Morgunblaðið - 10.08.2019, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ísland hefurfundið fyriráhrifunum af
minna framboði
flugferða til lands-
ins, þó að áhrifin
hafi sem betur fer
ekki orðið eins og svartsýnustu
spár gerðu ráð fyrir og að
sumu leyti virðist þróun já-
kvæð. Það er til dæmis ástæða
til að ætla að þeir ferðamenn
sem hingað koma eyði að með-
altali hærri fjárhæðum en áð-
ur, sem er mjög eftirsókn-
arvert.
En það er ekki aðeins landið
í heild sem fundið hefur fyrir
áhrifum af fækkun flugferða.
Akureyri, og þar með Norður-
land, hefur fundið sérstaklega
fyrir þessu, annars vegar þeg-
ar breskt flugfélag hætti beinu
flugi og hins vegar þegar Air
Iceland Connect, sem lengi vel
hét Flugfélag Íslands, hætti
við flug frá Keflavík til Ak-
ureyrar.
Þegar fregnir bárust af
breska flugfélaginu var rætt
við bæjarstjóra Akureyrar,
Ásthildi Sturludóttur, sem
sagði málið alvarlegt fyrir
ferðaþjónustuna á svæðinu,
ekki síst vetrarferðaþjón-
ustuna. „Hins vegar þýðir auð-
vitað ekkert annað en spýta í
lófana,“ sagði hún, sem er vita-
skuld rétta viðhorfið. Og hún
bætti við: „Tækifærin hverfa
ekki. Akureyri er auðvitað frá-
bær staður til þess að heim-
sækja sem ferða-
maður og enn betri
staður til þess að
eiga heima á.“ Allt
er þetta rétt og
miklu skiptir að
mótlæti sé mætt á
svo jákvæðan máta.
En það skiptir líka máli að
hratt sé brugðist við. Í samtali
við samgönguráðherra í gær
lýsti hann áhyggjum af stöð-
unni eftir ákvörðun íslenska
flugfélagsins og sagði að inn-
leiðing niðurgreiðslukerfis í
innanlandsflugi að skoskri fyr-
irmynd geti bætt stöðuna. Út-
færsla þess verði þó ekki tilbú-
in fyrr en einhvern tíma á
næsta ári, en að unnið hefði
verið að því „á undanförnum
mánuðum og misserum“ að
undirbúa breytingar.
Íslendingar vilja hafa öfluga
byggð víða um land og stór lið-
ur í að tryggja það er að sam-
göngur séu fullnægjandi. Ef
talið er að lausnin á erf-
iðleikum innanlandsflugs sé að
fara þá leið sem samgöngu-
ráðherra hefur í huga er ekki
gagnlegt að taka mörg misseri
í að undirbúa það og bíða svo
þar til einhvern tíma á næsta
ári með framkvæmdina. Óvíst
er að fyrirtækin út um landið
sem treysta á samgöngurnar
standi þessa bið af sér. Nær er
að gera eins og bæjarstjórinn
sagði, að spýta í lófana og ráð-
ast í aðgerðirnar á þeim hraða
sem aðstæður krefjast.
Bregðast þarf við
áður en í óefni er
komið, ekki eftir að
skaðinn er skeður}
Mánuðir og misseri
Greint var fráþví í gær aðNicos Anas-
tasiades, forseti
Kýpur-Grikkja, og
Mustafa Akinci,
leiðtogi Kýpur-Tyrkja, hefðu
ekkert þokast nær því að hefja
á ný viðræður á vegum Samein-
uðu þjóðanna um að sameina
eyjuna á ný í eitt ríki. Viðræð-
urnar sigldu í strand fyrir
tveimur árum. Samþykktu þeir
þó að funda aftur í næsta mán-
uði með Antonio Guterres,
framkvæmdastjóra SÞ, til að
leggja línur um næstu skref.
Tilkynningin kemur svo sem
ekki á óvart, þar sem fátt hefur
gerst á undanförnum tveimur
árum sem fært hefur aðila nær
því að ná saman. Raunar hefur
þróunin frekar verið á hinn
veginn, þar sem Kýpur-Grikkir
og Tyrkir, sem halda vernd-
arhendi yfir kýpverskum
bræðrum sínum, hafa á und-
anförnum misserum deilt hart
um olíuleitarréttindi í efna-
hagslögsögu eyjarinnar.
Tyrkir telja að þær auðlindir
sem fundist hafa tilheyri land-
grunni sínum og
hafa því stuggað
við öðrum sem
reynt hafa olíuleit
við Kýpur. Það hef-
ur aftur leitt af sér
árekstur við Evrópusam-
bandið, sem gríski hluti eyj-
arinnar tilheyrir, og hefur
sambandið sett viðskipta-
þvinganir á Tyrki vegna máls-
ins.
Fyrir sitt leyti segja Kýpur-
Tyrkir að þeir hafi áhyggjur af
því að þær auðlindir sem þarna
kunni að leynast verði ekki
nýttar til hagsbóta fyrir alla
Kýpverja ef til sameiningar
kæmi, en ekkert var minnst á
olíuleitarmálin í sameiginlegri
tilkynningu leiðtoganna. Þess í
stað sögðust þeir ætla að leita
áfram leiða til að „bæta daglegt
líf allra Kýpverja“ með stuðn-
ingi Sameinuðu þjóðanna.
Ljóst er að þarna er hnútur
sem verður að leysa áður en
hægt verður að þoka viðræðum
um sameiningu eða nokkurs
konar sambandsríki á Kýpur
lengra. Fátt bendir þó til þess
að það muni takast á næstunni.
Deilur Kýpur-Grikkja
og Kýpur-Tyrkja
halda áfram}
Ekkert þokast í Kýpurdeilu
Á
undanförnum áratugum hafa ævi-
líkur landsmanna aukist veru-
lega og þjóðin verið að eldast.
Hefur það í för með sér áskoranir
vegna ýmissa lífsstílstengdra og
langvinnra sjúkdóma með tilheyrandi álagi á
heilbrigðiskerfið. Til að bregðast við þeirri
þróun er nauðsynlegt að leggja aukna áherslu
á forvarnir og endurhæfingu fyrir alla aldurs-
hópa svo draga megi úr tíðni og alvarleika lífs-
stílssjúkdóma og bæta lífsgæði. Við eigum það
öll sameiginlegt að góð heilsa er okkur dýr-
mæt og er það sameiginlegt verkefni okkar
allra og heilbrigðiskerfisins að stuðla að og
viðhalda góðri heilsu.
Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunarinnar er endurhæfing fjöl-
þætt inngrip sem fólk þarfnast þegar það býr
við eða er líklegt til að verða fyrir takmörkunum á færni í
daglegu lífi vegna öldrunar eða heilsubrests, þ.m.t.
vegna langvinnra sjúkdóma eða annars vanda, áverka
eða slysa. Fyrir liggur að endurhæfing hefur ekki verið
opinberlega skilgreind hér á landi og heildarsamhæfingu
þjónustunnar skortir. Ýmsir aðilar sinna endurhæfingu
sem er að stærstum hluta greidd af almannafé en eign-
arhald, rekstrarform, skipulag, stjórnun og greiðslufyr-
irkomulag þjónustunnar er mismunandi.
Með það að markmiði að efla endurhæfingu hér á
landi hef ég falið heilbrigðisráðuneytinu að móta stefnu
á sviði endurhæfingar. Fyrsta skrefið í þeirri
vinnu er að greina styrkleika og veikleika í
skipulagi endurhæfingarþjónustu hér á landi
í þeim tilgangi að finna leiðir til að bæta nýt-
ingu þeirra endurhæfingarúrræða sem til
eru og bæta samfellu þjónustunnar gagnvart
notendum. Þá þarf að bera skipulag end-
urhæfingarþjónustu á Íslandi saman við
sambærilega þjónustu í þeim löndum sem við
berum okkur saman við og áætla framtíð-
arþörf fyrir endurhæfingu hér á landi og
hvernig hagkvæmast sé að mæta henni. Gert
er ráð fyrir að drög að endurhæfingarstefnu
liggi fyrir í byrjun febrúar á næsta ári. Þá er
mikilvægt að við vinnuna verði haft samráð
við þá aðila sem málið varðar helst, s.s. not-
endur og veitendur þjónustunnar, stjórn-
endur heilbrigðisstofnana, fagfélög og fleiri
eftir atvikum.
Endurhæfing hefur mikla þýðingu fyrir fólk sem býr
við skerta færni vegna ýmissa langvinnra sjúkdóma eða
hrörnunar sem fylgir hækkandi aldri svo eitthvað sé
nefnt og skiptir í mörgum tilvikum sköpum um það
hvernig fólki reiðir af í kjölfar slysa, veikinda eða ann-
arra áfalla. Það er því mikilvægt að til staðar sé skýr
stefna stjórnvalda í málaflokknum til að stuðla að bættri
heilsu þjóðarinnar.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Aukin áhersla á endurhæfingu
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Greint var frá niðurstöðum rann-
sókna breskra vísindamanna á Borg-
arhrauni við Þeistareyki í vísindarit-
inu Nature Geoscience nýlega og
tímaritið National Geographic og
fleiri tóku málið upp. National Geo-
graphic segir að Ísland komi yfirleitt
ekki fyrst upp í hugann þegar rætt
er um að slá hraðamet. Þar hafi þó
basaltkvikan sem myndaði Borg-
arhraun sett hraðamet. Euan Mutch,
bergfræðingur við Cambridge-
háskóla, leiddi hóp vísindamanna
sem skoðuðu bergið og samsetningu
þess. Af því mátti ráða að hve miklu
dýpi hraunbráðin var komin og hve
hratt hún hafði stigið upp til yf-
irborðsins.
Ótrúlega hröð framrás
Dr. Sæmundur Ari Halldórsson,
jarðefnafræðingur og fræðimaður
við Háskóla Íslands, þekkir Borg-
arhraun og einnig þekkir hann vel til
rannsókna breskra vísindamann-
anna sem hafa rannsakað hraunið
síðustu áratugi. Sumir þeirra eru
nánir samstarfsmenn hans.
Hann sagði að Borgarhraun
væri tiltölulega frumstæð bráð sem
þýddi að hún hefði yfirgefið möttul
jarðar tiltölulega skömmu áður en
hún kom upp á yfirborðið. Bráðir
sem mynduðu Borgarhraun söfn-
uðust fyrir á mörkum möttuls og
neðri hluta jarðskorpunnar. Þar
kraumuðu bráðirnar saman.
„Þarna fáum við góða innsýn í
ferlin sem mynduðu t.d. lítil frum-
stæð hraun á Reykjanesi og Þeista-
reykjum fjærst miðju landsins.
Menn hafa getið sér til að þar sé
skorpan ívið þynnri en annars staðar
og mælingar styðja það. Þessir staðir
eru því kjörnir fyrir frumstæðar
bráðir að gjósa. Bráðin reis mjög
hratt frá neðri skorpumörkum, upp í
gegnum alla mið- og efriskorpuna á
fáeinum dögum. Það er ótrúlega
hratt,“ sagði Sæmundur. Hann sagði
að hraðferð bráðarinnar ylli því að
efnaskipti hennar við efri lög jarð-
skorpunnar væru væntanlega tak-
mörkuð og hún mengist því lítið.
Samsetning hraunbráðar er
mjög breytileg á Íslandi hvort sem
er basalt eða þróaðri bráðir eins og
súrt berg. Þróunin á hraunbráðum
gerist fyrst og fremst í kaldri jarð-
skorpunni, að sögn Sæmundar.
„Það sem gerir Borgarhraun
einstakt er að þar er tiltölulega
frumstætt basalt, líklega nýkomið úr
möttlinum, sem hefur stöðvast neðst
í skorpunni og svo risið hratt upp.
Okkur hefur grunað að þetta hafi
verið tilfellið en þarna fáum við tíma-
skala og tölur,“ sagði Sæmundur.
Hann sagði að við rannsóknina hefði
verið beitt nýjum aðferðum á sviði
kristalsveimlíkana. Þá er efnaflökt í
kristöllum hraunsins skoðað. Mikil
og ör þróun hefur verið á þessu sviði
undanfarinn áratug.
Samsetning kristalla getur
breyst með svonefndu efnaflökti þar
sem kristallarnir aðlagast og ná að
lokum jafnvægi við samsetningu um-
liggjandi bráða. Sveim eða flökt efna
er háð tíma, hitastigi og fleiri breyt-
um. Sæmundur sagði að þarna fengj-
ust ákveðnar skorður á þann tíma
sem þessi þróun gæti tekið og það
væri mjög heillandi.
Frumstæðustu hraunin eru köll-
uð pikrít sem er tegund basalts.
Það inniheldur lítið af kísilsýru
og er ríkt af glansandi græn-
leitum ólivíndílum. Kristall-
arnir geta verið glerkenndir.
Svona myndanir eru áberandi
á Þeistareykjasvæðinu og á
Reykjanesi, til dæmis
Háleyjarbunga og Lágafell.
Einnig finnst pikrít við suðvest-
urhluta Miðfells austan
við Þingvallavatn svo
dæmi séu nefnd.
Borgarhraunskvikan
setti hraðamet
Hraunbráðin sem myndaði
Borgarhraun á Þeistareykja-
svæðinu braust hratt mjög
djúpt úr iðrum jarðar fyrir
7.000 til 10.500 árum, það er
snemma á nútíma eftir síðustu
ísöld. Hraunið er talið hafa
komið upp á yfirborðið af um
24 km dýpi, á mörkum jarð-
skorpunnar og möttulsins, á
aðeins tíu sólarhringum.
Borgarhraun geymir vel
varðveitta kristalla sem segja
mikla sögu um uppruna
hraunsins og ferðalag þess til
yfirborðsins. Grænleitir ólivín-
kristallar mynduðu t.d.
lög utan um kjarna
þeirra sem hafa mis-
munandi efnafræði-
lega samsetningu.
Hún gefur upplýs-
ingar um hve lengi
kristallarnir voru í
hraunbráðinni áður en
hún storknaði.
Djúpt úr
iðrum jarðar
BORGARHRAUN VIÐ
ÞEISTAREYKI
Sæmundur Ari
Halldórsson
Borgarhraun við Þeistareyki
G
ru
nn
ko
rt
/L
of
tm
yn
di
r e
hf
.
Borgarhraun
Bæjarfjall
Gjástykki
Þeistareykir
Lambafjöll
R E Y K J A -
H V E R F I
H Ó L A -
S A N D U R
Kvíahólafjöll
Gæsafjöll
Krafl a
Mývatn
L
A
X
Á
R
D
A
L
U
R
1
1
Grímsstaðir
Ak
ur
ey
ri