Morgunblaðið - 10.08.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 10.08.2019, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR SÉRBAKAÐfyrir þig SALATBAR ferskur allan daginn Sunnumörk 2, Hveragerði, og Larsenstræti 5, Selfossi • Sími 483 1919, Almar bakari • Opið alla daga kl. 7-18 VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Baldur Sveinbjörnsson, einn stofn- enda norska líftæknifyrirtækisins Lytix Biopharma, segir markmiðið að setja nýtt krabbameinslyf á markað fyrir 2030. Lyfjaþróunin sé nú í öðrum áfanga af þremur. Ef allt gangi að óskum geti lyfið átt þátt í að framlengja líf krabbameins- sjúklinga, jafnvel verulega, með því að halda sjúkdómnum niðri. Baldur sýndi Morgunblaðinu rann- sóknarstofu sína í krabbameins- klasanum (Oslo Cancer Cluster) við Krabbameinsspítalann í Ósló. Mikil uppbygging hefur átt sér stað við spítalann síðustu ár og hefur á fimmta tug nýsköpunarfyrirtækja þar aðsetur. Jafnframt er þar menntaskóli sem kennir nemendum nýsköpunarstarf. Það er fyrsti slíki skólinn í Noregi. Að sögn Baldurs var fjárfestingin í rannsóknarmiðstöðinni hluti af því markmiði norskra stjórnvalda að efla nýsköpun eftir að olíuverðið hrundi fyrir nokkrum árum. Sú fjárfesting hafi á fáum árum gerbreytt rann- sóknarstarfi í Noregi. Norsk stjórn- völd þrýsti nú á háskóla að ýta undir nýsköpun. „Þegar við vorum að byrja á þessu, árið 2003, var alls ekkert vin- sælt í háskólanum [í Tromsø] að við værum að púsla eitthvað með fyrir- tæki. Það var næstum dauðasynd. Nú hefur þetta breyst.“ Sameindin reyndist mjög öflug Baldur kom að stofnun Lytix Bio- pharma árið 2003 ásamt vísinda- manninum Øystein Rekdal, sem var á sama tíma í doktorsnámi. Höfðu þeir nokkrum árum áður fengið þá hug- mynd að sameind sem Rekdal var að smíða sem fyrirhugað sýklalyf gæti gagnast á krabbameinsfrumur. „Fyrsta daginn sem við prófuðum þetta í frumurækt á krabbameins- frumum sáum við að sameindin virk- aði mjög hratt og var mjög öflug. Þannig að við litum hvor á annan og spurðum, hvað gerum við núna? Við vorum báðir í doktorsnámi sem tengdist þessu ekki beint. Þannig að við ákváðum að vinna að þessu á kvöldin og um helgar og fórum með þetta áfram í dýratilraunir. Við sögðum engum frá því en fengum niðurstöður sem fengu okkur til að þróa þetta áfram. Það kom að því að norskt lyfjafyrirtæki, Alpharma, sem þá var mjög stórt, tók okkur upp á sína arma. Það hafði áhuga á að þróa ný sýklalyf og fjármagnaði starfsemi okkar í nokkur ár, eða þar til stjórn- endur þess uppgötvuðu að þeir vildu eingöngu vera í samheitalyfjum og ekki stunda rannsóknir. Við lentum í vandræðum en Háskólinn í Tromsø tók þá yfir og borgaði öllu starfsfólki áfram laun gegn því að við myndum stofna fyrirtæki í kringum rannsókn- irnar og skólinn verða hluthafi. Hann seldi svo hlut sinn síðar með góðum ágóða. Þannig byrjaði þetta. Lytix biopharma var fyrstu árin í Tromsø í Norður-Noregi en það var fyrsta sprotafyrirtækið frá háskólanum. Við höfum í gegnum tíðina útskrifað 10 doktorsnema og 20 meistaranema sem hafa unnið að rannsóknunum. Eftir því sem umfangið óx urðum við að færa okkur til Óslóar. Þar var auð- veldara að fá sjúklinga og vera í sam- bandi við regluverkið í kringum þetta. Þannig að árið 2011 var fyrir- tækið alflutt til Óslóar. Ég hef alltaf verið tengdur fyrir- tækinu, samhliða því að gegna pró- fessorsstöðu við Háskólann í Tromsø, en árið 2016 flutti ég hingað til Ósló- ar. Nú er ég í 90% vinnu hjá fyrir- tækinu en í 10% starfi sem prófessor við læknadeild Háskólans í Tromsø,“ segir Baldur. Umrætt lyf (LTX-315) byggist á þeirri óvenjulegu aðferð að sprauta sameindinni í æxli. Að sögn Baldurs þótti aðferðin framandi fyrir 10-15 árum en þá hafi viðhorfið verið að beita ætti skurðaðgerð, geisla- meðferð eða taka töflur. Þeir hafi verið aðeins á undan samtímanum. Nú hafi þetta gerbreyst og aðferðin öðlast almenna viðurkenningu. Skiptist í þrjá áfanga Lyfjaþróunin skiptist í þrjá meg- ináfanga. Fyrsti áfangi hófst árið 2014. Þá var skoðað hversu mikið magn má gefa af lyfinu, hvort það valdi aukaverkunum, hvort með- ferðin sé skaðlaus fólki, geri ekki meiri skaða en gagn, og hvort það sé yfirhöfuð hægt að meðhöndla sjúk- linga með lyfinu. Á þessu stigi tóku sjúklingar sem höfðu fengið alla mögulega meðferð sem í boði var þátt í tilraunum. „Í öðrum áfanga höfum við fengið ákveðna innsýn í þessa þætti. Við vit- um til dæmis hversu oft við getum gefið lyfið og í hversu stór æxli. Við hófum þennan áfanga um síðustu ára- mót og stefnum að því að hefja þriðja áfanga 2021. Í þriðja áfanga mun sjúklingum fjölga til muna en það þarf að stækka hópinn til að fá betri tölfræði. Slíkar rannsóknir eru mjög dýrar en fá líftæknifyrirtæki í okkar sporum hafa fjárhagslegt bolmagn til að keyra það áfram. Við erum von- góðir um að geta svo unnið þriðja áfangann í samvinnu við eitthvert stóru lyfjafyrirtækjanna. Það munu líklega koma inn nýir hluthafar. Það eru til margar út- færslur af slíku samstarfi. Þeir geta til dæmis keypt upp fyrirtækið og fengið einkaleyfi á lyfinu í einhvern tíma. Við erum með skotheld einka- leyfi á öllu sem við höfum gert. Við höfum unnið að þessu lengi og fólk spyr hvenær kemur gegnum- brotið? Það er þekkt að mjög fá líf- tæknifyrirtæki ná að keyra sínar hug- myndir til enda. Hlutfallið er vel undir tíu prósentum. En við erum mjög bjartsýnir og höfum fengið mjög góða umsögn alls staðar þar sem við höfum kynnt okkar hluti fyrir fólki sem leiðir svipaðar rannsóknir í heiminum.“ Kostar mikla fjármuni Baldur segir lyfjaþróunina hafa kostað á annan milljarð króna. „Lyfjaþróun er langhlaup. Við höf- um gert okkur grein fyrir því og sem betur fer skilja flestir okkar fjárfesta þetta líka. Þetta er langt ferli,“ segir Baldur sem telur að mögulega komi úr þessari lyfjaþróun lyf sem geti orðið fyrsti valkostur við krabba- meinsmeðferð. Sem slíkt verði það þá liður í að halda krabbameini niðri. „Stærstur hluti krabbameins- meðferða felst kannski einmitt í því að breyta krabbameini úr sjúkdómi sem dregur fólk til dauða í sjúkdóm sem fólk getur lifað með. Markmiðið er að fækka sjúklingum sem krabba- mein dregur til dauða.“ Örva ónæmiskerfið – Það ætti þá að vera gífurlega stór markaður fyrir lyfið? „Já. Lyfið sem við erum að vinna með er eitt af mörgum í hópi nýrra lyfja sem örva ónæmiskerfið, varn- arkerfi líkamans, til að ráða við æxli. Þessi nýju lyf sem komu á markaðinn fyrir þremur, fjórum árum og eru sí- fellt meira notuð eru fyrir það fyrsta mjög dýr. Svo hefur komið á daginn að því miður svarar stór hluti sjúk- linga þeim ekki. Það var talið að þau væru ákveðin bylting á sínum tíma. Þetta er því miður raunin. Þeir sem fengu Nóbelsverðlaunin í læknisfræði fyrir síðustu jól fengu þau einmitt fyrir þessa uppgötvun. Einn þeirra, James Allison, hefur gerst ráðgjafi Lytix Biopharma. En þessi þróun er svo sannarlega skref í rétta átt og við höfum verið að skoða hvort hægt sé að nota okkar lyf samhliða þessum nýju krabbameinslyfjum. Við teljum að við sjáum þá líka betri árangur en við erum að vinna að þessu í öðrum áfanganum núna. Þróunin er mjög hröð og á næstu 10 árum eigum við kannski eftir að sjá mjög mikinn ávinning í þeim rannsóknum sem eru í gangi núna.“ Þróa nýtt krabbameinslyf  Baldur Sveinbjörnsson, læknir og prófessor, stofnaði líftæknifyrirtækið Lytix Biopharma í Noregi  Fyrirtækið þróar sameindalyf sem sprautað er í krabbameinsæxli  Gæti komið á markað 2030 Morgunblaðið/RAX Vísindamaður Baldur Sveinbjörnsson býr í Ósló en hann hefur helgað starfsferil sinn rannsóknum á krabbameini. Baldur Sveinbjörnsson er fæddur árið 1964 og uppalinn á Akureyri. Hann gekk í MA og fór eftir stúd- entspróf í framhaldsnám í Tromsø í Norður-Noregi. Þar hugðist hann læra eitthvað tengt sjávarútvegi og fiskeldi, en þau mál voru ofarlega á baugi. Þess má geta að á þeim tíma þýddi Baldur greinar um sjávarútvegsmál fyrir Morgun- blaðið í samvinnu við Björn Bjarna- son sem varð síðar ráðherra. Baldur tók hefðbundna raun- greinaáfanga í líffræðitengdu námi við Háskólann í Tromsø en fór svo að hafa meiri áhuga á líffræði sem tengist læknisfræði. Eftir BS-nám lá leiðin í meistaranám og svo í doktorsnám en Baldur sérhæfði sig í rannsóknum á ónæmis- og meina- fræði krabbameins. Eftir doktors- námið vann hann í Tromsø í nokkur ár og svo í fjögur ár á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Þar fékkst hann mest við að rannsaka vissa gerð af barnakrabbameini. Hann flutti aftur til Tromsø 2009 og síðan til Oslóar 2016. Skrifaði fyrir Morgunblaðið BALDUR FÓR FRÁ AKUREYRI TIL TROMSØ Nýtt Rannsóknarmiðstöðin í Ósló. Morgunblaðið/Baldur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.