Morgunblaðið - 10.08.2019, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 10.08.2019, Qupperneq 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 um leið hlýnar mér um hjarta- rætur og brosi út í annað, tilfinn- ingin sem mun lifa svo sterk í minnum okkar allra og tilþrifin með, augun lokuð, axlirnar hopp- andi og púkinn, sem skein ósjald- an í gegn. Tala nú ekki um þegar tekið var í spil. Ein ljúfasta manneskja sem ég hef fyrirhitt, ég veit að margir taka þar einróma undir. Þú tókst öllum opnum örmum og var það skyldu stopp hjá mörgum að koma við hjá Oddsteini og Rósu í Hvammi. Sama hversu mikið var að gera eða hversu mikið af fólki var hjá ykkur þá gafstu þér alltaf stund til að taka á móti fólki og sýna náunganum einlægan áhuga. En þú lést einmitt alltaf náungann skipta þig máli alveg óháð því hvaða poka hann bar á baki sér. En ég veit líka að gangan þín var löng og urð og grjót voru þar á vegi. Engu að síður varstu allt- af jákvæð og kvartaðir aldrei. Þú sagðir oft við mig að gott skap gerði vinnu létta og að margar hendur ynnu létt verk. Þegar við krakkarnir vorum að hjálpa þér við hin ýmsu heimilisstörf og störf á bænum, þrátt fyrir að við vorum örugglega oftar en ekki að gera þér þau erfiðari fyrir, þá léstu okkur aldrei finna fyrir því og settir aldrei út á heldur leið- beindir með aðdáun. Ég kveð þig með sorg í hjarta og söknuði, það er sárt að þú skulir vera farin en í senn er ég full þakklætis fyrir allar þær minningar og stundir sem við áttum saman og þann poka sem þú gafst mér til að fara með út í lífið. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Þín Eygló Rut. Eins sárt og erfitt það er fyrir mig að segja að amma mín, al- nafna og ein af mínum helstu fyrirmyndum lést mánudaginn 29. júlí. Hún var mér allt, það er ekki hægt að finna aðra eins gersemi sem hún amma mín var. Hún bjó yfir miklum styrk, þolinmæði, dugnaði, gleði, ást og hlýju. Það sem hjálpar mér að fylla í gatið sem missirinn hefur rifið upp eru allar þær yndislegu minningar sem ég á með ömmu Rósu og þakklætið fyrir að fá að alast upp undir verndarvæng hennar. Amma, ó elsku amma mín, mikilvæg varstu mér. Mun ég ávallt sakna þín. Alltaf og allar þær góðu minningar sem ég á með þér Rausnarleg og góðhjörtuð, óaðfinnanleg, finnst mér. Stjórnlaus gleði og stanslaust stuð. Allt þetta og meira til lýsir þér. (Rósa litla) Amma tók á móti öllum með opnum örmum, góðum mat og mikilli hamingju. Hún hugsaði meira um velferð annarra heldur en sína eigin. Og brosti og hló allt til endaloka. Amma, þú hefur markað líf mitt og barna minna. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og með mér. Ég mun ætíð elska og sakna þín. Þín alnafna, Oddný Sigurrós Gunnars- dóttir (Rósa litla). Hóglega, hæglega, á hafsæng þýða, sólin sæla! síg þú til viðar. Nú er um heiðar himinbrautir för þín farin yfir frjóvga jörð. (Jónas Hallgrímsson) Að loknum löngum vinnudegi er gott að njóta hvíldar, leggjast til svefns og líða inn á lönd draumanna. Hún Rósa frænka okkar horfin héðan úr þessu lífi eftir langt og farsælt ævistarf og við þá frétt fyllist hugurinn af minningum um góða og skemmti- lega konu, þær streyma fram hver af annarri. Oft höfum við undrast þann kraft og dugnað sem þessi litla kona sýndi alla ævi. Vinnandi alla daga við að búa sem best að fjöl- skyldunni sinni, hjálpa öðrum ef með þurfti, rækta bæði skógar- lund og skrúðgarð við bæinn sinn. Rósa var ekki sú persóna sem hreykti sér af eigin ágæti eða verkum, en þeir voru ófáir sem nutu umhyggju hennar. Hún var einstaklega lagin við að hlúa að sjúkum og með sínu glaða sinni og jafnaðargeði létti hún þjáningar og huggaði. Hún dró aldrei af sér, alltaf tilbúin að rétta hönd til hjálpar og stuðn- ings. Aldrei munum við systur fá fullþakkað þá umhyggju og ást sem hún sýndi okkur á erfiðasta tíma ævi okkar og þó enginn komi í móðurstað þá komst hún næst því í okkar tilfelli. Minningin um þá hlýju og um- hyggju sem hún sýndi okkur systrum hefur fylgt okkur allt lífið. Létt lund og jákvæð sýn á til- veruna var það sem einkenndi Rósu, hjá henni var stutt í spaug- ið og hláturinn og mikið var nú alltaf gaman að koma í heimsókn til hennar þar sem borðið svign- aði undan skreyttum kökum, ilm- andi kleinum og rjúkandi kaffi. Það þýddi ekkert að segjast bara vilja kaffi, „hvaða vitleysa, talið bara við hann Oddstein“ og Rósa brá sér fram í eldhús að finna eitthvað til og fyrr en varði var veisluborðið tilbúið, „þetta er nú bara smáræði“ sagði hún þá gjarnan. Síðast þegar við systur heim- sóttum hana á hjúkrunarheimilið sagðist hún því miður ekki eigan neinar kökur núna, „en endilega fáið ykkur súkkulaði“. Já, það var alltaf jafn gaman að setjast niður með henni Rósu og spjalla saman um menn og málefni, og þá var nú spaugið aldrei langt undan. En nú fær maður ekki fleiri kökur hjá henni frænku – ekki í bili, en hver veit... hún er farin á nýjar brautir og við sem eftir lif- um eigum minningu um fallega brosið hennar og dillandi hlátur- inn. Blessuð sé minning þessarar góðu og skemmtilegu konu. Við sendum Oddsteini og fjöl- skyldu innilegar samúðar- kveðjur. Kolbrún og Sigurbjörg Vigfúsdætur. Nú hefur stór partur af sálu okkar systkina horfið á braut með andláti ömmu okkar. Amma Raddý var mikil fyrirmynd og glæsileg í alla staði. Hún elskaði ekkert meira en að vera á sundlaugarbakkan- um í útlöndum og láta sólina sleikja húðina sem var löðrandi í babyoil. Túrkísbláa gyðjan var alltaf flott til fara, enda var hún ein glæstasta flugfreyja landsins á sínum tíma. Fötin sem hún klæddist voru alltaf í stíl og skartgripirnir líka. Ef rauði varaliturinn var ekki á vörum hennar þá fór hún ekki út úr húsi, enda var hann einn af hennar helstu einkennum ásamt sjarma hennar og hreinskilni. Stundirnar fyrir framan sjón- varpið í Bólstaðarhlíð að horfa á Andabæ og borða M&M voru margar og ógleymanlegar. Það var alltaf spennandi að fara upp í rúm að sofa því við vissum að ho- neynut cheerios myndi bíða okkar næsta morgun, en líka hræðsla yfir svefnleysi vegna yfirgnæf- andi hrota! Heimsóknirnar í Ráðhúsið voru tíðar og það var alltaf gaman Ragnheiður Júlíusdóttir ✝ RagnheiðurJúlíusdóttir fæddist 14. nóvem- ber 1940. Hún lést 17. júlí 2019. Útför Ragnheið- ar fór fram 31. júlí 2019. að fá að spjalla við ömmu og kíkja svo bak við þjónustu- borðið og klára allar kexkökurnar sem voru til á lager. Eftir að við amma fluttum undir sama þak fengum við að kynn- ast henni ennþá bet- ur. Hún elskaði að fá sér sígarettu í horn- inu sínu, sama hvernig veður var. Það var ein- stakt af fá það tækifæri að búa með ömmu sinni. Eftir tvö góð ár á nýja heimilinu byrjaði heilsu hennar að hraka og þurftum við systkinin að hjálpa henni með margt og mikið. Það var góð til- finning að fá að gefa henni til baka allt sem hún hafði gefið okkur. Búðaráp var mikið stundað hjá ættliðunum þremur og þótti ömmu ekki leiðinlegt að klæða sig upp og punta, fara í Kringluna og kíkja á kaffihús í kaffi og tertu. Það var alltaf gott að hafa ömmu með vegna einlægrar hreinskilni og ánægju hennar að vera allar saman. Búðarápið verður hálf- tómlegt án elsku ömmu og hennar nærveru. Amma er nú komin á betri stað, þar sem áhyggjur og flök- urleiki finnast ekki. Hún er ef- laust að horfa niður til okkar systkina með rauðan varalit á vörum og er „aðeins að fá að vera til“ með guði. Jón Gunnar Björnsson og Katinka Ýr Björnsdóttir. Sálm. 17.5-6 biblian.is Skref mín eru örugg á vegum þínum, mér skrikar ekki fótur. Ég hrópa til þín því að þú svarar mér, Guð,... Okkar ástkæri, BALDVIN TRYGGVASON, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mánudaginn 12. ágúst klukkan 13. Blóm eru afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög. Halldóra J. Rafnar Sveinbjörn I. Baldvinsson Tryggvi M. Baldvinsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, SIGURÐUR BJÖRGVIN VIGGÓSSON, lést í faðmi barna sinna á hjúkrunar- heimilinu Grund fimmtudaginn 1. ágúst. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 16. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag nýrnasjúkra. Valgerður Lísa Sigurðard. Jón Steingrímsson Sigurður Elvar Sigurðsson Rakel Árdís Sigurðardóttir Ragnar Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn Eiríkur Viggósson Alda Viggósdóttir Björg Viggósdóttir Ólafur Agnar Viggósson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA M. JÓHANNSDÓTTIR, Gógó, Akureyri, lést á Hornbrekku, Ólafsfirði, 5. ágúst. Útförin fer fram frá Glerárkirkju, Akureyri, föstudaginn 16. ágúst klukkan 13.30. Einar J. Stefánsson Guðbjörg Haraldsdóttir Áslaug Ó. Stefánsdóttir Oddgeir Sigurjónsson Ingibjörg Stefánsdóttir Bergur V. Stefánsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, SOFIE MARIE MARKAN, síðast til heimilis í Lækjasmára 8, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudaginn 31. júlí. Hún verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 12. ágúst kl. 13. Þeir sem vilja minnast hennar láti Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra njóta þess. Anne-Marie Markan Ingrid Markan Inga Huld Markan Nicholas Jones María Huld Markan Sigfúsdóttir Kjartan Sveinsson Fróði, Tumi og Móey Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, MAGNÚS SIGFÚSSON húsasmiður, Kvíholti 10, Hafnarfirði, lést á Vífilsstöðum mánudaginn 5. ágúst. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 14. ágúst klukkan 13. Auðdís Karlsdóttir Sigfús Magnússon Halldóra Jóhannesdóttir Ísak Sigfússon Gígja Sigfúsdóttir Ásbjörn Jóel Sigfússon Okkar kæra SÓLVEIG G. EYSTEINSDÓTTIR kjólameistari, Sólheimum 23, Reykjavík, lést sunnudaginn 4. ágúst. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 15. ágúst klukkan 13. Aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, BYLGJA RUTH AÐALSTEINSDÓTTIR lést á sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 28. júlí. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 12. ágúst klukkan 13.30. Friðþjófur Ísfeld Sigurðsson Ásta Hafberg Brynjar Aðalsteinn Sigurðs. Agnes Arnardóttir barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR KRISTINSSON, stálsmíðameistari og slökkviliðsstjóri, Hjallatanga 11, Stykkishólmi, lést á St. Fransiskusspítala í Stykkishólmi 6. ágúst. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju miðvikudaginn 14. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er bent á tækjasjóð slökkviliðsins í Stykkishólmi 0309-26-800. kt, 620269-7009. Birna Sævarsdóttir Guðmundur Sævar Gunnar Björn Kristinn Einar Linda Bergmann tengdabörn og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.