Morgunblaðið - 10.08.2019, Side 22

Morgunblaðið - 10.08.2019, Side 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Þeir sem reka golfklúbba landsins svífa margir hverjir um á bleiku skýi þessa dagana. Sérstaklega þeir sem reiða sig að stórum hluta til á vall- argjaldatekjur til að halda rekstrin- um í lagi. Sumarið hefur leikið við kylfinga en Golfklúbbur Borgarness slær líklega öll met. Tekjurnar hjá klúbbnum í apríl í ár voru meiri en fyrir allan maí í fyrra. Klúbburinn var opnaður 24. apríl í ár, mánuði fyrr en í fyrra. Tekjuaukning á milli ára fyrir apríl og maí nemur um 2.600%, fyrir júní nemur aukningin á milli ára 430% og júlí 96%. Það sem af er sumri hafa 10.443 golfhringir verið leiknir í Borgarnesi í ár, sem er um 105% aukning miðað við árið í fyrra þegar 5.095 hringir höfðu verið spilaðir. Fjölgun klúbbfélaga er 20% á milli ára. Áhyggjulaus inn í veturinn „Ég hef verið í þessu í 13 ár í Borgarnesi og fer líklega í fyrsta skipti áhyggjulaus inn í veturinn vegna lausafjárstöðu,“ segir Jóhann- es Ármannsson framkvæmdastjóri. Auðvitað spilar veðrið stóran þátt en klúbburinn er einnig í samstarfi við Hótel Hamar sem er notað sem klúbbhús. „Við sköffum hótelinu mikið af viðskiptavinum á dauðum tíma. Ferðamaðurinn er farinn snemma á morgnana og kemur seint. Það eru kokkar og þjónar hér í vinnu og aðstaðan nýtist því yfir daginn fyrir kylfinga,“ segir Jóhannes og nefnir að um 7-8 herbergi á dag hafi verið pöntuð fyrir íslenska kylfinga. Á Akranesi nam fjöldi leikinna hringja fram í júlí 13 þúsundum mið- að við 7 þúsund á sama tíma í fyrra. Tekjurnar hafa að sama skapi vaxið um 70-80%. „Þetta er fyrst og fremst veðrið. En svo tókum við í notkun nýja frístundamiðstöð og hún hefur verið mikil lyftistöng fyrir starf klúbbsins. Þetta tvennt hefur gjör- breytt öllu hjá okkur,“ segir Guð- mundur Sigvaldason, framkvæmda- stjóri Golfklúbbsins Leynis. Í fyrra skilaði klúbburinn 9 milljóna tapi en útlit er fyrir hagnað í ár. „Aldrei gerst áður“ Á Selfossi nemur aukningin í leiknum hringjum 60%, félagar í klúbbnum eru 520 og hafa aldrei ver- ið fleiri, og aukning tekna á milli ára nemur 40%. „Þetta hefur aldrei verið svona áður. Það er búið að vera brjálað að gera,“ segir Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri Golf- klúbbs Selfoss. Golfklúbbur Reykjavíkur býr við nokkurra sérstöðu ásamt stærri klúbbum á höfuðborgarsvæðinu þar sem hann reiðir sig að afar litlum hluta á vallargjöld að sögn Björns Víglundssonar, formanns GR. Þar eru leiknir hringir 35% upp miðað við í fyrra en tekjurnar svipaðar. Á Ísafirði var hægt að opna Tungudalsvöll 27. apríl. „Slíkt hefur aldrei gerst áður,“ segir Finnur Magnússon, starfsmaður klúbbsins. Yfirleitt hafa Vestfirðingar verið að berjast við að opna um mánaðamótin maí-júní. „Við verðum réttum megin við núllið. Það er enginn vafi á því.“ Sumarblíðan litar bókhald golfklúbba landsins grænt Ljósmynd/GBgolf.is Veðurblíða Það hefur verið nóg að gera á Hamarsvelli í Borgarnesi í sumar. 105% aukning er á spiluðum hringjum. Golfklúbbar » Veðrið leikur við kylfinga » 430% aukning tekna í júní á milli ára í Borgarnesi. » 70-80% aukning tekna á milli ára á Akranesi » Aldrei opnað fyrr á Ísafirði  Mikill munur á rekstrarumhverfi milli ára  Leiknum hringjum fjölgar gríðarlega Bjórböðin á Árskógssandi, sem rekin eru af Bruggsmiðjunni Kalda, skiluðu 1,2 milljóna króna hagnaði í fyrra miðað við 4 milljóna króna tap árið 2017. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ársreikningi Bjórbaðanna ehf. Rekstrartekjur félagsins námu 122,3 milljónum króna og ruku þær upp um 120% á milli ára en þær námu 55,7 milljónum króna árið 2017. Eign- ir félagsins námu í árslok 2018 183 milljónum króna. Skuldirnar námu 119 milljónum króna við árslok 2018. Eigið fé nam um 64 milljónum króna og eiginfjárhlutfall félagsins nam því 35%. Stærstan hlut í félaginu á Brugg- smiðjan Kaldi ehf. eða 21,5%. Birgir Ingi Guðmundsson á 19,8% og Konný ehf., í jafnri eigu Agnesar Önnu Sig- urðardóttur og Ólafs Þ. Ólafssonar, sem reka Bruggsmiðjuna og Bjórböð- in, á 18,9%. Aðrir eigendur eru m.a. Sir Drinkalot ehf. sem fer með 15% hlut, Sigurður Bragi Ólafsson sem fer með 12,6% hlut og AG17 ehf., félag í eigu landsliðsfyrirliða Íslands í knatt- spyrnu, Arons Einars Gunnarssonar, sem á 8,5% hlut. Morgunblaðið/Hari Afþreying Bjórböðin á Árskógs- sandi nutu aukinna vinsælda í fyrra. 120% tekju- aukning Bjórbaða  Hagnaðurinn 2 milljónir í fyrra Í frétt á forsíðu Morgunblaðsins í gær var rætt við dr. Gylfa Magn- ússon. Þar var eftirfarandi setning höfð eftir honum í tengslum við lækkandi vexti á sjóðfélagalánum líf- eyrissjóða: „Það er mjög jákvætt fyrir lántakendur, en það eru kannski ekki eins góð tíðindi fyrir þá sem nú eru við það að hefja töku líf- eyris.“ Setningin var misrituð og birtist hér leiðrétt: „Það er mjög jákvætt fyrir lántakendur nú, en getur auðvitað komið niður á þeim síðar, þegar þeir hefja töku lífeyris.“ Þá féll út orðið „raunávöxtun“ í um- fjöllun um ávöxtun lífeyrissjóða af skuldabréfum án áhættu en þess í stað stóð orðið „ávöxtun“. LEIÐRÉTTING SjóðfélagalánNÝTT – Veggklæðning Rauvisio Crystal • Mikið úrval lita og áferða • Auðvelt í uppsetningu og umgegni • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum 10. ágúst 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.23 122.81 122.52 Sterlingspund 148.69 149.41 149.05 Kanadadalur 91.87 92.41 92.14 Dönsk króna 18.345 18.453 18.399 Norsk króna 13.659 13.739 13.699 Sænsk króna 12.722 12.796 12.759 Svissn. franki 125.2 125.9 125.55 Japanskt jen 1.1514 1.1582 1.1548 SDR 168.22 169.22 168.72 Evra 136.92 137.68 137.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.3988 Hrávöruverð Gull 1497.4 ($/únsa) Ál 1727.5 ($/tonn) LME Hráolía 57.48 ($/fatið) Brent STUTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.