Morgunblaðið - 10.08.2019, Side 6

Morgunblaðið - 10.08.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 229.900 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS Mjög mikið innifalið! sp ör eh f. Glæsileg og spennandi aðventuferð til Vínar í Austurríki þar sem ljósadýrðin birtir upp skammdegið og ilmurinn af jólaglöggi og ristuðum möndlum skapar einstaka jólastemningu. Ferðinni lýkur í þýsku borginni München þar sem allir ættu að komast í jólaskap á hinum töfrandi jólamarkaði á Marienplatz torginu. Aðventuveisla í Vínarborg 30. nóvember - 7. desember Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Allir landsmenn hljóta að fagna því þegar eignir lífeyrissjóða fara vax- andi, enda styrkir slíkt stöðu lífeyr- issjóða til að standa undir greiðslu lífeyris Íslendinga í framtíðinni,“ segir Halldór Benjamín Þorbergs- son, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, í samtali við Morgun- blaðið. Greint var frá því hér í blaðinu í gær að eignir íslenskra lífeyrissjóða hefðu aukist gríðarlega á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Þannig hafa eignir sjóðanna það sem af er þessu ári aukist um 570 milljarða króna. Halldór Benja- mín bendir aftur á móti á að nauð- synlegt sé að skoða stöðuna yf- ir lengra tímabil. „Það er mikil- vægt að fagna ekki of snemma og hafa um leið í huga að ávöxtun á markaði og heildareignir eru býsna sveiflu- kenndar. Það ber því að skoða þetta yfir lengra tímabil,“ segir hann. Drífa Snædal, forseti Alþýðusam- bands Íslands, segir ljóst að lífeyr- issjóðakerfið sé í miklum vexti. „Þetta er sparnaður þjóðarinnar og kerfið er enn í uppbyggingu. Það er því mikilvægt að farið sé vel með þessa peninga og um leið að þeir ávaxti sig,“ segir hún. Neikvæð áhrif á fólk Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir lífeyrissjóðakerfið hugs- anlega vera farið að hafa neikvæð áhrif á lífskjör almennings frá degi til dags. „Er þetta miðað við stærð kerfisins innan íslenska hagkerfis- ins og hversu há iðgjöldin eru inn í kerfið,“ segir hann og bætir við að færa megi rök fyrir því að lífeyris- sjóðakerfið sé offjármagnað og hafi neikvæð áhrif á lífskjör. „Sem dæmi hækkaði Lífeyrissjóð- ur verslunarmanna breytilega vexti á verðtryggðum lánum og hafa þeir orðið uppvísir að því að keyra upp vaxtastig í umhverfi þar sem mark- aðsvextir eru að lækka,“ segir Ragnar Þór og bætir við að þörf sé á því að fara í heildarendurskoðun á kerfinu. Mikill vöxtur sagður fagnaðarefni  Ávöxtun á markaði og heildareignir eru býsna sveiflukenndar, segir framkvæmdastjóri SA Halldór Benjamín Þorbergsson Ragnar Þór Ingólfsson Drífa Snædal Fiskidagurinn mikli á Dalvík er nú haldinn í 19. sinn en súpukvöldið var fimmtán ára í gærkvöldi. Hátíðin stendur yfir alla helgina. Húsráðendur á Mímisvegi 11, Herborg Harðardóttir og Már Krist- insson, hafa boðið gestum sínum súpu allan tímann. Herborg er til hægri við súpupottinn og Eyrún Kr. Júlíusdóttir t.v. sá um veitingaþjónustuna með henni. Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson Fiskidagurinn mikli á Dalvík Buðu upp á súpu við góðar undirtektir Fáir virðast ætla að nýta sér heim- ild til lundaveiða í Vestmannaeyjum í ár en heimilt er að veiða lunda frá 8. til 15. ágúst. Þetta segir Georg Eiður Arn- arson, einn reyndasti lunda- veiðimaður Vestmannaeyja. Hann segir að þó að ábúð lunda hafi verið góð síðustu fjögur ár sjái hann hana ekki skila sér í fugli. Hann hvetur lundaveiðimenn til að sleppa því að nýta heimildina en sjálfur fór hann með nokkrum félagsmönnum á veið- ar í Grímsey á Norðurlandi í ár. Haraldur Geir Hlöðversson, einn félagsmanna í Bjargveiðimanna- félagi Vestmannaeyja, tekur undir með Georg en hann segir þegjandi samkomulag ríkja meðal félags- manna um að nýta ekki heimildina. Segir hann líklegt að einhverjir fari með börn sín út í Eyjar til að halda í hefðina en telur ólíklegt að þar verði mikið veitt. Sjálfur ætlar Haraldur ekki á lundaveiðar í ár en hann segist hafa veitt nóg af lunda yfir ævina. „Þó að mér þyki lundi góður hef ég leyft honum að njóta vafans hvað þetta varðar,“ segir hann. rosa@mbl.is Leyfa lundanum að njóta vafans Veiði Fáir ætla að nýta heimildina. „Skipulagsreglur kveða skýrt á um það að berist skrifleg ósk um það frá 5.000 flokksmönnum beri miðstjórn skylda til að láta kosningu fara fram um málefnið meðal flokksmanna.“ Þetta segir Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæð- isflokksins, í svari við fyrirspurn frá mbl.is vegna undirskriftasöfnunar sem Jón Kári Jónsson, formaður Fé- lags sjálfstæðismanna í Holta- og Hlíðahverfi, ýtti úr vör í vikunni þar sem ætlunin er að virkja áðurnefnt ákvæði í skipulagsreglum flokksins svo fram fari atkvæðagreiðsla á meðal flokksmanna um þriðja orku- pakka ESB. Þórður var spurður með hvaða hætti mætti búast við að brugðist yrði við því, tækist að safna tilskildum fjölda undirskrifta og enn fremur hvort rafræn undir- skriftasöfnun flokkaðist undir skrif- lega ósk að mati Sjálfstæðisflokks- ins. Svaraði Þórður því til að ef slíkt erindi bærist til miðstjórnar flokks- ins tæki hún það til umfjöllunar. Kosið ef nægilegur fjöldi vill  Þarf áskorun 5.000 flokksmanna Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Markaðsstofa Norðurlands stendur nú í viðræðum við nokkra breska aðila um að taka yfir farþega ferðaskrif- stofunnar Super Break sem hætti rekstri í byrjun mánaðarins. Hún hef- ur boðið upp á beinar flugferðir milli Bretlands og Akureyrar. Þetta stað- festir Arnheiður Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri markaðsstofunnar, í samtali við Morgunblaðið. Málið var tekið fyrir á fundi markaðsstofunnar og þingmanna kjördæmisins um stöðu flugmála á Akureyrarflugvelli sl. fimmtudag. „Við vitum að það er áhugi hjá ein- um og eigum eftir að komast að því hvort það er áhugi hjá fleirum. Við er- um þó enn þá í þeirri stöðu að við vit- um ekki hvort þeir fái leyfi til að taka yfir þessa farþega. Hins vegar getur verið að þeir þurfi að bjóða í farþeg- ana og borga sérstaklega fyrir það og þá er spurning hversu kostnaðarsamt það verður að taka þá yfir. Þannig að það er algjörlega óljóst hvort af þessu verður,“ segir Arnheiður. Hún segir að á fundinum hafi einn- ig verið rætt um drög að flugstefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi sem birt voru á samráðsgátt stjórn- valda 27. júlí sl. en umsagnarferlinu líkur 16. ágúst. Segir hún mikla óánægju ríkja með drögin sem fjalli um að byggja eingöngu upp milli- landaflug um Keflavíkurflugvöll. „Það er ekki hægt að lesa neitt ann- að út úr þessum drögum en að menn vilji ekki byggja upp millilandaflug á Akureyrarflugvelli og við sættum okkur auðvitað ekki við þá niður- stöðu,“ segir Arnheiður og bætir við að í drögin vanti algjörlega skoðun á hagfræðilegum og efnahagslegum áhrifum millilandaflugs um Akureyr- arflugvöll. „Þetta lítur hreinlega þannig út að það eigi að lauma þessu í gegn vegna þess að þetta er birt rétt fyrir stærstu ferðahelgi sumarsins þegar allir eru í fríi. Umsagnarferlinu lýkur líka á meðan fólk er enn í fríi,“ segir Arn- heiður og bætir við að stefnan sé unn- in algjörlega án samráðs við lands- hlutana. Segir hún að unnið sé nú að umsögn um drögin. Á fundinum var einnig rætt um stöðu tengiflugs á Akureyri og lýsir Arnheiður yfir vonbrigðum með að tengiflugi milli Akureyrar og Kefla- víkur hafi verið hætt. Segir um- ræðuna á fundinum hafa snúist um það hvernig styðja megi umhverfi tengiflugsins til að auðvelda rekstur þess. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstóri á Akureyri, sat fundinn og segir að vel hafi tekist að fara yfir stöðu flugsins og flugmanna í bænum. „Við munum halda áfram að sækja fram á þessum markaði og finna aðila til að koma inn í þetta flug og að sjálf- sögðu berjast fyrir bættri aðstöðu á flugvellinum,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið. Ásthildur leggur áherslu á að gjaldþrot móðurfélags Super Break tengist ekki flugi til Akureyrar heldur hafi það verið vegna utanaðkomandi þátta. „Við stefnum ótrauð áfram. Það eru engin glötuð tækifæri hér. Þau eru bara áfram til staðar.“ Leita aðila til að taka við farþegum Super Break  Einn aðili þegar sýnt áhuga Arnheiður Jóhannsdóttir Ásthildur Sturludóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.