Morgunblaðið - 10.08.2019, Side 52

Morgunblaðið - 10.08.2019, Side 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Önnur eins ósköp af innfluttum tækjabúnaði og tónleikadóti og fylgja enska tónlistarmanninum Ed Sheeran hafa aldrei sést áður hér á Fróni og vafalaust hefur þeim svelgst á morgunkaffinu sem lásu um öll tonnin sem flutt voru til landsins út af einum Englendingi með gítar. Sviðið sem hann ætlar að standa á er 650 fermetrar að flatarmáli og gámarnir með dótinu 55 talsins. Sheeran er enda einn vinsælasti tónlistarmaður heims, ef ekki sá allra vinsælasti því fyrr í vikunni bárust fréttir af því að yfirstand- andi tónleikaferð Sheeran, Divide, sem tónleikarnir hér á landi eru liður í, hefði slegið heimsmet hvað varðar tekjur af einni tónleikaferð. Sheeran hefur rakað inn yfir 737 milljónum Bandaríkjadala og slegið þar með met rokksveitarinnar U2 frá árinu 2011. Flestir geta raulað nokkur lög með U2 en þeir sem eru yfir miðjum aldri geta líklega fæstir raulað nokkur lög með Sheeran. Sá enski hefur engu að síður mokað út plötum á heldur stuttum ferli sínum og átt margan smellinn á vinsældalistum víða um lönd. En hvað veldur þessum vin- sældum? Blaðamaður sló á þráðinn til tveggja tónlistarfróðra álitsgjafa í leit að svörum. Fyrir unga jafnt sem aldna Tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Hildur, er ein þeirra tugþúsunda gesta sem verða á Laugardalsvelli um helgina. Spurð að því hvort hún hrífist af Sheeran sem tónlistarmanni svarar Hildur að henni þyki hann hafa gert margt gott í listinni þó hún sé ekki hrifin af öllu sem hann hafi gert. En af hverju er hún þá hrifnust? „Hann á svo mörg lög og ég hlust- aði svolítið mikið á fyrstu plötuna sem hann gaf út á sínum tíma, +. Mér finnst hann góður lagahöf- undur, góður að gera grípandi lög og það er hans aðalsmerki,“ segir Hildur. Hún er spurð að því hvort hún kunni skýringu á ógurlegum vin- sældum Sheeran. „Hann nær til svo ofboðslega breiðs hóps af því hann gerir svo mikið af tónlist sem er bara popptónlist í víðasta skiln- ingi. Eldri borg- arar og börn geta jafnvel hlustað á hann en hann var að gefa út nýja plötu og hún er allt öðruvísi, passar ekki alveg inn í Ed Sheeran-formúl- una. En ég held líka að hann hafi viljað prófa eitt- hvað nýtt,“ segir Hildur. Platan sem hún nefnir, No.6 Collabora- tions Project, er fjórða hljóðvers- skífa Sheeran og á hann á henni í samstarfi við marga heimskunna tónlistarmenn, m.a. Justin Bieber og Bruno Mars. „Það sem er merkilegt við þessa nýju plötu er að hann á í samstarfi við alla vinsældu listamenn samtím- ans þannig að hann er aðeins að „flexa“ því hvað hann getur,“ segir Hildur kímin. „Það vilja allir gera lag með honum því hann er nátt- úrlega líka streymiskóngur,“ segir Hildur og vísar þar til mikilla vin- sælda Sheeran á Spotify-streym- isveitunni. Hildur segir Sheeran sjarmer- andi og líklega gaman að fá sér bjór með honum. „Ég held að mjög margir tengi við svona fólk sem er jarðbundið. Ég held að það hafi hjálpað honum mikið, að fólk sér kannski sjálft sig í honum.“ Sætt og gott en næringarlaust Steinþór Helgi Arnsteinsson tón- listariðnaðarmaður segist hafa komist að því hver Sheeran væri fyrir örfáum ár- um. Áður hafi hann ekki haft hugmynd um hver maðurinn væri. „Fólk sagði bara „ha, veistu ekki hver það er?!“ og spilaði fyrir mig fullt af lögum og ég kannaðist þá við mörg þeirra. Ég fer ekki á Spotify til að hlusta á þau en hef heyrt þau milljón sinn- um út um allt,“ segir Steinþór. „Af hverju hann er svona vinsæll veit ég ekki en hann er bara eins og bland í poka. Þú ferð á nammi- barinn á laugardegi og færð þér bland í poka; smá gúmmí hér, smá súkkulaði, örlítill lakkrís. Þetta er sætt og gott og ljúft og öllum finnst þetta næs en ef þú skoðar næringarinnihaldið þá er það kannski ekki mikið. Svo er líka eitthvað við hann, hann er svo nettur á því. Það eru allir til í að halda með honum og ég held að það spili líka inn í. Hann er ótrúlega góður í að gera poppslag- ara en þetta er líka gríðarlega formúlukennt og mikill sykur. Ég skil ekki alveg vinsældirnar en er mjög forvitinn að sjá þetta „show“ og held að þetta verði geggjað dæmi,“ segir Steinþór að lokum um smellasmiðinn Sheeran. Sjarmerandi smellasmiður  Sjarmatröllið Ed Sheeran er komið til landsins og mun leika fyrir yfir 50.000 manns á Laugar- dalsvelli um helgina  Á heimsmet í tekjum af tónleikaferð  Hvað veldur þessum vinsældum? AFP Ógnarvinsældir Ed Sheeran nýtur fádæma vinsælda og fyllir hvern leikvanginn á fætur öðrum. Hildur Kristín Stefánsdóttir Steinþór Helgi Arnsteinsson AFP Innlifun Sheeran gefur sig allan í flutninginn á tónleikum, eins og sjá má. Ed Sheeran, fullu nafni Edward Christopher Sheeran, fæddist 17. febrúar árið 1991 og er því 28 ára. Hann hóf ungur að leika á gítar og semja lög og hélt sem táningur til London að freista gæfunnar. Sheeran sendi fyrstu hljóðvers- skífuna, +, frá sér haustið 2011 eft- ir að hafa samið við Asylum Rec- ords. Hún náði toppsætum breskra og ástralskra vinsældalista og fimmta sæti á þeim bandaríska. Hún hefur nú náð áttfaldri platínu- sölu í Bretlandi. Árið 2012 hlaut Sheeran Brit-verðlaunin sem besti nýliðinn og besti tónlistarmaður í karlaflokki og lag hans „The A Team“ var tilnefnt til Grammy- verðlauna ári síðar. Önnur hljóðversskífan, x, kom út 2014 og náði toppsætum bresku og bandarísku sölulistanna. Hún var næstmest selda platan á heimsvísu árið 2015 og var valin plata ársins á Brit-hátíðinni sama ár. Sheeran var einnig sæmdur titlinum lagahöf- undur ársins af akdademíu breskra lagahöfunda og tónskálda. Hann hlaut svo tvenn Grammy-verðlaun fyrir lagið „Thinking Out Loud“ ár- ið 2016 af sömu plötu. Þriðja skífan, ÷ (Sheeran er hrif- inn af stærðfræðitáknum), kom svo út 2017, náði toppsæti plötulista í Bretlandi, Bandaríkjunum og víð- ar. Hún var söluhæsta plata heims það ár og Sheeran náði þeim ár- angri, fyrstur tónlistarmanna, að eiga tvö lög á lista yfir þau tíu vin- sælustu í Bandaríkjunum í sömu viku. Fjórða hljóðversskífan, No.6 Collaborations Project, kom út á þessu ári og fór í toppsæti bresku og bandarísku plötusölulistanna. Yfir 150 milljónir eintaka hafa verið seldar af plötum Sheeran og er hann því meðal allra söluhæstu tónlistarmanna sögunnar. Að auki er hann annar tveggja sólólista- manna sem náð hafa þeim áfanga að eiga tvö lög á Spotify sem streymt hefur verið í yfir milljarð skipta. Þess má að lokum geta að Sheeran hefur reynt fyrir sér sem leikari, skotið upp kollinum í Krúnuleikunum og í kvikmynd Danny Boyle, Yesterday. Toppsæti, verðlaun og tugmilljónir platna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.