Morgunblaðið - 10.08.2019, Page 2

Morgunblaðið - 10.08.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 OPIÐ ALLA H ELGINA Ljúffen gur Em messís í boði al la helg ina og pylsuv eisla í dag laugard ag Mörkin 3 • Reykjavík | Undirhlíð 2 • Akureyri Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Freysteinn Jóhannsson, fyrrverandi fréttastjóri á Morgunblaðinu, lést hinn 24. júlí síðastliðinn á Hrafnistu í Hafnarfirði, 73 ára að aldri, eftir erfið veikindi hin síðari ár. Út- för Freysteins var gerð frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði í gær, í kyrrþey að hans ósk. Freysteinn var fædd- ur í Siglufirði 25. júní 1946. Foreldrar hans voru Friðþóra Stef- ánsdóttir kennari og Jóhann Þor- valdsson skólastjóri. Þau eru bæði látin. Systkin hans eru Sigríður (lát- in), Þorvaldur, Stefanía og Indriði. Freysteinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1966 og prófi frá Norska blaðamannaskól- anum í Ósló 1970. Freysteinn var blaðamaður við Morgun- blaðið 1967-1973 og 1977- 2009. Hann var ritstjóri Alþýðublaðsins 1973-1975 og ritstjórnarfulltrúi Tím- ans 1975-1977. Hann var fréttastjóri á Morgun- blaðinu 1981-2001. Freysteinn var blaða- fulltrúi heimsmeist- araeinvígisins í skák 1972. Þá var hann höfundur bók- arinnar Fischer gegn Spassky – saga heims- meistaraeinvígisins 1972, ásamt Friðriki Ólafssyni. Framan af starfsævinni fékkst Freysteinn fyrst og fremst við fréttaskrif og frétta- stjórn. Seinni starfsárin sneri hann sér í meira mæli að því að taka viðtöl við fólk og er mörg eftirminnileg við- töl Freysteins að finna á síðum Morg- unblaðsins. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fólki og sennilega er það ein meginástæðan fyrir því að ég fór út í blaðamennsku,“ sagði Freysteinn m.a. í bókinni Í hörðum slag, íslenskir blaðamenn II, sem út kom 2016. Freysteinn var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Viktoría Kolfinna Ket- ilsdóttir, f. 1946. Þau skildu. Önnur kona hans var Sigríður Sólborg Eyj- ólfsdóttir, f. 1945, d. 1993. Sonur þeirra er Elmar, f. 1975, og stjúpdótt- ir Lára Jóhannsdóttir, f. 1964. Eftir- lifandi eiginkona Freysteins er Jóna Ágústa Ragnheiðardóttir hómópati, f. 1957. Börn hennar og stjúpbörn Freysteins eru Sjöfn Elísa, f. 1974, og Atli Þór, f. 1979, Albertsbörn. Við leiðarlok þakkar Morgunblaðið Freysteini heilladrjúgt og gjöfult samstarf um áratuga skeið og sendir fjölskyldu hans innilegar samúðar- kveðjur. Minningargreinar um Frey- stein eru á bls. 34-35 í blaðinu í dag. Andlát Freysteinn Jóhannsson Lengur í sóttkvínni en áætlað var  Mjaldrarnir hafa dvalið í sóttkví í Eyjum í 50 daga en áttu að vera í 45 daga  Fara brátt í Klettsvík Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla- Grá eru ekki enn fyllilega tilbúnir að hefja nýtt líf í sjókvínni í Klett- svík, en áfram búa þeir sig undir dvölina þar. Þeir hafa nú dvalið í umönnunarlauginni í Þekkingar- setri Vestmannaeyja í 50 daga en upphaflega var talið að þeir myndu hljóta þar þjálfun fyrir sjókvína í 45 daga. „Þegar umönnunarteymið telur mjaldrana tilbúna fyrir dvölina verður tilkynnt hvenær Litlu-Hvít og Litlu-Grá verður sleppt í Kletts- vík,“ sagði James Burleigh, mark- aðsstjóri Sea Life Trust. Umönnunarteymi mjaldranna annast þá enn reglulega og það heldur áfram að venja þá breyttum aðstæðum. Burleigh sagði að mjaldrarnir hafi komið sér vel fyrir í lauginni og að velferð þeirra sé enn í algjörum forgangi í ferlinu. „Mjöldrunum hefur farið mikið fram á hverjum degi. Við höfum hjálpað þeim að styrkja sig og auka þol sitt fyrir nýja heimilið. Í því felst meðal annars að sjá hvernig mjaldrarnir bregðast við framandi fyrirbærum sem kunna að verða á vegi þeirra í náttúrunni á nýja heimilinu. Einnig skiptir máli að þjálfa þá í að kafa og halda niðri í sér andanum lengur til þess að styrkja í þeim lungun, svo þeir geti synt á meira dýpi,“ sagði hann. Fagaðilar frá Sea Life Trust munu gefa mjöldrunum fæðu þegar þeim hefur verið sleppt í Klettsvík. „Sér- fræðingar okkar hafa mikla reynslu í að vinna með sjó- og dýravelferð í gervöllum heiminum og munu áfram hafa eftirlit með heilsu Litlu- Gráar og Litlu-Hvítar þegar þeim er sleppt í Klettsvík,“ sagði hann. Ljósmynd/Sea Life Trust Sæl Litla-Hvít stillir sér upp fyrir þjálfara í umönnunarlauginni. Hún kemst vonandi til Klettsvíkur á næstunni ásamt vinkonu sinni, Litlu-Grá. „Við vorum að veiðum út af Reyðarfjarð- ardjúpi en þaðan er um átta tíma sigling til Vopna- fjarðar. Það var dálítið erfitt að forðast síld sem aukaafla en það gerist á hverju ári að síld kemur með makrílnum. Þá færir maður sig bara í von um að fá hreinan makríl,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK. Skipið er nú á Vopna- firði og kom þangað í gærkvöldi með um 770 tonna afla að því er fram kemur á vef HB Granda. Að sögn Alberts hafa aflabrögð yf- irleitt verið góð síðustu vikur en það hefur valdið vissum erfiðleikum að á sumum stöðum hefur síld blandast makrílnum. Síldina vilja sjómenn helst ekki veiða fyrr en eftir makríl- vertíðina. Mikil ferð hefur verið á makrílnum í norðausturátt. „Það var mjög góð veiði um versl- unarmannahelgina en þá var aðal- veiðisvæðið í Litladjúpi og Hval- bakshallinu. Núna er makríllinn kominn mun norðar. Þetta er allt rígvænn fiskur, 500 grömm og þyngri, og enn sem komið er virðist ekki vera neitt lát á göngum upp að landinu,“ segir Albert. Makríll á hraðleið norðaustur Makríll Veiðar ganga vel.  Aflabrögð verið góð að undanförnu Fjölmenni safnaðist saman við Reykjavíkurtjörn í gærkvöldi á kertafleytingu Samtaka hernaðar- andstæðinga þar sem þess var minnst að 74 ár eru í vikunni liðin frá kjarnorkuárásum Banda- ríkjahers á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. Um 100.000 manns létust í árásunum tveimur og talið að álíka fjöldi hafi síðar látist vegna geislunar. Séra Davíð Þór Jónsson ávarp- aði samkomuna. Hann gerði að umtalsefni sínu kröfu friðarsinna um að gereyðingarvopnum yrði aldrei aftur beitt, en sagði þar ekki gengið nógu langt. Berjast yrði gegn hvers kyns ofbeldisverkum og hernaði, og mættu stjórnvöld ekki líta á hernaðaruppbyggingu Bandaríkjanna hér á landi sem viðskiptatækifæri. Kertum fleytt á Reykjavíkurtjörn í þágu friðar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.