Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019
Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is
Apótekið þitt
í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2
Afgreiðslutími:
9-18:30 virka daga
10-16:00 laugardaga
Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af
heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.
Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á
persónulega þjónustu og hagstætt verð.
• Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur
• Frí heimsendingarþjónusta
miðanum. Þannig að þetta setur
punktinn yfir i-ið,“ segir Heiður.
Aðspurð segir hún að lítið hafi
komið á óvart við opnun baðstað-
arins vegna þess hve vel allt var
undirbúið en hún hefur sjálf unnið
að verkefninu í tvö og hálft ár.
„Markmiðið hjá mér var alltaf
að ná að skapa þannig upplifun
hérna að fólk myndi upplifa það sem
maður kallar „wow factor“. Þannig
að það kemur mér ekki á óvart að við
höfum náð því. Þessi endurgjöf, að
fólk sé virkilega að njóta staðarins
og sé svona ánægt eins og raun ber
vitni, gleður mig hins vegar virki-
lega mikið. Ég get ekki sagt að það
komi mér á óvart en það er alltaf
ánægjulegt þegar markmiði manns
er náð,“ segir Heiður.
Heiður Vigfúsdóttir
Hreint Hugmyndin um Vök Baths tengist vökum sem mynduðust á Urriðavatni vegna jarðhitavatns sem er á botni
þess. Heita vatnið er svo hreint að það hefur verið vottað drykkjarhæft en boðið er upp á te úr vatninu í laugunum.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Þetta hefur bara gengið ótrú-lega vel. Í raun bara lygi-lega vel,“ segir Heiður Vig-fúsdóttir,
framkvæmdastjóri Vök Baths, nátt-
úrubaðstaðar við Urriðavatn nálægt
Egilsstöðum sem opnaður var 27. júlí
sl. Segir hún að fyrstu þrjá daga eftir
opnun hafi um 1.300 manns sótt laug-
arnar og að gestagangur hafi verið
jafn og þéttur eftir opnun.
„Við höfum fengið rosalega góð-
ar viðtökur. Mjög margir eru búnir
að fara hér í gegn og allir eru himin-
lifandi með staðinn sem náttúrulega
skiptir öllu máli,“ segir Heiður.
Framkvæmdir munu brátt
halda áfram á eimbaði og sérstökum
úðagöngum þar sem gestir geta
fengið á sig fíngerðan kaldan úða en
Heiður vonast til
að þjónustan
verði tilbúin ekki
seinna en mán-
aðamótin sept-
ember-október.
Hún segir fólk
vera gífurlega
ánægt með Te-
barinn svokallaða
þar sem gestir
geta blandað sér
te úr ómeðhöndluðu 75 gráða heitu
vatni beint úr borholunni á botni
Urriðavatns og jurtum af svæðinu.
„Fólki finnst þetta ótrúlega
skemmtilegt og það kannski undir-
strikar hvað „conceptið“ gengur út
á: Þetta hreina, tæra, vottaða heita
vatn til drykkjar sem er innifalið í
Náttúrulaugar hafa
gengið „lygilega vel“
Framkvæmdastjóri Vök
Baths segir gesti himin-
lifandi með fljótandi
laugarnar við Urriða-
vatn sem opnuðu 27. júlí
en um 1.300 gestir sóttu
laugarnar fyrstu þrjá
dagana.
Ljósmynd/Vök Baths
Fljótandi laugar Vök Baths eru fyrstu og einu fljótandi laugarnar á Ís-
landi. Margir hafa nýtt sér laugarnar frá opnun þeirra og unað sér vel.
Heiður
Vigfúsdóttir
Nýstárlegar útgáfur á því hvernig
vinna má klæði úr íslensku garni eru
áberandi á handverkshátíðinni á
Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit sem er
haldin nú um helgina. „Sýningin er
mjög fjölbreytt að þessu sinni. Hér
má sjá útskurð, leikfangasmíði,
hnýttar veiðiflugur, skarpgripi, ker-
amik, myndlist og prjónavörur,“ segir
Heiðdís Halla Bjarnadóttir fram-
kvæmdastjóri sýningarinnar sem nú
er haldin í 27. sinn. Hún hófst á
fimmtudag og stendur út morg-
undaginn.
Þátttakendur á sýningunni sem
eru liðlega 100 talsins koma víða frá
– og hver hefur sína sérstöðu í störf-
um og áherslum. Það sem skapar
Hrafnagilshátíðinni sérstöðu að öðru
leyti er almenn og góð þátttaka fólks
í Eyjafjarðarsveit í viðburðinum.
Margir leggja þar sitt af mörkum, það
er fólk úr ungmennafélagi, slysa-
varnasveit, kvenfélögum, hesta-
mannafélagi og svo mætti áfram
telja.
Heiðursgestur handverkshátíð-
arinnar í ár er Hreinn Halldórsson al-
þýðulistamaður á Akureyri, sem er
þekktur fyrir tréskúlptúra sína og
styttur. Stytturnar heita hver sínu
nafni og sumar skírskota til íslenskra
ævintýra. sbs@mbl.is
Veiðiflugur og skartgripir
Handverkshátíðin á Hrafnagili er um helgina
Ljósm/Þorgeir Baldursson
Spekúlerað Handverksmenning úti á landi stendur víða föstum fótum.
Kynning Hulda Ólafsdóttir hjá
Hjartalagi sýnir og segir frá.