EB varð að ESB
og við þá komnir í EES
svo vinstri stjórnin vildi alla leið
en var svo stoppuð af í tíma.
En fiskur spyrðir okkur við Evrópuna:
Þangað fer nú fiskurinn og landinn
og þaðan kemur farandverkafólkið,
svo Evrópa mun verða okkar framtíð
ef utanríkisráðuneytið fær
um það að véla.
Utanríkismálin að
verða of flókin?
Eftir Tryggva V.
Líndal
»Ekki er augljóst
hvernig þjóðarat-
kvæðagreiðslur geti
leyst svona mál.
Tryggvi V Líndal
Höfundur er skáld og menningar-
mannfræðingur.
Jónas Kristján Einarsson
fæddist 16. júlí 1916 á Djúpa-
læk á Langanesströnd, N-Múl.
Foreldrar hans voru hjónin
Einar Vilhjálmur Eiríksson og
Gunnþórunn Jónasdóttir.
Kristján gekk í Alþýðuskólann
á Eiðum og Menntaskólann á
Akureyri og starfaði lengi sem
kennari meðfram því sem hann
orti ljóð, ritstörf urðu aðalstarf
hans 1966.
Kristján sendi frá sér ýmsar
bækur og var afkastamikill
þýðandi. Alls sendi hann frá
sér þrettán ljóðabækur, sú
fyrsta, Frá nyrztu ströndum,
kom út 1943. Heildarkvæða-
safn hans, Fylgdarmaður
húmsins, kom út 2007. Æsku-
minningar hans, Á varinhell-
unni, komu út 1984 og bókin
Akureyri og norðrið fagra, sem
hefur að geyma ljóðrænar
myndskýringar, 1974.
Kristján fékk margs konar
viðurkenningar fyrir ljóðlist
sína, svo sem verðlaun Jónasar
Hallgrímssonar, verðlaun úr
Rithöfundasjóði Ríkisútvarps-
ins og úr Listasjóði Akureyrar-
bæjar og naut listamannalauna
allt frá 1948.
Eiginkona Kristjáns var
Unnur Friðbjarnardóttir, f.
1917, d. 2010, og sonur þeirra
er Kristján heimspekingur.
Kristján lést 15. apríl 1994.
Merkir Íslendingar
Kristján frá
Djúpalæk
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Sendum
um
land allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Wave stólar
Fáanlegir í mörgum litum
Verð: 12.900 kr.