Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 verslunin.companys companyskringlan Kringlan Ný haustsending frá Borgarfulltrúar meirihlutans íReykjavík svara ekki einum rómi þegar þeir eru spurðir út í við- brögð við því ástandi sem upp er komið vegna íbúða í fjölbýlishúsum í Árskógum sem byggð voru á veg- um Félags eldri borgara.    Sigurborg Ósk Har-aldsdóttir, for- maður skipulagsráðs og pírati, segir málið ekki hafa komið inn á borð borgarinnar. „Við skiptum okkur ekki af því,“ segir hún, og telur að ekki sé ástæða til að borg- in tryggi betur hvern- ig að málum sé staðið í ljósi þess að um und- antekningartilvik sé að ræða.    Heiða Björg Hilmisdóttir, borg-arfulltrúi Samfylkingar, segir á hinn bóginn að borgarstjórn muni líklega taka málið fyrir þó að þetta sé „ekki beint“ mál borgarinnar. Hún segir kjörin á lóðinni hafa verið góð þar sem það sé „ekki hagn- aðardrifið félag sem stendur í fram- kvæmdunum“.    Misræmið í svörum fulltrúameirihlutans undirstrikar hvílíkt vandræðamál þetta er. En þegar borgin velur sérstaklega til- tekna aðila sem taldir eru „óhagn- aðardrifnir“ og afhendir þeim lóðir á sérkjörum, þá er eðlilegt að borg- in geri kröfur um framkvæmdina.    En þetta mál setur líka spurn-ingu við þá áherslu borg- arinnar að úthluta frekar til „óhagnaðardrifinna“ félaga og láta þau njóta sérkjara. Getur ekki verið að einhver ætli þrátt fyrir allt að hagnast á verkefninu? Og getur ekki verið að þessi áhersla auki hættuna á mistökum af ýmsum toga? Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Óhagnaðardrifið? STAKSTEINAR Heiða Björg Hilmisdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Samtökin ’78 munu bregðast með einhverjum hætti við því ef Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til landsins og munu jafnvel boða til mótmæla. Þetta segir Þor- björg Þorvaldsdóttir, formaður sam- takanna, í samtali við Morgunblaðið. Greint var frá því í vikunni að Mike Pence væri á leið til landsins á næstu vikum til að funda með Guð- laugi Þór Þórðarsyni utanríkisráð- herra um viðskiptasamráð Íslands og Bandaríkjanna. Pence er kunnur fyrir íhaldssamar skoðanir og þá sér í lagi varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá er hann andvígur fóstur- eyðingum. „Hann hefur mjög hættulegar skoðanir og hefur stutt mjög hættu- lega stefnu þannig að ég geri fylli- lega ráð fyrir að við munum bregðast við með einhverjum hætti. Hvernig það verður er ekki ákveðið. Við erum svolítið að bíða eftir því að vita hve- nær hann muni koma,“ segir Þor- björg. Hún segir að þegar sé komin heit umræða um komu Pence á Face- book-hópi hinsegin fólks og segir að þar sé fólk mjög óánægt með fregn- irnar. „Það vita allir hvaða skoðanir þessi maður hefur. Hann hefur unnið gegn réttindum hinsegin fólks allan sinn stjórnmálaferil. Honum er boð- ið hingað í nafni einhverra viðskipta- hagsmuna og tengsla við Bandaríkin en ég lít svo á að koma hans sé móðg- un við hinsegin fólk á Íslandi. Við munum mótmæla skoðunum hans og stefnu harðlega.“ rosa@mbl.is Mótmæla komu Pence til Íslands Mike Pence varaforseti Þorbjörg Þorvaldsdóttir Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is ,,Það er nú þannig sem betur fer að alvarleg flugslys hafa verið fátíð upp á síðkastið og síðustu ár hafa verið einstaklega far- sæl. Flug- samfélagið er verulega slegið vegna slysanna sem orðið hafa í sumar. Samfélag okkar er ekki stórt, það þekkj- ast allir innbyrðis og taka fráfall fé- laga sinna inn á sig,“ segir Matt- hías Sveinbjörnsson, forseti Flug- málafélagsins. Að hans sögn er Flugmálafélagið regnhlífasamtök sem starfað hafa frá 1936. Innan þess séu öll flug- mannafélögin og félög áhugamanna í flugi. Félagið fjalli um allt sem tengist flugi á Íslandi, sinni hags- munagæslu og sjái um að upplýsa almenning og félagsmenn um stöðu flugs á landinu. Flugmálafélagið hafi það markmið að auka öryggi í flugi, viðurkenna mistök og læra af þeim. ,,Við förum yfir öll mistök og óhöpp sem verða í flugi, bæði at- vinnu- og einkaflugi. Á fundum standa flugmenn upp og segja hreinskilnislega frá upplifunum af mistökum og óhöppum. Þetta gerum við í þeim tilgangi að gera það sem við getum til þess að stuðla að bættu flugöryggi,“ segir Matthías og bætir við að það sé ómetanlegt að vera kominn í gott samstarf við Sam- göngustofu, rannsóknarnefnd flug- slysa og Isavia. Matthías segir að flugmenn séu að reyna að átta sig á því hvort ein- hverjar breytingar hafi átt sér stað í umhverfinu eða starfsháttum en of snemmt sé að segja til um orsök flugslysanna í sumar. Ekkert sé fal- ið þegar farið sé yfir slys og óhöpp og minnstu atvik rannsökuð. Matthías segir að enginn fái að fljúga nýrri tegund af flugvél nema fljúga með leiðsögn flugmanns með reynslu af slíkri vél. ,,Flugöryggi er langflug og fáar skyndilausnir eru til í þeim mála- flokki,“ segir Matthías sem bætir við að engan bilbug sé að finna á flugmönnum sem haldi ótrauðir áfram flugi á stórum sem litlum vél- um. Viðurkenna mistök og læra af þeim  Flugmálafélagið, starfandi frá 1936 Matthías Sveinbjörnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.