Morgunblaðið - 10.08.2019, Page 10

Morgunblaðið - 10.08.2019, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 GRÆNT ALLA LEIÐ Bókaðu draumaferðina þína á VITA.is Njóttu þess að hlakka til Flogið með Icelandair Fararstjórar verða Kalli og Svana með áratuga reynslu í farteskinu. Einstök veðursæld árið um kring Kanarí í vetur með VITA Las Camelias – eitt vinsælasta hótelið á Kanarí í boði á ný BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ný rannsókn Hagstofu Íslands á vinnumarkaðnum bendir til að tölu- vert fleiri störf hafi verið á vinnu- markaði í júní síðastliðnum en í sama mánuði í fyrrasumar. Á það ber að líta að sveiflur geta verið í niðurstöðum þessara kann- ana. Samt veita þær vissa vísbend- ingu um stöðu efnahagslífsins. Katrín S. Óladóttir, framkvæmda- stjóri Hagvangs, segir vísbendingar um batamerki á vinnumarkaði. „Sumarið hefur verið frekar ró- legt. Þess vegna hafði maður áhyggjur af því hvernig haustið myndi verða og seinni hluti ársins. Nú erum við hins vegar að upplifa breytingu í ágúst. Það lítur út fyrir að fyrirtækin séu að koma sterk inn og að það sé talsverð eftirspurn eftir fólki og verið að ráða í störf sem hefur verið beðið með að ráða í yfir sumartímann. Samkvæmt gamalli reynslu vill maður þó ekki taka of sterkt til orða. Þetta er ef til vill uppsöfnuð þörf. Maður veit ekki um eftirleikinn. Við erum þó bjartsýn þótt gengið hafi á ýmsu á fyrri hluta árs, s.s. í tengslum við kjarasamningagerð og samdrátt á ýmsum sviðum“. Fjölbreytt störf í boði – Hvernig störf eru þetta? „Þetta eru fjölbreytt störf. Það er ekki aðeins verið að leita að stjórn- endum eða fólki í þjónustustörf. Það eru bæði rótgróin fyrirtæki og ný að leita að fólki. Að ógleymdu ríki og sveitarfélögum þar sem fjölmörg störf eru laus. Framboðið er því töluvert. Þótt samdráttur hafi mælst í ferðaþjónustunni þá eru ótal önnur fyrirtæki, sérstaklega mörg sprota- fyrirtæki sem eru að eflast og styrkjast og bæta við sig fólki“. – Er þetta mögulega vísbending um að atvinnuleysi muni jafnvel minnka? „Miðað við hvernig staðan er núna bindur maður vonir við að atvinnu- lífið sé sterkara en á horfðist og því vísbendingar um að það verði meiri eftirspurn eftir fólki en ætla mátti.“ Útlitið betra en óttast var Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir útlit fyrir að atvinnuleysi í haust muni aukast í takt við árstíðasveiflu. Hins vegar séu ekki vísbendingar um að það aukist mikið umfram það. „Við erum þokkalega bjartsýn á að það verði ekki jafn mikið atvinnu- leysi í haust og óttast var. Nýjar tölur úr vinnumarkaðskönnun Hag- stofunnar, sem birtust á fimmtudag- inn, benda í sömu átt. Niðurstöð- urnar benda til að störfum sé að fjölga þrátt fyrir fall WOW air og samdrátt í ferðaþjónustu,“ segir Karl um ganginn á vinnumarkaði. Hann segir athugun Vinnumála- stofnunar jafnframt benda til að at- vinnuástandið fari aftur batnandi á Suðurnesjum. Samkvæmt júní- skýrslu stofnunarinnar var 6,3% at- vinnuleysi á Suðurnesjum í júní. Til samanburðar var atvinnuleysið 2,7% í júní í fyrra. Heilt yfir telur Karl að- spurður að vinnumarkaðurinn sé sterkur. Horfur séu á 3,5% meðal- atvinnuleysi í ár og um 4% meðal- atvinnuleysi á næsta ári. Hikuðu við að ráða fólk Halldór Þorkelsson, fram- kvæmdastjóri Capacent, eins helsta ráðningarfyrirtækis landsins, segir vísbendingar um viðspyrnu á ís- lenskum vinnumarkaði. „Við fundum það vissulega í upp- hafi árs að tveir meginþættir höfðu áhrif á ráðningar. Annars vegar fall WOW air og hins vegar kjaravið- ræðurnar. Kjarasamningslotan var löng og óræð. Þetta hafði augljós- lega áhrif. Við fundum að margir umbjóðenda okkar héldu að sér höndum. Svörin voru að erfitt væri að taka ákvarðanir við þessar að- stæður. Nú er að rofa til. Við erum aftur að sjá kunnuglegt mynstur. Haustið er sá tími þegar ráðningar fara af stað. Við sjáum engin merki um breytingu á því í haust. Tilfinn- ing okkar er að óvissunni hafi mikið til verið aflétt. Þeir sem við skiptum mest við telja sig hafa þá vissu sem þeir þurfa til að geta tekið ákvarð- anir um ráðningar. Það er nú að ger- ast,“ segir Halldór. Árstíðarsveiflan hefur áhrif Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu- maður efnahagssviðs SA, segir at- vinnuleysistölur almennt lækka um sumarmánuðina. Þróunin í júní sé þó ánægjuefni. „Ferðaþjónustan vegur þungt um þessar mundir í atvinnuleysistölum. Vissulega er jákvætt að sjá verulega lækkun milli mánaða en mikilvægt er að hafa í huga að árstíðarsveiflur hafa einnig áhrif. Yfir sumarmánuði koma fleiri ferðamenn til landsins og umsvifin aukast í vissum greinum og störfum fjölgar tímabundið. Það breytir þó ekki því að það mælist enn samdráttur milli ára í komum ferðamanna til landsins. Ferðaþjón- ustan hefur verið að upplifa miklar breytingar á skömmum tíma og ljóst er að áfram eru erfiðir mánuðir fram undan þegar sumarið tekur enda. Því má gera ráð fyrir að at- vinnuleysi aukist á ný í haust og vet- ur. Vonandi höfum við þó náð botn- inum og að viðspyrna hagkerfisins sé fram undan. Það er margt jákvætt að eiga sér stað á sama tíma, við erum að sjá að ferðamenn dvelja hér lengur og meðaleyðsla á hvern ferðamann hef- ur aukist. Ólíkt öðrum samdráttar- skeiðum er krónan frekar stöðug, auk þess sem verðbólga og verð- bólguvæntingar eru í kringum markmið. Stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað og vonandi að þeir lækki áfram á næstu vaxtaákvörð- unarfundum. Yrðu slíkar vaxtalækk- anir mikilvægar til að styðja við ís- lensk heimili og fyrirtæki í breyttu efnahagsumhverfi. Þótt hagkerfið sé að sigla í gegnum lægð er ljóst að það er engin stórkostlega krísa fram undan, sem betur fer.“ Hrakspár ekki ræst Ásdís segir því aðspurð ekki horfur á jafn miklum samdrætti í haust og óttast var í byrjun árs. „Það var dregin upp mjög dökk mynd á fyrstu mánuðum ársins þegar fyrstu merki komu fram þess efnis að uppsveiflunni væri lokið og niðursveifla fram undan samfara falli WOW air. Sú mynd virðist ekki vera að raungerast. Ólíkt því sem við erum að sjá í Evrópu, þar sem stýrivextir eru neikvæðir og skuldir hins opinbera hjá mörgum ríkjum hærri í dag en fyrir síðustu efna- hagskreppu 2008, þá hefur Seðla- banki Íslands og íslensk stjórnvöld talsvert svigrúm til að bregðast við og styðja við hagkerfið þannig að niðursveiflan verði mildari en ella.“ Vísbendingar eru um viðspyrnu á vinnumarkaði eftir rólegt sumar  Ráðningarstofur finna aukinn áhuga á ráðningum  Útlit fyrir minnkandi atvinnuleysi suður með sjó Atvinnuþátttaka og atvinnuleysi Frá ársbyrjun 2018 til júní 2019 210 200 190 180 170 160 6% 5% 4% 3% 2% 1% jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní Heimild: Hagstofa Íslands 2018 2019 193 192 199 193 198 203 206 202 200 199 199 199 202 195 203 204 198 209 Fjöldi starfandi launamanna, þúsundir Atvinnuleysi, % 3,8% 3,2%3,1% 1,4% 6,1% Morgunblaðið/Hari Uppbygging Aukin umsvif í byggingariðnaði hafa skapað fjölda starfa. Helgi Pjetur, framkvæmdastjóri hjá Alfreð atvinnuleit, segir auglýsingum um störf hafa fjölgað um rúmlega 7% frá sama tíma í fyrra. Þá hafi fyrir- tækjum sem auglýsa störf fjölgað um 14%. Helgi Pjetur segir aðspurður varhugavert að draga of miklar ályktanir um vinnumarkaðinn í heild út frá þessum tölum. „Alfreð er í miklum vexti. Þeim fjölgar stöðugt fyrirtækjunum sem auglýsa hjá okkur. Þá eru rúmlega 25% fleiri notendur hjá okkur en í fyrra. Jafnframt hefur umsóknum fjölgað um 102% en ástæðan er fyrst og fremst að fleiri fyrirtæki eru farin að taka við umsóknum í gegnum Al- freð ráðningarkerfið,“ segir Helgi Pjetur. Fleiri störf í boði en 2018 VEFURINN ALFRED.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.