Morgunblaðið - 10.08.2019, Síða 29

Morgunblaðið - 10.08.2019, Síða 29
MESSUR 29á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 ÁRBÆJARKIRKJA | Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11. Ungmenni í Æskulýðsfélagi Árbæjarkirkju og ungmenni Kaþólska safnaðarins í Tübingen í Þýskalandi leiða stundina með ritningarlestrum og bænum. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari ásamt Ingunni Björk Jónsdóttir djákna. Organisti Kristín Jóhannesdóttir. Félagar úr kirkjukórnum leiða söng. BESSASTAÐAKIRKJA | Sameiginleg sum- armessa Garða- og Hafnarfjarðarprestakalla kl. 11. Ástvaldur organisti og sr. Hans Guðberg leiða stundina. BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 20. Félagar úr kór Bústaðakirkju leiða söng undir stjórn Jón- asar Þóris. Messuþjónar og sr. Pálmi annast þjónustu. Hressing eftir messuna. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 er vigilmessa á spænsku og kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar dómorganisti og félagar úr Dómkórnum. EIÐAKIRKJA | Messa kl. 20. Kirkjukór Eiða- kirkju leiðir almennan söng og organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Sungnir verða kvöld- og sumarsálmar. Vangaveltur um lífið og gild- ismatið út frá dæmisögunni um mennina tvo sem byggðu á bjargi og sandi. Prestur er Sigríður Rún Tryggvadóttir. Kaffi í aðstöðuhúsi eftir messu. FELLA- og Hólakirkja | Helgistund kl. 20. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar. Meðhjálpari Jóhanna Freyja Björnsdóttir. Kaffisopi eftir stundina. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 14. Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðarprestur leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Söng- hópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni organista. GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffihúsamessa kl. 11. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar, Kristján Hrannar Pálsson er organisti og Sara Gríms- dóttir leiðir söng. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir þjónar fyrir altari ásamt messuþjón- um. Ásta Haraldsdóttir organisti og félagar úr kirkjukór Grensáskirkju leiða tónlist. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðs- þjónusta í umsjón Félags fyrrum þjónandi presta, kl. 14 í hátíðasal Grundar. Prestur er Halldór Gunnarsson. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur organista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Helgistund kl. 20. Prestur Karl V. Matthíasson, kaffi í boði eftir messuna. Kirkjuvörður Lovísa Guðmunds- dóttir. HALLGRÍMSKIRKJA | Regnbogamessa kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson og sr. Eva Björg Valdimarsdóttir þjóna fyrir altari. Hópur messu- þjóna aðstoðar. Grétar Einarsson prédikar. Fé- lagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Org- anisti er Kjartan Jósefsson. Alþjóðlegt orgelsumar: Tónleikar laugard. kl. 12 og sunnu- dag kl. 17. Susannah Carlson konsertorganisti frá Svíþjóð leikur. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Messa miðvikud. kl. 8 og tón- leikar Schola cantorum kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Organisti er Sólveig Anna Aradóttir. Samskot dagsins renna til Blindrafélagsins. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 20 með lofgjörð og fyrirbænum. Ólafur H. Knútsson predikar. Kaffi og samvera eftir stundina. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta klukkan 11. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Lenka Mátéová kantor annast tónlist. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Léttur há- degisverður eftir messu. Sr. Guðbjörg og Magn- ús organisti þjóna auk Aðalsteins kirkjuvarðar. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta í kapellu kl. 20. Óskar Einarsson og Áslaug Helga Hálfdánardóttir sjá um tónlist og leiða safnaðarsöng. Sr. Guð- mundur Karl Brynjarsson þjónar. NESKIRKJA | Messa kl. 11 og opnun sýning- arinnar „Regnbogabraut: Falin saga í 1200 ár“ í safnaðarheimilinu. Félagar úr kór Neskirkju leiða söng við undirleik Rósu Kristínar Baldursdóttur. Prestur er Steinunn A. Björnsdóttir. Blöð og litir fyrir yngsta fólkið. Á sýningunni verða ný verk eft- ir listafólkið Hrafnkel Sigurðsson, Logn Drauml- and og Viktoríu Guðnadóttur og kallast hún á við sýninguna „Þjóð verður til“ í Þjóðminjasafninu. Létt hressing á sýningunni eftir messu. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson þjónar og kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar organista. Meðhjálpari er Pétur Rúðrik Guðmundsson SALT kristið samfélag | Sameiginlegar sam- komur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60. 3. hæð. Barnastarf. Túlkað á ensku. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson predikar, félagar úr Kór Seljakirkju leiða söng. Organisti: Tómas Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safn- aðarheimilinu. STRANDARKIRKJA | Hin árlega Maríumessa og jafnframt lokatónleikar tónlistarhátíðarinnar Englar og menn kl. 14. Kristján Björnsson vígslu- biskup þjónar. Tónlistarflutning annast Björg Þór- hallsdóttir sópran, Oddur Arnþór Jónsson bari- tón, Elísabet Waage harpa, Gunnar Kvaran selló og Hilmar Örn Agnarsson harmóníum. TUNGUFELLSKIRKJA | Messa kl. 14. For- söngvari leiðir almennan safnaðarsöng. Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonHáteigskirkja. Orð dagsins: Um falsspámenn. (Matt. 7) Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is Ég hef verið að velta skrifum Davíðs Oddssonar fyrir mér, hvað fyrir honum vaki. Engum dylst að honum er mikið niðri fyrir og á erfitt með að hemja skap sitt þegar svo ber undir. Þá er eins og hann fái útrás með því að hreyta fúkyrðum í þjóðir Evrópusambandsins en mærir Trump, forseta Bandaríkj- anna. Og þá rifjast upp undir eins að stærsti stjórnmálasigur Davíðs Oddssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar var samningurinn um hið Evrópska efnahagssvæði og gekk ekki hnífurinn á milli þeirra. Það verður þess vegna fróðlegt að sjá hvernig Davíð Oddsson bregst við þeirri fullyrð- ingu Arnars Þórs Jónssonar hér- aðsdómara á miðopnu Morg- unblaðsins laugardaginn 27. júlí að með þeim samningi og fram- kvæmd hans sé komin upp staða sem er „ekki í neinu samræmi við þann lagalega grunn sem lagður var að stofnun Alþingis árið 930 og mótað hefur lagahefð Íslend- inga alla tíð, þrátt fyrir löng tíma- bil niðurlægingar, undirokunar og kúgunar.“ Nú liggur það auðvitað fyrir að Davíð Oddsson, sem var forsætis- ráðherra til 2004 og síðan utanrík- isráðherra til 2005, mótaði starfs- hætti okkar innan Evrópska efna- hagssvæðisins öðrum fremur og hvernig við beittum áhrifum okkar þar. Enginn einn maður hefur haft meiri áhrif í þeim efnum en hann. Orð héraðsdómarans er rétt að meta í því ljósi. Ávinningurinn af Evrópska efnahagssvæðinu er ótvíræður fyr- ir íslensku þjóðina. Mesta hag- ræðið er vafalaust fólgið í því að hvorki tollar né gjöld eru lögð á útflutningsvörur okkar til Evrópu- sambandsins sem er okkar stærsti og mikilvægasti markaður. Öll samskipti milli þjóðanna eru frjáls, vinnumarkaðurinn er okkur opinn og sömuleiðis háskólar í löndum Evrópusambandsins. Ég dreg ekki úr því að til mikils sé að vinna með bættri framkvæmd EES- samningsins, sem geti falist í öfl- ugri hagsmunagæslu og að innleið- ing EES-regluverks sé ekki meira íþyngjandi en nauðsyn krefur. Ég varð mjög undrandi á að því skyldi slegið upp á forsíðu Morgunblaðsins sem fyrstu frétt 18. júlí sl. að héraðsdómarinn Arn- ar Þór Jónsson fullyrti í grein í blaðinu að þriðji orkupakkinn þýddi takmörkun á fullveldi þjóð- arinnar. Þetta er að sjálfsögðu rangt eins og Hilmar Gunn- laugsson, hæstaréttarlögmaður og LLM í orkurétti, ásamt ýmsum öðrum hefur sýnt fram á. Og Hilmar segir á öðrum stað: „Við lögfestum reglur innri markaðar- ins í orkumálum árið 2003. Þriðji orkupakkinn er ekki að breyta neinu þar um. Þriðji orkupakkinn mun ekki breyta orkuverði á Ís- landi. Þriðji orkupakkinn mun ekki leiða til lagningar sæstrengs, það væri auðveldlega hægt í dag, væri vilji til þess. Þriðji orkupakk- inn felur ekki í sér meira valda- framsal en leiddi af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.“ Þessi orð Hilmars Gunnlaugs- sonar eru kjarni málsins, hann er sérfræðingur í þessum efnum en héraðsdómarinn ekki. Þriðji orku- pakkinn er eðlilegt framhald markaðsvæðingar á framleiðslu og sölu á raforku, sem innleidd var hér á landi með fyrsta og öðrum orkupakkanum í gegnum raf- orkulög árin 2003 og 2008. Vegna þeirra breytinga ríkir nú frjáls samkeppni í fram- leiðslu og sölu á raf- magni og neytendur geta valið af hverjum þeir kaupa rafmagn. Ég þekki dæmi þess að á þetta hafi reynt og lækkað rafmagns- reikninginn umtals- vert. Á hinn bóginn hefur það setið eftir að jafna flutnings- kostnað raforku sem hefur bitnað á lands- byggðarfólki og verður að taka á með jöfnunargjöldum. Það er heimilt og kemur orkupökkunum ekki við. Þá felur þriðji orkupakkinn eins og hinir fyrri í sér ákvæði um rétt neytenda og neytendavernd, að- gang að flutnings- og dreifikerfum rafmagns, gagnsæi á markaði, að- skilnað samkeppnisrekstrar (fram- leiðslu og sölu) frá sérleyfisrekstri (flutningi og dreifingu) og fleira í þá veru. Þegar ég var blaðamaður á Morgunblaðinu var það borg- aralegt blað, þar sem skýr mörk voru sett milli almennra frétta og pólitískra frétta. Reykjavíkurbréf voru þannig skrifuð að farið var rétt með efnisatriði máls, þannig að lesandi þeirra vissi um hvað var að ræða og gætilega talað um einstakar persónur. Mér er mjög í minni ádrepa sem ég ungur blaða- maður fékk frá Matthíasi Johann- essen og hef ekki gleymt þótt átt- ræður sé. Nú hefur breyting orðið á. Morgunblaðið talar eingöngu um það í þriðja orkupakkanum sem ekki er í honum, nefnilega sæstreng til Íslands. Á hinn bóg- inn lætur Morgunblaðið sig engu skipta frjálsræði í viðskiptum með rafmagn, rétt neytenda og neyt- endavernd. Morgunblaðið er ekki svipur hjá sjón. Það er ekki það sama og það var. En það er ekki öll von úti. Við höfðum gaman af að gantast hér fyrr meir meðan Eykon var ritstjóri og segja: „Hver veit nema Eyjólfur hress- ist!“ Orðastaður við Davíð Oddsson Eftir Halldór Blöndal » Ávinningurinn af Evrópska efnahags- svæðinu er ótvíræður fyrir íslensku þjóðina. Halldór Blöndal Höfundur var blaðamaður á Morgunblaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.