Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 ✝ Valey Jónas-dóttir fæddist á Siglufirði 21. nóvember 1931. Hún lést á Sjúkra- húsi Siglufjarðar 28. júlí 2019. Foreldrar henn- ar voru Jónas Jón- asson, f. 3. mars 1892, d. 6. jan. 1962, og Jóhanna Jónsdóttir, f. 4. júlí 1889, d. 10. feb. 1942. Systkini Valeyjar voru Kári, Gísli, Ingibjörg (Abba) og Val- týr. Valey giftist 1957 Gunnari Jóhannssyni sjómanni, f. 6. febrúar 1927, d. 23.4. 2015, og byrjuðu þau búskap sinn á Lindargötunni, fluttu síðar á Laugarveg 12. Síðar keyptu þau hjónin Knattborðsstofu á vann eitt sumar í Vestmanna- eyjum. Valey fór í Kennaraháskól- ann og lauk því námi 1955 og stofnaði hún smábarnaskóla fyrir sex ára börn sem hún rak í nokkur ár og hóf síðar kennslu við barnaskóla Siglu- fjarðar þar sem hún hætti vegna aldurs. Valey fékk lömunarveikina níu mánaða gömul og lamaðist hún öll hægra megin. Hún fékk mátt aftur að hluta til eftir fjög- urra ára aldur en hún var ávallt lömuð í hægri hendi. Valey starfaði mikið í Sjálfs- bjargarfélagi Siglufjarðar sem var stofnað 9. júní 1958 og var Valey fyrsti formaður Sjálfs- bjargar á Íslandi. Valey hafði mikinn áhuga á gönguskíðum og fylgdist vel með öllum skíðamótum. Útför Valeyjar fer fram í dag, 10. ágúst 2019, og hefst athöfnin klukkan 14. Meira: mbl.is/minningar Lækjargötu 8 og svo bjuggu þau að Hafnartúni 4. Síð- ustu árin dvaldi Va- ley í Skálarhlíð og síðan á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Börn Valeyjar og Gunnars eru Óðinn, maki Una Agnars- dóttir, Jóhanna, maki Arnbjörn Ey- þórsson, Jökull, maki Ásta Sigfúsdóttir, og Ingi- björg, maki Björn Tryggvason. Fyrir átti Valey son, Arnþór Þórsson, sambýliskona Brynja Baldursdóttir. Valey ólst upp á Siglufirði en kornung fór hún í sveit á sumr- in í Tungu, á Barði í Fljótum og síðan að Höfða á Höfðaströnd. Um 16 ára fékk hún vinnu við konfektgerð, síðan fór hún og Mamma. Ég var erlendis þegar ég fékk fréttina um að mamma væri dáin. Það kom mér mikið á óvart, allavega í byrjun. Ég var búin að tala við hana tveimur dögum áður og þá datt mér ekki í hug að það væri í síðasta skiptið. Hún hafði líka farið í sumarbústað með bróður mín- um nokkrum dögum áður og var það mikil ánægjustund fyrir hana. Það sem mig langar að segja um mömmu er það að hún var mikil kjarnorkukona eins og þeir vita sem þekktu hana. Ég kunni þó að meta kosti hennar meira eftir því sem ég varð sjálf eldri. Áður fyrr voru ráðin hennar sem hún gaf mér eitt- hvað sem ég hlustaði ekki endi- lega á, en eftir því sem árin liðu skynjaði ég hversu rétt hún hafði oft fyrir sér og hvað hún bar hag minn fyrir brjósti með þessum ráðum. Ævi hennar var ekki alltaf auðveld. Hún fékk lömunarveik- ina níu mánaða og lamaðist öll hægra megin. Hún fékk síðan mátt í hægri fótinn en ekki höndina en hún lét það ekki hafa áhrif á það sem að hún hafði fyrir stafni. Hún menntaði sig og átti börn, vann mikið fyrir Sjálfsbjörg sem var hennar hjartans mál. Mamma vildi að við systkinin menntuðum okkur og lagði hún mikla áherslu á það við okkur öll, sendi okkur suður og hún og pabbi studdu við okkur fjár- hagslega svo að þetta gengi allt upp. Það hefur samt verið ótrú- lega sárt oft á tíðum að eiga mömmu og pabba sem búa á öðrum stað. Ég fór ófús að heiman 16 ára og ég flutti í raun aldrei heim aftur, bara heimsókn á sumrin og um jól. Mamma var samt ótrúlega dugleg við að fylgjast með öllu sem gerðist hjá mér og kom í allar veislur ef hún mögulega komst, enda hafði hún mjög gaman af að ferðast og að vera í fjölmenni. Síðustu árin hafa samt verið erfið þar sem ég hitti hana ekki eins oft og ég hefði viljað. Ég fór auðvitað í heimsókn og tal- aði við hana oft í viku en það er sárt að hafa ekki getað umgeng- ist hana meira þegar hún var orðin svona fullorðin. En svona er lífið og tilveran og ég ætla ekki að dvelja við slíkar hugs- anir heldur minnast hennar mömmu sem ég er svo stolt af. Ingibjörg Gunnarsdóttir. Í dag er ég að kveðja frænku mína Valeyju Jónasdóttur. Ég heimsótti Valeyju á Sjúkrahús Siglufjarðar fyrir nokkrum vikum þar sem við rifjuðum upp góðar minningar frá því í gamla daga, ég að saga út jólasveina og Valey að mála, síðan seldum við þetta á jóla- markaðnum. Í þessari síðustu heimsókn minni til hennar sá ég að frænka mín var farin að gefa eftir í lífsbaráttunni en okkur þótti vænt um að geta spjallað. Valey var yngst af sínum systkinum sem í dag eru öll fall- in frá. Hún missti móður sína mjög ung og fékk sjálf löm- unarveikina og var alla tíð með annan handlegginn lamaðan. Valeyju tókst mjög vel að aðlag- ast þessu og gerði meira með annarri hendinni en margir í dag gera með báðum höndum. Mér varð hugsað til Valeyjar þegar þriggja ára afabarnið mitt svaraði mér þegar ég bað hana að sækja sokkana mína „afi, hefur þú ekki tvær hend- ur?“ sagði hún. Fjórtán ára gamall fór ég mína fyrstu ferð til Reykjavík- ur. Fékk að fara með togar- anum Elliða og var að fara í sumarvinnu. Þá leigði Valey pínulítið herbergi á Frakkastíg. Ég kom til Valeyjar um miðja nótt, enginn dyrasími og lítið um aðra síma. Þá sá ég opinn glugga á efri hæð og kallaði stanslaust „Valey, Valey“. Allt í einu kom hún út í gluggann og var smá tíma að átta sig en svo færðist þetta frábæra bros yfir hana og hún kallaði „ert þetta þú, Jónas minn“. Þetta var Valey, endalaust með bros á vör og opinn faðm- inn. Á þessum tíma var hún við nám í Kennaraskólanum. Hún var engin venjuleg kona hún Valey, hörkudugleg og bráðskörp. Hún var einn að stofnendum Siglufjarðardeildar Sjálfsbjargar 1958 og fyrsti for- maður félagsins. Hún starfaði í áraraðir sem kennari við Barna- skóla Siglufjarðar og því sam- hliða með heimakennslu. Þá ráku hjónin Biljardstofuna á Siglufirði. Okkur hjónunum þótti alltaf frábært að heimsækja Valeyju og Gunnar á Hafnargötuna. Þar gátum við Gunnar rætt enda- laust um allt er viðkom sjó- mennsku og töfraði Valey fram þvílíka veislu úr eldhúsinu. Mér er ómögulegt að skilja hversu miklu hún áorkaði, sjó- mannsfrúin, útivinnandi með stórt heimili og fimm börn. Samt hafði hún alltaf tíma fyrir svo margt, svo sem föndur, list- málun, postulín og ýmsa handa- vinnu. Valey fylgdist vel með allri sinni stórfjölskyldu og var virk á samfélagsmiðlum fram á síð- asta dag. En allt endar þetta, hvort sem það er gleði eða sorg. Ég á Valeyju frænku minni mikið að þakka. Við hjónin sendum öllum að- standendum Valeyjar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Jónas og Ólöf. Nú er hún farin elsku Valey okkar. Valey var yngst systkina sinna, systir pabba og bjó á Siglufirði eins og við. Í okkar minningu var hún rausnarleg og var alltaf tilbúin til þess að deila eða gefa frá sér. Það var gott að koma til þeirra Gunnars og allt- af var fundið eitthvað skemmti- legt að gera og mikið leikið við unga gesti. Sum okkar fóru í sex ára bekk hjá Valey áður en sá bekk- ur fór í grunnskólann og þar var blandað saman námi og skapandi leik. Valey var mjög listræn og hæfileikarík á því sviði og liggur víða eftir hana handverk, hvort sem það voru myndir, málað á postulín eða tré svo eitthvað sé talið. Þegar við vorum börn fengum við yfirleitt heimagerð- ar jólagjafir sem fjölskyldan útbjó og Gunnar lét ekki sitt eftir liggja, hvort sem það var Fúsi flakkari, bangsi til þess að kríta á eða myndarammar fyrir myndirnar hennar. Hún hafði mjög gaman að því að fara til berja og kenndi okk- ur sjálfbærni berjatínslunnar þar sem hún boðaði að það ætti eingöngu að tína stóru berin og koma síðan á sömu þúfuna aftur eftir nokkra daga og tína meira, alltaf að kenna. Heima hjá okkur var hún á haustin stundum kölluð berja- Rósa, meðal annars vegna þess að hún fann yfirleitt ber fyrst á haustin og kom alltaf á afmælis- daginn hennar mömmu 28. júlí með ber til að færa henni. Almennt hafa krakkar ekki gaman af heimsóknum til full- orðinna ættingja, en það var enginn hissa þegar krakkarnir okkar sóttu í að heimsækja Va- leyju og Gunnar þar sem alltaf var tekið vel á móti þeim, spjall- að við þau eins og þau væru fullorðið fólk og þeim yngri fundið eitthvað skapandi að gera. Sendum Adda, Óðni, Jó- hönnu, Jökli, Ingu og fjölskyld- um þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Jónas, Guðrún og Baldvin Valtýsbörn. Valey Jónasdóttir kemur mjög við sögu skólastarfs á Siglufirði um nærri hálfrar ald- ar skeið. Ung sótti hún sér menntun í Kennaraskóla Ís- lands og lauk kennaraprófi árið 1955. Eftir heimkomu til Siglu- fjarðar stofnaði hún einkaskóla sinn, smábarnaskóla, sem hún starfrækti á heimili foreldra sinna við Lindargötu í 10 ár. Þar kenndi hún 5-6 ára börnum undirstöðuatriði lesturs og skriftar og einfalt föndur. Eiga margir Siglfirðingar góðar minningar úr betristofunni á Nefsstöðum frá þessum árum. Valey réðst til Barnaskóla Siglufjarðar 1956 þar sem hún starfaði og síðar í Grunnskóla Siglufjarðar allt til ársins 1997. Valey var í augum nemenda sinna og samstarfsfólks svip- mikill og duglegur kennari. Hún var mjög opin fyrir nýjungum í kennsluháttum og þróun skóla- starfsins. Yngri kennurum og óreyndari var hún afar hjálpfús og traust og síviljug að miðla af þekkingu sinni og reynslu. Va- ley fékkst alla tíð við bekkjar- kennslu þar sem hún fylgdi eftir árgöngum frá fyrstu skólaárum til 13 ára aldurs. Það var mjög skýrt í starfi hennar hve ríkan skilning hún hafði á því að vera skapandi í kennslu og öllu námi og þjálfa bæði huga og hönd nemenda sinna – eins og nýj- ustu námskenningar kveða á um. Um leið og Valey var jákvæð gagnvart nýjungum var hún fastheldin á góðar hefðir sem skiptu máli fyrir samfélagið. Fyrir hennar áhrif var gamli sólarsöngurinn „Kom blessaða sól með birtu og yl til barnanna á landinu kalda...“ endurvakinn í skólastarfinu og fluttur 28. janúar ár hvert í kirkjutröpp- unum af nemendum á yngri stigum grunnskólans. Ljóðið samdi Hannes Jónasson árið 1917. Við minnumst Valeyjar líka sem mikillar félagshyggjukonu sem alltaf var tilbúin að leggja lið hinni eilífu baráttu um betri heim. Við fyrrverandi samkennarar þökkum löng og góð kynni. Guðný og Örlygur. Merkiskonan Valey Jónas- dóttir er fallin frá. Valey var tæplega ársgömul þegar hún fékk lömunarveiki og lamaðist á öðrum fæti og hand- legg. Móðir hennar sá til þess að barnið færi suður í endur- hæfingu. Var hún einn vetur í þjálfun sem reyndist vel. Samt bar Valey merki fötlunar alla tíð. Það aftraði henni þó ekki í að taka fullan þátt í lífinu. Hún ól allan sinn aldur á Siglufirði fyrir utan fjögur ár í kennaranámi. Það var ekki al- gengt í þá daga að fatlaðir legðu fyrir sig langskólanám. Eftir að Valey kom aftur heim varð hún stundakennari við Barnaskóla Siglufjarðar þar sem hún kenndi í nær hálfa öld. Valey hélt við þeirri hefð að börnin syngju ljóð ár hvert. Ljóð heitir Til sólarinnar og var samið af Hannesi Jónssyni og sungið undir þýsku lagi. Eftir að Valey hætti kennslu féll þessi hefð niður um árabil. En rétt fyrir aldamótin var söng- urinn endurvakinn með aðstoð Valeyjar. Síðan hefur öllum nemendum við Barnaskólann verið kenndur söngurinn og er hann nú fluttur 28. janúar ár hvert. Árið 1958, 9. júní, var fyrsta Sjálfsbjargarfélagið á landinu stofnað og var það að tilstuðlan Sigursveins D. Kristinssonar. Aðeins viku fyrir stofnfund fé- lagsins hafði Valey gengið í hjónaband með Gunnari Jó- hannssyni sjómanni og eignuð- ust þau fimm börn. Sigursveinn bað hana um að gerast formaður félagsins þar sem hún hafði sýnt stofnun þess mikinn áhuga. Hún tók vel í til- lögu hans og varð formaður. Hún vann mikið fyrir Sjálfs- björg, reyndar varð hún að draga úr starfinu eftir að börnin voru orðin fjögur. Samt sem áð- ur hélt hún áfram að vinna að málefnum Sjálfsbjargarfélaga. Valey lagði mikla áherslu á að réttindi karla og kvenna væru söm og jöfn hvað varðaði fjár- hagslegan stuðning frá því op- inbera. Á stofnfundi Sjálfs- bjargar á Siglufirði bar hún upp þá tillögu að örorkulífeyrir væri greiddur án tillits til tekna maka. Þessi tillaga varð ekki að veruleika fyrr en rúmum 50 ár- um seinna. Á fyrstu árum Sjálfsbjargar var mikið lagt upp úr fjáröflun og félagsstafi og lagði Valey þar mikið til af tíma sínum meðal annars voru fundir og fé- lagsstarf haldið á heimili þeirra hjóna eða allt til þess að fjöl- skyldan var orðin það stór að finna þurfti annan stað fyrir starfsemina. Félagið naut vel- vildar íbúa og sveitarstjórnar, öll félög verða jú að afla tekna og gekk það vonum framar þar sem félagsmenn lögðu á sig mikla sjálfboðavinnu. Það voru seld merki og blöð, happdrætti og handavinna sem síðan var seld á basar. Ekki má gleyma hinum landsfræga pönnuköku- bakstri þegar sólin gægist aftur upp fyrir fjöllin. Málefni Sjálfsbjargar voru ekki einu málefnin sem hún lét sig varða því hún hafði mikinn áhuga á skíðaíþróttinni og vann lengi í sjálfboðavinnu við ýmis störf til eflingar íþróttinni. Sjálf eignaðist hún ekki skíði fyrr en á fullorðinsárum, var alltaf á lánsskíðum. Það þótti ekki rétt að leggja í fjárútlát til kaupa á skíðum þar sem hún gæti ekki æft til að keppa. Á barnsárum lét sér hún nægja að renna sér á tunnustöfum. Far þú í friði, kæra Valey. Ég sendi fólkinu þínu öllu inni- legar samúðarkveðjur. Guðríður Ólafs Ólafíudóttir, fyrrv. formaður Sjálfsbjargar lsh. Árið er 1955. Valey er komin heim til Siglufjarðar að loknu kennaraprófi og sýnir þá áræðni að stofna smábarnaskóla/einka- skóla í húsi Jónasar föður síns á Nefstöðum við Lindargötu. Fyrstu nemendur hennar vorum við í árgangi 1949. Lest- ur, skrift, föndur, leikir, söngur. Minningarnar tengjast að mestu leyti vorinu 1956 sem helgast líklega af því að við skólalok voru teknar hópmyndir af nem- endum sem tala sínu skýra máli. Við stöndum þar prúðbúin, stolt og glöð og höldum á af- rakstri náms og vinnu, stórum möppum skreyttum með lím- miðum í ýmsum litum, stærðum og gerðum og innihaldið verk- efni af ýmsum toga. Sumir eiga þessar möppur enn eftir rúmlega sex áratugi en hjá öðrum eru þær komnar í glatkistuna. Lengst göngum við með æskuminningunum og við eigum góðar minningar um þessa skólasetu og höfum fengið ótal tækifæri til að rifja þær upp. Mér sem þetta skrifar er eft- irminnilegt að oft þennan fyrsta skólavetur taldi Valey mig mas- gefna. Ekki andmæli ég því. Það kom þó ekki í veg fyrir að hún réði mig sem barnapíu á unglingsárum mínum. Þar gegndi ég ýmsum ábyrgðar- störfum, auk barnapössunar. Æfði mig þar í léttum heim- ilisverkum svo sem að elda og skúra. Valey var sístarfandi hús- móðir. Ótrúlega myndarleg við handavinnu, og lömun annarrar handar var henni ekki til traf- ala. Hún átti prjónavél og not- aði hana mikið. Oft heyrðist líka í saumavélinni og ógleymanlegt er þegar hún eignaðist nýjasta módelið sem hægt var að bró- dera á. Ég geymi ennþá tvo sumar- kjóla sem hún saumaði á mig, annar þeirra er vel skreyttur með vélarbróderíinu og hinn puntaður með bryddingum. Mjög fallegir báðir. Árgangur 1949 hittist nú í júlí á Siglufirði til að fagna 70 ára afmælum. Við minntumst uppvaxtar- áranna og sungum meðal ann- ars sönginn sem við lærðum hjá Valeyju: Nú gaman, gaman er í góðu veðri að leika sér. Sólin skein og fuglarnir sungu með okkur. Bjart var yfir öllu og öll- um. Við þrjár vinkonur úr barna- og gagnfræðaskóla leigðum þessa daga, ásamt eiginmönn- um, íbúð á efri hæð á Laug- arvegi 12 þar sem Valey og Gunnar bjuggu á barnapössun- artíma mínum. Þar gengum við upp og niður sama stigann og ég hafði hlaup- ið ótal sinnum fyrir rúmlega hálfri öld. Stundum fer lífið í hringi. Ég minnist Valeyjar með þökkum og flyt einnig hinstu kveðju og þakkir frá siglfirskum árgangi 1949. Jóna Möller. Valey Jónasdóttir Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar       við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.